Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Hagsmunasamtök krefjast þess að hækkun Pósts og síma verði dregin til baka
Hagnaður yrði samt
1,5-1,6 milljarðar króna
MEÐ ÞEIRRI gjaldskrá Pósts og
síma hf. sem tók gildi í gær hefur
verð á skrefum símtala innan svæða
hækkað um 88% á einu ári. Þessi
hækkun er ekki í neinu samræmi við
verðlagsþróunina í landinu. Þetta
kom fram á fréttamannafundi sem
ASÍ, BSRB, Neytendasamtökin,
Landsamband eldri borgara, Netveij-
ar og Öryrkjabandalagið boðuðu til
í gær til að mótmæla gjaldskrár-
hækkuninni sem tók gildi í gær.
Samtökin krefjast þess að P&S
dragi hækkun á símtölum innan
svæða til baka að fullu og að öll inn-
anlandssímtöl kosti það sama og inn-
ansvæðasímtöl fyrir hækkunina sem
tók gildi 1. nóvember sl.
Á fundinum var því haldið fram
að P&S hefði meira en fullt svigrúm
til að draga hækkun gjaldskrárinnar
til baka að fullu og voru lagðir fram
útreikningar Guðmundar Gylfa Guð-
mundssonar, hagfræðings ASÍ, því
til staðfestingar. Bendir hann á að
hagnaður P&S á fyrri hluta ársina
var 1.125 milljónir kr. Miðað við
óbreyttan rekstur megi ætla að
hagnaðurinn yrði helmingi hærri á
árinu sem heild eða um 2,2-2,3 millj-
arðar kr. Eiginfjárhlutfall P&S sé
56% og því þurfí krafa á ávöxtun
eigin fjár ekki að vera svo há en 31.
desember 1996 var eigið fé fyrirtæk-
isins um 10 milljarðar kr.
Engin rök fyrir hækkun
Áætlað hefur verið að kostnaður
P&S við þá gjaldskrárbreytingu sem
tók gildi í gær væri 280 millj. kr.
Skv. mati hagfræðings ASÍ yrði
kostnaður P&S við frekari lækkun
allra símtala innan svæða og milli
svæða innanlands úr 1,56 eyri/skref
í 1,11 eyri/skref um 293 millj. kr.
Guðmundur Gylfi bendir á að ef öll
innanlandssímtöl yrðu lækkuð í 1,11
eyri/skref yrði hagnaður ársins 1997
að öðru óbreyttu um 1,5 til 1,6 millj-
arðar kr. Hann sagðist telja að
15-16% arður væri mjög vel viðun-
andi í fyrirtækjarekstri.
„Með lagningu ljósleiðara um
landið sköpuðust forsendur til að
gera landið að einu gjaldsvæði, án
þess að sú breyting hefði áhrif á
afkomu Pósts og síma hf. Það hefur
komið fram í umræðum vegna gjald-
skrárbreytinganna nú að kostnaður
fyrirtækisins við flutning símtala
milli landshluta er í dag ekki hærri
en flutningur símtala innan svæða.
Það eru því engin rök fyrir því að
hækka þurfi símtöl innan svæða
þótt landið sé gert að einu gjald-
svæði. Tækninýjungar hafa gert
slíkt mögulegt án kostnaðarauka
fyrir fyrirtækið. Jafnframt má
reikna með að notkun muni aukast
við lækkun én slíkt skilar Pósti og
síma hf. auknum tekjurn," segir í
sameiginlegri ályktun samtakanna.
Telja gjaldskrárhækkanir brot
á lögum um Póst og síma
Á fundinum kom fram í máli tals-
manna samtakanna sú skoðun að
gjaldskrárhækkanir P&S upp á tugi
prósenta á einu ári stæðust ekki lög
um hlutafélagið Póst og síma. Var
vitnaði í því sambandi í 10. grein
þeirra laga en í henni segir að P&S
setji gjaldskrá þar sem m.a. skuli
gæta almennra arðsemissjónarmiða
og taka jafnframt tillit til tækninýj-
unga sem geti haft áhrif á söluverð
þjónustu félagsins.
Kom fram hörð gagnrýni á hvern-
ig P&S hefur meðhöndlað gjaldskrár-
mál sín og sagði Drífa Sigfúsdóttir,
formaður Neytendasamtakanna, fyr-
irtækið ekki hafa lagt fram nein full-
nægjandi rök fyrir breytingunum.
Þá væri arðsemiskrafa fyrirtækisins
allt of há. Benedikt Davíðsson, for-
maður Landsambands eldri borgara,
sagði að hækkunin kæmi sérstaklega
illa við eldra fólk. Hún hefði verið
ákveðin í skjóli valds með mjög
ámælisverðum hætti.
Guðmundur Ragnar Guðmunds-
son, fulltrúi Netveija, benti á að
ástæða þess að P&S gerði landið nú
að einu gjaldsvæði væri sú að verið
væri að nýta tækni sem notendur
hefðu þegar greitt fyrir. Því væru
engin rök fyrir hækkuninni. Þá sagði
hann gjaldskrárhækkanimar í engu
samræmi við stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í upplýsingamálum
Neytendasamtökin krefja P&S svara
Vilja að mæling símtala
verði upplýst
NEYTENDASAMTOKIN hafa ósk-
að eftir því að Póstur og sími hf.
veiti upplýsingar um hvernig fyrir-
tækið tryggir að mæling á lengd
og flokkun símtala viðskiptavina
sinna sé rétt og nákvæm.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, hefur óskað
eftir þessum svörum í bréfi til Pét-
urs Reimarssonar, stjómarfor-
manns P&S, og vill að fyrirtækið
upplýsi hvemig það framfylgi
ákvæði laga um vog, mál og fag-
gildingu þar sem segir að skylt sé
að löggilda öll mælitæki sem notuð
em hér á Iandi til að mæla stærðir
sem hafa áhrif á verð og afgjald í
hvers konar viðskiptum með vöm
eða þjónustu og skatt- og gjald-
stofna.
flkureyii þrisuar
sinnum á dag
Bókanir: 570 8090
ÍSLANDSFLUG
gerir fleirum fært ad fljúga
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRÚAR launþegasamtaka, Neytendasamtakanna, samtaka
netnotenda, aldraðra og öryrkja boðuðu til fréttamannafundar
í gær til að mótmæla gjaldskrárhækkun Pósts og síma hf.
Gjaldskrá Pósts og síma 1. nóv. 1997
Verð, kr. hver mínúta Innan svæða Milli svæða Til útlanda
Var 1,11 4,15 óþekkt
Eftir breytingu 1,99 1,99 óþekkt
Hlutf. breyting 79,28% -52,05% 22% lækkun
Innifalin skref Höfuðborg Landsbyggð
Var 200 400
Eftir breytingu 200 200
Kostnaður áætlaður 280 milljónir króna.
Gjaldskrá Pósts og síma 11. nóv. 1997
Verð, kr. hver mínúta Innan svæða Milli svæða Til útlanda
Var 1,99 1,99 óþekkt
1 Eftir breytingu 1,56 1,56 óþekkt
Hlutf. breyting -21,61% -21,61% Engin breyting
1 Kostnaður áætlaður 280 milljónir króna.
Krafa ASÍ, BSRB, Neytendasamtakanna, Netverja og Öryrkjabandalagsins
Verð, kr. hver mínúta Innan svæða Milli svæða Til útlanda
Var 1,56 1,56 óþekkt
Eftir breytingu 1,11 1,11 óþekkt
Hlutf. breyting -28,85% -28,85% Engin breyting
Kostnaður áætlaður 293 milljónir króna.
Séra Signrður
Pálsson
Kjörinn sókn-
arprestur í
Hallgríms-
sókn
Á FUNDI kjörmanna í Hall-
grímssókn síðla sunnudags var
séra Sigurður Pálsson kjörinn
sóknarprestur.
Hann var ann-
ar umsækj-
enda um emb-
ættið ásamt
séra Yrsu
Þórðardóttur,
fræðslufull-
trúa kirkjunn-
ar á Austur-
landi.
Séra Sig-
urður Pálsson
hefur verið aðstoðarprestur í
Hallgrímssókn og tekur við
embætti séra Karls Sigurbjöms-
sonar sem hefur verið kjörinn
biskup. Séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson stýrði fundi kjör-
manna, sem eru sóknamefndin
og varamenn. Jóhannes Pálma-
son, formaður sóknamefndar,
segir að séra Sigurður hafi hlot-
ið meira en helming greiddra
atkvæða. í framhaldi af þessari
niðurstöðu kjömefndar mun
prófastur mæla með skipan séra
Siguiðar í embættið. Lögum um
tvímenningsprestaköll var
breytt á þann veg fyrir fáum
ámm að annar presta í tvímenn-
ingsprestakalli skyldi vera sókn-
arprestur og hinn aðstoðar-
prestur. Um næstu áramót
breytast lögin aftur þannig að
starfsheitin verða sóknarprestur
og prestur.
Borgin kynnt
í textavarpi
CNN
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær tillögu at-
vinnu- og ferðamálanefndar
um að taka tilboði bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar CNN
um að Reykjavíkurborg nýti
textavarp stöðvarinnar til
kynningar á borginni.
Ferðamálafulltrúi hafði lagt
það til við atvinnu- og ferða-
málanefnd að taka tilboði CNN
og samþykkti nefndin á fundi
6. nóvember sl. að styrkja verk-
efnið með 300.000 króna fram-
lagi. Borgarráð féllst á þá
styrkveitingu.
Hjálparstofnun kirkjumiar aðstoðar indíána í Argentínu
Tíðni berkla
kortlögð og með-
ferð veitt
AÐEINS 500 fjölskyldur eru eftir f Mbya Gúaraní
indíánaþjóðflokknum í Argentinu sem hrunið hefur
niður síðustu áratugina m.a. af völdum berkla og
annarra sjúkdóma af völdum sníkjudýra. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hefur í rúmt ár fjármagnað heil-
sugæsluverkefni meðal þjóðflokksins til að sporna við
þessum vágestum.
Sljórn Hjálparstofnunarinnar ákvað í fyrra að
leggja fram tvær niilljónir króna til þessa verkefnis
sem Ijúka á seint á næsta ári. „Markmið verkefnisins
er að kortleggjatíðni og útbreiðslu berkla og sjúk-
dóma af völdum sníkjudýra meðal frumbyggjanna og
veita síðan meðferð og eftirlit," segir Jónas Þórisson,
framkvæmdastj óri Hjálparstofnunar kirkjunnar en
nýlega hefur borist skýrsla um framgang verkefn-
isins sem nú er um það bil hálfnað. Segir hann bæði
notuð náttúrulyf og þekkingu grasalækna en einnig
hefðbundin lyf og verður árangur af hvorri meðferð
um sig borinn saman. Segir hann mikilvægt að tekist
hafi að ná samstarfi við náttúrlæknana meðal þjóð-
flokksins.
Á fyrsta stigi var komið fyrir röntgentælgum sem
gefín voru til verkefnisins og innfæddir starfsmenn
þjálfaðir sem sjá eiga um tækin og annast ýmis heil-
sugæslustörf á Ruiz de Montoya þar sem starfið fer
fram.
Líður þjóðflokkurinn undir lok?
„Þetta er orðinn afskaplega fámennur þjóðflokkur,
aðeins 500 fiölskyldur, með eigið tungumál og menn-
ingu og hætta var á að hann liði hreinlega undir lok
ef ekki yrði aðhafst eitthvað róttækt í heilsugæslu
meðal fólksins. Það atriði hefur kannski höfðað sér-
staklega til okkar íslendinga og líka hitt að berklar
skyldu hijá þá, þessi vágestur sem íslendingar þekktu
fyrrum. Við vonum að með þessum aðgerðum takist
þeim að snúa vöm í sókn,“ segir Jónas Þórisson enn-
fremur. Hann segir það ráðast af niðurstöðum á
næsta ári hvort þörf verði á frekari stuðningi en
hugmyndin sé að verkefnið verði sjálfbært með tíman-
um eða að heilbrigðisyfirvöld landsins muni tryggja
framhald aðgerðanna.
Jónas Þórisson segir að verkefnið sé í umsjá deild-
ar innan Lútherska heimssambandsins í Genf sem
nefnist Department of Mission and Development,
kristniboðs- og þróunarsamvinnudeild.
TVEIR þjúkrunarfræðingar koma verkefninu
meðal Mbya Gúarani indíánanna í Argentínu af
stað og þjálfa nokkra starfsmenn meðal íbúa
þjóðflokksins til að taka við því.