Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 19
SÉRA Eiríkur Briem gaf mér það
ráð, er elliheimilið var nýlega
stofnað. „Þið skuluð gæta þess að
taka aldrei við neinum, sem ekki
er sjálfur fús til að fara til ykkar.
Því að búast má við, að sá sem
nauðugur er settur á eitthvert
heimili, verði lengi óánægður og
tali illa um heimilið." Ég sagði sem
var, að vér hefðum þegar gert
samþykkt í þá átt... Samt kom
það fyrir, að vér vissum ekki fyrr
en gesturinn var kominn, að for-
ráðendur hans höfðu gert of mikið
úr fúsleik hans til að flytjast á
Grund. Man ég sérstaklega eftir
einum gömlum manni, það má
kalla hann Torfa, sem var svo
háttað um. Þegar hann hafði verið
fáeina daga á Grund sagði ég við
hann: „Jæja, Torfi minn, finnst
yður nokkuð slæmt að vera hjá
okkur?“ „0, nei,“ svaraði hann
kuldalega, „en maður kannast nú
við þetta nýjabrum." Svo liðu
nokkur ár og allt „nýjabrum" var
farið. Þá varð ég þess var, að Torfi
tárfelldi einn morgun, er hann var
að klæða sig. Ég spurði ráðskon-
una, hvort hún vissi hvernig á
þessu stæði. Hún sagði mér, að
Torfi væri ekki mönnum sinnandi,
síðan oddviti framfærslusveitar
hans hefði gert honum þau boð
símleiðis, að hann kæmi ogtæki
hann með sér eftir nokkra daga.
Nú voru góð ráð dýr. Vér vildum
ekki láta flytja Torfa nauðugan
brott, en gátum þó ekki boðið fá-
tækri framfærslusveit hans að
taka hann ókeypis framvegis. En
þá kom borgarstjóri Knud Zimsen
til liðs, eins og oftar þegar vina-
snauðir einstæðingar áttu hlut að
máli. Hann samdi við oddvitann
og Torfi var á Grund til dauða-
dags. Að sjálfsögðu varð heimilið
ekki öllum vistmönnum jafnkært.
(Hér nefnir Sigurbjörn ýmis dæmi
um háttu og venjur, sem mörgum
var ósýnt um að venja sig af, en
máttu til, vegna sambýlisins og
þrifnaðarkrafna á heimilinu. Þar
næst fjallar hann um nauðsyn þess
að sýna öldruðum þolinmæði og
skilning og að margt, sem þyki
leitt og beiskt í lund þeirra, eigi
sér rætur í erfiðleikum að baki og
óblíðri meðferð á vegferðinni og
nefnir dæmi.) Ég kann margar
raunasögur aldraðra manna og
hefi tekið eftir því, að margoft
hafa þeir og þær sem skapstyggð
fylgir í ellinni, átt mjög erfíð æsku-
ár. Byijar þá ævisagan oft þessu
líkt: „Þegar ég var barn hraktist
ég frá móður minni.“ „Þegar ég
var 9 ára varð ég að fara að vinna
fyrir mér.“ „Þegar ég var um ferm-
ingu hafði ég verið á 9 heimilum"
að syngja fyrir heimilisfólkið,
spurði er hún gekk um herbergin:
„Er þetta eina elliheimilið í Reykja-
vík?“ Ég varð að játa því, en um
leið hugsaði ég „Kannski oss auðn-
ist að koma upp síðar elliheimili,
sem Reykjavík getur sýnt útlend-
ingum kinnroðalaust."
Fáir vistmenn fundu samt til
þessarar fátæktar. Það var ekki
úr háum söðli að detta fyrir þá
um húsakynnin. Einu sinni sem
oftar var ég að vísa umsókn á
bug og sagði: „Það er ekki hægt
að taka föður yðar. Það eru 4
komnir í öll herbergin nema eitt.
En ef þar er látið fjórða rúmið,
verður of þröngt og ekki viðun-
andi fyrir hann.“ „Það verðurþó
miklu betra en það sem hann býr
við nú,“ svaraði maðurinn og
sagði satt, að því er gamli maður-
inn tjáði oss þegar hann var kom-
inn á Grund. Aldrei varð ég þess
var, að nokkur maður eða félags-
skapur öfundaði forstöðunefnd-
ina út af því að henni lánaðist
að stofna þetta ellihæli. Menn
sáu, að það var gert meira af
vilja en mætti og þótt flest væri
fátæklegt í ytri búnaði þakkaði
margur lítinn greiða. Hér eru tvö
dæmi: Einu sinni batt ég reipi frá
bakdyrahurðinni á gömlu Grund
út að trégirðingu, sem var á efri
mörkum lóðarinnar, til þess að
blindir menn gætu komist þangað
hjálpariaust og gengið svo með
girðingunni sér til hressingar.
Blindur maður, Benedikt að nafni,
varð þessu svo feginn, að hann
virtist varla geta komið orðum að
því. Samt gat hann þess, að óvíst
væri, að ég hefði nokkurn tíma
gert annað eins góðverk alla mína
ævi. Á elliheimilinu Betel á Gimli
var gamla fólkið jafnan kaliað
vistmenn. Lét ég þess getið í
blaðagrein, að æskilegt væri að
bæjarbúar tækju sama sið upp, í
stað þess að tala seint og snemma
um gamalmennin á Grund. Mörgu
öldruðu fólki væri ekki sársauka-
laust að vera kallað gamalmenni,
enda gæti svo farið, þegar heimil-
ið stækkaði, að þangað leitaði eitt-
hvað af heilsubiluðu fólki á besta
aldri, eins og nú er komið á dag-
inn. „Tölum því ekki um gamal-
menni heldur um vistmenn á
Grund,“ skrifaði ég. Ég held ég
hafi aldrei fengið eins almennt
þakklæti á Grund fyrir nokkra
blaðagrein eins og þessa.
Úr bókinni EIli- og
hjúkrunarheimilið Grund
1922-1997. Svipmyndir úr 75 ára
sögu eftirsr. Guðmund Óskar
Ólafsson
FRUMKVÖÐLARNIR Flosi Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Júlíus
Árnason, Páll Jónsson og Sigurbjörn Á. Gislason.
Séra Sigurbjörn segir frá
aði skóbætur, þegar ég var að
smala. “
VÍGSLA á kór kapellunnar 6. febrúar 1955. Sr. Sigurbjörn
heimilisprestur er í ræðustól en að auki má sjá dómkirkjuprest-
ana sr. Jón Auðuns og sr. Bjarna Jónsson og sr. Friðrik Frið-
riksson, stofnanda KFUM.
o.s.frv. Hér eru 4 smákaflar úr
þessum raunasögum.
1„Á auða básnum ífjósinu
stalst ég til að draga til stafs.
Kálfsblóð, umbúðapappír og
fjöðurstafur voru skriffærin. Þegar
húsbóndi minn komst að þessu
uppátæki, tróð hann skriffærin
undir fótum sér. “
2„Þegar ég var 9 ára, lokaði
húsmóðirmín miginni í bac
stofu hjá líki nýdáins gama.
manns, sem éghafði veriðhrædc
við, meðan hann lifði. Húsmóðiri
fór út á engjar að sækja piitana,
en ég var svo lítil að éggat skrið-
ið út um baðstofugiuggann, ann-
ars hefði ég bijálast af hræðslu.
Oft var ég svo svöng, að ég nag-
3„Þegar ég var 19 ára, var ég
kaupakona á ríkisheimili.
Seint á slætti fékk ég tauga-
veiki og lá lengi. Þegar ég var
talin ferðafær, varégflutt um
hávetur hreppafiutningi yfir þvert
ísland til heimilis míns íöðrum
landsfjórðungi. Þess bíðégaldrei
bætur.“
4„Ég stóð ífjörunni hjálparvana
og heyrði hljóð mannsins
míns og tveggja stjúpsona
minna, er voru að drukkna ör-
skammt frá landi. Daginn eftir
jarðarförina kom oddvitinn „að
taka upp heimilið" ográðstafa
börnunum mínum.“
Þegar ég kom til að spyija þessa
konu, hvort það væri að hennar
vilja, að henni væri ráðstafað á
Grund, var svo mikill reykur úr
ofnkríli í herbergiskytrunni henn-
ar, að ég ætlaði varla að sjá rúm-
ið, þar sem gamla konan lá.
Sigurbjörn heldur áfram: Húsa-
kynnin á gömlu Grund voru fátæk-
leg, eins og þegar er sagt. Er mér
minnisstætt er finnska söngkonan
Signe Liljequist, sem komin var til
Hj úkrunardeild bætist við heimilið
Árið 1937 bættist hjúkrunardeild við Grund
og breyttist nafnið þá í Elli- og hjúkrunarheim-
ilið, auk þess sem það fór undir heilbrigðislög
og varð því að hafa yfirlækni og hjúkrunar-
konu. Til að byija með var rekin hjúkrunar-
deild með þrjátíu rúmum en hefur í dag 167
rúm. Fyrsta stækkunin á heimilinu voru álm-
umar tii austurs og vesturs, sem hafa m.a. að
geyma sjúkraþjálfunardeild og sundlaug. Lengi
vel var þar eina sjúkraþjálfunin í bænum. Þess-
ar stækkanir hófust upp úr 1951 ef frá er
talið starfsmannahúsið,_ Minni Grund, sem var
tekið í notkun 1947. „Á þessum tíma eru bið-
listar orðnir langir," segir Júlíus. „og hér í land-
inu var starfandi íjárhagsráð og því erfítt um
efnisöflun."
Það gerist um svipað leyti og Grund er stækk-
uð að Ás í Hveragerði verður til í samvinnu
Grundar og elliheimilisne&idar Ámessýslu, að
frumkvæði Ámesinga. Maðurinn sem bað Gísla
á Grund að taka að sér að stofnsetja elliheimili
var Guðjón Sigurðsson, bóndi í Gufudal.
„Nefndin fyrir austan lagði til tvö hús í
byrjun og síðan tvö í viðbót,“ segir Guðmundur
Oskar, „en í dag em þau á milli fjörutíu og
fimmtíu. Starfsemin í Hveragerði er alfarið
rekin af stjórn Grandar en framkvæmdastjóri
er Gísli Páll Pálsson. Starfsemin þar er frá-
bragðin starfseminni á Grand að því leyti að
Ás er dvalarheimili fyrir roskið fólk sem hefur
ennþá bærilega heilsu. Það samanstendur af
litlum húsum sem eru ætluð hjónum og ein-
staklingum og fólkið fær alla þjónustu; þrif,
umönnun, mat og lyf en hugsar að öðra leyti
um sig sjálft.
í Hveragerði er verið að reisa hjúkrunarheim-
ili fyrir 26 manns og þar verður m.a. sjúkra-
þjálfunaraðstaða og skrifstofur. Með þeirri
byggingu er líka verið að auka rými hér í
Reykjavík, vegna þess að fólk sem þarf að
vera á hjúkrunardeild hefur komið hingað að
austan.“
í tilefni afmælisins verður homsteinninn að
nýja hjúkrunarheimilinu i Hveragerði lagður
29. október.
Við Brávallagötu var Litla Grund reist og
tekin í notkun 1982. Þar era bæði íbúðir ætlað-
ar fyrir hjón, einstaklingsherbergi og með árun-
um hefur Grund keypt nokkrar íbúðir í verka-
mannabústöðunum við Brávallagötuna sem era
svo tengdar heimilinu.
„Borgaryfirvöld og heilbrigðisráðuneytið
gáfu samþykki sitt fyrir rekstrarleyfí vegna
íbúðanna við Brávallagötu sem era í eigu
Grandar," segir Júlíus.
En hversu margir era heimilismenn í dag?
„Það era liðlega 260 heimilismenn í dag en
hafa flestir verið rúmlega 380. Það var þegar
Litla Grand var ekki til. í Ási era 120 heimilis-
menn.“
Þið talið um herbergi og íbúðir. Eru heimil-
ismenn á einbýli eða tvíbýli?
„Þeir sem ekki era á hjúkrunardeildum era
flestir á einbýli í dag - þó ekki allir. Kröfurn-
ar breytast hægt og bítandi. Húsið er frá 1930
- komið á ellilífeyrisaldurinn - og hér era stöð-
ugar breytingar til að svara kröfum breyttra
tíma. Starfsmenn eru 260 í 180 stöðugildum.
Meðalaldur heimilismanna eru 84-85 ára
og við eram með þijá heimilismenn sem era
orðnir hundrað ára. Við héldum upp á hundrað
ára afmæli hér um daginn og sama dag var
líka haldið upp á 102 ára afrnæli," segir Júlíus
og Guðmundur Óskar skýtur inn í: „Okkur
finnst nú dálítið skemmtilegt að hafa þrjá heim-
ilismenn sem eru orðnir hundrað ára. Það eru
að sögn ekki nema fímmtíu þúsund einstakling-
ar í öllum heiminum sem era hundrað ára í
dag. Af þeim era þrír hér á Grund. Það er
nokkuð hátt hlutfall."
Á Grand eru þijár hjúkrunardeildir og sú
fjórða verður opnuð um næstu áramót. „Fólk-
ið sem kemur hingað er lasnara en það var
áður. Eftir að þjónustuíbúðum og heimahjúkr-
un var komið á, kemur fólkið seinna til okk-
ar, jafnvel ekki fyrr en það er hætt að geta
séð um sig sjálft. Það er reynt að annast fólk
heima sem lengst því auðvitað vill fólk vera
heima hjá sér eins lengi og mögulegt er. Þó
kemur fólk hér á öllum stigum; frá því að
vera fjallhresst og allt að því ósjálfbjarga,“
segir Júlíus.
Við vitum að það er gert af kærleika
hafa starfað þar auk þeirra. í dag er Guðmund-*"'
ur Óskar heimilisprestur en þar koma fieiri
til starfa. „Áður hafði sr. Lárus Halldórsson
þjónað þar í mörg ár sem slíkur. Geta má að
félag fyrrverandi sóknarpresta sér um messu-
hald á heimilinu einu sinni í mánuði. Hér er
sérstakur kirkjusalur sem var vígður 1955.
En fyrsti presturinn sem var vígður hingað
var Sigurbjörn Ástvaldur, sem var guðfræð-
ingur að mennt. Hann var vígður árið 1949,
þá 66 ára gamall, í heiðursskyni fyrir störf
sín að kristindómsmálum.
Dægradvöl og félagslíf
Eins og áður segir er sundlaug á Grund,
auk þess sem þar er tækjasalur og sjúkraþjálf-
un og boðið er upp á ýmsa afþreyingu; handa-
vinnu, upplestur, tónlist. Grand er messustað-
ur og þar hefur verið messað hvem helgan
dag allt frá stofnun. í áðurnefndri grein Sigur-
björns Ásvaldar um ferðina til Gimli segir
hann frá því að á hveijum morgni klukkan
tíu hafi verið haldnar morgunbænir með
sálmasöng í Betel, fluttar borðbænir við hveija
máltíð og útvegaðir ræðumenn til þess að flytja
stuttar kristindómsræður á sunnudögum þeg-
ar unnt var. „Jeg spurði einu sinni gamlan
mann í Betel, sem kvaðst vera únítari, að því
í einrúmi hvernig honum og skoðanabræðram
hans geðjaðist að öllu þessu kristnihaldi.
„Okkur þykir vænt um það,“ svaraði hann.
„Það hefír góð áhrif; fólkið verður ánægðara
og hættir öllu víli og voli; við vitum að það
er gert af kærleika.“
Gert af kærleika, virðist ekki síður hafa
átt við baráttu Samveijanna fyrir sjötíu og
fimm til áttatíu árum, sem börðust fyrir því
að hér skyldi komið upp heimili fyrir gamalt
fólk og kristna leiðin var sú sem þeir völdu.
Við Grund hafa starfað þrír fastir heimilis-
prestar í gegnum árin og fjölmargir prestar
Á hveijum morgni er söngur og upplestur
á Grand. Þá er lesið úr dagblöðum fyrir þá
sem ekki geta lesið sjálfir og þeir, sem af ein-
hveijum ástæðum komast ekki úr rúmi, geta
hlýtt á lesturinn í hátölurum inni á herbergjum
sínum. Á fimmtudögum eru kvöldvökur og svo
er mikið um að fólk komi utan úr bæ til að
skemmta heimilisfólkinu á Grand. Auk þessa
er reglulega haldið bingó og einu sinni á ári
er hið svokallaða foreldrakaffi.
„Það var Sveinn Jónsson, kaupmaður í
Völundi, sem kom til stjórnarmanna árið 1925
og gaf þúsund krónur í byggingarsjóð heimilis-
ins,“ segir Guðmundur Oskar. „Gjöfinni fylgdi
eitt skilyrði; á hveiju ári skyldi haldið upp á
brúðkaupsafmæli foreldra hans, Jóns Helga-
sonar og Guðrúnar Sveinsdóttur frá Leirum
undir Eyjafjöllum. Þau áttu brúðkaupsafmæli
26. október. Við höfum kallað þetta foreldra-<-
kaffi, tengt það afmæli heimilisins og í fyrra
héldum við það í sjötugasta sinn - til að minn-
ast Sveins og foreldra heimilismanna hér.“
Næstkomandi miðvikudag milli kl. 16 og
18 verður tekið á móti gestum í hátíðasal
heimilisins. Sýning verður á sama tíma í fönd-
ursal heimilisins á munum sem fólkið hefur
unnið.