Morgunblaðið - 21.09.1997, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997
%
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
.PÐINSGÖTU 4. SIMAR 551-1540. S52-1700. FflX 562-0540
Opið hus - Suluhólar 4, Rvík.
Mjög falleg 51 fm 2ja herb. íb. á 3. hæð með stórum suðursvölum.
Baðherb. og eldhús endurnýjað. Áhv. byggsj./ húsbr. 3,2 millj.
Verð 5,4 millj. Eignin verður til sýnis i dag, sunnudag,
frá ld. 15-17.Gjörið svo vel að líta inn,
Katrín og Jón Gunnar.
rgj, FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf
----- tf=J ÓÐINSGÖTU4, Sl'MAR 551-1540, 552-1700. FAX 562-0540 .
Mosgerði — einbýli
Til sölu þetta glæsilega einbýlishús, hæð og ris, gólfflötur 160 fm) ásamt
35 fm bílskúr. Húsið er að mestu endurnýjað að innan sem utan.
Glæsilegar innréttingar, lagnir o.fl. 4 svefnherb. Fallegur suðurgarður. Verð
14,5 millj. Nánari upplýsingar veita eigandi Þórir Lárusson í síma 553 1813
eða Bárður Tryggvason í síma 896 5221.
Valhöll fasteignasala,
Mörkinni 3 sími 588-4477
4
' -HÓLL- '
^ af lífi og sál j
Þverholt - Mos.
Falleg og óvenjuleg 100 fm 3ja
herb. penthouse-íbúð í góðu
fjölbýli í hjarta bæjarins, öll
þjónusta við höndina. Tvö góð
herb., rúmgóð stofa, góð lofthæð,
fallegt útsýni, suðvestur svalir.
Áhv. 5,1 millj. byggsj. Hér þar
ekkert greiðslumat. Lækkað verð 7,3 miilj. Guðrún býður ykkur
velkomin(n) í dag milli kl. 14—17. Nú er bara að drífa sig! (3539)
NII
EIGN4M1ÐUMN
*
9090 • l'ax 5«8 9095 • Si<Tuiiiúla 2 I
Sverrir Krlstinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri.
Selvogsgrunn — Glæsieign
Þetta einstaklega vandaða einbýlishús á einum af eftirsóttustu
stöðum borgarinnar er nú til sölu. Hér er um að ræða eign í sér-
flokki. Skipulag hússins er bæði glæsilegt og hagnýtt en það er
teiknað af Skarphéðni Jóhanrtssyni. Húsið er 364 fm auk 33 fm
bílskúrs. Á 1. hæð eru m.a. glæsilegar stofur með arni, bókaher-
bergi sem og mjög gott eldhús með vönduðum tæjum. Á 2. hæð
eru m.a. 3 svefnherbergi með snyrtingu og auk þess hjónaher-
bergi með baðherbergi og fataherbergi innaf. Mjög rúmgóðar
suðursvalir eru útaf 2. hæð. Glæsilegur stigi er á milli hæðanna.
Möguleiki er á 2ja-3ja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara.
Glæsilegur gróinn garður. Verð 24,0 millj. 7069.
MINNINGAR
BJARNIKRISTINN
HELGASON
+ Bjarni Kristinn
Helgason fædd-
ist í Hafnarfirði 13.
júlí 1948. Hann lést
á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði 16.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Helgi
Kristján Guðlaugs-
son, sjómaður í
Hafnarfirði, f. 16.8.
1908, d. 26.3. 1991,
og Ingigerður Ey-
jólfsdóttir, f. 19.6.
1913, d. 26.12.
1995. Systkini
Bjarna eru: Guðrún, f. 1935,
Ingólfur, f. 1937, Jóhanna, f.
1939, Gísli, f. 1942, Unnur, f.
1944, Arnar, f. 1946, Viðar, f.
1950, Gerður, f.
1952, og Leifur, f.
1954.
Bjarni lauk gagn-
fræðaprófi frá
Flensborgarskóla
árið 1964. Hann
stundaði ýmis störf
um ævina, en lengst
af vann hann við
verslunarstörf hjá
Kaupfélagi Hafn-
firðinga eða þar til
hann varð að láta
af störfum vegna
heilsubrests árið
1993.
Utför Bjarna verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
mánudag, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Bjarni Kristinn lést í Hafnarfirði
langt um aldur fram. Hann var sjö-
undi í röðinni af tíu systkinum.
Kunningsskapur okkar Bjarna hófst
þegar ég á barnsaldri bjó á Suður-
götunni en hann á Blómsturvöllum
við Jófríðarstaðaveg. Við fylgdumst
að í gegnum ungdómsárin og til
hinsta dags Bjarna. Síðustu sam-
verustundirnar voru þegar ég ók
honum af Suðurgötunni og á St.
Jósefsspítala þar sem hann dvaldi
síðustu mánuðina vegna veikind-
anna. Þar lést Bjarni.
Við Bjarni störfuðum saman hjá
Miklagarði í Hafnarfirði en þar
starfaði Bjarni um árabil í kjötdeild-
inni. Bjarni gat sér svo gott orð í
kjötvinnslunni að fólk dreif að um
langan veg til að kaupa „Bjarna
saltkjöt“ eins og það var kallað.
Bjarni var léttur í lund og gaman-
samur. Þess vegna var hann vina-
margur. Kveðskapur og lausavísur
voru honum mjög að skapi. Hann
lét sér oft um munn fara það sem
honum þótti athyglisvert. íþróttirn-
ar voru ofarlega á dagskrá og það
þurfti oft að fylgjast með því sem
var efst á baugi. Bjarni var drengur
góður og mátti ekkert aumt sjá.
Það kom oft í ljós í versluninni á
Miðvangi. En fyrir fjórum árum
kenndi Bjarni sér þess sjúkdóms
sem dró hann til dauða.
Með fátæklegum orðum vil ég
þakka góðum dreng samfylgdina.
Góð vinátta verður seint fullþökkuð.
Ég vil votta ættingjum og vinum
Bjarna mína dýpstu samúð.
Hilmar Kristensson.
Góður kunningi minn er látinn
eftir langa og erfiða baráttu við ill-
vægan sjúkdóm, langt um aldur
fram.
Bjarni Helgason var ekki hár
maður vexti, rauðbirkinn, snagg-
aralegur og léttur í spori. Hann var
gamansamur, orðheppinn og minnti
oft á föður sinn í því sambandi.
Bjarni skipaði ætíð sérstakan sess
í huga fjölskyldu minnar, þar sem
hann bar nafn föðurafa míns Bjarna
Sigurðssonar frá Móakoti á Vatns-
leysuströnd en Helgi Guðlaugsson
faðir Bjarna ólst upp á því heimili
frá tíu ára aldri.
Bjarni ólst upp og bjó hér í Hafn-
arfirði alla tíð. Fyrst hjá foreldrum
sínum á Blómsturvöllum, eins og
húsið á Jófríðarstaðavegi 7 var
nefnt, og nú síðustu árin í eigin
íbúð á Suðurgötu 78. Bjarni var
sjöundi í röð tíu systkina.
Eftir að Bjarni lauk gagnfræða-
prófi frá Flensborgarskóla stundaði
hann ýmis störf til sjós og lands.
Frá árinu 1976 til 1993 vann hann
við verslunarstörf hjá Kaupfélagi
Hafnfirðinga. Kaupfélagið, eins og
matvöruverslunin hér í Norðurbæ í
Lækjarberg 12 - Hf.
Opið hús í dag milli 14.00 og 17.00
er sögu ríkari
Margrét og Kristján munu taka vel
á móti ykkur og sýna þetta fallega
187 fm einbýli, ásamt 36 fm bíl-
skúr. Húsið er vel staðsett í hverf-
inu. 4 svefnherbergi. Sólskáli.
Eign sem vert er að skoða nánar.
Áhvílandi mjög góð lán.
Verð: Tilboð.
Nánari upplýsingar á
Ás fasteignasölu í síma 565 2790.
HULDULAND
Rúmgóð 5 herb. íbúð á 2. hæð. Stærð 120 fm. Útsýni af suðursvöium. 4
svefnherb. Þvhús innaf eldhúsi. Eikarparket. Flísalagt baðherb. Eign í góðu
ástandi. Áhv. 5,8 millj. húsbr. Verð 10,7 millj. Laus fljótlega. 8825.
FUNAFOLD BÍLSKÚR
Góð 128 fm neðri sérhæð í tvíbýli með bílskúr. 3 svefnherb., góð stofa.
Vandaðar innr. Parket. Fallegur garður. Áhv. 5 millj. byggsj. Verð 11,5 millj.
8748.
BRATTHOLT MOS.
Mjög gott 196 fm endaraðhús sem er hæð og kj. 5 svefnherb. Arinn í stofu,
sólstofa. Suðurverönd, fallegur garður. Verð 11,8 millj. 8830.
FURUBYGGÐ MOS.
Fallegt og vandað 110 fm raðhús á einni hæð ásamt sólstofu. Vandaðar
innr. Parket og flísar. Sólpallur. Verð 9.950 þús. 8827.
KLYFJASEL
Einbhús, hæð og ris, á steyptum kj. m/innb. bílskúr efst í botnlanga. Hægt
að hafa séribúð á jarðhæð. 4 svefnherb. 2 stofur. Góð staðsetning. Falleg
lóð. Útsýni (ekki alveg fullbúin eign). Verð 12,8 millj. 7749.
Ármúla 21
DAN V.S. WIIUM. hdl. lögg.fasteignasali.
Sími 533 4040.
Opið sunnudaga kl. 12-15.
Hafnarfirði er ennþá nefnd, er í
mínum huga staðurinn þar sem ég
kynntist Bjarna einna best. Má
segja að í hvert sinn sem komið var
við í „Kaupfélaginu" tækjum við
Bjarni tal saman. í þeim viðræðum
kom skýrt fram ágæt greind Bjarna
og að hann fylgdist vel með þjóð-
málum. Talaði hann jafnan fyrir og
með þeim sem börðust fyrir jafn-
rétti.
Lífshlaup Bjarna Helgasonar þau
50 ár sem hann lifði var ekki ætíð
blómum skrýtt. Bjarni greindist
með sjúkdóm á sínum yngri árum
sem háði honum alla tíð. Þegar svo
háttar til er mikilvægt að til staðar
sé bakhjarl sem gott er að leita til.
Þessi bakhjarl var móðir hans Ingi-
gerður Eyjólfsdóttur sem Bjarni
sótti styrk og stuðning til alla tíð.
Móðir mín og við systkinin kveðj-
um Bjarna Kristin Helgason og
þökkum samfylgdina. Systkinum
Bjarna og fjölskyldum þeirra er
vottuð samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Þórðarson.
Fallinn er frá langt um aldur
fram félagi og vinur, sem mörg
undanfarin ár hefur barist hetju-
legri baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Ég kynntist Bjarna þegar við
vorum ungir menn á kafi í starfi
hjá FH. Hann var einstaklega lag-
inn með fótboltann og kunni allar
helstu listir knattspyrnunnar og ég
minnist þess hversu yngri drengirn-
ir í FH fylgdust af athygli með
tæknibrellum Bjarna og reyndu síð-
an að taka þær eftir honum.
Bjarni var einlægur stuðnings-
maður FH og bræður hans og mág-
ur voru þar afreksmenn í handbolta
og knattspyrnu. Meðan heilsan ent-
ist honum mætti hann á alla leiki
félagsins og hafði ákveðnar skoðan-
ir á öllu er varðaði leik og starf í
félaginu okkar.
Þrátt fyrir mjög erfiðan sjúkdóm
missti Bjarni aldrei af því sem var
að gerast hjá FH og þegar við hitt-
umst var árangur FH alltaf efst í
huga hans og einnig ræddum við
pólitík, en Bjarni hafði mikinn
áhuga á bæði lands- og bæjarmál-
um og ekki fóru nú skoðanir okkar
alltaf saman, en við skildum alltaf
sem félagar og vinir.
Ég veit að ég tala fyrir munn
allra eldri FH-inga þegar ég þakka
Bjarna samveruna og hans þátt í
félaginu okkar og sendi öllum ást-
vinum hans innilegar samúðar-
kveðjur frá stórum vinahópi.
Ingvar Viktorsson.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (5691115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.