Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 23 BLÁSIÐ með stórsveit Bjarna Böðvarssonar í Listamannaskálanum á stríðsárunum. Frá vinstri: Baldur Böðvarsson bassi, Jónas Dagbjartsson trompet, Esra Pétursson, saxófónn, Þorvaldur Steingrímsson, klarínett, Bjarni Böðvarsson, klarínett, og Hafliði Jónsson, píanó. Trommuleikarinn er óþekktur: „Eg söng, spilaði á fiðlu og blés í alt- saxófón. Við lékum aðallega djass en einnig ýmsa slagara eins og Blue Skies sem ég söng ásamt fleiri lögum. Eg söng í míkrófón; seiðandi, væmna, lágradda raulsöngva.“ ÁSTA Einarsdóttir, eiginkona Esra, HINN ungi aðventistaprestur með synina Pétur og Einar við komuna Pétur Sigurðsson nýkominn til Bandarikjanna. Asta lést árið 1991. til Kanada 1920. ur sín eftir aðskilnaðinn við foreldra sína og systkini og uggandi vegna hinnar löngu ferðar með syni okkar unga. í frásögn hennar hljómaði framhjáhaldið líkt og slys. Ég svaraði henni með þungum ásökunum um að hafa skipulagt ástarævin- týrið með vélstjóranum til að hefna sín á mér fyrir öll hliðarsporin. Ásta neitaði þessu. Að lokum sagði hún: „Jæja, að minnsta kosti var það ekki meginástæðan." Hún sagði mér að vélstjórinn hefði verið svo rómantískur og heillandi umgetna nótt. Þau hefðu gengið um dekkið og spjallað í hálfum hljóðum undir fullu tungli sem merl- aði á svarbláu hafi. „Það var svo góð tilfinn- ing hve góður og skilningsríkur hann var. Hann var sannkallaður herramaður og kom fram við mig af fullri kurteisi. Hann bað mín meira að segja. Ég minnti hann á að ég væri gift. Þegar hann kyssti mig brustu varnir mínar og ég lagðist með honum þótt ég hefði verið harðákveðin í að gera það ekki. Hann var ekki góður elskhugi fyrr en á okkar síðasta ástafundi." Þessar síðbúnu játningar Astu veittu henni ef til vill hugsvölun. Og kannski voru þær til þess gerðar að bæta líðan mína. Ég veit ekki hvort Ástu leið betur eða verr eft- ir frásögn sína. Mér leið sannarlega verr. Ég var í engum vafa um að hún hafði verið þunguð í nokkrar vikur eftir atburðinn og hefði einfaldlega misst fóstrið. Játningin rispaði karlastolt mitt og eignaráráttu og kynti enn frekar undir reiði minni og sjálfs- elsku. Ég gat ekki lengur treyst eiginkonu minni. Hverjum gat ég þá treyst? Allra síst sjálfum mér. í blindni minni kom ég ekki auga á það sýnilega og sjálfsagða: Að ég, með fram- hjáhaldi mínu og síngjarnri hegðan, hafði stórlaskað grunninn sem við byggðum líf okkar á. Ég var ekki þess umkominn að vera trúnaðarmaður eiginkonu minnar. Að minnsta kosti ekki ef hún þurfti að játa framhjáhald. Snemma á sjöunda áratugnum hélt Esra til Bandaríkjanna þar sem hann lagði sér- staklega stund á sálkönnun eftir að hafa lokið sérgrein í geðlækningum. Esra nam og starfaði í New York um árabil á ýmsum sjúkrahúsum auk þess sem hann var ráðgef- andi geðlæknir víða, m.a. í stærsta karla- fangelsi heims, kvenfangelsum vændis- kvenna og gegndi stöðu yfirlæknis við fíkni- efnadeild þar sem hann sinnti heróínsjúkl- ingum stórborgarinnar. Helsti leiðbeinandi Esra var geðlæknirinn Harold S. Kelman, forstöðumaður American Institute for Psyc- hoanalysis. Hluti af sálkönnunarnámi Esra var að fara sjálfur gegnum sáigreiningu en sú sálkönnun stóð hátt í tvo áratugi. Við komuna til Bandaríkjanna var starf og einkalíf Esra í miklu uppnámi. Kelman tók við brotnum manni. Ég var þaninn af streitu, sennilega með 600 streitupunkta. Til viðmiðunar má nefna að talið er að venjulegur maður þoli um 200 streitupunkta á ári. Mér fannst ég vera nánast vitstola. Kreppa miðaldursins hrjáði mig og skók; starfsframi, fjölskyldulíf, skyldur, samviska, skömm, ástalíf, tilfinn- ingar; allt var þetta í einni bendu. Þráhyggjukenndar sjálfsásakanir og efa- semdir um eigið ágæti nöguðu sálu mína. Mér var um megn að taka ákvarðanir; var óákveðinn og óöruggur. Hinir taugaveikluðu þættir trúaruppeldis- ins höfðu greinilega haft sínar neikvæðu hliðar - ströng samviska sem ól af sér stífni, refsingu og skort á fyrirgefningu. Samviska mín var reikul, frumstæð og bitur. Stundum var líkt og samvisku minni væri kippt úr sambandi og hún hyrfi. Efalítið hafa löng og tíð ferðalög föður míns að heiman í æsku minni haft áhrif á þróun samvisku minnar; skapað göt í sveiflukenndri samvisku minni og gert mér kleift að haga mér í hjónaband- inu eins og ég hafði gert; haldið stöðugt framhjá ástkærri eiginkonu minni. Fjarvera föður míns og þunglyndi hafði í heild haft djúp og varanleg áhrif á sálu mína; haft huglægar og líkamlegar afleið- ingar til lengri tíma, sem meðal annars birt- ust í þunglyndi og erfiðleikum í hjónabandi ásamt stöðugum flótta mínum frá innri vanda. Eða lágu ástæðurnar fyrir hinni sveiflu- kenndu samvisku minni enn dýpra? Öðru hveiju komu þau tímabil í ævi minni þar sem mér tókst að hafa stjóm á tilfinning- um mínum. Þá var ég ánægður með sjálfan mig. Ég hafði verið góður strákur. Á slíkum stundum langaði mig til að klappa sjálfum mér á kollinn. Ég fylltist stolti. í kjölfarið sigldi hreykni og dramb uns hugmyndaflugið tók öll völd og ég sá sjálfan mig í hillingum sem heimsfrægan yfirlækni, heimspeking og sálkönnuð. Hinir uppblásnu dagdraumar mín- ir enduðu yfirleitt með harkalegri magalend- ingu, allt að því í eiginlegri merkingu, því það var maginn sem sagði til sin þegar sjálfs- upphafningunni lauk; magasýrurnar sögðu til sín vegna streitu og skeifugarnarsárið tók sig upp með innri blæðingum og miklum kvölum. Þessir afturkippir heftu sálarþroska minn, þótt hann hlykkjaðist einhvern veginn áfram, og tengdust þunglyndi. Á þeim stundum fannst mér sem einhver óþekktur eyðilegg- ingarmáttur hvelfdist yfir mig. Með aukinni sálkönnun kom í ljós magnaður frumkvíðinn sem ég hafði bælt í myrkri sálardjúpanna. Á leiðinni frá myrkri óvitundar til ljósrar með- vitundar splundraði ofsakvíðinn sjálfi mínu, samsemd minni, líkt og öll fjölskylda okkar hafði splundrast. Splundrun sjálfsins, samfara því að ég gaf gamlar hugmyndir um sjálfan mig upp á bátinn, varð til þess að ég tók í ríkari mæli að upplifa nýja heild í persónuleika mínum og varð sáttari við sjálfan mig. Þá leið mér vel; betur en áður. Hin nýja sameinandi miðja sjálfs mín, ásamt góðra manna, Guðs og engla hjálp, færði mér bata, hægt og bítandi. Það var líkt og vitund mín tæki breyting- um. Nýr þroski bjó um sig í huga mér, ekki síst þegar ég var í draumkenndu ástandi, annaðhvort sofandi í draumaheimi eða hálf- vakandi, blundandi eða i sterkum dagdraum- um eða þegar ég stundaði hugleiðslu. Senni- lega voru þetta leiftur miðvitundar sem ég átti eftir að vinna meira með síðar. í slíku ásigkomulagi hugsaði ég lítið um æsku mína eða unglingsár. - Og ég vissi ekki hvað beið mín. Mig óraði síst fyrir að mín biði fortíðin. Sjálfselska mín kom snemma í ljós í sál- könnuninni. Þegar á fyrstu dögunum með Kelman árið 1959 hafði eigingirni mín verið augljós. Þá hafði ég enn verður þjakaður af hroka og ætlaði að ljúka sálkönnun minni á þremur mánuðum. Og þá hafði ég afgreitt eigingirni mína sem sjálfsdýrkun - sem reyndar var ekki fjarri lagi - og varð fremur brugðið við þá uppgötvun. Fullkomnunaráráttan náði tökum á mér; sjálfsdýrkun var auðvitað ekk- ert annað en lýti á sálinni að mínu mati sem þurfti að hreinsa burt á stundinni. Lengra var ég nú ekki kominn í þroskanum. Fullkomnunarárátta mín framkallaði stolt, hroka, sjálfsupphafningu og skort á auð- mýkt. Ég hafði reynt að vera auðmjúkur við ýmis tækifæri en það hafði alltaf reynst mér erfitt. í raun var auðmýkt mín ekkert annað en undirgefni með mikilli óvild undir niðri. Andstaða mín við sanna auðmýkt var leynt stolt. Ég var hræddur við að standa andspæn- is sjáifum mér, ég óttaðist auðmýktina sem auðveldar okkur að sjá okkur eins og við erum í raun og veru. Þessa hræðslu við auð- mýktina hjúpaði ég með fullkomnunaráráttu. Barátta mín við sjálfselskuna hefur staðið allar götur frá því að ég hóf eigin sálkönn- un. Ég hef þurft að berjast við að halda birt- unni í höll minni. Stundum hefur það tekist, í önnur skipti hefur dregið úr sólarljósinu, þar sem speglamir stækkuðu og bægðu birt- unni frá. í upphafi lagði ég mjög hart að mér við að útrýma sjálfsdýrkuninni. í kjölfarið varð ég fremur þunglyndur. Ég skildi ekki þá að ég hafði komið mér upp glæsimynd af sjálfum mér og beitti henni sem vöm gegn þrálátum framkvíða mínum; kvíða sem meðal annars kom frá forfeðrum mínum og kallaði sífellt á óöryggi og vanlíðan. í varnarbaráttunni gegn kvíðanum hlóð ég stundum svo stóra glæsimynd af sjálfum mér að hún skyggði á allt annað. Ég missti dómgreindina á sjálfan mig; fannst ég eiginlega yfir allt og alla hafinn. Þess á miili náði hinn ósýnilegi fram- kvíði tökum á mér áður en mér vannst tími til að grípa til sjálfsdýrkunarinnar og ég fyllt- ist efasemdum um sjálfan mig og eigið ágæti. Þegar ég hugðist eyða sjálfsdýrkuninni með öllum ráðum og réðst í það verk af vana- bundinni fullkomnunaráráttu gerði ég mér ekki grein fyrir að ég var í raun að ráðast á varnarkerfi mitt gegn frumkvíðanum. Þeg- ar virkisveggir sjálfselskunnar tóku að falla réðust hersveitir frumkvíðans inn. Og þunglyndið tölti á eftir. Samtímis sem Esra rekur hið litríka líf sitt í bókinni, staldrar hann við helstu sálarþætti mannsins í frásögn sinni. Hér er brot úr hugleiðingum Esra um kvíða og dauðafælni. Dauðakvíðinn framkallar fíkn. Algengasta fíknin er vinnufíknin. Menn vakna í dauðans angist á morgnana, komast kannski vart fram úr fyrir kvíða. En þeir vita að vinnan slær á angistina. Þeir flýta sér í vinnuna, vinna allan daginn, helst aðra vinnu á kvöldin líka, og detta loks uppgefnir út af eftir miðnætti. Næsta morgun, í bítið, endurtekur leikurinn sig. Sama gildir oft um ofætuna. Hún étur til ** að forðast dauðakvíðann. Að mati ofætunnar heldur fítan henni saman; myndar vörn sem gerir dauðanum ókleift að ná til hennar. Ofætan heldur að manninum með ljáinn tak- ist ekki að skera sig gegnum fituna. Ofætan víkkar einnig þessa blekkingu; horfir á sig í speglinum og finnst hún vera grönn. Ofætan afneitar fitunni á sama tíma og hún notar hana sem skjöld gegn dauðanum. Dauðakvíði ofætunnar sést best á óheftu áti og stjórnlausum borðsiðum. Ofætunni finnst sérhver máltíð vera sín hinsta. Áfengissýki, kynlífsfíkn og fleiri tegundir ~c- fíknar eru sama eðlis og matarfíkn; afleiðing- ar af dauðakvíðanum. Öll fíkn er flótti frá raunveruleikanum, ímynduð undankomuleið undan vanlíðan og kvíða. Nær undantekning- arlaust gerir fíkn slæma sálarlega og líkam- lega stöðu enn verri. Allar tegundir fíknar eru meiðar á sameig- inlegum stofni: Græðginni. Græðgin einkenn- ir alla fíkn. Fyrir nokkru skrifaði ég í dagbók mína: Það sem er gott er nógu gott og það sem er best er líka nógu gott. En það sem er of gott er ekki nógu gott. Græðgi er tilfinningaflæði sem þurrkar út dómgreindina og rökhyggjuna. Græðgin er fíkn fíknanna; hið stjómlausa óhóf. Græðgin er því vanhugsuð útgönguleið úr búri kvíðans. Flestir fmna mest fyrir kvíðanum á mörk- um nætur og dags; milli svefns og vöku. Svefninn er bróðir dauðans eins og þekkt var í mörgum fornum menningarsamfélög- um. Þegar við vöknum rísum við aftur upp til lífsins. í raun fæðumst við á hverjum degi. í svefnrofunum hefst fæðingin til lífs- ins. Hún er sársaukafull og kvíðablandin eins og hin upphaflega fæðing okkar þegar við þrengdum okkur með aðstoð móður okkar gegnum leggöngin og út í ijósið og til lífsins sem beið okkar fýrir utan rökkur, hlýju og öryggi jóðlífsins. ♦ Við förum gegnum þrenginguna miklu til lífsins. Og það er í þrengingunni miklu sem við upplifum kvíðann. Fæðingin, svefnrofin í dögun, þrengingin. Jóhannes skírari skrifar í Opinberunarbók sinni í lok Biblíunnar um hinn mikla múg sem stóð fyrir framan hásætið og lambið, skrýddur hvítum skikkjum með pálma í hönd- um, sigurtáknið. Jóhannes segir um þennan hvítklædda fjölda, sem enginn gat tölu á komið: „Þetta era þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu, og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins.“ Jóhannes skírari minnist aftur á þrenging- una miklu í samnefndu guðspjalli sínu. Þar lætur hann Krist segja við lærisveina sína að lokinni hinstu kvöldmáltíðinni: „Þetta hef ég talað til yðar, til þess að þér hafið frið í mér. í heiminum hafið þér þrenging, en ver- ið hughraustir, ég hefi sigrað heiminn." Hvað um gamlan syndara eins og mig? Hvaða leyfi hef ég til að fjasa um trú og nauðsyn sannfæringar á tilvist Guðs? Er mér ekki hollast að þegja og skammast mín? Ég, sem hef drukkið áfenga drykki ótæpilega, lagst með konum og sært mína nánustu? Hef ég leyfi til að tala um eilífðina, Guðstrú og kærleika Krists? Hvaða heimtingu á ég á sálumessu í formi ævisögu? Var ekki Kristur á móti syndum eins og þeim sem ég hef drýgt? Jú. Kristur var á móti syndinni. En hann elskaði syndarann og vildi bjarga honum. Kristur sagði að hann væri ekki kominn til að lækna hina heilbrigðu, heldur leita þeirra týndu, hjálpa synduram til að iðrast og veita þeim fyrirgefningu. Ég hef verið einn hinna týndu sona. í starfi mínu hef ég verið að þróa hugsun- ina og tilgátuna um frumkvíðann og lækning- una við honum: andlegan sálarþroska. Það er grunnurinn í öllu mínu starfi sem sálkönn- uður. Sem læknir hef ég helgað stóran hluta ævi minnar hinum sjúku; linað þjáningar þeirra, hlúð að líkama þeirra og sálu og reynt að gera þeim lífið bærilegra. Á sama tíma hef ég oftsinnis gleymt eiginkonu minni, börnum og öðrum nákomnum; ítrekað valdið þeim kvíða, sorg og þjáningu með háttalagi , mínu. Ég hef rannsakað líf mitt til að fá*" svör við endalausum spurningum sem á mig hafa leitað. Ég hef skoðað og endurskoðað. Ég hef haft þanka, bakþanka og eftirþanka. Og svo er enn í dag - á degi hveijum. • Bókarheiti: Sálumessa syndara. Höfundur: Ingólfur Margeirsson. Útgefandi: Hrísey. Bókin er 304 bls. með 80 myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.