Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐliRINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 19. ágúst 1997 Blað C Gras- flötin FLESTIR vilja, að grasflötin sé jöfn og slétt, vaxin fíngerðu, mjúku og fagurgrænu grasi, segir Hafsteinn Hafliðason í Gróður oggarðar. Hún á að vera laus við hnúska og þúfúr, holur eða skellur og vera til yndis fyrir augað. /21 ► Meira öryggi ÞEIR sundstaðir eru ótrúlega margir vítt og breitt um landið, þar sem blöndunartæki í sturtum eru handvirk, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Sjálfvirk blöndunartæki veita miklu meira öryggi. /24 ► Nútíma hús AÐ Einihlíð 12 í Hafnarfirði er risið einbýlishús, þar sem notaðar eru nýjustu byggingaraðferðir. Húsið er byggt með einangrunarmótum og síðan verður settur á það marmarasalli. Húsið er því vel varið að utan. Innanhúss er gifs mjög áberandi, en þar eru settar gifsplötur beint á plastmótin í stað múrningar. Milliveggirnir eru úr blikkstoðum og gifs- plötum. Allar vatnslagnir eru úr plaströrum. Neyzluvatns- kerfíð er rör-í-rörkerfí, bæði kalda og heita vatnið. Það sem meira er, allt hitakerfið er lagt í gólfin með plaströrum, en engir ofnar eru í húsinu. Hitinn kemur því úr gólfinu. Þarna eru að verki hjónin Páll Kristjánsson og Anna M. Pétursdóttir, en húsið er hannað af Agli Guðmundssyni arkitekt. Það er 145 ferm. að stærð með 40 ferm, bílskúr. Húsið er á einni hæð en mjög hátt er til lofts. „Kosturinn við plaströrin er sá, að þau ryðga ekki,“ segir Páll. „Hitakerfið er lagt í gólfið eftir ákveðinni formúlu líkt og snjóbræðsla, sem er mjög auðvelt verk. Síðan er steypan lögð yfír.“ Jarðvinna við húsið hófst í október í fyrra. Framkvæmdir hafa gengið vel og er Páll þegar fluttur inn ásamt íjölskyldu sinni. /16 ► Ibúðarbyggingar mestar hér á Norðurlöndunum MEIRA er byggt hlutfallslega af íbúðarhúsnæði hér á landi en á hin- um Norðurlöndunum. Raunar skiptir þar í tvö hom. Annars vegar eru Is- land og Noregur, en í þessum lönd- um hafa verið minni sveiflur í íbúðar- byggingum miðað við hin löndin og byggðar fjórar íbúðir eða rúmlega það á hverja þúsund íbúa á síðustu árum. Athygli vekur samdrátturinn i Svi- þjóð, en þar voru byggðar 7,7 íbúðir á hverja eitt þúsund íbúa á árinu 1991, en síðan hafa íbúðarbyggingar farið ört minnkandi og aldrei verið minni en á síðustu tveimur árum. I Danmörku hófst mikið samdrátt- arskeið í íbúðarbyggingum í kringum 1990.1 Finnlandi var griðarlega mik- ið byggt um 1990, en síðan hefur ver- ið þar samdráttur ár frá ári. Þetta á sér sínar skýringar. I þeirri efnahagslægð, sem gekk yfir Norðurlönd seint á síðasta áratug og staðið hefur yfir til skamms tíma, varð byggingariðnaðurinn illa úti. Þar sem ferst fór má segja, að hrun hafi orðið með stórfelldum samdrætti í íbúðarbyggingum. Samdrátturinn varð þó mun minni hér á landi og stöðugleild hélzt hér áfram á fasteignamarkaðnum öfugt við það, sem gerðist í nágrannalönd- unum, en þar skapaðist í raun ófremdarástand sum árin. Astandið hefur nú batnað sums staðar, einkum í Danmörku, en þar hafa orðið mikil umskipti að undan- fómu og fasteignamarkaðurinn greinilega á uppleið á ný. En það byggist á vaxandi eftirspurn en tak- mörkuðu framboði á nýjum eignum. Hér á landi er spáð aukningu í íbúðarbyggingum í ár. Þannig eru umsóknir um húsbréfalán vegna ný- bygginga einstaklinga mun meiri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1975-1996 Á hverja 1.000 íbúa mi ÍSLAND 44' '_ \ ba t TRYGGÐU ÞER BETRA VERÐ Seldu Húsbréfín hjá Fjaruangi! Það borgar sig að gera verðsamanburð! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við aó bjóða besta kaupgengið og staógreióir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. [IP^ FJÁRVANGUR L 0 G 6 111 VERBBRtFAFYRIRT^KI Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavlk, slmi 5 40 50 60, símbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.