Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 16
 16 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Færri ferðamenn með skemm tiferðaskip um Opin kerfí og Hágöng kaupa 15% í Hug Tæknival sóttist einnig eftir því að kaupa bréfin NOKKUR fækkun varð á fjölda er- lendra ferðamanna sem komu hing- að til lands með skemmtiferðaskip- um á síðastliðnu sumri. Samkvæmt tölum Útlendingaeftirlitsins komu 21.097 farþegar með slíkum skipum hingað borið saman við 21.941 far- þega árið 1996. Ferðir slíkra skipa voru 47 talsins, en árið áður voru ferðirnar 51 talsins. Agúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar, segir þessa þróun í sumar fyrst og fremst mega rekja til fækkunar Þjóðverja. Þeir hafi verið 9.550 talsins í sumar, en 11.666 í fyrra. Á móti þessu komi að bandarískum ferðamönnum hafi fjölgað úr 2.495 í 3.900 milli ára og sömuleiðis hafi orðið fjölgun á breskum ferðamönnum. Um horfur á næsta ári segir Ágúst að upplýsingar liggi fyrir um að hingað muni koma 40-50 skemmtiferðaskip. Hins vegar bendi margt til þess að Þjóðverjum haldi áfram að fækka, en aðrar þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Bretar sækja í sig veðrið. Kynna siglingaleið Leifs heppna Reykjavíkurhöfn hefur átt í markaðssamstarfi við hafnaryfir- völd í nágrannalöndunum sem teng- ist árinu 2000 og miðar að því að kynna siglingaleið Leifs heppa. Meðal samstarfsaðila eni hafnaryf- irvöld í Kaupmannahöfn, Þránd- heimi, Bergen, Þórshöfn í Færeyj- um, Nýfundnalandi og Grænlandi. Jafnframt hefur Reykjavíkurhöfn tekið þátt í árlegri sýningu í Miami ásamt ^ hafnaryfirvöldum á Akur- eyri, Isafirði, á Grænlandi og í Færeyjum. „Þetta er sá hluti ferða- þjónustu sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum og feiknarleg gróska verið í þessu. Reyndar er vöxturinn mestur á Karabíska hafinu og mikið af nýjum skipum sérsmíðuð fyrir það svæði. Við eigum samt sem áður ákveðna möguleika," segir Ágúst. Farþegar með skemmtiferðaskip- um hafa hér viðkomu í 8-10 klukku- stundir að jafnaði og samkvæmt könnunum sl. þrjú ár eyða þeir að meðaltali 5.300 krónum. Þar við bætast tekjur vegna skoðanaferða, en langflestir þeirra fara í ferðir til Gullfoss og Geysis eða á Langjökul. Ágúst segir ennfremur að reynt hafi verið að kynna möguleika á að hafa hér snúningshöfn fyrir skemmti- ferðaskip. I þeim tilvikum stoppa skip hér í tvo sólarhringa og farþeg- ar fara frá borði út á flugvöll áleiðis til síns heima. Jafn stór hópur komi hins vegar með sömu vél og hefji sína ferð með skipinu hér á landi. OPIN Kerfi hf. og Eignarfélagið Hágöng ehf. hafa keypt 15% hlut í Hug hf. Er hér um að ræða sama hlut og Nýherji hafði áður selt fyr- irtækinu sjálfu fyrr í haust. Nákvæm skipting hlutafjár Op- inna kerfa og Háganga hefur ekki verið gefin upp en að sögn Gunn- ars Ingimundarsonar, fram- kvæmdastjóra Hugs hf., keyptu Opin kerfi stærstan hluta þessara hlutabi’éfa. Tæknival með opið tilboð í stærri hlut Nokkur eftirspurn virðist hafa verið eftir umræddum hlutabréf- um því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Tæknival áður boðið í þau í síðasta mánuði, en fyrirtækið hafði upphaflegar falast eftir því að kaupa bréfin af Nýherja. Var tilboð Tæknivals talsvert betra en sem nam upphaflegu söluvirði bréfanna og herma sömu heimildir að fyrirtækið hafi jafn- framt haldið þeim möguleika opn- um að kaupa stærri hlut en um- rædd 15%. Tæknival á fyrir 15% hlut í Hug hf. „Mikil eftirspurn endurspeglast í verði“ Aðspurður hvort jafn hagstætt eða hagstæðara tilboð hefði borist frá Opnum kerfum segir Gunnar Ingimundarson, framkvæmda- stjóri Hugs, að það hafi orðið að samkomulagi milli samningsaðila að kaupverð yrði ekki gert opin- bert. „Það er hins vegar svo að þegar mikil eftirspurn er eftir bréfum þá endurspeglast það í verði þeirra," segir Gunnar. Hann segist vonast til að sátt muni ríkja um þessa niðurstöðu í . hluthafahóp fyrirtækisins. „Við reyndum með þessum hætti að * tryggja sem besta dreifingu á eignaraðild í félaginu. Ég tel að það hafi tekist og eignaraðild hlut- hafa er nokkuð svipuð," segir Gunnar. Hann segir aðspurður að sér sé ekki kunnugt um að aðrir hluthaf- ar félagsins hafi gengið að tilboði Tæknivals. Minni viðskiptahalli, of lítill sparnaður og hækkandi verðbólga samkvæmt haustskýrslu Seðlabanka Aukið íiðlmld þarf í ríkisfjár- málum svo vextir geti lækkað i SEÐLABANKI íslands telur að- stæður í efnahagslífínu ekki gefa tilefni til neinnar tilslökunar á pen- ingastefnu bankans að svo stöddu. Hagkerfi sé við efri mörk þess sem samrýmst geti stöðugleika í verð- lagsmálum til lengri tíma litið. Því muni bankinn áfram fylgja að- haldssamri peningastefnu. Þetta kemur fram í haustskýrslu bank- ans sem kynnt var í gær. I skýrslunni segir að þrátt fyrir að stefnt sé að afgangi á rekstri ríkissjóðs á næsta ári og að skuldir hans muni að öllum líkindum lækka að raungildi sé meiri árang- ur í ríkisfjármálum æskilegur til að hamla gegn aukningu þjóðarút- gjalda, auka þjóðhagslegan spam- að og skapa svigrúm fyrir lægri langtímavexti og minna aðhald í peningamálum en ella. Seðlabankinn sendir í skýrslu sinni skýr skilaboð þess efnis að hætta kunni að vera á ofhitnun hagkerfisins og því megi ekki vænta neinna tilslakana í peninga- stefnu bankans. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, sagðist aðspurður ekki útiloka frekari aðhaldsaðgerðir en þegar hefur verið gripið til. „Við fylgj- umst með helstu hagvísum frá degi til dags. Við erum því auðvit- að tilbúnir til að grípa til aðhalds- aðgerða ef við teljum nauðsyn bera til. Við teljum það ekki nauð- synlegt enn sem komið er en við viljum alls ekki útiloka að til þess þurfi að koma,“ sagði Birgir. Viðskiptahalli mun minni en spáð var Spáð er að viðskiptahalli við út- lönd verði um 17,5 milljarðar króna eða um 3,4% af landsfram- leiðslu á þessu ári. Þetta er um- talsvert minni halli en gert var ráð fyrir, en sl. vor var því spáð að við- skiptahallinn yrði um 5% af lands- framleiðslu á árinu, eða sem sam- svarar um 27 milljörðum króna. Stærstur hluti hallans stafar af innflutningi vegna fjárfestinga í stóriðju, en að þeim frátöldum er gert ráð fyrir viðskiptahalla upp á um 0,7% af landsframleiðslu. Birgir Isleifur sagði það hins vegar vera visst áhyggjuefni að hér myndaðist viðskiptahalli við fjár- festingastig sem væri ekki ýkja hátt í sögulegu samhengi. Þessi þróun stafaði af því að þjóðhags- legur sparnaður væri hér of lítill. Hann sagði það hins vegar fyrst og fremst koma í hlut ríkisins að bregðast við þeirri þróun, enda væri það Ijóst að fljótlegasta að- ferðin til að auka þjóðhagslegan sparnað væri að auka spamað rík- issjóðs. Lægra gengi við þessar að- stæður væri hins vegar óæskilegt. Minna aðhald í ríkis- íjármálum á næsta ári Már Gunnarsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, benti á í þessu samhengi að nokkuð hefði dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálun- um og því mætti rekja þann af- gang sem áætlaður væri á fjárlög- um næsta árs nær eingöngu til hagsveiflunnar. „Ef gengið er út frá því að tekjur ríkissjóðs ykjust jafn mikið og landsframleiðsla og útgjöld jafn mikið og fólksfjöldi þá kemur fram pínulítil slökun í ríkis- fjármálum í ár og enn meiri á næsta ári.“ Hann sagði hins vegar á móti koma að með þeirri eignasölu sem fyrirhöguð væri mundu skuldir ríkissjóðs lækka. Seðlabankinn spáir því að verð- bólga verði nokkra meiri á næsta ári, eða um 2,7% á milli áranna 1997 og 1998, samanborið við um 1,8% verðbólgu í ár. Segir í skýrslu bankans að verðbólgu- hraðinn muni verða meiri á fyrri hluta ársins vegna launahækkana um næstu áramót. Hins vegar er bent á að verð- lagshækkanir í tengslum við launahækkanir á þessu ári hafi orðið minni en spáð var. Ekki sjá- ist enn marktækar vísbendingar um almennt launaskrið og verð- bólga sé enn mjög hófleg. Því væri möguleiki að verðbólga yrði minni á næsta ári en spáð sé, líkt og raunin hafi verið að undanförnu. Á móti komi þó að verði hag- vöxtur áfram jafn mikill og verið hefur undanfarin tvö ár, þá kunni hann að valda spennu á vinnu- markaði. Már segir að við aðstæð- ur líkar þeim sem nú séu, þar sem atvinnuleysi hafi minnkað mjög hratt, þá kunni sveigjanleiki sem verið hafi á vinnumarkaðnum að minnka og launaskrið geti fylgt í kjölfarið. Þá geti meiri eftirspurn á vöru- og þjónustumörkuðum aukið hætt- una á því að atvinnurekendur velti hærri launakostnaði út í verðlagið. Framundan sé því nokkur óvissa. Már benti ennfremur á að verð- bólguvæntingar á verðbréfamark- aði sem sjá mætti í vaxtaálagi á óverðtryggð ríkisbréf, væru nokkru meiri en sem næmi verð- bólguspá Seðlabankans. Jafnframt væru verðbólguvæntingar einstak- linga lítillega meiri. Bankarnir auka hlutdeild sína í útlánum Yngvi Örn Kristinsson, hjá | Seðlabankanum, sagði að aukin út- | lán í bankakerfinu hefðu valdið l mönnum nokkram áhyggjum á ‘ þessu ári. Við nánari skoðun lána- kerfisins í heild hefði hins vegar komið í ljós að vöxtur útlána á þessu ári hefði verið svipaður og á undanförnum árum og vart um- fram það sem teldist samrýmast áframhaldandi stöðugleika miðað við núverandi hagvaxtar- og verð- , bólgustig. Hann sagði af þessum tölum ljóst að bankakerfíð hefði I verið að auka hlutdeild sína í út- | lánum á kostnað annarra útláns- stofnana. Yngvi Örn sagði að sú gengis- hækkun sem varð á fyrri hluta árs- ins hefði gengið til baka og gengi krónunnar nú væri svipað og um áramót. Hann sagði að útstreymi það sem orðið hefði á gjaldeyri upp á síðkastið mætti annars veg- j ar rekja til hækkandi verðbólgu- | væntinga, auk vaxandi verðbréfa- , kaupa innlendra aðila érlendis. » Þar hefðii titringurinn á ei’lend- um hlutabréfamörkuðum greini- lega haft sín áhrif og hefðu inn- lendir fjárfestar nýtt sér tækifærið og aukið íjárfestingar erlendis í kjölfar lækkana á gengi hlutabréfa og lækkunar á gengi dollars. Þannig hefðu fjárfestingar inn- lendra aðila erlendis aukist um 2,3 I milljarða króna í október og væru | þegar orðnar talsvert meiri en áð- | ur hefði tíðkast. Vantar - einbýli - Kóp. Staðgreiðsla í boði Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýli, rað- eða parhúsi í vesturbæ Kópavogs eða í austurbænum sunnan Digranesvegar. Verðhugmynd 11—17 millj. Valhöll fasteignasala, Mörkinni 3, Reykjavík, sími 588 4477. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.