Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 60
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ahugi Japana á norður- ljósunum BÚIST er við að allt að 2.000 jap- anskir ferðamenn komi hingað til lands í vetur á vegum Flugleiða til að skoða norðurljósin og fara í stuttar skoðunarferðir út frá Reykjavík. Að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flug- leiða, komu 500 ferðamenn frá Japan í fyrra hingað til lands í því skyni að skoða norðurljósin og telja stai-fsmenn í ferðaþjónustu í Japan að í vetur verði hægt að fá hingað 2.000 ferðamenn í þessu skyni. Um er að ræða 3-4 daga ferðir hingað með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Hópur ferðaskrif- stofufólks frá Japan er væntanleg- ur hingað til lands á næstunni til að undirbúa ferðirnar en fyrstu ferðamannahóparnir koma seinni- partinn í nóvember. Meðal þess, sem japönsku ferða- mönnunum verður boðið upp á hér á landi, er dorgveiði í Reynisvatni og útreiðar þar um slóðir á vegum Laxalóns. Gert verður að afla þeirra á meðan á útreiðatúrnum stendur og setjast þeir að snæðingi að honum loknum. -------------- Flutti vopn milli staða LÖGREGLAN var kvödd að húsi á Norðurstíg í gærkvöldi eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að þar hefði sést til manns með skot- vopn. Lögreglu gekk greiðlega að hafa upp á manninum. Við nánari eftir- gi'ennslan reyndist þarna vera byssusmiður á ferð. Hafði hann verið að flytja vopnin á milli staða. Stafaði engum ógn af flutningum hans. Samanburður á íslandi og hinum Norðurlöndunum Ævilíkur aldraðra hafa aukist minna hér Kornið skorið Laxamýrí. Morgunblaðið. ’jvORN var skorið á Hjarðarbóli í Aðaldal fyrir helgi og fengust sjö tonn af korni á rúmlega tveimur hekturum lands. Kornrækt er hafin á íjórum bæjum í Suður- Þingeyjarsýslu og virðist árang- urinn lofa góðu. Þetta er annað árið í röð sem kornrækt er stunduð með þessum hætti í hér- aðinu og á myndinni meta feðgarnir á Hjarðarbóli upp- skeruna við kornsekkina, f.v. Hálfdán Á. Björnsson, Benedikt og Sigurður Hálfdánarsynir. Veðrið leikur við bændur nyrðra þessa dagana og í dag spáir Veð- urstofan allt að 20 stiga hita á *^íorðausturlandi. ÆVILÍKUR aldraðra hafa aukist minna hér á landi en í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi á sama tíma. Ævilíkur yngra og miðaldra fólks hafa hins vegar aukist álíka mikið hér á landi og í ofangreindum lönd- um. Jón Snædal, formaður Öldrunar- ráðs Islands og yfirlæknir á öldr- unarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, varpar fram þeirri spurningu í grein í Morgunblaðinu í dag, hvort verið geti að minni aukning á ævilíkum aldraðra hér á landi og á hinum Norðurlöndunum þremur síðustu fimmtán ár geti stafað af lakari kjörum aldraðra hér á landi. Jón sagði að ef árin 1981-85 ann- ars vegar og árin 1994-95 hins veg- ar væru borin saman kæmi fram að ævilíkur þeirra sem væru átt- ræðir og eldri hefðu aukist um einn mánuð að meðaltali hér á landi á þessu tímabili. I hinum löndunum hefðu hins vegar ævilík- ur þessa aldurshóps aukist um eitt ár og rúmlega það. Hann sagði að engin ein skýring væri á þessum mun, en hins vegar væri vitað að almennt efnahagsástand skipti verulegu máli í þessum efnum. I greininni kemur fram að aldr- aðir hafi lakara mótstöðuafl ef eitt- hvað bjáti á og hafi ekki sömu möguleika til að bregðast við áföll- um og þeir sem yngri eru. Góður fjárhagur sé eitt sterkasta vopnið til verndar heilsunni, þó vitanlega komi margt annað til. ■ Fjárhagurinn/29 Morgunblaðið/Atli Vigfússon 12 ára drengiir lést eftir reiðhjólaslys Verðum að herða áróður fyrir hjálma- notkun, segir móðir drengsins DRENGURINN, sem varð fyrir bíl á Bústaðavegi á fimmtudag í síðustu viku, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á sunnudag. Drengur- inn hét Valberg Gunnarsson, til heim- ilis að Básenda 10 í Reykjavík. Hann var tólf ára gamall, fædd- ur 1. maí 1985. For- eldrar Valbergs og fimm systkini lifa hann. Verðum að grípa í taumana Valberg var ekki með hjálm þegar slysið varð og hlaut m.a. mikil höfuðmeiðsli. Móðir hans, Heiðbjört Ingvarsdóttir, óskaði eftir að koma á fram- færi þeirri skoðun sinni að herða yrði mjög áróður fyrir hjálmanotkun barna á reiðhjólum. „Hjálmarnir eru nauðsyn. Það kom skýrt í ljós í þessu slysi sem drengurinn minn varð fyrir og fleiri dæmi eru nær- tæk,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið síðdegis í gær. „Nú verður að grípa i taumana, herða mjög áróður og koma í veg fyrir að börn ferðist um á hjólum nema hafa hjálm. Mér finnst koma til greina að taka hjól af bömum sem ekki hlýða. Við getum ekki látið þetta viðgangast lengur." Valberg Gunnarsson Kozyrev á fundi með bæjarstjóranum á Akureyri Hefur hug á sam- starfi um húshitun ANDREI Kozyrev, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Rússlands, lýsti miklum áhuga á öllu því er varðar upphitun húsa í viðræðum hans við Jakob Bjömsson, bæjarstjóra á Akureyri, í gærmorgun. Kozyrev situr á rússneska þinginu fyrir Múrmansk sem er vinabær Akur- eyrar. Jakob sagði í samtali við Morg- unblaðið að Kozyrev hefði verið mjög áhugasamur um allt sem lýt- ur að húsahitun, uppbyggingu slíkra kerfa, orkuspamaði, ein- angrun og nánast öllu sem lýtur að upphitun húsa. „Hann spurði mikið um þetta en hann er stjórnarformaður fyrir- tækis sem er að huga að þessum málum sérstaklega fyrir Rússland í heild sinni,“ sagði Jakob. „Mér skilst að þessi mál séu ekki í nægi- lega góðum farvegi að þeirra eigin mati.“ Fyiirtækið, sem Kozyrev gegnir stjórnarformennsku hjá, heitir Rússlandshiti. „Þetta fyrirtæki vinnur að því að ýta undir orkusparnað og bæta upphitunartækni í ýmsum hémð- um Rússlands," sagði Kozyrev. „Ég hef hug á að finna samstarfs- aðilja sem geta veitt tæknilega ráðgjöf og eru reiðubúnir að fjár- festa í þessari tækni í Rússlandi." Hann sagði að fyrirtækið starf- aði þannig að unnið væri með hverju héraði fyrir sig. Hópur sér- fræðinga væri sendur á vettvang til að gera heildarúttekt á stöðu orkumála og hjálpa til við gerð áætl- unar um aðgerðir. Þar væri bæði horft til þess hvað þyrfti að gera í náinni framtíð og til lengri tíma litið. Kozyrev sagði að viðræður um þessi mál væru á byijunarstigi en hann gæti þó sagt að hann myndi í dag ræða við ráðgjafarfyrirtækið VSÓ. Kozyrev kvaðst sjá færi á sam- starfi við íslendinga á ýmsum öðr- um sviðum, jafnt á opinberum vettvangi sem í eflingu lítilla fyrir- tækja. Einnig nefndi hann um- hverfismál, sjávarútveg og skipa- smíðar. ■ Engin lausn /31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.