Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1997 C 17 ± TIL vinstri er rör-í-rör kerfi fyrir neyzluvatn, bæði heitt og kalt. Til hægri er dreifikista fyrir gólfhitann. ENGIR ofnar eru í húsinu, en allt hitakerfið er lagt í gólfin líkt og snjó- bræðsla. Síðan er steypan lögð yfir. Sú skoðun er býsna útbreidd, að gifs sé svo viðkvæmt, að illa gangi að hengja upp málverk, myndir og skraut á gifsveggi, þar sem gifsinu hætti til við að springa. „Með því að nota sérstak- ar skrúfur, sem eru bæði auðfáan- legar og handhægar, er hægt að hengja þung málverk og annað af því tagi á gifsplöturnar, án þess að nokkur hætta sé á, að þær skemmist af þeim sökum,“ segir Páll. Engir ofnar Á undanfornum árum hafa kom- ið í ljós miklai’ og vaxandi bilanir í vatnslögnum í húsum hér á landi, sem í mörgum eða flestum tilfell- um má rekja til ryðskemmda. Lagnirnar ryðga í sundur vegna raka í umhverfinu og fara að leka og valda þannig vatnstjónfyNærri lætur, að fimmtándi hver Islend- ingur lendi í vatnstjóni á hverju ári og að vatnstjón kosti þjóðfélagið um einn milljarð kr. árlega. Því hefur ákaft verið leitað leiða til þess að koma í veg fyrir vatns- tjón, þar á meðal með nýjum lagnaaðferðum. Ein sú helzta er svokölluð rör-í-rör aðferð. Notuð eru tvöfóld plaströr. og þau lögð inn í veggina líkt og rafmagnsrör. Fyrst er lagt fóðurrör og síðan er annað rör dregið í gegnum það. Þetta era því tvö plaströr, annað inni í hinu. í sjálfu vatnsrörinu er plastefni, sem hefur meira hita og þrýstiþol en önnur plastefni. Ef bilun verður í rör-í-rör kerfi, þarf ekki að brjóta steypuna upp, heldur er nýtt plaströr þrætt í staðinn fyrir það gamla. í húsinu að Einihlíð 12 era allar vatnslagnir úr plaströram. Allt neyzluvatns- kerfið er rör-í-rörkerfi, bæði kalda og heita vatnið. Það sem meira er, allt hitakerf- ið er lagt í gólfin með plaströrum en engir ofnar era í húsinu. „Kost- urinn við plaströrin er sá, að þau ryðga ekki,“ segir Páll. „Hitakerfið er lagt í gólfið eftir ákveðinni for- múlu líkt og snjóbræðsla, sem er mjög auðvelt verk. Síðan er steyp- an lögð yfir. Plastslöngumar era lagðar í slaufu í gólfið inn í hvert herbergi og til baka aftur. Vatnið inn er um 35 stiga heitt en um 25 stig, þegar það fer út. Vatnið fyrir gólfhitann og neyzluvatnið er keyrt í gegnum varmaskipti, sem auðveldar mjög stillingu á hitanum og á sérstökum mæli má sjá, hver nýtingin á vatn- inu er, en hún er mjög góð. Að sögn Páls er hún jafnvel 30% betri með þessari aðferð en með venju- legri hitalögn. Hvert herbergi hef- ur sér hitastilli, en hitakerfið og stýrikerfið era hönnuð af verk- fræðistofu Stefáns og Björns. Páll var spurður að því, hvað gera ætti, ef lögn í gólfi bilaði. „Það verður engin bilun,“ sagði hann þá. „Það era hvergi sam- skeyti og 100 ára ábyrgð er á slöngunum frá framleiðanda.“ Að sögn Páls er þetta alþekkt aðferð erlendis t. d. í Danmörku. „Þetta er ekki með öllu ný aðferð hér á landi,“ segir hann. „Fyrst var farið að leggja rörin í forstofur og baðherbergi og síðan sem varmagjafa fyi'ir allt húsið að nokkra leyti, þannig að það var hitað upp að hluta með ofnum en að hluta með þessari aðferð. En þeir era fáir, sem hafa stigið skref- ið til fulls og nota þetta hitakerfi alfarið fyrir allt húsið. Kannski felst tortryggni fólks gagnvart þessu hitakerfi í því, að mörgum hættir til þess að bera það saman við svokallaða geislahit- un, sem tíðkaðist hér áður fyrr og fyrirfinnst raunar enn. Þá vora járnrör lögð í loftin og svo rann heita vatnið eftir þeim. í þessu húsi kemur hitinn hins vegar úr gólfinu. Hann er þægileg- ur og fyrir neðan líkamshita, þannig að fólk finnur ekki fyrir gólfhita. Húsið hitnar samt vel, því að hit- inn stígur upp á breiðum fleti, en í gólfum hússins liggja 800 metrar af slöngum á 145 fermetra gólf- fleti. Marmarasalli að utan Svokallað stallajám er í þaki húss- ins, en að utan verður húsið múrað og settur á það marmarasalli. „Það er afar vinsæl aðferð nú, segir Páll. „Marmarasallann er hægt að blanda í hvaða lit sem er, en það sem meira skiptir er þó, að á þenn- an hátt á húsið að verða nær við- haldsfrítt að utan.“ Páll segir það ekki erfiðara að hanna hús, sem byggð era með einangranarmótum, ef vitað er fyrir fram, að byggja á með þeim. „Það má hlaða veggi í þessum hús- um bæði beina og bogna og mjög auðvelt er að móta boga við hurðir og glugga, skáskurð á ris, úrtök undir og yfir glugga, svo að nokk- uð sé nefnt af því tagi,“ segir hann. Að sögn Páls er notkun ein- angranarmótanna stöðugt að verða útbreiddari. „Húsasmiðjan tók að sér sölu þeirra og salan hef- ur stóraukizt," segir hann að lok- um. „Eins og er, þá önnum við ekki eftirspuminni. Áður fyrr vora einangrunarmótin fyrst og fremst notuð í einbýlishús og raðhús á einni hæð. Nú er einnig farið að nota þau í miklum mæli í tveggja hæða hús og bráðlega verða byggð tvö fjölbýlishús í Kópavogi með þessum mótum, annað upp á þrjár hæðir en hitt verður fimm hæðir.“ 4. LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 SÍMI: 533 * 1111 FAX: 533 *1 115 Magnús Axelsson, fasteignasali. Opið virka daga frá kl. 9-18. EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR Föst verðtilboð - leitið upplýsinga. 2ja herbergja GRETTISGATA V. 5,5 M. Lækkað verð. 2ja herbergja 59 fm mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eldhúsin- nrétting. Nýlegt rafmagn. Óin- nréttað ris yfir allri íbúðinni. Ekkert greiðslumat. Möguleiki ð að taka bíl upp í kaupverðið. Áhvílandi ca 2,6 millj. í hagstæðum lánum. SAMTENGDSÖLUS^RÁ ÁSBYRGI LAUFÁS Ivsteif’fiasiiLi rma .«5331115 VÍKURÁS V. 5,6 M Mjög falleg 2ja herbergja, 58 fm íbúð á þriðju hæð, með bílastæði í bílastæðahúsi. Suður- svalir og suðurgluggar með frábæru útsýni. Falleg Ijós eik og Ijósar flísar á gólfum. Fallegur Ijós eikarspónn á öll- um skápum og hurðum. Sameiginlegt þurrkherbergi og geymsla í sameign á hæðinni og þvottahús á hæðinni fyrir neðan. Áhvílandi 1,3 millj. Bygginga- sjóðslán. Blikahólar. V. 4,9 m. Brekkustígur. V. 6,5 m. Furugrund. Góð lán. V. 5,9 m. Laugarnesvegur. V. 4,9 m. 3ja herbergja BARÐAVOGUR V. 8,4 M. Reglulega góð 80 fm ibúð á aðalhæð í þríbýlis- húsi . Nýleg eldhúsinnrétting og inni- hurðir. Nýtt gler og póstar í flestum gluggum. 30 fm bílskúr fylgir íbúðinni. Áhvílandi 4,4 millj. ENGJASEL V. 6,2 M. 77 fm íbúð á fjórðu hæð með bílastæði í bílastæða- húsi. Suðursvalir og suðurgluggar með frábæru útsýni. Þvottahús inni í íbúðinni. Leyfi fyrir að stækka íbúðina um 25 fm. Hús og stigahús nýmálað. Áhvílandi 4,1 millj. VINDÁS V. 6,9 M. Tæplega 80 fm, mjög falleg íbúð á þriðju hæð. 2 svefn- herbergi, eldhús, stofa og bað. Parket á gólfum. Mikið skápapláss. Bilskýli. Sameign í sérflokki. Snjóbræðsla í gangstigum. Glæsilegt útsýni til sudurs. Áhvilandi 2,2 millj. Hagstæð lán. Ásgarður. M/bílskúr. V. 6,6 m. Seilugrandi. V. 7,6 m. □ LEIRUBAKKI V. 5,5 M. Falleg og rúmgóð 2ja herbergja ibúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Ibúðin skiptist i forstofu, rúmgott svefnher- bergi og stofu með vestursvölum, eldhús með góðri innréttingu, bað- herbergi allt nýflísalagt. Húsið að ut- an í mjög góðu standi, gott leiksvæði fyrir börn. VALLARÁS V. 3,7 M. íbúð í failegu fjölbýlishúsi. Alrými með eldhúsinn- réttngu, svefnkrókur og baðherbergi. Vestursvalir með góðu útsýni. Áhvílandi kr. ca. 1,7 millj. Bygginga- sjóðslán. 4ra herbergja og stærri HRAUNBÆR V. 6,8 M. Rúmgóð fjög- urra herbergja íbúð á góðum stað í Ár- bænum. Franskar svalir eru i hjónaher- bergi svo og plássgott fataherbergi. Stofa snýr í suður og er þar frábært út- sýni. Stutt í alla þjónustu, verslun, skóla og i sundlaugina. Áhvílandi hag- stæð lán 3,6 millj. HVAMMAR V.9.9M. Aldeilis Ijóm- andi góð 5 herbergja íbúð á efstu hæð í 8 íbúða stigahúsi við Hvammabraut í Hafnarfirði. Ibúðin er á tveimur hæð- um. 3 svefnherbergi, stofa, sjónvarps- herbergi og stórar svalir. Frábært út- sýni. Vandaðar innréttingar og parket á öllum gólfum. Sérstaklega gott verð. Áhvílandi ca 4,0 millj. JORFABAKKI V. 7,4 M. Þessi er í einu fallegasta stigahúsinu í Breiðholt- inu. Mjög falleg 4ra herbergja, ca 100 fm endaíbúð með ágætu útsýni. íbúð- in er á efstu hæð. Rúmgóð stofa. Suð- ursvalir. Gott þvottahús í ibúðinni. (búðinni fylgir herbergi í kjallara. LAUFRIMI V. 7,4 M. Mjög falleg 4ra herbergja íbúð á 2. (efri) hæð í fjórbýli. Sérinngangur. Örstutt í alla þjónustu og skóla. Utsýni svo um munar. Áhvíl-- andi eru hagstæð lán rúmlega 5,5 milljónir. Dunhagi. M/bílskúr. V. 7,9 m. Hlíðarhjalli. M/bílskúr. V. 10,4 m. Ofanleiti. M/bílskúr. V. 10,2 m. Sérhæðir ALMH0LT V.8.8M. Mjög skemmti- leg 86 fm björt sérhæð, sem skiptist í stofu, 2 svefnherbergi, eldhús og bað- herbergi. Snyrtileg innrétting í eldhúsi. Búr og þvottahús á hæðinni. Stór steypt verönd og fallegur gróinn garð- ur. Möguleg skipti á 2ja herbergja íbúð. Áhvílandi ca 3,6 millj. í hagstæð- um lánum. BARMAHLÍÐ V. 8,9 M. Þessi er al- deilis ágæt, en barn síns tima. 4ra her- bergja vel umgengin neðri hæð á þessum eftirsótta stað. Nýlegir glugg- ar og gler. Endurnýjað rafmagn. Sér- inngangur og sérhiti. Fallegur garður. JÖKLAFOLD V. 8.990 Þ. Glæsileg og vel innréttuð 116 fm neðri sérhæð í tví- býlishúsi. Þrjú svefnherbergi með góðu skápaplássi. Sér útigeymsla. Ræktuð lóð. Frábært útsýni í austur. Góð eign á góðum stað. KVISTHAGI V. 9,7 M. 4ra herbergja hæð ca 100 fm + sameign og 30 fm bíl- skúr í góðu húsi á stórri lóð sem er vel ræktuð. íbúðin skiptist þannig, tvö svefnherbergi, tvöföld stofa, rúmgott eldhús og baðherbergi, skúrinn stend- ur sér á lóðinni, þvottahús í sameign, nýtt þak. Skipti á tveggja ibúða húsi möguleg. Áhvílandi rúmlega 2,0 millj- ónir. ÚTHLÍÐ V. 12,5 M. Rúmgóð fimm herbergja efri hæð i einu fallegasta húsinu í Úthlíðinni. Húsið er nýlega endurnýjað að utan. (búðin skiptist í 2 - 3 svefnherbergi og 2 - 3 stofur. Gesta- snyrting, fataherbergi, mjög stórt eld- hús, þrennar svalir. Bílskúr. SELÁSBRAUT Fallegt fullbúiö raðhús, ca 176fm á tveimur hæðum, ásamt bíl- skúr. 4 svefnherbergi, tvöföld stofa og sjónvarpshol. Glæsilegt útsýni í vestur átt. VOGAGERÐI V0GUM Mikið endur- nýjað járnklætt einbýlishús, ca 90 fm sem skiptist þannig, forstofa, eldhús, rúmgóð stofa, borðstofa, baðherbergi, geymsla og þvottahús á jarðhæð. Kjallari undir húsinu. Svefnherbergi og sjónvarpsherbergi á efri hæð. Húsið stendur á ca 800 fm eignarlóð. Flúðasel. Endaraðhús V. 10,9 m. Hverafold. Einb. á einni hæð. V. 13.9 m. IMýbyggingar BOLLAGARÐAR Einbýli. Afhendist fullklárað að utan. GULLENGI 6 íbúða hús. Sér inn- gangur i allar ib. Afhendist fullbúið að utan sem innan, án gólfefna. VÆTTAB0RGIR Raðhús. Gott verð: 11.060.000 fullbúin, tilbúin til innr. 9,4 m. og rúml. fokheld á 8,6 m. Atvinnuhúsnæði Lóðir a a ASLAND Lóð undir einbýlishus. Öll gjöld greidd. Sumarbústaðir/Lóðir HUSAFELL Sumarbústaðalóðir á þessum frábær stað. Samningar til 99 ára. Nánari upplýsingar og bæklingar á skrifstofu. L0ÐIR í GRÍMSNESINU Raðhús - Einbýli ASH0LTV. 12,9 M. Eitt besta, ef ekki besta húsið í Ásholtinu er komið í sölu. Sannkallað lúxushús. Glerskáli, frábærar sólarsvalir, stæði í bílskýli. Nú er tækifæri til að eignast glæsilegt sérbýli í hjarta borgarinnar. Til leigu VATNAGARÐAR Rúmlega 100 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði til leigu fyrir traustan aðila. Húsnæðið skiptist í sal, skrifstofu, eldhús og eldtrausta geymslu. Verð aðeins kr. 70.000 á mánuði. Hitakostnaður og ræsting á sameign er innifalin. , iV LÁTTU OKKUR VINNA FYRIR ÞIG if" Sendum söluyfirlit í faxi (f W Komdu með eignina þina til okkar. Við vinn- eða pósti \ um og finnum það rétta fyrir þig. Hringið - Komið - Fáið upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.