Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MAIMNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 21
Ji
Hagfræói/ Hver erpunkturinnf
ÞAÐ getur borgað sig að bera saman verð og gæði þegar verslað er.
Verrí er hálf
flugferð en engin
GEFÐU manni hálfa flugferð og
hann mun kaupa hinn hlutann á
tvöföldu verði - og sennilega vel
ríflega það. Þetta kann að virðast
undarleg hagfræði en einhverra
hluta vegna virðast forsvarsmenn
nokkurra helstu stórfyrirtækja
landsins trúa henni. Það getur
meira að segja verið að þeir hafi
rétt fyrir sér.
að hefur varla farið fram hjá
neinum að nokkur íslensk
fyrirtæki hafa tekið það upp hjá
sér að hætta að selja þær vörur
sem þau hafa boðið neytendum til
þessa. Þannig er
til dæmis Hag-
kaup hætt að selja
mjólk, Hans Pet-
ersen hætt að
bjóða framköllun
og Toyota-umboð-
ið hætt að selja
bíla. Hagkaup sel-
ur reyndar vöru
sem svipar nokkuð til mjólkur,
nefnilega blöndu af mjólk og pínu-
litlu broti af ferð til útlanda eða
kannski í leikhús. En mjólk eina
og sér getur enginn keypt í Hag-
kaupi, ekki einu sinni þeir sem
hafa vottorð upp á að þá langi
hvorki til útlanda né í leikhús.
kjörum fólks alveg nægilega mikill
þótt við komum ekki upp þeim að-
stæðum hér að fólk verði að liggja
án viðunandi læknishjálpar og deyja
drottni sínum ef það einhverra hluta
vegna býr við fátækt. Mér sýnist
að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerf-
inu sé orðinn slíkur að hættumerki
séu farin að sjást víða.
Vegna fámennis era aðstæður
allt aðrar hér en í stóram löndum,
í slíku návígi sem hér ríkir myndi
það vera í ýmsum skilningi blóðtaka
fyrir alla ef sumir ættu að njóta
heilbrigðisþjónustu en aðrir ekki,
þjóðin er of skyld og tengd til þess
að hinir efnaðri gætu horft upp á
hina fátækari þjást og deyja af því
að þeir ættu ekki fyrir læknisþjón-
ustu. Sumum finnst þetta kannski
stórt upp í sig tekið en svona gæti
þetta eigi að síður farið ef ekki er
spymt við fótum í tíma. Þeir sem
búið hafa í litlum sveitarfélögum,
þar sem íbúum hefur fækkað jafnt
og þétt, þeir hafa séð hvemig þjón-
ustunni hrakar æ meira vegna sí-
vaxandi peningaleysis þar til hún
er allt í einu kominn á þann punkt
að henni verður ekki bjargað. Eftir
það fer allt í upplausn og engum
er vært í viðkomandi sveit. Mér
heyrist landsmenn yfirleitt ekki vera
á því að láta þannig fara fyrir heil-
brigðiskerfinu okkar. Við ættum
þess vegna að huga að hættumerkj-
unum í tíma og ganga ekki of nærri
því kerfí sem hefur reynst okkur
vel fram að þessu.
Ekkert frekar en hægt er að kaupa
framköllun hjá Hans Petersen, þar
bjóða menn hins vegar saman í
pakka framkallanir og ferðir sem
kannski verða aldrei farnar.
Svona viðskiptahættir eru ekki
íslensk uppfmning, hliðstæð dæmi
er að finna í útlöndum. Meginá-
vinningurinn frá sjónarhóli kaup-
mannanna er tvíþættur. Annars
vegar tekst vonandi að rugla við-
skiptavinina þannig að þeim verður
síður ljóst hvort þeir geta gert betri
kaup annars staðar. Hins vegar er
ætlunin að pranga inn á þá hálfum
vörum en það er vitaskuld trygging
fyrir frekari viðskiptum - það þarf
að kaupa síðari helminginn ein-
hvers staðar.
Fæstir eiga í miklum erfiðleikum
með að meta hvort það eru betri
kaup í pakka af morgunkorni í
Hagkaupi eða Nóatúni. Ef pakk-
arnir eru eins þá era betri kaup í
þeirri verslun sem selur pakkann
við lægra verði. Það er hins vegar
mun flóknara að bera saman ann-
ars vegar pakka af morgunkorni í
Nóatúni og hins vegar blöndu af
morgunkorni og agnarlitlu broti úr
flugferð í Hagkaupi. Samanburður-
inn verður þó fyrst verulega erfiður
ef neytandinn hefur þegar keypt
nokkur brot úr flugferð og vantar
bara smáræði upp á tii að vera
kominn með heila flugferð (hann
þarf að kaupa því sem næst skipsf-
arm af morgunkorni í Hagkaupi til
að fá heila flugferð út á það eitt
svo að væntanlega hefur hann
komið víðar við með kortið sitt).
Málið er þó ákaflega einfalt ef
kaupin hafa tekið svo langan tíma
að áður keypt brot eru farin að
skemmast, þá fyllir neytandinn
hugsunarlítið kerruna af morgun-
korni í Hagkaupi þangað til komið
er nóg fyrir heilli flug- eða leikhús-
ferð. Vegna þessa er það lykilatriði
að vörumar hálfu, punktarnir,
renni út eftir ákveðinn tíma og að
ekki sé hægt að framselja þær eða
fá endurgreiddar.
Ef frammistaða verslunar á ís-
landi er metin eftir því hve ódýrt
henni tekst að útvega neytendum
þær vörur sem þeir vilja er ljóst
að þróun undanfarinna mánaða er
skref aftur á bak. Gallarnir eru
augljósir, kostnaður við verslun
eykst því að við bætist að halda
þarf utan um umsvifamikið punkta-
kerfi, útskýra það og auglýsa og
örlítið lengri tíma tekur að afgreiða
viðskiptavini. Verra er þó að neyt-
endur eru nánast neyddir til að
kaupa aðrar vörur en þeir vilja.
Því eru þó takmörk sett hversu
stórt skref aftur á bak þetta er,
einkum vegna þess að það er enn
hægt að kaupa mjólk, t.d. í Nóa-
túni eða 10-11, og fílmur, þær
verða bara að vera frá Fuji en ekki
Kodak. Oft gildir meira að segja
að það er hægt að spara talsvert
með því. Ástæðan er að líkt og
reynslan er víðast hvar erlendis þá
eru það ekki þau fyrirtæki sem
reyna að draga til sín viðskiptavini
með því að vera með lægsta verðið
sem taka upp einhvers konar
punktakerfi. Þau sem bjóða punkta
eru að reyna að halda í viðskipta-
vini eða laða til sín nýja þótt þau
séu ekki með lægstu álagninguna.
í mörgum tilfellum er þetta aug-
ljóst, þannig létu forsvarsmenn
Hagkaups og Bónuss einungis
Hagkaupsverslanirnar taka upp
punktakerfið. Á sama hátt er Ork-
an utan punktakerfisins en Skelj-
ungur með. Fuji-umboðið er fyrir
utan en Hans Petersen með, Ikea
með en Rúmfatalagerinn ekki, Bif-
reiðaskoðun íslands með en ekki
Aðalskoðun. Þeir neytendur sem
halda stífast um budduna geta því
í raun fagnað punktakerfunum,
fyrirtæki sem auglýsa punkta veita
mikilvægar upplýsingar - um að
það sé sennilega hægt að gera
betri kaup annars staðar.
m
i ztjn
BtaumaBtsin min?
Pu ert...
Hlv ífasi, með qóða kímnigáfú.
Romantísk.jákvasðog brosmil
Ábilinu 27-39 ára.
Mig langar til að kynnast þér.
Ég hefhijóðritað kveðju til fn'n
meðfrekariupplýsingum
um sjálfan mig.
Vinsamlegasthringdu
í neðangreint símanúmer.
Kveðja, Petér
570-7769
Éger...
Rómantískur, háttvís, glaðlyndur.
Stjórnarformaðurog eigardi að
storu útgáfufyrirtaeld.
Búsettur í Santa Barbara, California
en með annað heimili á Hawaii.
YfiHltsmyna, Sjnta Barbara
eftir Gylfa
Magnússon
e c c o