Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 60

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 60
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ahugi Japana á norður- ljósunum BÚIST er við að allt að 2.000 jap- anskir ferðamenn komi hingað til lands í vetur á vegum Flugleiða til að skoða norðurljósin og fara í stuttar skoðunarferðir út frá Reykjavík. Að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flug- leiða, komu 500 ferðamenn frá Japan í fyrra hingað til lands í því skyni að skoða norðurljósin og telja stai-fsmenn í ferðaþjónustu í Japan að í vetur verði hægt að fá hingað 2.000 ferðamenn í þessu skyni. Um er að ræða 3-4 daga ferðir hingað með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Hópur ferðaskrif- stofufólks frá Japan er væntanleg- ur hingað til lands á næstunni til að undirbúa ferðirnar en fyrstu ferðamannahóparnir koma seinni- partinn í nóvember. Meðal þess, sem japönsku ferða- mönnunum verður boðið upp á hér á landi, er dorgveiði í Reynisvatni og útreiðar þar um slóðir á vegum Laxalóns. Gert verður að afla þeirra á meðan á útreiðatúrnum stendur og setjast þeir að snæðingi að honum loknum. -------------- Flutti vopn milli staða LÖGREGLAN var kvödd að húsi á Norðurstíg í gærkvöldi eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að þar hefði sést til manns með skot- vopn. Lögreglu gekk greiðlega að hafa upp á manninum. Við nánari eftir- gi'ennslan reyndist þarna vera byssusmiður á ferð. Hafði hann verið að flytja vopnin á milli staða. Stafaði engum ógn af flutningum hans. Samanburður á íslandi og hinum Norðurlöndunum Ævilíkur aldraðra hafa aukist minna hér Kornið skorið Laxamýrí. Morgunblaðið. ’jvORN var skorið á Hjarðarbóli í Aðaldal fyrir helgi og fengust sjö tonn af korni á rúmlega tveimur hekturum lands. Kornrækt er hafin á íjórum bæjum í Suður- Þingeyjarsýslu og virðist árang- urinn lofa góðu. Þetta er annað árið í röð sem kornrækt er stunduð með þessum hætti í hér- aðinu og á myndinni meta feðgarnir á Hjarðarbóli upp- skeruna við kornsekkina, f.v. Hálfdán Á. Björnsson, Benedikt og Sigurður Hálfdánarsynir. Veðrið leikur við bændur nyrðra þessa dagana og í dag spáir Veð- urstofan allt að 20 stiga hita á *^íorðausturlandi. ÆVILÍKUR aldraðra hafa aukist minna hér á landi en í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi á sama tíma. Ævilíkur yngra og miðaldra fólks hafa hins vegar aukist álíka mikið hér á landi og í ofangreindum lönd- um. Jón Snædal, formaður Öldrunar- ráðs Islands og yfirlæknir á öldr- unarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, varpar fram þeirri spurningu í grein í Morgunblaðinu í dag, hvort verið geti að minni aukning á ævilíkum aldraðra hér á landi og á hinum Norðurlöndunum þremur síðustu fimmtán ár geti stafað af lakari kjörum aldraðra hér á landi. Jón sagði að ef árin 1981-85 ann- ars vegar og árin 1994-95 hins veg- ar væru borin saman kæmi fram að ævilíkur þeirra sem væru átt- ræðir og eldri hefðu aukist um einn mánuð að meðaltali hér á landi á þessu tímabili. I hinum löndunum hefðu hins vegar ævilík- ur þessa aldurshóps aukist um eitt ár og rúmlega það. Hann sagði að engin ein skýring væri á þessum mun, en hins vegar væri vitað að almennt efnahagsástand skipti verulegu máli í þessum efnum. I greininni kemur fram að aldr- aðir hafi lakara mótstöðuafl ef eitt- hvað bjáti á og hafi ekki sömu möguleika til að bregðast við áföll- um og þeir sem yngri eru. Góður fjárhagur sé eitt sterkasta vopnið til verndar heilsunni, þó vitanlega komi margt annað til. ■ Fjárhagurinn/29 Morgunblaðið/Atli Vigfússon 12 ára drengiir lést eftir reiðhjólaslys Verðum að herða áróður fyrir hjálma- notkun, segir móðir drengsins DRENGURINN, sem varð fyrir bíl á Bústaðavegi á fimmtudag í síðustu viku, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á sunnudag. Drengur- inn hét Valberg Gunnarsson, til heim- ilis að Básenda 10 í Reykjavík. Hann var tólf ára gamall, fædd- ur 1. maí 1985. For- eldrar Valbergs og fimm systkini lifa hann. Verðum að grípa í taumana Valberg var ekki með hjálm þegar slysið varð og hlaut m.a. mikil höfuðmeiðsli. Móðir hans, Heiðbjört Ingvarsdóttir, óskaði eftir að koma á fram- færi þeirri skoðun sinni að herða yrði mjög áróður fyrir hjálmanotkun barna á reiðhjólum. „Hjálmarnir eru nauðsyn. Það kom skýrt í ljós í þessu slysi sem drengurinn minn varð fyrir og fleiri dæmi eru nær- tæk,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið síðdegis í gær. „Nú verður að grípa i taumana, herða mjög áróður og koma í veg fyrir að börn ferðist um á hjólum nema hafa hjálm. Mér finnst koma til greina að taka hjól af bömum sem ekki hlýða. Við getum ekki látið þetta viðgangast lengur." Valberg Gunnarsson Kozyrev á fundi með bæjarstjóranum á Akureyri Hefur hug á sam- starfi um húshitun ANDREI Kozyrev, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Rússlands, lýsti miklum áhuga á öllu því er varðar upphitun húsa í viðræðum hans við Jakob Bjömsson, bæjarstjóra á Akureyri, í gærmorgun. Kozyrev situr á rússneska þinginu fyrir Múrmansk sem er vinabær Akur- eyrar. Jakob sagði í samtali við Morg- unblaðið að Kozyrev hefði verið mjög áhugasamur um allt sem lýt- ur að húsahitun, uppbyggingu slíkra kerfa, orkuspamaði, ein- angrun og nánast öllu sem lýtur að upphitun húsa. „Hann spurði mikið um þetta en hann er stjórnarformaður fyrir- tækis sem er að huga að þessum málum sérstaklega fyrir Rússland í heild sinni,“ sagði Jakob. „Mér skilst að þessi mál séu ekki í nægi- lega góðum farvegi að þeirra eigin mati.“ Fyiirtækið, sem Kozyrev gegnir stjórnarformennsku hjá, heitir Rússlandshiti. „Þetta fyrirtæki vinnur að því að ýta undir orkusparnað og bæta upphitunartækni í ýmsum hémð- um Rússlands," sagði Kozyrev. „Ég hef hug á að finna samstarfs- aðilja sem geta veitt tæknilega ráðgjöf og eru reiðubúnir að fjár- festa í þessari tækni í Rússlandi." Hann sagði að fyrirtækið starf- aði þannig að unnið væri með hverju héraði fyrir sig. Hópur sér- fræðinga væri sendur á vettvang til að gera heildarúttekt á stöðu orkumála og hjálpa til við gerð áætl- unar um aðgerðir. Þar væri bæði horft til þess hvað þyrfti að gera í náinni framtíð og til lengri tíma litið. Kozyrev sagði að viðræður um þessi mál væru á byijunarstigi en hann gæti þó sagt að hann myndi í dag ræða við ráðgjafarfyrirtækið VSÓ. Kozyrev kvaðst sjá færi á sam- starfi við íslendinga á ýmsum öðr- um sviðum, jafnt á opinberum vettvangi sem í eflingu lítilla fyrir- tækja. Einnig nefndi hann um- hverfismál, sjávarútveg og skipa- smíðar. ■ Engin lausn /31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.