Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR19. ÁGÚST 1997 C 21 FASTEIGNASALA U Fjarðargata 17 Sími 565 2790 Fax 565 0790 netfang Ingvarg @centrum.is [Myndir í gluggumJ Opið virka daga 9-18 Eigum fjölda eigna á söluskrá sem ekki eru auglýstar. Póst- og símsendum söluskrár um land allt. í smíðum Fjallalind - Kópav. - Parhús Falleg 166 fm parhús á góðum stað í Kópavogi. 4 svefnherbergi. Afhendast fullbúin að utan, fokheld að innan, eða lengra komin. Verð frá 8,9 millj. TEIKNINGAR Á SKRIFSTOFU. Klettahraun Fallegt og vel við haldið 275 fm einbýli, ásamt 52,4 fm bílskúr. AUKAÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ. Góð staðsetning í hrauninu. Tvöfaldur bílskúr. Hverfisgata - Ævintýralegur garður Mjög vandað og mikið endurnýjað einbýli á 3 hæðum í miðbænum. Ævintýraleg- ur garður með gosbrunni o fl. Þetta hús verður að skoða til að skynja. Verð 10,5 millj. (1163) Setbergshverfi. í einkasölu sérlega vandað og fullbúið einbýlishús með tvöföldum innbyggðum bílskúr, alls 182,3 fm. Áhv. Bygg- sj.rík. 3,5 millj. Staðsetning hússins er góð í enda botnlanga. (1108) Lækjarberg - Á einni hæð Mjög vandað og fallegt 187 fm einbýli á einni hæð, ásamt 36 fm bílskúr. 4 rúm- góð svefnherbergi. Sólstofa. Áhv. góð lán 4,8 millj. Verð 15,9 millj. (1207) Norðurbraut - Tvær íbúðir Glæsilegt 258 fm einbýli, ásamt 49 fm tvöföldum bílskúr. Vandaðar innréttingar, parket. Aukaíbúð á jarðhæð. Falleg hraunlóð. (885) Fjóluhlíð - Einbýli á einni hæð Gott 133 fm einbýli ásamt 35 fm bílskúr á góðum stað í Setbergi. Afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. Teikningar á skrif- stofu. Verð 9,5 millj. (492) Furuhlíð - einbýli með bílskúr. vei skipulögð 130 fm einbýli á einni hæð ásamt 33 fm bílskúr. 4 svefnherbergi, sérinngangur í þvottahús. Til afh. strax fullb. að utan og fokheld að innan. Teikningar á skrifst. Verð 9,5 millj. Einbýli Hnotuberg - Einbýli í Setbergi Gott 180 fm einbýli ásamt 31 fm innbyggðum bílskúr. Suðurverönd með heitum potti. Ró- legur og góður staður. Áhv. byggsj. lán 3,5 millj. Verð 14,9 millj. (100) Fagraberg - Skipti möguleg Mjög vandað og fallegt 120 fm parhús á einni hæð ásamt 30 fm bílskúr. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Skipti möguleg. Verð 13,5 millj. (1096) Kjarrmóar Garðabæ - lítið par- hús Vandað og fallegt 85 fm parhús á einni og hálfri hæð. Nýtt parket, fallegur garður, góð staðsetning. Verð 8,7 millj. (1239) Klausturhvammur - Skipti sériega vandað 197 fm endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Vandaðar innrétt- ingar, parket, arinn í stofu, sólskáli, o.fl. Verð 14,8 millj. (1196) Lækjarberg - Einbýli á einni hæð Nýlegt og fallegt 224 fm einbýli m. innbyggðum bílskúr á einum besta og vinsælasta stað í Hafnarfirði. Áhv. langtímalán ca 6 millj. Verð 18,5 millj. (1192) Vesturbraut - Skipti Fallegt talsvert endurnýjað 130 fm einbýli, kjallari, hæð og ris, ásamt 14 fm geymsluskúr á lóð. 4 svefnher- bergi. Áhv. góð lán 5,4 millj. Skipti möguleg á minni eign. (1097) Vesturvangur - Við hraunjaðarinn Fallegt og 153 fm einbýli á einni hæð, ásamt 40 fm bílskúr. Falieg hraunlóð. Möguleg 5 svefn- herb. SKIPTI MÖGULEG. Verð 14,8 millj. (261) Rað- og parhús Lindarberg - Góð lán Faiiegt 197 tm parhús ásamt 30 fm innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi, möguleg 5. Fallegt útsýni. Áhv. Byggsj. ríkisins til 40 ára 5,4 millj. Verð 13,5 millj. (1215) Stuðlaberg Fallegt 162 fm parhús á tveim- ur hæðum, ásamt bílskúr. Sólskáli og fullbúin lóð með verönd o.fl. Áhv. Byggsj. rík. 3,5 millj. Verð 13 millj. (1146) Kvíholt - Sérhæð með bíl- skúr Góð neðri sérhæö í tvíbýli, ásamt aukaherbergi og bílskúr á jarðhæð. Sér- inngangur, góð staðsetning. Skipti á minni eign vel möguleg. Verð 9,9 millj. (1116) Oldutún - Tvær íbúðir - Laust Strax Nýmálað 233 fm raðhús á 3 hæðum ásamt 25 fm bílskúr. Góð 80 fm séríbúð í kjallara. Góð staðsetning og hagstætt verð 13,1 millj. (1165) Hæðir 4ra til 7 herb. Alfholt - Sérinngangur Giæsiieg 102 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Sérstaklega vandaðar innréttingar, parket og flísar. Frá- bært útsýni. Skipti á minni eign vel möguleg. Verð 8,8 millj. (1240) Eyrarholt Nýleg og falleg 163 fm íbúð á tveimur hæðum. Möguleg 5 svefnherbergi. Frábært útsýni yfir Fjörðinn. Skipti möguleg á stærra/minna. Verð 10,5 millj. (294) Grænakinn - Efri sérhæð Góð og talsvert endurnýjuð 104 fm efri sérhæð í góðu tvíbýli. Sérinngangur, parket. Áhvílandi góð lán 3,4 millj. Lækkað verð. 6,5 millj. Hjallabraut. Falleg 134 fm, 5-6 herb. íbúð á 3. hæð í mjög góðu fjölbýli. Endum. innrétt. stórar suðursvalir, frábært útsýni. Verð 9,8 millj. Hvammabraut Falleg 128 fm íbúð. Nýl. innréttingar. Möguleg 4 svefnherb. Stórar suðursvaiir. SKIPTI MÖGULEG. Áhvílandi BYGGSJ. RÍKIS. 2,5 millj. Lækkað verð 9,5 millj. Kelduhvammur Góð rúmlega 100 fm, 4ra herb. sérhæð í þríbýli. Sérinngangur. Gott útsýni. Verð 8,2 millj. Klukkuberg- með stæði í bílageymslu. Vönduð og falleg 108 fm 4 herbergja íbúð ásamt sérstæði í bíla- geymslu. Góðar innréttingar, flísar, parket ofl. Frábært útsýni. Verö 9,5 millj. Arnarhraun - Efri sérhæð Faiieg talsvert endurnýjuð 153 fm efri sérhæö í nýl. viðgerðu og máluðu tvíbýli. Nýl. innréttingar, gólfefni, gler o.fl. Falleg hraunlóð. Áhv. góð lán. Verð 10,5 millj. (1143) Breiðvangur - mjög stór Faiieg 190 fm neðri hæð í tvíbýli ásamt 33 fm bílskúr. Fimm svefnherbergi, parket og flísar, arinn í stofu. Laus fljótlega. Ásett verð 13,3 millj. Breiðvangur - Sérhæð Góð 125 fm neðri sérhæð ásamt 36 fm bílskúr í tvíbýli. 4 svefnherbergi, stórt eldhús, stór og falleg lóð. Hús í góðu ástandi. Stutt í skóla. Verð 10,9 millj. (903) Sléttahraun. Voaim að fá í einkasölu snyrtilega 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í góðu fjöl- býli. Áhv. byggsj. rík., ca. 3,4 millj. Parket á gólfum. Verð 7,3 millj. Suðurhvammur - Með bílskúr Björt 104 fm 4ra herbergja íbúð ásamt 40 fm bílsk. Vandaðar innr. Góð staðsetn, mikið út- sýni. 40 fm svalir. Hús að utan nýlega við- gert og málað. Áhv. húsbréf 3,3 millj. Verð 9,3 millj. (348) 3ja herb. Miðvangur - Við hraunjaðarinn Rúmgóð 92 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Mjög vel staðsett viö hrauniö. Fallegt útsýni. Stutt í skóla. Áhv. hagst. lán 1,3 millj. Laus fljótlega. Verð 7,2 millj. (1230) M "-)• 'Tyt % Suðurvangur - Nýi hlutinn sériega falleg og björt 100 fm (búð á jarðhæð. Vandað- ar innréttingar, parket og flísar. Góður garð- ur. Áhv. byggsj. 5 millj. Verð 9,2 millj. (1245) Vallarbarð - 3 herb. með bflskúr. Rúmgóð og björt 87 fm íbúð á 2. hæð ásamt 23 fm bílskúr. Rúmgóð herbergi, góðar svalir, fallegt útsýni, stór stofa. Verð 8,2 millj. (1243) Ölduslóð - Sérhæð Falleg talsvert endumýjuð 79 fm 3ja herb. neðri sérhæð í góðu tvíbýli. Allt sér. Nýl. innrétting. Parket, gler, hiti o.fl. Áhv. góð lán 3,3 millj. Verð 6,4 millj. (884) 2ja herb. Hverfisgata - 2ja m.bílskúr. Snyrti- leg 57 fm íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi, ásamt 22 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Parket á gólfum. Góð áhv. lán, ca. 3,5 millj. Verð 5,8 millj. J——r Á.:> 1 7"! DiK|! mm Ji IBI | _ • Ingvar Guömundsson löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Kári Halldórsson og Jóna Ann Pétursdóttir. f f Krosseyrarvegur - Endurnýjuð Falleg talsvert endurnýjuð 2ja herbergja sér- hæð á jarðhæð í góöu tvíbýli. Nýl. gluggar, gler, innr., hiti, tafla o.fl. Stór tréverönd. Verð 5,3 millj. (1156) Miðvangur - Glæsileg - Laus Tais- vert endumýjuð 2ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. Nýleg eldhúsinnr. og tæki, parket, gler o.fl. Frábært útsýni. Áhv. húsbréf 3 millj. Verð 5,2 millj. (1076) Sléttahraun - Jarðhæð Gðð 42 fm íbúð á jarðhæð í ágætu fjölbýli. Útgengt á ver- önd, fallegt eldhús. Verð 4,2 millj. (1244) Ölduslóð - Skipti á stærra Ágæt tveggja herbergja 70 fm neðri hæð í tvíbýli með sérinngang. Innangengt í þvottahús á hæð. Góð garðaðstaða. Áhv. byggsj. lán 2,6 millj. Verð 5,7 millj. J Grasflötin og grösin í garðinum Gróður og garðar Grasrætur þurfa loft, raka og næringu ekki síður en aðrar plöntur, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur. Þær þrífast ekki í loftlaus- um og þjöppuðum jarðvegi. GRASFLÖTIN skiptir miklu máli í flestum görðum. Eitt af hlutverkum hennar er að tengja saman mismunandi þætti garðsins þannig að hann verði ein heild. I öðru lagi er henni ætlað að gefa svigrúm til vistar og félagslífs í garðinum. Einnig - og ekki síst - á grasflötin að vera til skrauts og yndis fyrir augað. I flestum tilvikum er krafan sú að grasflötin sé jöfn og slétt, vaxin fíngerðu, mjúku og fagurgrænu grasi. Hún á að vera laus við hnúska og þúfur, holur eða skellur. Mosi og tvíkímhlaða plöntm' eins og fífill eða sóley eiga hvergi að sjást í velhald- inni grasflöt. En því miður er alltof algengt að grasflötinni sé ekki sinnt sem skyldi. Til þess að fá og viðhalda góðri grasflöt þarf talsverðar „pæl- ingar“ og dálítið vinnuframlag, að minnsta kosti til að byrja með. Gras er ekki bara gras. Grösin eru af ótal tegundum sem hafa mismunandi þarfir hvað varðar jarðveg og um- hverfi. Misskilningur á eðli þeirra og þörfum er aðalástæðan fyrir mis- heppnaðri grasflöt. Við undirbúning og undirvinnu fyrir grasflötina þarf að hafa þarfir grasanna í huga til að vel takist. Misskilningur númer eitt er venju- lega fólginn í þeirri trú að grös þrí- físt vel í hreinni mó- eða mýrar- mold. Misskilningur númer tvö felst í því að of grunnt og illa er unnið undir grasflötina. Grasrætur þurfa loft, raka og næringu ekki síður en aðrar plöntur og þrífast ekki í loft- lausum og þjöppuðum jarðvegi. Sendinn jarðvegur Þær grastegundir sem notaðar eru í grasflatir þurfa allar fremur send- inn jarðveg. Best er að hlutfall milli sands og moldar sé um 8:2 og blandað vel saman niður í a.m.k. 20 sentimetra dýpt. Þá verða grasræt- urnar sterkar og grösin ekki eins aum gagnvart ágangi og áföllum. Mosavöxtur í grasflötinni stafar oftast af of þjöppuðum jarðvegi og minni grasvexti sem af því hlýst. Al- gengast er að byggja grasflötina á aðkeyptum grasþökum - sem venju- lega eru kallaðar túnþökur. En einnig er hægt að sá grasfræi í hina verðandi grasflöt, það tekur nokkuð lengri tíma að fá viðunandi grasflöt með því móti - og hefur harla fáa kosti þar sem auðvelt er að nálgast góðar túnþökur. Framboð á þökum er mikið - og mismunandi. Og það er því miður ekki alltaf sem túnþökusalar eru klárir á því hvaða grastegundir þeir eru með í það og það skiptið - og þó að auglýst sé að um „sérræktaðar túnþökur" sé að ræða þarf það ekki endilega að vera nákvæmlega það sem við á í „okkar tilfelli“. Þess vegna er áríðandi að gera sér fyrirfram glögga grein íyrir hvaða grastegundir henta á viðkom- andi grasflatir. Hvaða áferð á að vera á grasinu? Hversu mikið þarf að bera á? Hve oft þarf að slá? Með skynsamlegum spurningum af þessu tagi er hægt að finna út hvað þöku- salinn er að bjóða - og fá hann jafn- vel til að vísa á sýnishorn af þeim þökum sem hann hefur verið að af- greiða undanfarna daga. Og það er ekki síður eftirsóknai-vert að fá að ganga úr skugga um hvort þökurnar eru vel skomar, jafnar og hreinar. Þrjár grastegundir heppilegastar Við val á grastegundum eiga garð- eigendur nokkurra kosta völ. Þó eru það einkum þrjár tegundir grasa sem koma til greina á litla einkalóð. í fyrsta lagi ber að nefna alíslenska og harðgerða tegund. Það er Hálín- gresi (og reyndar með því Skriðlín- gresi). Língresið myndar stóra fláka í úthaga og á gömlum túnum. Grösin eru slétt og mjúk viðkomu, punturinn fínlegur og kakóbrúnn. Língresi þolir öran slátt - en get- ur líka verið þétt og fallegt þótt lengra líði á milli slátta. Það þarf lít- inn áburð, í hæsta lagi 4 kg af graskorni pr/lOOfm í tveim til þrem skömmtum yfir sumarið. Língresið þolir talsvert tramp en er ekki hent- frjóan, sendinn og næringarrík- an jarðveg, sem heldur vel raka. Það vex hratt og þarf vikulegan slátt yfir hásumarið til að líta vel út. ugt í boltaflatir. Língresi skríður nokkuð og þéttist með neðanjarðar- renglum en er sjaldan til vandræða í blómabeðum þrátt fyrir það. Það þarf sendinn og loftríkan jarðveg og þolir þurrk öðrum tegundum betur. Önnur tegund sem vinsæl hefur verið í grasflötum er Vallarsveif- gi-as. Það hefur kjallaga grös, sem stundum eru nokkuð bláleit. Punt-r urinn er ljós og allgrófgerður í smæð sinni. Vallarsveifgrasið er af- ar slitþolin og kröftug grastegunlf sem hentar vel á fótboltavelli. Það myndar samfellda fleti og skríður mikið út með neðanjarðar- renglum og á það til að verða nær- göngult við blómabeðin og limgerð- in. Vallarsveifgrasið þarf frjóan, sendinn og næringarríkan jarðveg sem heldur vel raka. Það vex hratt og þarf vikulegan slátt yfir hásum- arið til að líta vel út. Túnvingull Þriðja tegundin sem vinsældum hefur náð sem grasflatagras er Túnvingull. Hann hefur mjög fínleg, upprúlluð grös sem minna á þræði. Punturinn er nettur og leggst sam. an eftir blómgun og puntstráin fá sérkennilega rauðan blæ. Túnving- ull er hai’ðbalagi'as sem dafnar best í grófsendnum jarðvegi. Hann þolir slátt í meðallagi vel og vill helst vaxa einráður í grasflötinni - sem þá má ekki fá mikinn áburð ef tún- vingulinn á að haldast við. Túnvingull og Vallarsveifgras eru oft notuð saman í túnum, á íþróttavöllum og í grasflötum bæta þau hvort annað. Aðrar grastegund- ir, sem algengar eru í túnum, eru of grófgerðar til að vera falleg gras- flatagrös. Þó gengur alveg að not& slík grös á stórum lóðum og utan- garðs í bæjarlöndum og þau njóta sín einnig vel á blómaengjum. Þess- ar tegundir virka dálítið „óekta“ í sumarbústaðalóðum og því ætti að varast að nota þær þar. Sem dæmi um grófgerðar grastegundir má nefna Vallaroxgras, Háliðagras og Snarrótarpunt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.