Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AUtaf bætistá SAGT hefur ver- ið að ekkert geti verra hent mann í daglegu lífi en að týna hanska, fleygja hinum og finna svo þann fyrri. Kannski er það að henda Gáruhöfund, sem í síðustu viku fann ekki tölulegar upplýsingar í franskri blaðagrein og frestaði málinu um viku, en finnur þær ekki enn. Slær því föstu að þær séu endanlega týndar og reynir að komast af án þeirra. Ætli þær komi svo ekki innan úr öllu papp- írsflóðinu á skrifborðinu eins og um daginn upplýsingarnar um að hjá tískuhúsunum í París kosti fjöldaframleiðslukjólarnir ekki nema 10% af hinum sönnu hátískukjólum. En einmitt nú eru öll blöð full af auglýsingum um hvernig maður geti næstum með töfra- brögðum losnað við kílóin og orðið aftur tággrannur. Hvílíkt hugmyndaflug. Erfiðið og sjálf- safneitunin er auðvitað kjarni málsins. Ofannefnd grein fjallaði einmitt um franska tölulega könnun á því hvað það er sem hleður holdum á nútímafólk í þeim mæli að alls staðar er að verða offituvandamál. Þeim fjölgar sem eiga við „offitu að stríða", eins og það er kallað. Sökudólgurinn reyndist ein- faldlega nútímalifnaðarhættir. Ekki endilega í mataræði, sem margir eru farnir að taka tillit til. Nema auðvitað græðgin, þ.e. að eta of mikið. Breyttir lifn- aðarhættir í daglegu lífí miða nær allir að því að auka holdin. Nú man ég ekki glöggt tölurnar svo ég þori með að fara. En kjarni málsins er að óaflátanlega hleður sjónvarpið grömmum á hvern áhorfanda, þá kemur bíll- inn sem er ótrúlega drjúgur við að auka holdafarið og nú tölv- urnar sem sækja mjög á um að auka skvapið. ísskápurinn o.fl. bætir svo á. Og það er deginum ljósara að notkun á öllu þessu fer vaxandi. Fólk situr við tölv- urnar í vinnunni og heima fyrir og við sjónvarpið með vaxandi framboði og venur sig á að hreyfa sig ekki nema í bíl sem þarf í vaxandi borgum. Þessir lifnaðarhættir sem við sjáum að aukast með ógnarhraða eru að verða ofan á. Smáplástrar og skammtímaviðbrögð af ýmsu tagi hafa ekki við þeim eða munu gera það í framtíðinni. Það þarf að hoppa svo ofboðslega mikið til að eyða öllum þessum grömmum sem á hlaðast eða svelta sig svo lengi. Eða taka svo mikið af pillum, jafnvel svo sterkum með aukaáhrif sem spilla jafnvel heilsu. Við sjáum einmitt þessa dagana hve fólk á Islandi er fúst til að taka inn hvað sem er, bara ef því er sagt að það nái af svo og svo mörgum kílóum á skömmum tíma. Og þá mun vísast koma inn í umræð- una, rétt eins og með sígarett- urnar, að þetta sé sjálfskaparvíti sem aðrir eigi ekki að bera ábyrgð á. Hluti af þessu æði og örvænt- ingu að losna við kílóin er auðvit- að líka Barbítískan, sem líkams- ræktarkonan Jónína Benedikts- dóttir er að beijast gegn, að hver kona verði að vera og ætli sér að vera ljóshærð, þvengmjó 9g falleg eins og brúðan Barbí. I fyrirlestrum segir Jónína að konur séu orðnar þrælar sýndar- mennsku og geri endalausar kröfur sem standist aldrei. Finnst það bara fyndið að vera að leika Barbí. Burt séð frá Barbítísku, sem fyrr eða síðar fjarar út eins og allir aðrir tísku- straumar, er þetta alvarlegt mál. ís- lendingar nútímans eru sífellt stærri og feitari, eins og segir í grein eftir Pál Asgeir Ásgeirs- son, sem hafði farið ofan í tölur um þetta. Meðalhæð íslenskra karla hækkaði semsagt um 10-12 cm eftir aldamót og hef- ur aukist um 6 cm undanfarna áratugi. Sama með konurnar, mældust að meðaltali 155-156 að hæð í beinagrindum í Þjórs- árdal frá því um 1100, en eru nú 165 cm. En það er sama með þær og karlana, yngstu konurnar eru hávaxnastar eða 168 cm en þær elstu 160 cm, eins og yngstu karlarnir eru um 181 cm. En það er ekki hæðin sem skiptir máli í þessu samhengi, þótt háir geti borið meiri hold á beinum en lágvaxnir. Má ráða af mataræðinu að offita hafí ekki verið vandamál hjá Þjórs- dælum hið forna. Það er nútíma- „sjúkdómur", ef við viljum kalla það svo. Það má líka greina sjúk- dóminn sem græðgi. Eftir allt saman er bara eitt op og fer eftir því sem í það er látið hvað á hleðst. Er ekki dálítið ógeðs- legt þegar maður hugsar til þess að eta alltaf svo mikið að þurfi að eyða löngum stundum af líf- inu í að ná af sér úrganginum sem líkaminn nýtir ekki? Þetta er eins og sorpvandamálið á þjóðarlíkamanum, sem illt er og dýrt að ráða við. Hvað um það, nú liggur orðið ljóst fyrir af rannsóknum að ekki mun duga að ráðast bara gegn afleiðingunum gegnum mataræðið. Það hefur ekki núna og mun varla í framtíðinni hafa við hinum mikilvægustu þáttun- um, sem sækja á. Það er sísetun- um í bílnum, við sjónvarpið og framan við tölvuskerminn. Þeir þættir eru í hraðri sókn. Hvað skal þá gera? Ekki veit ég. Dett- ur í hug að afdrifaríkast muni kannski verða fyrir heilsu og offitu þeirra sem nú eru börn að venja þau strax í barnæsku af að nota þessi tæki í óhófi. Eftir allt saman erum við ekkert nema vani og mikið af honum á rætur sínar í uppeldinu. Til dæm- is gætu aðstandendur barna ris- ið upp frá sjónvarpinu og vanið krakkana á að gera eitthvað annað með sér í tómstundum frá skólasetum. En þá verða þeir líka að láta það á móti sér. Ætli við höldum ekki bara áfram að bæta á mannskapinn í fram- tíðinni? Og verðum óhjákvæmi- lega feitabollur. Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur MAN N Ll FSSTRAU MAR LÆKNISFRÆDI /Er ekki allt sem sýnist umþennan algenga sjúkdóm? Slitgigt SLITGIGT er algengasta tegund gigtar og veldur miklum veikindum og örorku, einkum hjá eldra fólki. Mikill kostnaður í heilbrigðiskerf- inu stafar einnig af þessum sjúk- dómi. Áður fyrr var talið að slitgigt / stafaði einfaldlega af bijóskeyð- ingu í liðum vegna mikils álags og hás aldurs, hún væri nánast eðlileg afleiðing af þessu tvennu. Þessi viðhorf hafa verið að breytast og flest bendir nú til þess að slitgigt stafi aðallega af virku sjúkdóms- ferli þar sem eðlilegt viðhald lið- bijósks og nærliggjandi beina fari úrskeiðis. Margt bendir einnig til þess að um sé að ræða marga að- skilda sjúkdóma en ekki einn. Sam- kvæmt þessu er nafnið slitgigt dá- lítið villandi vegna þess að það gefur í skyn að sjúkdómurinn stafí fyrst og fremst af sliti vegna mik- ils álags. Arið 1995 var haldin alþjóðleg ráðstefna um slitgigt þar sem samþykktar voru ýmsar skilgrein- ingar á sjúkdómnum og eðli hans. - Sjúkdómurinn var skilgreindur sem afleiðing álags og líffræði- legra breytinga sem valda röskun á viðhaldi lið- bijósks og nær- liggjandi beins og raunar allra vefja sem mynda liði og umhverfí þeirra. Það sem setur slitgigt af stað getur verið af ýmsum toga en það sem líklega vegur þyngst eru erfðir, efnaskipti og álag á viðkomandi lið eða liði. Sjúkdómseinkennin eru Iið- verkir, eymsli, minnkuð hreyfmg, marr eða brak, vökvasöí'nun og meiri eða minni liðbólga. Óþægindin eru takmörkuð við liði og sjúklingur- inn hefur engin almenn einkenni um veikindi svo sem sótthita eða slappleika. - Þó að svona alþjóðleg- ar skilgreiningar hafí takmarkað gildi, endurspegla þær þá vitneskju sem er fyrir hendi um viðkomandi sjúkdóm og þau atriði sem flestir eða allir eru sammála um. Greining slitgigtar byggist að eftir Magnús Jóhannsson RONTGENMYND af hendi en slitgigt ræðst oft á fingur og hendur. talsverðu leyti á röntgenmynda- töku en þar má m.a. sjá þynningu liðbijósks og þéttingu beinsins und- ir brjóskinu. Ef þessi greiningarað- ferð er notuð kemur í ljós að um þriðjungur fullorðinna, á aldrinum 25-74 ára, er með einhver merki um slitgigt. Oftast er um að ræða liði í höndum og fíngrum en þar á eftir koma fætur, hné og mjaðmir, en aðrir liðir eru sjaldgæfari. Sterk- asti áhættuþátturinn er aldur en ekki er vitað hvers vegna. Konur eru í meiri hættu en karlmenn að fá slitgigt og verður munurinn enn greinilegri eftir tíðahvörf. Flest bendir til að hormónameðferð með östrógenum hafi verndandi áhrif. Offita eykur hættu á slitgigt í hnjám og mjöðmum og sama gildir um störf þar sem mikið reynir á þessa liði, t.d. þar sem lyfta þarf þungum hlutum. Margir keppnis- íþróttamenn fá einnig slitgigt í fætur, hné og mjaðmir. Liðbijósk þjónar einkum tvenns konar tilgangi, það verkar með mýkt sinni sem höggdeyfir og það myndar slétta liðfleti sem gera hreyfíngar í liðnum mjúkar og án teljandi viðnáms. Um liðbijósk gild- ir sama og flesta aðra vefi, það er í stöðugri endurnýjun; vissar frum- ur sjá um að bijóta það niður og aðrar frumur um að byggja það upp. Á undanförnum árum hefur skilningur manna verið að aukast á þessari stöðugu endurnýjun lið- bijósks og hvernig hún gerist í smáatriðum. Vegna þessa aukna skilnings má nú sjá fram á ýmsa möguleika í / meðferð á slitgigt og verið er að þróa lyf sem hægja á niðurbroti eða auka hraða upp- byggingar liðbijósks. Búast má við slíkum lyfjum áður en mörg ár líða og væri þá í fyrsta skipti komin meðferð sem gæti haft áhrif á gang sjúkdómsins. Sú meðferð sem nú er hægt að bjóða upp á miðar eingöngu að því að draga úr óþægindum. í byijun er venju- lega gripið til fræðslu um sjúkdóm- inn, sjúkraþjálfunar, hæfilegrar lík- amsþjálfunar, megrunar þegar það á við og stoðtækja til að minnka álag á sjúka liði. Jafnframt geta sjúklingar tekið verkjalyf (t.d. paracetamól) eða bólgueyðandi gigtarlyf (t.d. íbúprófen eða naproxen) og sumum hjálpar að bera bólgueyðandi lyf á húðina yfir liðnum. Þessu til viðbótar má sprauta í liðinn seigfljótandi efnum, aðallega hýalúronsýru, sem unnin eru úr hanakömbum. Þessi efni smyija liðinn og örva bijóskmynd- un og batinn sem oft fæst endist í nokkra mánuði og má þá endur- taka meðferðina. Einnig má sprauta sterum í liði og þarf einnig að endurtaka það á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Með þessum ráðum haldast flestir við góða eða sæmilega heilsu árum og jafnvel áratugum saman. Þegar annað þrýtur er stundum hægt að grípa til skurðaðgerða af ýmsu tagi. Á síðustu áratugum hefur náðst mjög góður árangur með gerviliði, eink- um mjöðm og hné, og stöðug fram- þróun er á þessu sviði. Á næstu árum megum við því vænta mikilla framfara í meðferð á slitgigt, bæði nýrra og áhrifamikilla lyfja auk framfara í skurðlækningum. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Hófum vid ekki gengid oflangt í spamabinum? Hættumerki í hettbrigðiskeffinu ÉG ER hrædd um að ekki megi ganga öllu lengra í niðurskurði á sjúkrahúsum og heilbrigðiskerfinu yfirleitt. Þeir sem skipta við þessar stofnanir og/eða þurfa á þjónustu þeirra að halda geta sjálfsagt flest- ir verið sammála um það. Um daginn slasaðist kona ein hér í bæ talsvert illa. Hún datt og braut á sér handlegg, sleit liðbönd í ökklum og hné og reif beinflís upp úr öðrum ökklanum, hún fékk heila- hristing og var að auki öll marin, teygð og toguð í baki og annars staðar eftir fallið. Eftir að búið hafði verið um meiðsl hennar ætlaði læknirinn sem sinnti hafði henni að senda hana heim. „Hvernig á konan að fara eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur heim svona illa á sig komin, hún getur ekki hvorki gengið né einu sinni sinnt brýnustu nauðþurftum og fékk að auki slæmt höfuð- högg,“ sagði sá sem með henni var á bráðadeildinni. „Hún missti nú ekki meðvitund," svaraði læknir- inn. „Er það skilyrði til þess að komast inn á sjúkrahús?“ spurði fylgdarmaðurinn. „Að vísu ekki,“ svaraði læknirinn og fór að svo mæltu fram en kom nokkru síðar og sagði að konan gæti fengið að vera a.m.k. nóttina á stofnuninni. Maður spyr sig hvað eigi að ganga langt á þessari braut? Ég neita því ekki að mér hnykkti við að heyra að viðkunnanlegur læknir skyldi láta sér svo mikið sem detta í hug að senda manneskju heim, stórslasaða og algerlega ófæra um að geta komist á salemið bjargað sér með mat og annað sem að kall- ar, vitandi það að umræddur ein- staklingur býr einn. Mér fínnst það ekki einu sinni réttlætanlegt þótt um væri að ræða fólk á góðum aldri sem ekki byggi eitt. Við sem byggj- um þetta land borgum í skatta tals- vert af launum okkar, sem ekki eru of há í mörgum tilvikum. í staðinn viljum við fá þjónustu þegar við þurfum á henni að halda. Ég veit ekki hver á að fá þjónustu í heil- brigðiskerfinu ef það er ekki fólk sem slasast svo illa að það getur með engu móti hugsað um sig sjálft. Það er gott og blessað að spara en það verður að vera skynsemisglóra í sparnaðinum. Ef svo heldur fram sem horfír verður þetta heilbrigði- skerfí, sem við höfum þrátt fyrir allt verið nokkuð ánægð með og stolt af, gert svo_ lélegt að það verð- ur sem ónýtt. Ég tel að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi að það sé ekki vilji hjá landsmönnum fyrir því að eyðileggja heilbrigðis- kerfið með öfgafullum sparnaði og mér fínnst nær að eyða það miklu í það kerfí að það þjóni vel tilgangi sínum heldur en nota peningana til þess að borga óhóflega risnu og utanlandsferðir fyrir ráðstefnufíkið fólk í valdastöðum. Ef heilbrigðiskerfíð verður eyði- lagt kallar það á aðrar ráðstafanir, svo sem einkasjúkrahús og sjúkra- tryggingar, eins og þekkist t.d. í Bandaríkjunum. Þetta er vafalaust ágætis kerfi fyrir þá sem eiga pen- inga fyrir tryggingunum en afleitt fyrir hina sem engar tryggingar geta keypt. Mér finnst mismunur á J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.