Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 7
- Raða farþegum í sæti, því oft
kunna þeir ekki að lesa úr sætis-
númerum á brottfararspjöldum
sínum.
- Púsla farangrinum í tiltæk hólf.
Gífurlegur handfarangur fylgir pí-
lagrímunum, sér í lagi á heimleið-
inni þar sem margir eru með gjaf-
ir handa ættingjum. Til viðbótar
er næstum hver einasti maður með
heilagt vatn frá Mekka, ekki í nein-
um vasapelum heldur 5-7 lítra
brúsum.
- Dreifa dagblöðum, púðum og
verkjatöflum, en þær eru vinsælar
hjá þreyttum og flughræddum.
- Veita vatn því veslings fólkið er
þyrst eftir þvæling í steikjandi
eyðimerkursólinni.
- Sýna notkun björgunarvesta og
annars öryggisbúnaðar. Leiðbein-
ingarnar eru lesnar á tveimur
málum, arabísku sem flestir skilja
og ensku fyrir hina þijá.
- Hita matarbakka og arababrauð.
Kjúklingur er vinsælastur og hrís-
gijónin svíkja heldur ekki.
Þegar hér er komið sögu perlar
svitinn undan slæðunum vegna
hitans sem stundum er óbærilegur
inni í vélunum þar sem þær standa
á sjóðandi malbiki í stingandi sól.
En þetta er einungis dagskráin
fyrir flugtak, síðan tekur við þjón-
ustan í fluginu sjálfu. Matur og
drykkur, klósettvaktir og aðstoð
af ýmsum toga. Pílagrímunum er
sinnt eins og öllum öðrum farþeg-
um og engum mismunað vegna
fáfræði eða framtaksleysis.
Andlát á leiðinni
Sveigjanleiki er höfuðkostur
flugliðans og hann þarf alltaf að
vera viðbúinn hinu óvænta. Flugi
' seinkað, útkall á bakvakt, eldur
um borð, hjartveikur farþegi,
vatnslaust í eldhúsinu; barnsfæð-
ing um borð . . . Öðru hveiju
kemur jafnvel fyrir að aldraður
pílagrími andast í sæti sínu á heim-
leiðinni. Ferðin hefur orðið honum
um megn en samferðarmennirnir
taka slíku jafnan með furðanlegri
ró. Það á sér trúarlega skýringu
því þar eð sá látni náði að vitja
moskunnar í Mekka fyrir dauðann
var markmiði lífs hans náð. Hann
lést í friði og þar með engin ástæða
til geðshræringar. Flugliðinn er
þannig allt í senn öryggisvörður,
sálgreinandi, slökkviliðsmaður,
sjúkraliði og gengilbeina. Hin
staðlaða ímynd flugfreyjunnar sem
brosir sætt og gefur til baka er
hrunin þó flugliðinn sé að vísu allt-
af bundinn ákveðnum reglum um
útlit og framkomu.
Á vestlægum flugleiðum klæð-
ast flugfreyjur Atlanta hefðbund-
um pilsdrögtum en þegar flogið
er fyrir ríkisflugfélagið í Sádi-
Arabíu gildir hið fræga „bláa júní-
form“; síðbuxur, sítt vesti og lan-
germa skyrtu ásamt heiðblárri
slæðu sem hylur háls og hár. í
flestum arabalöndum tíðkast víður
og síður kvenfatnaður og er blái
einkennisbúningurinn viðleitni til
að samrýmast þeirri venju. í Sádi-
Arabíu er sérlega illa séð að konur
sýni útlínur líkama síns og til
skamms tíma elti trúarlögreglan
konur á stuttpilsum og danglaði
með prikum í bera leggi þeirra.
Af þessum ástæðum er íslensku
stúlkunum uppálagt að fara aldrei
út fyrir afgirt heimasvæði sitt
nema í síðum skikkjum með slæð-
ur um höfuðið. í fyrstu þykir kvöl
og pína að þurfa að hnoðast í
þessum svörtu tjöldum í rúmlega
AÐ komast til Mekka er æðsta skylda hvers múslima og trygging fyrir vist í paradís.
ÞAÐ er bannað að sveifla myndavélum á almannafæri. Þessi
mynd er tekin út um bílrúðu í Jeddah.
NÝSTÁRLEGUR klæðnaður fyrir íslenskar konur, hefðbundinn
í Sádi-Arabíu.
BÖRNIN stilla sér upp fyrir myndatöku í flugvél Atlanta. Slíkt
afhæfi er reyndar bannað, en sumir létu sig hafa það.
fjörutíu gráðu hita. En síðan kem-
ur í ljós að skikkjan er ákveðið
öryggistæki því karlmenn á götum
úti stara oft stíft og myndu eflaust
gerast enn aðgangsharðari væri
kvenleikinn afhjúpaður frekar.
Gamla veiðieðlið þar sem konan er
bráðin.
Konum bannaður aðgangur
Staða kvenna í Sádi-Arabíu er
ekki öfundsverð í augum Vestur-
landabúa, sem eru vanir sjálfræði
einstaklingsins. Karl má eiga íjór-
ar konur en kona binst aðeins ein-
um karli. Konan má ekki vinna
úti, ekki aka bíl, ekki reykja á al-
mannafæri, ekki versla hvar sem
er. í bönkum eru sérstakar biðrað-
ir fyrir konur og sumir söluturnar
bjóða karlmönnum innfyrir á með-
an konur þurfa að versla í gegnum
sérmerkta lúgu. Kvennaglufu.
Reglurnar eru strangari í Sádi-
Arabíu en mörgum öðrum mú-
slimaríkjum. Í Líbanon, Egypta-
landi, Pakistan og fleiri löndum
þar sem múhameðstrú er útbreidd
er kvenfrelsi meira og samfélagið
opnara. Um virðingu Sáda í garð
kvenna ber þó ekki öllum sögum
saman. Sumir telja að móðirin sé
í raun valdamesti einstaklingurinn
í hverri fjölskyldu og stjórni karl-
peningnum á bakvið tjöldin. Þeir
telja klæðaburð kvenna einungis
sérstaka túlkun hjúskapareiðsins,
að enginn skuli njóta fegurðar
konunnar nema eiginmaðurinri.
Þannig megi skýra þann sið inn-
fæddra kvenna að klæðast svörtum
skikkjum og hylja andlit sitt með
blæju. Aðrir segja konuna kúgaða,
jafnt innan sem utan heimilis-
veggjanna og það sýni sig best í
reglum um klæðaburð og hegðun.
Ef konunni er kennt að blygðast
sín fyrir kynferði sitt er ekki von
til þess að hún öðlist kjark til að
krefjast sjálfstæðis. .
Grímudansleikur
Ekki er nóg með að konurnar
séu síðklæddar heldur eru karl-
mennirnir í kjólum líka. Það er að
segja, hinn dæmigerði Sádi valsar
um í hvítum, skósíðum serk með
rauðbleikt höfuðfat svipað því sem
Arafat hefur gert heimsfrægt.
Gárungarnir lýsa því sem visku-
stykki sem fest er með viftureim
og er það nokkuð góð líking. Undir-
ritaðri fannst hún vera stödd á
grímudansleik lengi framanaf í
Jeddah. Þessi furðuföt virtust
þurrka út persónuleika hvers og
eins en smám saman lærðist hvern-
ig greina mátti stéttarstöðu fólks
út frá ýmsum smáatriðum. Veski,
skór og skartgripir báru vott um
fjárráð kvenna og illa straujaðir
serkir komu upp um karlmennina.
Búningar fólksins þóttu mér
eiga bærilega við i úlfaldalestum
eða í nestisferðum úti í eyðimörk-
inni. En í gleijuðum kauphöllum
og verslunarmiðstöðvum var sam-
hengið dálítið broslegt. Fataversl-
anir stilltu út tískuvörum, þröngum
pilsum og jakkafötum og í kringum
söluslárnar vappaði fólk í kynleg-
um kuflum. Smám saman komst
ég að því að konurnar klæðast oft
vestrænum fatnaði undir tjaldvíð-
um skikkjum sínum en rnega
hvergi afhjúpa dýrðina nema innan
heimilisveggjanna. í mesta lagi í
saumaklúbbi innan um konur einar
saman.
Uppnám í tollinum
Þannig kom ýmislegt athyglis-
vert í ljós þegar á dvölina ytra leið.
Gamlar goðsagnir um siðvenjur í
Sádí-Arabíu sönnuðu sig flestar
en um leið bættust við upplýsingar
sem vörpuðu nýju ljósi á heildar-
myndina.
Ritskoðunin sem ég hafði frétt
af fékk til dæmis áþreifanlega
merkingu þegar ég lenti sjálf í slíku
við komuna til landsins. Fyrir
vangá var ég með í fórum mínum
ítalskt tískublað þar sem sumar-
tískunni var lýst í máli og mynd-
um. Klæðalítil kona á forsíðu olli
uppnámi í tollskoðuninni og ég var
send í afvikið herbergi með blaðið.
Þar mátti ég sitja eins og dæmdur
spellvirki og horfa á embættis-
mann mála yfír ósiðlegar myndir
með svörtum tússpenna. Svæsn-
ustu myndirnar, svo sem bikini-
auglýsingar, reif hann úr með lát-
um og hvessti á mig augun í hvert
sinn. Síðan fékk ég blaðið til baka
með áminningu og geymi það enn
til minja.
Sádar halda uppi ströngu eftir-
liti á flugvöllum sínum til þess að
fyrirbyggja hvers kyns trúarlega
og siðferðilega „mengun" í land-
inu. Geisladiskar, ljósmyndir, lík-
neski, lyf og fleira er vandlega
skoðað og metið. Stundum biðja
tollverðirnir um nánari útskýring-
ar, stundum taka þeir hluti í tíma-
bundna vörslu og í versta falli er
varningur gerður upptækur. Jafn-
vel fjölskyldumyndir að heiman
geta valdið vandræðum ef konur
eru þar óvart í flegnum jólakjólum
eða stuttum pilsum. Þetta er ís-
lenska starfsfólkinu kunnugt um
og það reynir eftir megni að
styggja ekki tollarana á flugvelli
kóngsins. Helst er að töskurnar
geymi góss af öðru tagi, svo sem
íslenskt sælgæti, fiskibollur í dós,
harðfisk og jafnvel lambakjöt sem
gott er að gæða sér á eftir nokkra
mánuði í endalausri eyðimörkinni.
Innflutt prentefni er vitanlega
ritskoðað áður en það er sett á
markað í Sádi-Arabíu og blótsyrði
klippt úr kvikmyndum. Dauð-
hreinsun af þessum toga gerist þó
sífellt erfiðari í nútímaveröld. Auk-
in ferðalög fólks og tækni á borð
við gervihnattasjónvarp valda því
að innfæddir geta nú nálgast fjöl-
breytt efni af erlendum toga. í
kjölfar þess að sjóndeildarhringur
íbúanna víkkar verður erfiðara að
halda þeim í spennitreyju einhliða
hugmyndafræði.
Viðleitnin til að halda í horfinu
birtist ekki síst í afstöðu Sádi-
Araba til útlendinga. Enginn má
koma sem ferðamaður inn í landið
og þeir sem fá inngöngu vegna
atvinnu mega ekki sveifla mynda-
vélum á almannafæri. Þetta þótti
mér miður, að mega ekki taka
myndir á almannafæri í konung-
dæminu. Þá hefði ég fest á filmu
öll vestrænu auglýsingaskiltin og
úlfaldana á beit í kring, ljósadýrð-
ina í Jeddah og ríkmannlegar
byggingar. Auk þess hefði ég
myndað gömlu arabana í antíkbúð-
unum, nokkrar konungshallir og
stærsta gosbrunn heims sem kóng-
urinn lét gera. Án þess að gleyma
listaverkunum, dýru bifreiðunum
og gullbúðunum sem bera vott um
auðlegð ríkisins.
Síðast en ekki síst hefði ég svo
myndað Boeing 747 breiðþotu,
fulla af pílagrímum, og brosandi
áhöfnina - áberandi bláeyga og
hörundsbjarta. Af slíkri mynd væri
kannski hægt að ráða hvernig það
er í raun að vera fósturlandsins
(flug)freyja í fjarlægri eyðimörk.
Það er fyrst og fremst heitt, en
annars ólýsanlegt með öllu.