Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. NOVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÉG vil frekar að barnið heiti Ragnheiður Ásta Stefánsdóttir, prestur minn. Mér finnst
það miklu fallegra nafn...
Kópavogsbær auglýsir lóðir við Kársneshöfn
BIODROGA
Útsölustaðir: Stella Bankastræti,
INGÓLFSAPÓTEK KRINGLUNNI, LlLJA STILLHOLTI
Akranesi, Stjörnuapótek Akureyri, Hilma Húsavík.
Aðaltrompið að eiga
óráðstafað land
gafðurinn er kominn er aðaltrompið
okkar að eiga óráðstafað land fyrir
ofan hann því að allar hafnir eru
nú landlausar," sagði Sigurður, sem
einnig er hafnarstjóri í Kópavogi.
Auglýsingu, sem birtist um
lóðaúthlutun við Kársneshöfn í
Kópavogi í Morgunblaðinu í gær,
fylgir uppdráttur af samþykktu deili-
skipulagi hafnarsvæðisins frá árinu
1989. Síðan segir í auglýsingunni
að óski umsækjendur eftir frávikum
frá því, meðal annars hvað varði
lóðastærð og gerð bygginga, muni
hafnarstjórn fjalla sérstaklega um
þær með breytingar á gildandi deili-
skipulagi í huga.
Áhersla á sveigjanleika
„Við erum að segja mönnum að
við séum tilbúnir að ræða við þá,“
sagði Sigurður. „Það er nefnilega
mikið atriði að negla ekki niður
skiptingu í smáreiti þannig að ekki
verði hægt að taka á móti stórum
aðilum, sem vilja mikið pláss.“
Hann sagði að mikið hefði verið
spurt, en alvara kæmist ekki í málið
fyrr en lóðir hefðu verið auglýstar.
Nú væri hægt að segja mönnum að
sækja um þegar lagðar væru fram
fyrirspurnir.
Sigðurður sagði að stór fyrirtæki
hefðu rennt hýru auga til þeirra
möguleika, sem Kársneshöfn byði
upp á, og þörfin myndi sennilega
aukast þegar nýjar verslunarsam-
stæður risu í Kópavogi. Sigurður
vildi ekki nefna nein fyrirtæki, en í
fjölmiðlum hefur hins vegar komið
fram að fyrirtæki á borð við Bygg-
ingavöruverslun Kópavogs og P.
Samúelsson ehf., sem hefur umboð
fyrir Toyota, hafi sýnt málinu áhuga.
Sigurður sagði að ekki væri til
áætlun um það hvað ætti að taka
langan tíma að byggja á lóðunum,
sem bærinn hefði auglýst. „Um leið
og einhver aðili setur sig þarna nið-
ur fer hann að taka sína vöru þarna
upp,“ sagði Sigurður. „Þá eru hlut-
imir fljótir að gerast."
KÓPAVOGSBÆR hefur auglýst lóð-
aúthlutun við Kársneshöfn og sagði
Sigurður Geirdal bæjarstjóri i gær
að með þessu væri verið að segja
þeim, sem hug hefðu á að nýta sér
hafnaraðstöðu í Kópavogi, að tíma-
bært væri að hefja viðræður við
bæjaryfirvöld. Hörgull væri á plássi
við flestar nærliggjandi hafnir og
því kæmi sér vel að hafa lóðir sem
ekki hefði verið úthlutað.
Framkvæmdir hafa verið mestar
við norðurgarð Kársneshafnar þar
sem reistur hefur verið 90 metra
langur viðlegukantur.
„Það er ljóst að um leið og viðlegu-
LÍFRÆNAR JURTASNYRTIVÖRUR
Ataksdagur félagsráðgjafa í Evrópu
Félagsleg ein-
angrun er vax-
andi vandamál
EVRÓPSKUR átaks-
dagur í félagsráðgjöf
er haldinn í dag, 12.
nóvember, í fýrsta sinn.
Alþjóðasamband félagsráð-
gjafa í Evrópu mun af því
tilefni beina athyglinni að
félagslegri einangrun
margvíslegra hópa samfé-
lagsins. Tilgangurinn er sá
að varpa ljósi á starf félags-
ráðgjafa í baráttunni við
félagslega einangrun og
stendur Stéttarfélag ís-
lenskra félagsráðgjafa, í
samvinnu við námsbraut í
félagsráðgjöf við Háskóla
Islands, fyrir opnu húsi í
Háskólabíói á laugardaginn
frá 14-16.
Við það tækifæri mun
Sigurveig H. Sigurðardóttir
kynna íslenskan hluta nor-
rænnar rannsóknar um sjálfboða-
liðastörf, sem hún vann ásamt
Sigrúnu Júlíusdóttur. Þá kynnir
Kristjana Sigmundsdóttir nýja
bók sem hún er að gefa út, skáld-
söguna Ósögð orð. Umfjöllunar-
efni hennar er efri árin og breyt-
ingar samfara þeim. Einnig verða
stofnanir og félög með kynningu
á störfum félagsráðgjafa og boðið
verður upp á kaffi.
- Hvers vegna er þessi yfir-
skrift valin?
„Félagsleg einangrun er mjög
áberandi vandamál meðal ýmissa
minnihlutahópa í Evrópu. Vanda-
mál tengd innflytjendum eru til
dæmis mismikil, einnig atvinnu-
leysi, sem alls staðar er vaxandi
vandamál en svo virðist sem hið
félagslega kerfi hafí einungis
brugðist við því sem tímabundnu
ástandi.“
- Hvað gerir félagsráðgjafi?
„Starfsvettvangur félagsráð-
gjafa er aðallega hjá sveitarfélög-
um og heilbrigðisstofnunum. Hug-
myndafræðin á bakvið félagsráð-
gjöf byggir á því að unnið sé út
frá heildarsýn og áhersla lögð á
samhengi ekki aðeins á sjúkdóms-
einkenni eða einstaka afmörkuð
atriði. Skjólstæðingar félagsráð-
gjafa eru einstaklingar og fjöl-
skyldur sem þurfa á tímabundnum
stuðningi og ráðgjöf að halda, til
dæmis vegna fjármála- eða fjöl-
skylduvanda. Einnig sinna félags-
ráðgjafar einstaklingum sem eiga
í erfiðleikum vegna fötlunar,
ýmiss konar veikinda, atvinnu-
leysis, afbrota og líkamlegs, and-
legs og kynferðislegs ofbeldis svo
eitthvað sé nefnt.“
- Eru félagsráðgjafar nauð-
synlegir því fólk hefur ekki tíma
fyrir náungann?
„Já, það má eiginlega segja
það. Félagsráðgjöf er sérhæft og
lögverndað starf sem byggir á
mannúðarhugsjón og sprottin er
úr aldagömlum jarðvegi
góðgerðarstarfs og sam-
hjálpar. Breyttir fram-
leiðsluhættir kollvörp-
uðu hugmyndum manna
um verðmætamat og —
lífshætti og auknar kröf-
ur voru gerðar á flestum sviðum
sem leiddi til íhlutunar hins opin-
bera í málefni sem snertir fjöl-
skyldu og einkalíf. Því flóknara
sem þjóðfélagið verður, því minni
tími er fyrir fjölskyldu."
- Er stöðug fjölgun í stétt fé-
lagsráðgjafa?
„Já. Fyrsti íslenski félagsráð-
gjafínn var útskrifaður árið 1956
frá Svíþjóð. Þeir fyrstu voru út-
skrifaðir frá Háskóla íslands árið
1982 en þar áður fór fólk aðallega
til Norðurlandanna til þess að
læra félagsráðgjöf."
Dögg Káradóttir
► Dögg Káradóttir fæddist í
Hafnarfirði árið 1954. Hún
lauk Samvinnuskólaprófi árið
1975 og háskólaprófi í félags-
ráðgjöf í Gautaborg árið 1985
og rekstrar- og viðskiptanámi
frá Endurmenntunarstofnun
HI síðastliðið vor. Dögg starf-
aði hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar til ársins
1995, hefur siðan þá unnið fyr-
ir Stéttarfélag íslenskra fé-
Iagsráðgjafa og var kjörin for-
maður félagsins í mars í fyrra.
Eiginmaður Daggar er Þor-
steinn Geirharðsson arkitekt
og iðnhönnuður og eiga þau
tvö börn.
Félagsráðgjöf
er láglauna-
kvennastarf
- Er félagsráðgjöf misöflug
eftir löndum?
„Félagsráðgjöf er mun öflugri
í Norðurlöndunum og í Norður-
Evrópu en í Bandaríkjunum, þar
sem meira er byggt á starfsemi
góðgerðarstofnana. Þeir eru til
dæmis mjög fjölmennir í Bret-
landi. Kennsla í félagsráðgjöf
hófst fyrir 5-6 árum í Suður-Evr-
ópu, svo sem á Italíu og á Spáni.
Stéttin er að spretta upp á þeim
slóðum um þessar mundir."
- Ef marka má breska saka-
málaþætti er ímynd félagsráð-
gjafa ekki upp á marga fiska.
Hvað finnst þér um það?
„í störfum félagsráðgjafa sem
sinna barnavernd er oft verið að
vinna með afar viðkvæm og flókin
mál. Neikvæð hlið þeirra kemur
oft til umræðu og þá fellur annað
í skuggann.
Alþjóðasamband félagsráðgjafa
í Evrópu er nýbúið að láta vinna
verkefni þar sem kemur fram að
vinna félagsráðgjafa er kjarninn
í baráttunni fyrir bættum félags-
legum tengslum og dæmi í skýrsl-
unni um bæði árangursríkt og
_________ skapandi starf félags-
ráðgjafa. Félagsleg
einangrun snýst ekki
bara um atvinnuleysi,
heldur einangrun fatl-
aðra, einstæðra for-
eldra og fólks með geð-
ræn vandamál. Við viljum reyna
að bæta ímynd félagsráðgjafa og
ætlum okkur að sækja um styrk
til Evrópusambandsins til þess að
geta unnið að því markvisst."
- Eru konur í meirihluta í stétt
félagsráðgjafa ?
„Félagsmenn í Stéttarfélagi ís-
lenskra félagsráðgjafa eru 180
talsins og eru konur í meirihluta.
Hlutfall þeirra er um 90% hér á
íslandi. Oðru máli gegnir á Norð-
urlöndum þar sem starf félagsráð-
gjafa er mun betur launað. Þetta
er láglaunakvennastarf hér.“