Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Af síðara verkinu sést hvernig hið fyrra var unnið Nokkrar staðreyndir um stöðu barna- og unglingageðlækninga á Islandi BARNA- og unglingageðlækn- ingar eru sérgrein innan læknis- fræðinnar sem sinnir þeim geðræna vanda barna og ungmenna er varðar hugsun, hegðun og lundar- far. Margskonar þroskaröskun fell- ur einnig undir sérgreinina og þar getur oft orðið veruleg skörun við almennar barnalækningar og ýmsar undirgreinar þeirra. Samstarfsfólk barna- og unglingageðlækna kemur úr ýmsum sérgreinum: sálfræðing- ar, talmeinafræðingar og talkennar- ar, sjúkra- og iðjuþjálfar auk hjúkrunarfræðinga og annarra sér- fræðinga úr læknastétt svo ein- hverjir séu nefndir. Vegna þess ald- urshóps sem sérgreinin sinnir eru kennarar, sérkennarar og skólastjórnendur nauðsynlegir og æskiinum blasir við sama niður- staða: A aldrinum 0-18 ára eiga 20- 25% barna einhverntíma við það mikinn geðrænan vanda að stríða að þörf er á sérfræðiaðstoð. Á hverjum tíma eru meira en 10% barna og ungmenna haldin einhverjum þeim kvilla sem heyrir undir sérgreinina. Þessar niðurstöður eru að mikiu leyti óháðar landamærum, menn- ingu, kynþætti og stjórnarfari. Islenskar rannsóknir eru fyrir hendi og eru samhljóma erlendum niðurstöðum. Rannsóknir leiða einnig í ljós að allt að 6% barna þurfi á hverju ári einhverja sér- fræðiaðstoð. Byrgja verður brunninn Geðrænn vandi barna er af ýms- um ástæðum oftast annars eðlis en fullorðinna en það er samt ljóst að horfur eru ekki alltaf góðar og að vanda fullorðinsára má oft rekja til æskuára. Forvarnir gegn geðsjúk- dómum fullorðinsára og viðbúnaður gegn þeim verður því að byrja á æskuárum ef vel á að vera. Sama á við um afbrot og andfélagslega hegðun. Því miður er ekki að sjá merki þessarar þekkingar eða skiln- ings á samhenginu þegar litið er á skipulag og fjármögnun íslenskrar og félags- og heilbrigðisþjónustu. Vert er að minnast að íslenska þjóðin er ung að árum og að um það bil 34% er fólk undir 18 ára. Þessi aldurshópur hefur ekki kosningarétt né sterkan stuðningshóp (þrýsti- hóp) til að fylgja málum sínum eftir eins og glöggt má sjá af mörg- um dæmum sem ekki verða rakin hér. Aðeins 1-2 af þurf- andi fá aðstoð árlega í ljósi þessara stað- reynda er vert að rifja upp hvernig málum er háttað hér á Islandi. Lesendum blaðsins munu eflaust vera í fersku minni fjölmiðlaumræður frá sl. vori þegar þáverandi yfirlæknir barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala sagði upp störfum þar sem hann taldi sér ekki siðferðilega stætt á að fara fyr- ir starfseminni við þær aðstæður sem henni voru búnar. Má m.a. nefna að athuganir sýna að á íslandi fá einungis 0,1-0,2% barna og ungmenna með geðrænan vanda læknisfræðilega aðstoð. Lítið hefur breyst frá sj. vori en umræðan hef- ur þagnað. í grannlöndum okkar er stefnan að eiga möguleika á að sinna 2% aldurshópsins, þó með vit- und um að sennilega eru það allt að 5% barnanna sem þurfa aðstoð. Augljóslega ber hér svo mikið á milli að það er algjörlega óásættan- legt og í engu samræmi við heil- brigðislöggjöf landsins. Á alþjóðadegi geðsjúkra, sem að þessu sinni er helgaður börnum, er okkur hollt að staldra við og íhuga þessar staðreyndir og um leið hvemig hægt sé að styðja betur við þau börn og unglinga sem eiga við geðrænan vanda að stríða, fjö- lskyldur þeirra og umhverfi þ.m.t sérstaklega skóla. Með vaxandi efnahagsbata skap- ast ytri aðstæður til endurskoðunar og íhugunar hvort við höfum vilja til að gera betur. Brennandi spurning er: Sættumst við á að einungis 1 af hverjum 10-20 þurfandi ( varlega áætlað) fái þá aðstoð sem nauðsynleg er og tryggð er í orði með heilbrigðislöggjöf landsins? Barna og unglinga- geðdeild fái sjálfstæði Sé vilji til aðgerða er tími til kominn og nóg að gera. En málið er flóknara en svo því aðgerðarleysi og skipulagsleysi sl. 20-30 ára skilur eftir sig ástand sem ekki verður byggt á. Hér þarf algjöra nýsköpun ef eitthvert gagn á að gera. Sem dæmi má nefna að í allan þann tíma sem barna- og unglingageðdeild hefur verið starfrækt á Islandi hef- ur hún verið undir yfirstjórn full- orðinsgeðdeildar Landsspítala. Fyrir þessu fyrirkomulagi eru hvorki fagleg né stjórnunarleg rök né heldur að það hafi annars staðar gefið góða raun. Þetta stendur deildinni fyrir þrifum. Mál er til komið að deildin fái að spreyta sig og sýna hvað í henni raunverulega býr. Innan stofnunarinar er margt mjög hæft fólk með sérgreinar á ýmsum sviðum og það ætti að vera sjálfsögð fagleg krafa að barna- og unglingageðlækningar verði undir fullri stjórn þeirra sem til slíks hafa lært með stuðningi annarra stétta sem hafa sérhæft sig í viðeigandi meðferð og greiningu barna með geðrænan vanda. Engln kennslustaða í læknadeild H.I. Annað dæmi sem vert er að vekja athygli á er að enn hefur ekki verið stofnaður við læknadeild Háskóla Islands formlegur kennslustóll fyrir sérgreinina. Hingað til hafa allar fastar kennslustöður innan geð- lækninga verið settar undir full- orðinsgeðlækningar og lítil von er á að stofnað vei-ði til prófessorsstóls eða annarrar kennslustöðu í barna- og unglingageðlækningum innan Vert er að staldra við, segir Páll Tryggvason, og íhuga hvernig við getum stutt við börn og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. H.í. eins og málum er nú háttað Við lifum á tímum markaðsafla og „sponsora" en því miður er enginn slíkur í augsýn eða slíkt átak markaðsafla væntanlegt til að á því verði byggt til frambúðar. Það má ekki skilja orð mín sem vanþakklæti gagnvart framlögum þeirra fyr- irtækja sem hafa sýnt málstaðnum skilning. Hafi þau mikla þökk. Hér er aðeins bent á að til langs tíma verður starfsemi bama- og ung- lingageðlækninga ekki byggð á slík- um framlögum. Blóðpeningar spila- kassa Háskóla Islands leysa ekki vandann meðan þeir skapa annan. Hér þarf að koma beint og aukið framlag úr ríkissjóði merkt með slíkum hætti að ekki verði um villst hver sé vilji ríkisvaldsins um notkun þeirra fjármuna. Hingað til hefur ekki verið til nein opinber stefn- umörkun um hvernig og hverjir skuli sinna börnum og ungmennum með geðrænan vanda. Málefnið flækist enn frekar vegna óljósrar verkaskiptingar á milli ráðuneyta og milli ríkis og sveitarfélaga. Vegna þessa er til stór hópur barna og ungmenna með geðræn vanda- mál sem verður fyrir meiriháttar aðgerðum opinberra aðila án þess að fá læknisfræðilega skoðun eða möguleika á þeirri hjálp sem þar er upp á að bjóða. Hér er breytinga þörf. Lærum af nágrönnunum íslendingar vilja gjarna líta á sig í sögulegu samhengi við víkinga Páll Tryggvason þegar forfeður okkar og formæður fóru um ókunn höf til landafunda, eða sigldu á fund konunga - ann- ars vegar til að sækja heim vit- neskju um veröldina í kring um okkur og hins vegar til að hafa áhrif. í sögum okkar deildum við þessari hefð, þessum tíma og vit- neskju með öðrum. Enn í dag er farið á vit hins ókunna. Islenskt menntafólk hefur víða komið við. Landafundir og konungsfundir eru ekki algengir en ný þekking er sótt heim í sívaxandi mæli og það er gott að læra af þeim er kann og hefur prófað. Þetta nefni ég hér því í næsta nágrenni við okkur á Norðurlöndum hefur um langan tíma verið virk umræða um málefni barna og ungmenna með geðrænan vanda. I Svíþjóð er t.d löng hefð fyrir barnageðlækningum og upp- eldisfræðilegri ráðgjöf eins og það hét í fýrstu. Þar varð sérgreinin fyrst sjálfstæð og aðskilin sem slík frá öðrum lækningum árið 1951, fyrsta prófessorsembættið var stofnað 1954 og árið 1971 höfðu öll sjúkrahússvæðin í landinu skipu- lagða starfsemi í barna- og ung- lingageðlækningum. Af miklum metnaði hafa þessi málefni verið í stöðugri endurskoðun, síðast 1985 og nú aftur, var með stjórnvaldsá- kvörðun frá vori 1995 ákveðið að setja á fót nefnd til að rannsaka heilbrigðisþjónustu og stuðning við börn og ungmenni með geðræn vandamál. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í febrúar 1997 og mun leggja fram lokaskýrslu um næstu áramót. Þetta eru vinnu- brögð sem má læra af, þó svo við kunnum að velja öðruvísi lausnir. Það er eindregin ósk mín að hér verði ekki kastað til höndunum heldur leitað eftir reynslu og kunn- áttu þeirra sem hafa hana. Langt uppbyggingarstarf er framundan og það verður ekki vel unnið nema til komi vinnuhópur fagmanna sem fái það verkefni að skoða umfang vandans nánar en hingað til hefur verið gert og skilgreina hann með tilliti til þess að móta stefnu og gera tillögur um leiðir til að ná sett- um markmiðum í heilbrigðismálum barna og ungmenna.Tengdamóðir mín, vitur kona af Snæfellsnesi, hafði það oft á orði að það sæist í síðara verldnu hvemig unnið hefði verið í því fýrra. Það á jafn vel við hér og fyrir vestan. Höfundur er sérfræðingur i almenn- um bamalækningum og bama- og unglingageðlækningum, og er formaður Félags fsienskra barna- geðlækna. Að öfunda utgerðarmenn ÉG FYLGDIST dá- lítið með fréttum af aðalfundi LÍÚ. Það er nefnilega þannig með þessa árlegu samkomu útgerðarmanna að hún vekur ekki ósvipaða til- fínningu og Bleikt og blátt og svoleiðis rit, sem eru á áberandi stöðum við afgreiðslu- kassana í matvöruverslunum. Maður gjóar augunum stelpuna á forsíðunni og lætur sem ekkert sé. Undir niðri langar mann auðvitað að vera í sporam stráksins sem heldur utan um stelpuna, vöðvastæltur og glæsilegur. Ég held að sumir útgerðarmenn hafi dálítið gaman af að sýna það sem þeir hafa fram yfir aðra, rétt eins og strákurinn á forsíðu Bleikt og blátt. Þungbyggðir glænýir Landkrúserar og rennilegir Cherókíar bera vitni um það efna- lega forskot sem stétt útgerðar- manna hefur. Við sem ökum 10 ára gömlu bílunum reynum bara að hugsa um eitthvað annað þegar við mætum þeim í um- ferðinni. Lífeyrir Eins og við var að búast tók aðalfundur útgerðarmanna ekki með neinum silki- hönskum á talsmönn- um veiðileyfagjalds. Fólk hefur víst ekki áttað sig á því að fiski- stofnamir við landið eru lífeyrissjóður útgerðarmanna. „Almenningur öf- undar bara þá útgerðarmenn sem geta yfirgefið ævistarf sitt með ein- hvem lífeyri milli handa,“ sagði formaður LÍÚ um andstæðinga kvótabrasksins. Þessi lífeyrir, sem fonnaðurinn talar um, era t.d. fimm hundrað milljón krónurnar sem fimm menn á Súðavík fengu, en þeir stofnuðu útgerðarfyr- Sigurður Björnsson irtækið Tog hf. og höfðu átt tíu ára feril þegar þeir seldu fyrirtækið til Gunnvarar hf. á Isafirði fyrir skömmu. Lífeyrir eigenda Guðbjargar ÍS var vel á annað þúsund milljónir króna við samran- ann við Samherja hf. og þannig má endalaust telja. Ef mig misminnir ekki úr fréttum, þá var lífeyrir Díönu heitinnar prinsessu um þúsund milljónir íslenskra króna við skilnaðinn við Karl ríkisarfa. Þannig era nú lífeyrisgreiðslurnar hjá aðalsfólkinu í útlöndum og hin- um nýja aðli sem verið er að búa til á Islandi um þessar mundir. Líf- eyrir almennings á Islandi, sem öfundar útgerðarmennina að áliti formanns þeirra, er fáeinir tugir þúsunda á mánuði. Virðisauki Verðmætin sem útgerðarmenn era að selja þegar þeir yfírgefa at- vinnugreimna og fomaður LÍÚ kallar lífeyri þeirra eru veiðileyfin frá ríkinu. Inneignin í „lífeyris- sjóðnum" myndast þannig að útgerðamenn fá ókeypis úthlutun veiðileyfa og geta síðan selt þessi veiðileyfi samdægurs án þess að gera nokkuð til að auka verðmæti þeirra. Talið er að aðaleigendur Samherja hf., frændurnir duglegu, eigi hver um sig um 3 milljarða króna í kvóta. Fyrirtæki þeirra er innan við tveggja áratuga gamalt. Ég hef aldrei áður heyrt um slíka verðmætamyndun af atvinnustarf- Verðmætin sem útgerðarmenn eru að selja og formaður LÍÚ kallar lífeyri þeirra, segir Sigurður Björnsson, eru veiðileyfin frá ríkinu. semi. Ég hef alltaf verið talsmaður einkaframtaksins og haft þá skoðun að menn eigi að hafa svigrúm til verðmætasköpunar og leyfi til að græða fé. En hér er bara ekkert slíkt á ferðinni. Þetta eru gjafir. Lífskj ararýrnun Sjávarútvegsráðherrann er eins- konar heiðursfélagi LIÚ. Skila- boðin frá honum voru skýr og klár á aðalfundi útgerðamanna: Að lífskjör myndu færast aftur um 10-15 ár ef veiðileyfagjald yrði sett á. Ég er ekki í vafa um að þetta er rétt hjá ráðherranum hvað útgerðarmenn varðar. Lífskjör þeirra munu rýrna. Jafnvel færast aftur um svo sem 10 ár. Það mun þó ekki verða neitt sultarlíf og jepparnir verða áreiðanlega end- urnýjaðir. Landsmenn allir munu hins vegar búa við meiri jöfnuð. Sjávarútvegsráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem átti drýgstan þátt í því að brjóta af þjóðinni þriggja áratuga fjötra ófrelsis og misréttis. Á haftaárunum var mis- munandi lífskjöram úthlutað til forréttindahópa í fomi verslunar- og viðskiptakvóta. Það er ömurlegt að horfa á forastumenn þessa sama stjómmálaflokks færa tímatalið aftur um áratugi með sjáv- arútvegsstefnu sinni. Og hags- munatengslin leynast víða. Nokkr- ir alþingismenn og ráðherrar era efnaðir af kvótaeign. Fjölskylda heilbrigðisráðherrans er í hópi stærri kvótaeigenda landsins og fölskylda utam-íkisráðherrans, sem kallaður hefur verið faðir kvótakerfisins, er sögð eiga hund- rað milljóna króna í kvóta. Réttlætið verður sjálfsagt torsótt í hendurnar á þessu fólki. Öfundin Samkvæmt skilgreiningu for- manns LIÚ flokkast ég áreiðan- lega með öfundamönnum útgerðarmanna. En er það öfund að vilja ekki líða það að vera beitt- ur misrétti? Er það öfund að finn- ast það misrétti þegar örfá hund- rað Islendinga fá, án þess að leggja nokkuð erfiði á sig, „lífeyri" upp á hundrað milljóna króna íyrir það eitt að hafa starfað í sjávarútvegi þegar kvótakerfinu var komið á? Höfundur er rekstrarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 258. tölublað (12.11.1997)
https://timarit.is/issue/130027

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. tölublað (12.11.1997)

Aðgerðir: