Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 5
Hafbeitar-
laxí
villum
ALLTAF eru einhver brögð að því
að lax rati ekki heim og hafa slíkar
tilhneigingar aukist með tilkomu
hafbeitarinnar. Hafbeitarstofnar
hafa stundum verið samsuða stofna
og því þurft nokkrar kynslóðir til
að beina ratvísinni í réttan farveg.
Á meðan hafa menn séð mikið flakk
og hefur það ekki verið vel séð þar
sem þá er ávalt hætta á stofnablönd-
un. Nú hefur dregið svo mjög úr
hafbeit á íslandi og vandamál þetta
mun þverra í samræmi við það. En
flakk fyrirfinnst þó enn og Tumi
Tómasson fiskifræðingur fékk í
sumar furðu mörg Miðfi'arðarár-
merki úr nágrannaánum Vatnsdalsá
og Víðidalsá.
„Það voru miklar villur úr Miðfirð-
inum í sumar, hvernig sem á því
stendur, meiri heldur en venjulegt
getur talist. Ég hef einu sinni séð
viðlíka hlutfallstölur, e_n þá voru
merkin þó miklu færri. Ég fékk alls
til aflestrar 41 merki af löxum sem
gengið höfðu til sjávar sem göngu-
seiði vorið og sumarið 1996. En tíu
þeirra komu fram í Vatnsdalsá og
þrjú til viðbótar úr Víðidalsá. Aðeins
HLUTI sjóbirtingsafla sem
Þórarinn Eyfjörð og Egill Ingi-
bergsson fengu undir lok vert-
íðarinnar í Flóðinu í Grenlæk.
Fiskarnir, sem voru allt að 5,5
pund, veiddust flestir á svartan
Nobbler og Jersey Herd.
28 af 41 komu fram í Miðfjarðará
eða þverám hennar," sagði Tumi í
samtali við blaðið.
Lítið af stórlaxi 1998?
Fiskifræðingar hafa lengi haldið
fram, og það hefur sýnt sig vera
rétt, að samhengi er milli fjölda
smálaxa eitt árið og stórlaxa næsta
árs á eftir. Enda ekki óeðlilegt þar
sem þá er um sama árgang að ræða.
Góðu smálaxasumri fylgir gott stór-
laxasumar. Og öfugt. Smálaxagöng-
ur á liðnu sumri þóttu vera talsvert
frá því að vera eins öflugar og fiski-
fræðingar og veiðimenn allir höfðu
vonast eftir og rannsóknir á seiðabú-
skap ánna höfðu gefið til kynna. Það
kom mönnum í opna skjöldu að það
sem kom af smálaxi var afar vænn
fiskur, en venjulega helst í hendur
að þegar lítið er af smálaxi sé hann
auk þess rýr í roðinu vegna hungur-
sneyðar í hafinu. Kenningar eru
komnar á kreik vegna þessa og hall-
ast menn svona í byijun a.m.k. að
skilyrði í hafínu hafi verið slæm er
seiðin gengu niður í fyrra, en síðan
snöggbatnað og því hafi eftirlifandi
seiði rétt vel úr kútnum.
En má þá ekki búast við því að
stórlaxagöngur næsta sumar verði
í lakari kantinum? Sigurður Már
Einarsson fiskifræðingur Veiðimála-
stofnunnar í Borgarnesi sagði í sam-
tali við blaðið að það gæti orðið raun-
in. „Hlutfall stórlaxa hefur farið
minnkandi síðustu árin og miðað við
smálaxagöngurnar 1997 má ekki
búast við stórum stórlaxagöngum
næsta sumar. Við verðum jafn framt
að vona að síðasta sumar hafi á sinn
hátt verið einstakt ár,“ bætti Sigurð-
ur við.
Laxaráðstefna
Ráðstefnan „Islenskar laxveiðiár
í brennidepli" sem haldin er af Norð-
ur Atlantshafslaxasjóðnum, NASF,
verður haldin í Háskólabíói á sunnu-
daginn og hefst klukkan 16.00.
„Með því að ástunda hógværð hefur
tekist að byggja upp fiskistofna við
landið. Er ekki líka hægt að efla og
bæta viðgang villtra laxastofna? Það
teljum við og á því verða áhersiurn-
ar á þessari ráðstefnu. Hvað segja
veiðimenn og veiðiréttareigendur?
Fulltrúar þeirra verða þarna i for-
svari og allar helstu laxveiðiárnar
verða teknar fyrir. Spurningar sem
velt verður upp eru t.d., Hvert er
ástandið í ánum?, hvað er gert?,
hvert stefnir?, má gera betur? Fjöldi
landsþekktra laxveiðimanna taka
þátt í ráðstefnunni og vonandi að
sem flestir sjái sér fært að mæta,
en ráðstefnan er öllum opin,“ sagði
Orri Vigfússon, formaður NASF.
Q ÁRANGURRÍK FITUBRENNSLU LEIKFIMI, ÞRISVAR TIL SEX SINNUM í VIKU
O FULLKOMINN TÆKJASALUR 0G HJÓLATÍMAR FYRIR ALLA
Q LOKAÐIR TÍMAR FYRIR KONUR
0 CM. MÆLINGAR
9 BARNAGÆSLA
® VIKTUN
BVRJENDANÁMSKEID
HEFST 30. NÓV
SKRÁNINC ÞECAR HAFIN.
HRESS
Takmarkaður fjöldi. |
Skráning hafin í síma 565-2212
IIKAMSRÆKT OG LJÓS
Dalshraun 11 • Við Keflavíkurveginn • Sími 565 2212
Haustvörurnar frá Brandtex
eru komnar.
Verðdæmi:
Buxur frá kr. 1.690.
Jakkar frá kr. 6.900.
Pils frá kr. 2.900.
Blússur frá kr. 2.800.
Sendum í póstkröfu.
N b lavegi
55 4 4433.
Einkavæðing
orkubúskaparins:
Áframhaldandi miðstýring eða frjáls markaður?
Morgunveröarfundur Félags viöskiptafræöinga og hagfræöinga
Fimmtudaginn 30. október nk. boöar Félag viöskipta-
fræöinga og hagfræöinga til fundar frá kl. 8:00 til 9:30
f Skála á Hótel Sögu.
Frummælandi veröur:
Þóröur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður
nefndar um breytingu fyrirkomulags orkubúskapar á islandi.
Þóröur Friöjónsson póröur Friöjónsson mun m.a. fjalla um:
• Fyrirkomulag orkumála á íslandi í dag.
• Á'að einkavæöa orkufyrirtækin? Kostir og gallar. ~
• Eru orkufyrirtæki einokunarfyrirtæki frá náttúrunnar hendi?
• Áhrif EES samningsins á samkeppni í orkubúskapnum.
• Markaðsverömæti íslenskra orkufyrirtækja. r
• i Ijósi reynslunnar - samkeppni [ orkubúskap erlendra ríkja.
Opinn fundur - gestir velkomnir.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Fundurinn hefst kl. 8:oo, stendur til kl. 9:30 og er öllum opinn.
Sanrtökin Oróður fyrír fólk í
Landnámi Ingólfs beita sér fyrir
stöövun gróöur- og jarðvegs-
eyð\ngar og uppgrasðslu á
suðvest-urhorni landsins.
Meginaðferð samtakanna er að nýta
húsdýraáburð, mómold og garðaúr-
gang til uppgrasðslu örfoka lands.
Við bjóðum nýja félaga hjartanlega
velkomna í sanrfcökin.
Nánarl upplýsingar veitír fram-
kvasmdasfcjóri á skrifstofu
Gróður© fyrlr fólk í ©íma 5111930.
GRÓÐUtZ FYRIR FÓLK
í LANDNÁMIINGÓLFS,
Laugavegi 13,101 Reykjavík.
Sími 5111930 Sréfsími 5111931
Netfang: grodurfolk<ð>domino.europe.ie