Morgunblaðið - 26.10.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.1997, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ H G STONES J Breska rokksveitin Rolling Stones er enn lögð af stað í tónleikaferð um heiminn. Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á ísafirði, tók sér leyfi frá haustönnum og komst að því að hljómsveitar- menn eru í fullu fjöri og vel það. Setið á stuðaranum Af öllum ummælum um frammi- stöðu minna manna í Chicago var við miklu að búast. Þeir félagar voru sam- kvæmt því f góðu formi, búnir að æfa upp mikið af lögum, nýjum og göml- um úr ótrúlega miklu lagasafni sfnu. Mér þykir skemmtilegast að fá að heyra ný lög, það er af nýjustu plöt- unni hverju sinni, og einnig gömul lög sem ég hefi ekki heyrt áður á tónleik- um. Við hvoru tveggja var að búast, auk sígildra hljómleikalaga. Á Veter- ans Stadium var uppselt og þar myndu verða rúmlega 55 þúsund manns sunnudagskvöldið 12. október 1997. HVAÐ FÆR 44 ára gamlan sýslu- mann á (safirði til að leggja land undir fót í miðjum haustönnum? Svarið ætti að liggja Ijóst fyrir. Embættisannir og skyldustörf. En heiti sá hinn sami Ólafur Helgi Kjartansson og sé ferðinni heitið til Bandaríkjanna, má fastlega gera ráð fyrir því að Rolling Stones séu komnir af stað í enn eina ferðina. Svo reyndist líka vera. Hinir þrautseigu Englending- ar, Micahel Philip Jagger, 54 ára, Keith Richards, 53 að verða 54 ára, Charlie Watts, 56 ára og Ronnie Wood, 50 ára, ásamt þrautreyndu hjálparliði lögðu upp í tónleikaferðina Bridges to Babylon í Chicago 23. september síðastliðinn. Síðast fóru þeir af stað 1994 og lögðu heiminn að velli eða að fótum sér á óteljandi íþróttavöllum á einu ári. Platan Bridges to Babylon er þeirra nýjasta verk. Eins og við er að búast er hún góð. Þær eru að vísu nokkrar betri af eldri plötunum. Hinu má ekki gleyma að stundum batna plöturnar þeirra með árunum. Þýðingarlaust er að gefa henni númer. Fyrir safnara sem telur plötur þeirra og geisladiska í hundruð- um, en ekki tugum, hefur eitthvert númer enga þýðingu. Án þess að verja miklu til umsagnar um plötuna, ber hún öll merki vinnubragða þeírra félaga, mikið lagt undir, árangurinn góður, enda byggt á áratuga reynslu og miklum arfi. Plötuna ættu allir áhugamenn um tónlist að hlusta á, einkum þeir ■■ sem hafa áhuga á rokki og blús. I Hún minnti mig á Rolling Stones að flytja lög af sólóplötum Micks Jaggers og Keiths Richards. Auð- vitað er þetta mesta rokkhljóm- sveit sögunnar að flytja lögin sín og gerir það vel eins og alltaf, trú HM| sjálfri sér og upprunanum. ■ Annars staðar í blaðinu er sagt ■Hi frá því hvernig gekk að fá miða á tónleikana á Veterans Stadium í Fíla- delfíu, sem voru þeir níundu í röðinni að þessu sinni. Reynslan hefur fært manni þá vizku að allt geti gerzt, jafn- vel þótt Rolling Stones eigi í hlut. Nægir að minnast þess er undirritaður átti ásamt eiginkonu sinni miða á tón- leika á Wembley í London 1990. Þá var tvennum tónleikum frestað vegna meiðsla Keiths. Góð ráð voru dýr, því ekki máttum við missa af Bob Geidof, Tinu Turner og Madonnu í Englandi. Málið leystist með lestarferð til Newcastle upon Tyne og þar náðum við þeim, en Bandaríkin eru stærri og nokkrir dagar milli tónleika. Vinur minn einn, sem varð fimmtug- ur um daginn, kallar „mína menn“ krumpudýr, en útlitið segir ekki allt. Þrátt fyrir að þeir séu nú orðnir tveim- ur árum eldri en í lok síðustu ferðar gæfu þeir vonandi ekkert eftir. Við hverju mátti svo búast? ROLLIN enn að eftir 35 ár og betri en

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.