Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 17 J I :J I j I I J I I I I I 1 4 e Nyraper ekkert „syrap“ Eitt kvöldið sá og heyrði Guðmundur Einarsson í sjónvarpinu að dönsku vælukjóapólitíkusamir voru farnir að tala eins og fullorðnir menn með hár á bijóstkassanum: Sem sagt um eyðslu heimilanna og þenslu, svona að hætti íslenskra alvörupólitíkusa. EFTIR þriggja ára dvöl í Danmörku hélt ég fyrir stuttu að ég væri búinn að fínna tvennt sem greindi íslendinga og Dani að í grundvallaratriðum í afstöðunni til lífsins og þá meina ég í grundvallaratriðum. Það fyrsta var að vilji Danir sætt kaffi, setja þeir sykur- inn í bollann sinn og hræra en stinga honum ekki upp í sig og sjúga kaffið í gegn eins og Islendingar. Annað var það að að ég hélt að ég hefði komist á snoðir um að Danir töluðu aldrei um efnahagsaðgerðir. Ég heyrði þá aldrei drýgja pólitískar hetjudáðir á þingi í efnahagsmálum með næturfundum, málþóf- um og þingskapatrikkum. Því er ekki að leyna að af þessu leiddi að heldur daufleg fannst mér framganga þeirra öll í pólitíkinni. Voðalega oft spjall um hvort Danir eigi að vera með í Evrópu- sambandinu, eins og menn áttuðu sig ekki á því að þeir væru þegar með og búnir að vera það í áratugi. Langar orðræður um hvort Danir móðguðu Kínveija eða Kínveijar Dani vegna danskrar tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum um að fordæma bæri mannrétt- indabrot Kínveija. Rétt eins og menn hefðu gleymt að Kínveijar voru hvort sem var búnir að vera móðgaðir út í Dani lengi fyrir að hafa sagt að þeir væru litlir kallar í kvæðinu Tre smá Kinesere pá Hojbroplads. Nú og um þverbak keyrði svo sífellt tal danskra stjórnmálamanna um rokkaravandamál og innflytj- endavandamál. Um svoleiðis smá- atriði nenna almennilegar íslenskar stjórn- málahetjur ekki að tjá sig þegar þær ríða um héruð. Það gæti í mesta lagi verið að athyglissveltur stjórnarandstæðingur í próf- kjörskrísu skellti fram einni eða tveimur fyrirspurnum á Alþingi um svona dæmigerð- ar dægurflugur sem engu máli skipta fyrir vöruskiptajöfnuðinn. Eina rokkaravanda- málið sem ég hef heyrt orðað á íslandi er að Bjöggi og Gunni Þórðar fari að verða of gamlir. Því vísum við á bug; við erum allir á besta aldri og bendum á Elton og Rolling- ana því til stuðnings. Og eina innflytjendavandamálið sem ég hef kynnst á íslandi var þegar kærastan HUGSAÐ UPPHÁTT mín flutti inn á mig í Kópavoginum. Ég leysti það snarlega með því að kaupa tvíbreiða dýnu hjá Pétri Snæland og giftast henni. Vandamálið búið. Bingó. En eitt kvöldið kveikti ég á sjónvarps- fréttunum í Kaupmannahöfn og sá og heyrði að dönsku vælukjóapóli- tíkusarnir voru famir að tala eins og fullorðnir menn með hár á bijóstkassan- um: Eyðsla heimilanna eykst. Það er komin þensla, þenslA, þensLA, þenSLA, þeNSLA, þENSLA, ÞENSLA. Fýrir íslendinginn var þetta eins og vítamínsprauta. Orðið þensla leysti úr læðingi löngu bældar minningar um aðgerðir í efnahagsmálum, handaflsaðgerðir, aðhaldsaðgerðir, aðgerðapakka og bandorma. Þensla. Ég fann hvemig ég þandist út. Og það sem meira var: Dönsku stjórn- málamennirnir á skjánum gerðu það líka. Nyrup forsætisráðherra sem stundum fær lága einkunn í fjöri og þykir liggja illa á skeiði, reif lausan tauminn og þeystist fram- úr öllum eins og það væri sinnep undir tagl- inu á honum. Og Uffe-Elleman, sem ekki virðist nenna almennilega að vakna á morgn- ana síðan hann missti af forstjórastöðunni hjá NATÓ, var spenntur, sprækur og skemmtilegur eins og hann var í fyrra lífi. Og hvað voru þeir að ræða. Skyldusparnað? Já, góðan, gamlan skyldusparnað eins og maður man úr barnæskunni ásamt með hræringi og Bíldudals grænum baunum. Og svo kom öll uppskriftin. Þingfund- ur stóð langt fram á kvöld og það í landi þar sem enginn vill vinna eftirvinnu. Hlé gert á fundum þingsins meðan reynt var að ná samkomu- lagi í hliðarherbergjum. Svefngalsi og hlátrasköll í þingsalnum. Hótun um þingrof og kosningar. Pólitískur póker. Sjónvarps- menn með linsuna dregna úr slíðrum gegn öllu sem bærist. Hver bakkar fyrstur? Hvað segir Uffe? Hvað segir Nyrup? Guggnar Uffe? Slítur Nyrup? Skothríð milli ræðustóls og salar. Clint Eastwood á móti rest. For a few dollars more í skyldusparnað. Svo náðust samningar og allir unnu. Stríðshetjurnar blésu reykinn úr hlaupunum og tóku tómu skothylkin úr skammbyssun- um. Það var festa í augnaráðinu og svörin fumlaus. Hér kvaddi þenslan sér dyra og nú er hún farin. Nýskipan úthlutunarnefnda atvinnuleysisbóta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Vegna samþykktar stjórnar At- vinnuleysistryggingarsjóðs frá 22. september um nýja skipan úthlutun- arnefnda atvinnuleysisbóta. Félagsfundur Dagsbrúnar hald- inn 17. október 1997 tekur undir harðorð mótmæli stjórnar Dags- brúnar frá 26. september um ný- skipan úthlutunarnefnda atvinnu- leysisbóta. í yfirlýsingu Dagsbrúnar kemur fram meginatriði málsins þ.e. að með þessari skipan er sambandið milli stéttarfélaganna og atvinnu- lausra félagsmanna þeirra rofið. Sérstaklega ber að víta það að formaður stjórnarinnar, sem jafn- framt er miðstjórnarmaður í Alþýðu- sambandi íslands, skuli standa að breytingum sem miða að því að slíta tengslin milli stéttarfélaga og at- vinnulausra félagsmanna þeirra. Það virðist vera gleymt að það var verkalýsðhreyfingin sem barðist fyrir stofnun þessa sjóðs 1955 sem var hluti af kjarasamningi þess tíma og ætti þess vegna sem slík að hafa algert úrslitavald yfir skipan þessara mála.“ Dagsbrún fordæmir fram- göngu borgarinnar og SFR FÉLAGSFUNDUR í Verkamannafé- laginu Dagsbrún samþykkti eftirfar- andi ályktun um mál Reykjavíkur- borgar gegn Dagsbrún og Framsókn vegna skólaliða: „Fundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar haldinn 17. október 1997 fordæmir framgöngu Reykja- víkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gagnvart Verka- kvennafélaginu Framsókn og félags- mönnum þess. Fundurinn telur að Reykjavíkur- borg og Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar hafi vanvirt samnings- rétt Verkakvennafélagsins Fram- sóknar og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og þau mannréttindi félagsmanna að skipuleggja sig í samtökum að eigin vali. Fundurinn telur einnig að með samningum við starfsmannafélagið hafi Reykjavíkurborg einhliða gert félagsmönnum Dagsbrúnar og Framsóknar að gerast opinberir starfsmenn þvert á ákvæði laga og kjarasamninga. Fundurinn fordæmir sérstaklega þátt Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar í málinu, sem er einsdæmi í samskiptum stéttarfélaga." • 1BO iímanámepi minni • Þan if BQ m§ð nafni ' 3 miamunandi feðnmapki • 8tóp akýp akjáp 'Volhnappur • íalenakar laiðheiningar ÉHhSB- 4.790- lstgr. $ iúel Síðumúla 37 - 108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 568-7447 Þpáðlaua afml fyrlr holmlll og fyrlrtsakl, moð innbyggt aimtsakl í móðuratöð og Innanhúaatal- kerfl mllll allt að þrlggja þráð> lauara aima og móðuratöðvar. Grunnpakki: aima M 22.90^^ Auka þraðlaus sími: Ppáðlaua aími n\/hliðalut@iki.. TilhnA Kf,jSÆWóSt§F, áÉj r< m -nn | h Símy^/>? Pakka Iilhná mm. 24.490-1 stgr. GoldStar GT-8500 þráðlaua aími og Símvakinn CDD-BBS aaman í pakka á frábearu verðl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.