Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ef til vill er hún ekki ýkjalöng, leióin frá Stokkseyri til Reykjavíkur, eins þótt lykkja sé á hana lögó og staldraó vió í Vestmannaeyjum. Þó getur margt á dagana drifió á þessari leió, ekki síst þegar feróa- lagió spannar háttí átta áratugi. Helgi Sæmunds- son7 Stokkseyringur vió Faxaflóa, skáld og fyrrver- andi ritstjóri Alþýóublaósins, meó meiru, varó góó- fúslega vió þeirri ósk Pjeturs Hafstein Lárussonar, aó _____ræóa vió hann um lífió og tilveruna._ PÓLITÍKIN Á AD VERA SKEHIVOLLUR GÆDINGA ELGI, nú ertu ekki það sem kallað er innfæddur Reykvíkingur. „Nei, ég fluttist hingað til Reykjavíkur haustið 1939, rétt um það leyti, sem seinni heimsstyrjöld- in hófst,“ svarar Helgi að bragði. „Annars er ég ættaður austan úr Flóa og fæddur á Stokkseyri árið 1920. Þar átti ég heima þangað til ég var fimmtán ára gamall, þegar fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja. Þar átti ég svo heima fram að stríðsbyijun. En á sumrin var ég í Stóru-Mörk undir Eyja- flöllum, nema síðasta sumarið áður en ég flutt- ist til Reykjavíkur, þá var ég norður á Siglu- firði.“ Hvað rak Helga Sæmundsson til Reykjavík- ur um það leyti, sem Hitler brá sér til Varsjár? „Ja, það var nú bara þetta, að ég þurfti að fara í einhvem skóla. Eiginlega var það tilviljun, hvaða skóla ég valdi. Úrvalið var svo sem ekki mikið, valið stóð milli Samvinnuskól- ans og Kennaraskólans. Fyrir mér var þetta hálfgert happdrætti, en ég valdi Samvinnu- skólann. Jónas frá Hriflu var bæði skólastjóri og aðalkennari. Hann setti því mjög mikinn svip á skólann, þótt óneitanlega væri farið að halla undan fæti hjá honum. Hann var eftir- minnilegur og sérkennilegur kennari. Hann hafði skapað þennan skóla og gert hann að því sem hann var, annars vegar fagskóli fyrir verslunarfólk og hins vegar veitti hann ungl- ingum ansi mikla almenna menntun. Þetta var dálítið alþjóðlegur skóli. Það lá við, að Jónas varpaði alþjóðlegum blæ yfir hann, þó íslensk- ur „lokal patríot" væri.“ ítján ára drengstauli í höfuðstaðnum, - kynntist þú fljótlega bæjarbragnum? „Nei, ekki mikið. Þessi vetur minn í Samvinnuskólanum var dálítið þungur undir fæti, vegna þess, að ég tók skólann á einum vetri, en þetta var tveggja vetra skóli. Auk þess var ég ekki vel undirbúinn, því ég hafði ekki gengið í barnaskóla á Stokkseyri vegna lasleika. Að vísu hafði ég verið í gagnfræða- skólanum í Vestmannaeyjum í þijá vetur. En það breytti ekki því, að sum aðalfögin í Sam- vinnuskólanum kunni ég lítið sem ekkert. Það var ansi erfitt að bæta sér það upp á einum vetri.“ En hvað tók við að Samvinnuskólanum lokn- um? „Ja, þá rakst ég út í ýmsa vinnu, greip svona það sem til féll. Og á skáldskapnum var ég byijaður á þessum tíma, hóf reyndar að yrkja úti í Eyjum og fékkst mikið við það sumrin mín undir Eyjafjöllum. Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum er nefnilega svolítið merki- legur staður, því þar fæddist á sínum tíma Þorsteinn Erlingsson, þó að hann væri alinn upp í Fljótshlíðinni. Hann var hálfgert goð þarna í sveitinni. Hann var fyrsta skáldið, sem ég kynntist skipulega. Ég las bæði Þyrna og Málleysingja spjaldanna á milli. Það má ekki gleyma því í sambandi við Þorstein Erlings- son, að hann er ekki ómerkari sem prósahöf- undur, heldur en ljóðskáld." Nú hefur Þorsteinn stundum verið kallaður fyrsti íslenski jafnaðarmaðurinn. Heldur þú, að pólitík hans hafi haft áhrif_ á þig? „Ja,“ svarar Helgi dræmt. „Ég varð nú fyr- ir þeim áhrifum strax í uppvextinum á Stokks- eyri. Annars hef ég aldrei haft pólitísk kvæði Þorsteins jafnmikið í hávegum, eins og sumir þeirra, sem ég hef átt pólitíska samleið með. Ádeilu- og uppreisnarkvæði hans eru auðvitað dálítið bundin líðandi stund, þegar hann yrkir þau og þeim áhrifum, sem þá ríktu í landinu. Mér finnst miklu meira varið í Þorstein sem náttúruskáld og átthagaskáld. Hann gerir átt- haga sína í Fljótshlíðinni að dýrðarlandi í ís- lenskum bókmenntum ásamt Njálu. Þaðan höfum við þá Fljótshlíð, sem við þekkjum. Svo er það að mínum dómi meginatriði í skáldskap Þorsteins Erlingssonar, hvílíkur málsnillingur hann var. Hann yrkir á hversdagslegu máli, þó svolítið upphöfnu. En hann gerir þetta mál alþýðufólksins í landinu að ljóðrænum perl- um.“ Nú eru þeir, sem síðar kölluðust atóm- skáld, að koma í bæinn um svipað leyti og þú, nema Hannes Sigfússon, sem var þar fyrir. Kynntist þú þeim á þessum árum? „Já, ég kynntist þeim á fyrstu árum mínum í Reykjavík. Fyrst kynntist ég boðbera þeirra, Steini Steinarr og síðan Stefáni Herði, sem ég kannaðist raunar við frá því ég dvaldi und- ir Eyjafjöllum. Svo kynntist ég Jóni Óskari, Jóni úr Vör og síðar Sigfúsi Daðasyni og Ein- ari Braga.“ Var þetta samstæður hópur skálda? „Nei, það voru þeir ekki. Að vísu voru þeir á svipuðum aldri og lífskjör þeirra um sumt lík. En þetta voru gerólíkir menn og að mínum dómi eru þeir gerólíkir sem skáld. Það sem er sameiginlegt með þeim er auðvitað það, að þeir Iögðu dálítið niður rím, höfuðstafi og stuðla, þó ekki eins mikið og studnum er látið í veðri vaka. Líkindin með þeim eru mest í afstöðu þeirra til ljóðbyggingarinnar. Þeir byggja kvæði öðruvísi heldur en gömlu klass- ísku skáldin íslensku höfðu gert og einnig öðruvísi en skáld, sem stóðu þeim nær í aldri. Þó eru þeir í eðli sínu skyldir, t.d. nýrómantík- erum og symbólistum og hafa ýmislegt af þeim lært. Ég hugsa að Jóhann Jónsson og Jóhann Siguijónsson hafi orðið þeim meiri fyrirmyndir, heldur en fjallað hefur verið um enn þá.“ En þú fórst fljótlega að blanda þér inn í pólitíkina? „Já, ég hafði nú þekkt til hennar, bæði heima á Stokkseyri og undir Eyjafjöllum. Það voru mikil pólitísk átök í landinu á þessum árum, frá 1927 og alveg fram að seinna stríði. Ég ólst upp í andrúmslofti, þar sem gætti mjög framsóknarmanna og jafnaðarmanna. Sem unglingur taldi ég mig til Framsóknar- flokksins en hætti því snemma á stríðsárunum. Nokkrum árum síðar gekk ég til liðs við Al- þýðuflokkinn. Ég breytti hins vegar ekki mik- ið um stefnu í þessum sviptingum, því ég kunni sæmileg skil á jafnaðarstefnunni. Ann- ars get ég sagt þér sögu um það, því hún er nokkuð skemmtileg. Veturinn minn í Sam- vinnuskólanum gekk ég fyrir páfa jafnaðar- manna, Ólaf gamia Friðriksson. Ég þekkti til hans fólks og hann þekkti vel til staðanna, sem ég var tengdur, Stokkseyrar og Vest- mannaeyja. Erindi mitt á fund Ólafs var að spyija hann, hvaða bækur ég ætti að lesa um jafnaðarstefnuna, nokkuð rækilega. Hann sagði við mig: „Helgi, þú skalt lesa skáldsögur Jacks Londons". Ég sagði einhveijum fráþessu og þótti þeim þetta einkennileg vísbending. Sjálfum fannst mér þetta líka fjarrí lagi. En þegar ég fór seinna að lesa skáldsögur Jacks Londons, þá sá ég, að gamli maðurinn hafði auðvitað haft ansi rétt fyrir sér. Þessar sögur eru nefnilega að sumu leyti mjög góð snerting við jafnaðarstefnu og baráttu gegn ranglæti og fyrir bættum kjörum og öðru réttlæti." g svo bar þig á ritstjóm Alþýðublaðsins, er ekki svo? „Jú, það var að vísu alger tilviljun. Ég réðst þangað sem afleysingamaður en sat fastur um langt áraskeið, fyrst bara sem blaða- maður, en svo fór ég að skrifa bæði um stjórn- mál og bókmenntir. Loks endaði ég á því að verða ritstjóri blaðsins í allnokkur ár. Ætli það hafi ekki verið á árunum 1952 til 1960. Mig minnir það. Ég minnist margra ágætra samstarfsmanna frá Alþýðublaðinu, svo sem Stefáns Pjeturssonar, sem var ritstjóri lengi vel og Hannibals Valdimarssonar, sem einnig var ritstjóri blaðsins, en mun skemmri tíma. Auk þess voru þarna menn eins og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, þ.e. Hannes á horninu. Hann var elsti blaðamaðurinn og starfaði þarna svo til alla mína tíð. Þá má ekki gleyma Karli ísfeld, sem hefur heldur en ekki komist á dagskrá núna, vegna þýðingar sinnar á Góða dátanum Svejk. Hann þýddi mikið af bókum. Auðvitað eru þýðingar hans dálítið misjafnar, en sumar þeirra bestu, alveg frábærar. Sagan af Svejk er kannske efst í þeim flokki. Nú, svo var Loftur Guðmundsson, gamall félagi minn og vinur úr Vestmannaeyjum, blaðamað- ur þarna og Sigvaldi Hjálmarsson. Hann var kennari að mennt og hafði verið skólastjóri í Hveragerði áður en hann kom til starfa á Alþýðublaðinu. Hann varð síðar þekktur sem fyrirlesari og ágætt ljóðskáld. Hann gaf út tvær ljóðabækur. Sú seinni þeirra er að mínum dómi ákaflega athyglisverður skáldskapur. Einnig var þarna Ingólfur Kristjánsson, sem seinna varð útgefandi og ritstjóri Eimreiðar- innar og höfundur allmargra bóka. Þetta var ágætt lið, en auk þeirra, sem hér voru taldir, voru auðvitað ýmsir, sem komu og fóru. Al- þýðublaðið var á þessum árum einskonar upp- eldisstöð fyrir önnur blöð. Þangað komu ungir blaðamenn sem síðar réðust til annarra blaða og gerðu garðinn frægan. Blaðamennskan er einkennilegt og merkilegt starf. Hún gefur manni meira^ samband við þjóðlífið en flest önnur störf. Ég segi fyrir mig, að ég á blaða- mennskunni mikið að þakka og hugsa oft með hlýhug til þeirra ára, þegar ég var ungur og svolítið vígreifur blaðamaður. Sjálfsagt hefur blaðamennskan breyst mjög mikið hér á landi. En ég held að hún sé ekki eins slæm og oft er á orði haft. Það verður að líta á það, að blöðin verða til í miklum hraða á líðandi stund. Það er segin saga, að sé eitthvað mjög vel gert í blaða- mennskunni, þá vekur það litla athygli, en fari hlutirnir úrskeiðis, er eins og öll þjóðin viti af því daginn eftir. Á ljósvakamiðlana er ég ekki dómbær, nema Ríkisútvarpið. Ég held, að við eigum því meira að þakka, en við gerum okkur grein fyrir. Ég get nefnt dæmi, sem taka af allan vafa. Hugsa sér t.d. hvað Ríkisútvarpið hefur breytt tónmenntun íslendinga. Það hefur komið á framfæri góðri og fallegri og sigildri tónlist. Áður fyrr kunni þjóðin ekki að meta þetta og tók því illa. Nú þykir slíkur tónlistaflutningur alveg sjálfsagt mál og fáir, sem við þessu amast. Hins vegar hefur þessi góða stofnun lagt niður suma hluti, sem ég sé mikið eftir. Þannig finnst mér afleitt, að engin kennsla, sem hægt er að kalla því nafni, sé lengur rækt í Ríkisút- varpinu, meðan þjóðin þarf mikið á nýrri menntun og framhaldsmenntun að halda. Ég hugsa t.d. til tungumálakennslunnar, sem var í útvarpinu áður fyrr. Sumt af þessu nýja efni, sem hefur komið, er sjálfsagt gagnrýnis- vert. En í meginatriðum finnst mér, að Ríkis- útvarpið standi vel í stöðu sinni og þjóni hlut- verki sínu bærilega.“ Þú segist hafa hætt á Alþýðublaðinu árið 1960. Stóð það í einhveijum tengslum við myndun viðreisnarstjórnarinnar árið áður? „Nei, ekki á nokkurn hátt. Mér fannst bara tímabært að breyta til, enda búinn að vera lengi í blaðamennsku. Auk þess hafði ég tekið að mér störf, sem voru orðin það umfangsmik- il, að illa samrýmdist ritstjórninni. Þessi störf voru á vegum Menningarsjóðs og þangað réðst ég til starfa, þegar ritstjóraferli mínum á Al- þýðublaðinu lauk. Menningarsjóður var upp- haflega einskonar bókaklúbbur. En þegar ég kem þar til sögunnar, er hann orðinn almennt forlag. Þó hafði hann dálitla sérstöðu, gaf m.a. út bækur um sérfræðileg efni. Sumar þeirra voru stórvirki, svo sem orðabókin, sem kennd er við Áma Böðvarsson. Það fer að verða mikil nauðsyn á að gefa hana út aftur, endurskoðaða og aukna. Þýðing þessarar bók- ar verður seint ofmetin. Samt var útgáfa henn- ar ákaflega erfið, fyrst framan af, eins þótt Bókaútgáfa Menningarsjóðs væri opinbert fyr- irtæki. Nú, svo gáfum við út bækur Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Það ritverk er einnig stórvirki út af fyrir sig. Menn- ingarsjóður gaf auðvitað út fjöldann allan af merkilegum bókum, þó að vitanlega hafí létt- meti slæðst innan um og saman við, eins og öll forlög gerast sek um. Ég held að það hafí verið ákaflega illa ráðið að leggja Bókaútgáfu Menningarsjóðs niður. Sú breyting, sem gerð var, þegar sjóðnum var breytt í styrktarsjóð og útgáfa hans felld niður, hefur sjálfsagt ýmislegt til síns ágætis, sem er a.m.k. ekki enn komið í ljós og þess vegna ekki hægt um að dæma.“ + rin þín á ritstjórastóli Alþýðublaðsins vora miklir sviptingatímar í íslenskri pólitík, herinn nýkominn aftur, vinstri stjórn Hermanns Jónassonar o.s.frv. Er ekki margs að minnast úr pólitísku argaþrasi þess- ara ára? „Jú enda er búið að skrifa mikið um þetta tímabil í stjórnmálasögu okkar. Sumt af því er að ég held mjög athyglisvert og nærri lagi. Það liggur í augum uppi, hvílíkir umrótstímar þetta vora, því sannleikurinn er sá, að íslenskt þjóðfélag gjörbreyttist á árum seinni heim- styijaldarinnar. Og auðvitað bera árin þar á eftir svip af þessu. Ég held t.d. að Reykjavík verði í raun og veru borg á þessum árum. Flokkarnir sem höfðu bitist um pólitíska eplið fyrir stríð, standa uppi með breytt viðhorf þegar styijöldinni lýkur. Það var svo komið, að flokkaskipanin var orðin harla ólík því sem hún var, fyrir seinna stríð. Tímarnir breyta flokkunum, þótt þeir sjálfir þurfi stundum langan tíma til að átta sig á því.“ Varst þú ekki nokkuð virkur í störfum Al- þýðuflokksins? „Jú, svona frá 1944 til 1974. Aðalega starf- aði ég í ungliðahreyfingu flokksins á sínum tíma. En ég svona skrölti með á miðin eftir að ég var kominn í hóp hinna fullorðnu og sat stundum í miðstjórn. En 1974 hætti ég öllum afskiptum af pólitík," segir Helgi. Eftir nokkra þögn bætir hann því við, að það yrði nokkuð löng saga að segja frá viðskilnaði hans við Alþýðuflokkinn. Hann fann hjá sér þörf til að taka nýjan kúrs í tilverunni, en neitar því þó ekki, að nokkur meiningarmunur hafi verið með honum og ýmsum flokksfélaga hans. Heldur svo áfram: „Eg var alltaf í vinstri armi flokksins og þótti komin á hann óþarfa hægri slagsíða. Annars má ekki gleyma því, að það sama þjakar alla stjórnmálaflokkana og það er atvinnumennskan. Ég skal ekki segja, að allir stjómmálamenn hér áður fyrr hafi verið hugsjónamenn, en þeir vora til. Nú er hver einasti pólitíkus atvinnumaður. Og atvinnumenn í stjómmálum koma helst engu öðru til leiðar en að ota sínum tota.“ Svo við höldum okkur við flokkana og breyt- ingar á þeim, Helgi. Meðal frændþjóða okkar eru jafnaðarmannaflokkarnir stórir og sam- stæðir, en smáir og sundraðir hér; virðist þér þetta vera að breytast? „Já, mér sýnist sumt benda til þess, að þessi staða sé að breytast. Ég gæti nú trúað því, að eftir svona 10 til 15 ár, verði flokka- skipan allt önnur hér, en hún er núna. Ég held, að ýmislegt bendi til þess, að hér verði tveir aðalflokkar, sem keppi um fylgið og landsstjórnina. Það verða annars vegar Sjálf- stæðisflokkurinn með svipuðu sniði og hann er nú, en hins vegar nýr flokkur vinstri manna, sem verður til upp úr samrana Alþýðuflokks- ins, Alþýðubandalagsins, Kvennalistans og kannske ýmissa fleiri hreyfinga, sem lítið hef- ur farið fyrir í þjóðfélaginu en eru auðvitað til staðar og geta haft sín áhrif. Ég á þama við t.d. hreyfingar innan Framsóknarflokks- ins, sem gæti svipað til Möðravallahreyfingar- innar. Svo era hreyfingar innan Alþýðubanda- lagsins og jafnvel Alþýðuflokksins, sem gætu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.