Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Yið vitum að það er gert af kærleika Elli- og hjúkrunarheimilið Grund verður 75 ára hinn 29. október næstkomandi. Af því tilefni gefur Grund út ágríp af sögu heimilisins sem Guðmundur Óskar Ólafsson heimilisprestur og stjómar- maður hefur skráð. Súsanna Svavars- dóttir ræddi við Guðmund Óskar og þau Guðrúnu Gísladóttur, forstjóra og Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóra. GÍSLI Sigurbjörnsson framan við Ás. SÉRA Guðmundur Óskar Ólafsson, Guðrún Gísladóttir og Júlíus Rafnsson. FORELDRAKAFFIÐ svonefnda á árum áður, en það hefur verið tengt afmæli heimilisins. SAGAN byijar 1913, má segja. Þá tóku tveir menn, Sigurbjöm Ásvaldur Gíslason og Páll Jónsson það upp hjá sér að vilja gera eitthvað fyrir börn og gamalmenni - en í Reykjavík á þeim tíma var erfiður fjárhagur hjá mörgum og bágar aðstæður. Þeir Sigur- í björn Ástvaldur og Páll báru hugmynd um matargjafir upp í umdæmisstúku númer 1 í Reykjavík, þar sem þeir störfuðu og var hún samþykkt en auk þess kosinn þriðji maður, Flosi Sigurðsson, í nefnd til að annast fram- kvæmdina og síðar þeir Haraldur Sigurðsson, verslunarmaður og Júlíus Ámason. „Til að gera langa sögu stutta," segir Guð- mundur Óskar, „þá söfnuðu þeir fjármunum og settu upp mötuneyti þar sem útdeilt var máltíðum daglega til barna, aldraðra og reynd- ar fjölskyldna. Margir sjálfboðaliðar unnu við þetta, einkum úr stúkunni. Hélt þessu fram um árabil. Þeir kölluðu þessa starfsemi Sam- veijann, með tilvísun til kunnrar sögu. Sumr- in 1921 og 1922 fóru þessir sömu menn síðan að halda skemmtanir fyrir gamalt fólk í bæn- um og byijuðu við Ás, heimili Sigurbjöms, við Sólvallagötu. Upp úr þessum gamalmenna- skemmtunum var síðan smáafgangur árið 1922 sem síðan var notaður sem stofn til að kaupa hús fyrir aldraða." Hinn 18. ágúst 1922 skrifar Sigurbjörn Ástvaldur grein í Morgunblaðið, Landsblað Lögrétta, um heimsókn sína til Gimli í Kanada þar sem gamalmennahælið Betel var honum eftirminnilegast: „Já, það var sannarlega ánægjulegt að kynnast Betel og þó vakti við- kynningin stundum sársauka hjá mjer - sárs- auka yfir því, að við skulum ekki eiga eitt einasta slíkt hæli á öllu íslandi. Og oft hugs- aði jeg með mjer meðan jeg var á Gimli: Það vildi jeg óska að jeg gæti eitthvað flýtt fyrir því að slíkt gamalmennahæli kæmist upp í Reykjavík, þar sem þörfin er svo brýn.“ Já, fyrirmyndin var Betel í Gimli, þótt það væri ekki eina gamalmennahælið sem Sigur- björn hafði heimsótt. En það var ánægjan og samheldnin í Gimli sem skipti sköpum: „Auð- vitað aðgætti jeg af hveiju þessi ánægja og innbyrðis góðvild stafaði, því að mjer var vel kunnugt um að það er ekki æfmlega hægðar- leikur að gera gömlu fólki með allskonar krankleika til hæfis, og mundi vel að jeg hafði einu sinni skoðað gamalmennahæli í Dan- mörku og orðið undir eins var við óánægju - og baktal, enda þótt jeg kæmi þar sem ferða- maður. Það var þó reisulegra og í fegurra umhverfí en „Betel“, og var, eða ijettera sagt er; en það var opinber eign viðkomandi bæj- arfjelags, en ekki stofnað af fijálsum gjöfum eins og Betel." Margir kölluðu þetta glópsskap Síðsumars 1922 hafði safnast 521 króna í sjóðinn og skrifaði þá Sigurbjörn grein í dag- blaðið Vísi og kom þar fram að ánægjulegt væri, ef hægt væri, að flýta fyrir stofnun elli- heimilis með þessari upphæð. Eftir að greinin birtist hringdi Jón Jónsson beykir í Reykjavík í Sigurbjöm og sagði: „Ef stjórn Samveijans lofar að stofna elliheimili í haust skal ég gefa 1.500 kr. í stofnsjóðinn og safna fé hér í bænum.“ Auðvitað var umsvifalaust hafin fjár- - söfnun meðal bæjarbúa og söfnuðust alls 7.826 kr. á aðeins einum mánuði og í byijun september 1922 keypti stjóm Samveijans steinhús sem stóð vestan við Sauðagerðistún eða við Kaplaskjólsveg, eins og við þekkjum þáð í dag. Húsið var nefnt Grund og vígt 29. október sama ár. Húsið kostaði hins vegar 35.000 krónur og því fylgdi túnskiki og kálgarður. „Það ríkti mikil bjartsýni í þessum kaupum og þeim framkvæmdum sem þeim fylgdu,“ segir Guð- mundur Óskar. „í húsinu var hvorki rennandi vatn né rafmagn og það kostaði tíu þúsund krónur til viðbótar að bæta úr því og gera ýmsar aðrar lagfæringar. Enda kölluðu marg- ir þetta glópsskap." „í húsinu voru tíu svefnstofur fyrir 23 vist- menn og umsóknir bárust hratt,“ segja þau - Guðmundur Óskar, Guðrún og Júlíus. „Fyrstu vistmennirnir fluttu inn 27. október og það var vígt hinn 29. með pomp og prakt og margir góðir menn ortu ljóð. Síðan starfar heimilið i þessu húsi við mik- il þrengsli til 1930. Grund var frá byijun sjálfseignarstofnun og sátu fimm menn í stjórn, þeir Sigurbjörn Ásvaldur, Páll, Flosi, Júlíus Arnason og Haraldur Sigurðsson sem varð síðan fyrsti ráðsmaður, eða forstöðumað- ur, þessa heimilis en Sigurbjöm var alla tíð stjórnarformaður. Vandinn við húsrými á Grund var svo mik- ill að menn íhuguðu aðgerðir á Sauðagerðist- úninu en sáu að það var illmögulegt; þetta þótti út úr og enginn kæmi í heimsókn. Það var ákveðið að taka lóð sem fékkst fyrir góðvilja borgarstjóra, Knúts Simsen, sem studdi heimilið drengilega. Lóðin var 6.200 fm og úthlutað 1927. Jafnframt lofaði bæjar- stjórn að lána fé úr sjóði sem hét gamal- mennasjóður til byggingar stórhýsis og árið 1928 teiknaði Sigurður Guðmundsson bygg- ingameistari húsið." Kreppa og alþingishátíð „En á þessum tíma var mjög þröngt um fé. Þetta hús var byggt í kreppunni og meiningin var því að byggja þetta á löngum tíma, í áföng- um, og var byijað á u-inu sem er í elsti hluta hússins. Alþingishátíðin er í vændum á þessum tíma. Það er von á mörgum gestum og ekki mikið um hótelrými í bænum. Þá komu tilmæli frá Þorstínu Jackson Walters um að Vestur- íslendingar sem kæmu á alþingishátíðina 1930 fengju gistingu á elliheimilinu og myndu greiða fyrir hana og eitthvað gæti munað um það. Það var allt sett af stað til að uppfylla þessi tilmæli og peningar voru kreistir út hvar sem þá var að fá; seld skuldabréf og hvaðeina. En þetta gekk eftir - húsið komst upp á til- settum tíma og hópurinn stóri að vestan gisti í tveimur nýbyggingum, Elliheimilinu Grund og Landspítalanum. Enda sagði einn gárung- inn meðal Vestur-íslendinganna: „Þeir búast ekki við ungu fólki né heilsugóðu héðan að vestan, því þeir ætla að koma oss fyrir á elli- heimili og sjúkrahúsi strax og vér stígum fæti á gamla landið." En um miðjan september 1930 fluttu fyrstu heimilismennirnir úr gamla húsinu hingað. Þetta þóttu feiknaleg umskipti. 125 herbergi í húsinu og frágangur eins og á bestu gistihús- um, sögðu blöðin. Hins vegar þótti mönnum húsið hafa einn galla: Það þótti erfitt að rata út úr því - og þykir enn. En upp komið kost- aði húsið 650 þúsund og heimilismenn voru fyrst fimmtíu og sex. Og síðan hefur húsið staðið á þessum stað hérna milli Hringbrautar og Brávallagötu og oft verið allfjölmennt hér.“ Árið 1934 dó Haraldur Sigurðsson og bað þá Sigurbjörn son sinn, Gísla, að aðstoða sig í tvær til þijár vikur. Hann var 27 ára gam- all og það tók þessar tvær til þijár vikur sex- tíu ár að líða, því eins og kunnugt er stýrði Gísli Sigurbjömsson Gmnd í sextíu ár. „Þetta var á kreppuárunum, húsið var dýrt og geysilegir erfiðleikar við reksturinn," segir Guðrún og Guðmundur Óskar bætir við: „En Gísli sneri þessu smám til betri vegar hvað fjárhald og rekstur varðar. Fljótlega eftir að hann tók við heimilinu var það aldrei rekið með halla. Þegar hann tók við voru tekjur heimilisins 150 þúsund krónur á ári og vaxta- byrði 30 þúsund, eða 20% af árstekjum." En hvaðan komu tekjumar? „Tekjurnar voru daggjöld sem einstakling- arnir sjálfir greiddu, vandamenn eða sveit- arfélög. Það var bara til eitt annað elliheimili í landinu og það var í kjallara Hjálpræðishers- ins á Isafirði. Margt gamalt fólk var víða á hálfgerðum vergangi á þessum tímum og oft var um að ræða einstæðinga á framfæri sveit- arfélaga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.