Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 35
>
>
i
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 35.
>
>
>
>
>
>
>
I
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
Fyrir rúmum tólf árum, þegar
þú komst í heiminn, þá fengu ein-
ungis feður að hitta börn sín fyrstu
daga eftir fæðingu. Aðrir máttu
láta sér lynda að skoða börnin í
gegnum gler. Þar sem móðir þín
er ljósmóðir og systir mín þá naut
ég þeirra forréttinda að koma með
pabba þínum til að sjá þig og halda
á þér aðeins eins dags gamalli.
Næstu daga á eftir gekk ég um á
tánum svo montin var ég af ný-
fæddri frænku minni. Þú varst
fyrsta barn „stóru“ systur minnar
og ég elskaði þig og dáði frá fyrsta
degi lífs þíns. Eg var svo heppin
að fá að eiga oft samneyti við þig
og við áttum margar yndislegar
samverstundir. Ég naut þess að fá
að vera með þig og fylgjast með
þroska þínum. Ég hló að uppátækj-
um þínum og gladdist yfir hverju
skrefi á þroskabraut þinni. Bros þín
og hlátur þinn veittu mér gleði. Þú
varst sérstök yndisleg manneskja.
Minningin um þig sofandi í fangi
mínu nokkra mánaða gamla og
þegar ég þorði ekki að setja þig
niður vegna ótta við að vekja þig
af værum blundi. Tíu mánaða göm-
ul varstu farin að ganga og klifra
um allt. Þú varst hlaðinn ótrúlegri
orku og þurftir að prófa og kanna
allt sem varð á vegi þínum. Ég
minnist lítillar handar sem ég leiddi
um bæinn og augna sem rannsök-
uðu allt sem fyrir augu bar. Ég
minnist leikja þinna, sem ég fékk
stundum að vera þátttakandi í. Ég
var oftast viðskiptavinurinn sem þú
annað hvort greiddir hárið eða af-
greiddir í búð þinni eða banka. Ég
man þegar þú klæddir þig í föt mín
sem voru mörgum númerum of stór
á þig og hélst tískusýningar fyrir
mig. Ég minnist þess þegar þú og
Bjöm bróðir þinn voruð hjá mér og
við spiluðum á spil eða fómm í
bingó, sem þú stjórnaðir af mikilli
röggsemi og passaðir vel upp á að
við Björn læsum vel á spjöldin okk-
ar. Ég man þegar þið lékuð fyrir
mig einhvern leikþátt eða sögðuð
mér brandara, sem ég skildi nú
ekki alltaf, þá tókst ykkur nær allt-
af að smita mig af gáska ykkar og
gleði.
Árið 1990 urðu kaflaskipti i lífl
þínu. Þú veiktist og þurftir að gang-
ast undir langa og stranga læknis-
meðferð, sem ætlaði þá að ríða þér
að fullu. En þú varst ekkert á því
að gefast upp og við fengum að
njóta nærveru þinnar lengur. Veik-
indin tóku sinn toll og styrkur þinn
og þróttur á eftir var aldrei hinn
sami. Þú náðir þér ótrúlega vel og
allt virtist vera að fara að ganga
þér í hag þegar þú í júlí síðastliðn-
um veikist skyndilega aftur. Nú er
þjáningu þinni iokið og þú hefur
kvatt þennan heim. Nú biður þú
mig ekki lengur um hvort þú megir
heimsækja mig eða gista hjá mér.
Við munum ekki lengur fara saman
í sumarbústað. Ég mun sakna þín.
En það er huggun harmi gegn að
ég geymi ótal minningar um þig,
brosandi stúlku, sem færði mér oft
gleði.
Elsku systir, Ástmar, Bjöm og
Ingólfur missir ykkar er mikill. Þið
eigið mína dýpstu samúð. Orð eru
lítils megnug á svona erfiðri stundu
en það er einlæg von mín að minn-
ing um yndislega dóttur og systur
veiti ykkur styrk og sefi sorg ykk-
ar. Öðrum aðstandendum votta ég
samúð mína.
Hvíl í friði. Þín frænka,
Kristín Hildur.
Elsku Álfheiður.
Við tárumst alltaf við þá tilhugs-
un að þú varst aðeins tólf ára göm-
ul þegar þú varst tekin frá okkur,
en þér hlýtur að líða betur núna.
Þú varst svo góð og hjálpsöm við
alla og alltaf svo brosmild og glöð
þrátt fyrir veikindin. Þú varst okkur
hinum fyrirmynd í því hvernig mað-
ur á að vera sterk og góð mann-
eskja. Við bjuggumst við að þú
mundir lifa lengi og verða góð
manneskja, en því miður varð það
ekki svo. Við sem höfum verið með
þér í bekk í fímm og sex ár höfum
aldrei búist við svona snöggum
endalokum.
Hvíldu í friði. Við söknum þín,
Álfheiður okkar.
Kristín og Manuela.
Mig langar í orfáum orðum að
minnast elskulegrar frænku
minnar, hennar Álfheiðar, sem nú
er horfin yfir móðuna miklu eftir
stranga en stutta lífsbaráttu. Það
er erfitt að hugsa til þess að tólf
ára gamalt barn í blóma lífsins
þurfi að yfirgefa þennan heim með
þeim kvölum og erfíðleikum sem
krabbameini fylgir.
Ég naut þeirra forréttinda að
vera heimagangur á heimili Guð-
rúnar systur minnar og mágs míns
Ástmars Arnar, foreldrum Alfheið-
ar. Því fékk ég kynnast Álfheiði
afar vel sem barni og persónu. Álf-
heiður var afar sjálfstæður persónu-
leiki í hugsun og athöfnum og lífs-
glöð með afbrigðum, búin mikilli
greind og sjálfstæðri sköpunarþrá.
Af mörgum stundum sem ég átti
með þeim systkinum, Álfheiði og
Birni, er mér einna minnistæðust
sú stund sem ég átti með þeim
vorið 1990. Þá sátum við eldhús-
borðið heima hjá mér og vorum að
teikna og skrifa okkur til dægra-
styttingar, en þá datt mér í hug
að leggja fyrir Alfheiði nokkur ein-
föld reikningsdæmi. Fyrst byijaði
ég á einföldum samlagningardæm-
um og skýrði þau fyrir henni og
eftir að hafa hjálpast að með þijú
til fjögur dæmi gat hún hjálpar-
laust reiknað tuttugu til þijátíu
dæmi til viðbótar. Á sama hátt fór-
um við í gegnum frádráttardæmi
og margföldun. Mér fannst það með
ólíkindum að bam ekki eldra en hún
var á þessum tíma ætti jafn auð-
velt með grípa það sem henni var
kennt á örfáum klukkustundum og
jafnframt því að hafa gaman af
þess konar hugarleikfimi sem
stærðfræði er. Ég var sannfærður
á þeim tíma að frænka mín ætti
eftir að verða mikill og hæfileikarík-
ur námsmaður í framtíðinni.
Eins og börnum er tamt velta
þau fyrir sé ýmsu um gang lífsins
og tilveruna, spyija margra spum-
inga sem okkur fuilorða fólkinu
fínnast vera sjálfsagðir hlutir og
því ekki ástæða til umræðna. Ein
spuming sem Álfheiður spurði
mömmu sína er mér minnisstæð og
lýsir hvað best heimspekilegum
vangaveltum hennar. Spumingin
snerist í fyrstu um það af hveiju
ein fóstran á bamaheimilinu héti
skrýtnu nafni, en hún hét einhveiju
erlendu nafni sem ég man ekki
hvert var. Þá svaraði mamma henn-
ar því til að konan væri af erlendu
bergi brotin og nafnið tilkomið það-
an. Taldi móðirin þar með að þess-
ari spurningu væri fullsvarað. Eftir
dágóða stund kom önnur spuming,
þar sem fyrri skýringar höfðu
greinilega ekki svalað fróðleiks-
þorsta hennar. Mamma, en hún er
með íslensku tali! Margar minning-
ar af þessum toga birtast manni
ljóslifandi á þessari stundu, þegar
maður lítur yfir farinn veg á kveðju-
stund, stund sem manni óraði ekki
fyrir á þeim augnablikum sem þessi
minningarbrot voru að gerast. Taldi
maður þá, að það yrði frekar hlut-
skipti Álfheiðar að rifja upp minn-
ingar um gamlan frænda sinn þeg-
ar fram liðu stundir.
Það er erfítt að hugsa til þess
að þurfa að segja tæplega þriggja
ára dóttur minni að Álfheiður
frænka hennar sé nú farin til Guðs
og þurfa að svara öllum þeim spum-
ingu sem lítið barn þarf að spyija
í því sambandi. Enda var Álfheiður
einstaklega barngóð og hjálpfús
þegar þær hittust. Álfheiður var
alltaf tilbúin að gæta hennar og
leika við hana. Oft gerði hún sér
erindi í heimsókn, til að hitta litlu
frænkuna og sjá hvernig henni
L v/ ÍVSMV J
vegnaði. Einnig spurði dóttir mín
oft þeirrar spurningar: „Hvar er
Álfheiður?“ Með þessum fátæklegu
orðum vil ég þakka uppáhalds
frænku minni, henni Álfheiði, fyrir
allar þær dýrmætu samverustundir
og minningar, sem við áttum sam-
an. Ásamt innilegri þökk fyrir þann
tíma og umhyggju sem hún gaf
Arndísi dóttur minni.
Minningin um glaðvæm, lífs-
glöðu og hjartahlýju frænkuna,
hana Álfheiði, kemur til með að
eiga stóran hlut í hjarta okkar allra.
Elsku Guðrún systir, Ástmar,
Björn og Ingólfur, harmur ykkar
og missir er mikill og vil ég og fjöl-
skylda mín votta ykkur okkar
dýpstu samúð við fráfall ástkærrar
dóttur, sem þið studduð af stakri
ást, umhyggju og hlýju þann tíma
sem hún lá rúmföst á heimili ykk-
ar. Biðjum við algóðan Guð að vera
með ykkur og styðja í sorg ykkar.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stðl.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þórir Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR GÍSLASON,
lést í Sjúkraskýlinu á Þingeyri aðfaranótt laug-
ardagsins 8. nóvember.
Útför hans fer fram frá Þingeyrarkirkju laugar-
daginn 15. nóvember kl. 14.00.
Ragnheiður Samsonardóttir,
Jens Hallgrímsson,
Ingi S. Þórðarson, Jóhanna Helga Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
SÍMON JÓNSSON
fyrrv. bankastarfsmaður,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 10. nóvember.
Sigurður Ó. Jónsson,
Jóhanna G. Jónsdóttir.
L.
er látinn.
SÍMON HANNESSON,
Hátúni 10,
Böm hins látna.
Elsku Álfheiður.
Því fórstu frá okkur svona ung
að árum, af hveiju? Þú varst bara
stelpa sem reyndir að njóta lífsins
eins og við hin. Ég vissi ekki hvað
mér þótti vænt um þig en nú er
mér ljóst að svo er, við stelpurnar
syrgjum þig sárt og eflaust strák-
arnir líka. Eg vildi óska að ég hefði
kynnst þér betur en ég lofa sjálfri
mér að ég geri það seinna. Ein-
hvem tímann sitjum við öll hjá
Guði án aljra veikinda og án allra
leiðinda. Ég sakna þín sárt og
gleymi þér aldrei, við verðum ör-
ugglega góðar vinkonur á himnum.
Það er svo margt sem ég mundi
vilja segja en kem þeim orðum ekki
upp af sorg. Guð hjálpi fjölskyldu
þinni í þessum sára söknuði og
hjálpi þeim í gegnum öll árin sem
eftir eru, því sá sem hefur kynnst
þér gleymir þér aldrei. Guð varð-
veiti þig og leyfi þér að lifa góðu
lífi á himnum. Sjáumst seinna.
Þín bekkjarsystir,
Eva Katrín.
Elsku Álfheiður.
Það er jmargt sem ég vildi geta
sagt við þig en því miður er það
ekki hægt. Guð hjálpi fjölskyldunni
þinni í þessum sára söknuði. Ég
veit að þú ert í góðum höndum en
mér líður mjög illa að vita að þú
sért farin frá okkur. Guð varðveiti
þig og þína.
Þín bekkjarsystir,
Alma Sigurðardóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Áifhciði Ástmarsdóttur bíða
birtingar og munu birtas
t í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HARRÝ KRISTJÁN KJÆRNESTED
matreiðslumeistari,
Vallargötu 16,
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 14. nóvember kl. 14.00.
Dagga Lis Kjæmested,
Örn Kjærnested, G. Elsie Einarsdóttir,
Harrý Kjærnested, Júlia Rós Guðmundsdóttir,
Dagný Ada Kjærnested, Emil Á. Hermannsson,
Anna M. Kjærnested, Ólafur J. Harðarson,
Árni Kjærnested
og barnabörn.
+
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON
frá Siglufirði,
Æsufelli 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 14. nóvember kl. 13.30.
Valdis Ármannsdóttir,
Guðmundur Kr. Jónsson, Halldóra Pétursdóttir,
Sigurður Jónsson,
Björgvin S. Jónsson,
Steinunn K. Jónsdóttir,
Brynja Jónsdóttir,
Salbjörg E. Jónsdóttir,
Elísabet Þorvaldsdóttir,
Halldóra R. Pétursdóttir,
Freyr B. Sigurðsson,
Hallgrímur Jónsson,
Sigurður J. Vilmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Serfræðingai
i blomaskrevtmiium
við oll tækifaTÍ
°Vf|| blómaverkstæði
UlNNA
Skokiviirfiustig I2.
i horni Bergslaðaslra'tis
snni 551 9090
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ANTONÍUS JÓNSSON,
Skálanesgötu 3,
Vopnafirði,
sem lést 5. nóvember síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju fimmtu-
daginn 13. nóvember kl. 14.00.
Anna Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.