Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 19
Enginn
árangur
á Kýpur
RICHARD Holbrook, sátta-
semjari Bandaríkjanna, sagði
að loknum fjögurra tíma fundi
með leiðtogum þjóðarbrotanna
tveggja á Kýpur, mikla vinnu
framundan en að viðræður
strandi á því að leiðtogarnir líti
til fortíðar í stað framtíðar.
Jospin
tapar fylgi
NY skoðanakönnun sem gerð
var í Frakklandi sýnir að fylgi
Lionels
Jospins for-
sætisráðherra
hefur minnkað
á sama tíma og
fylgi Jaeques
Chiracs for-
seta hefur auk-
ist. Mennirnir
tveir hafa nú
svipað fylgi
samkvæmt könnuninni, Jospin
57% en Chirac 54%.
Hafna tilboði
Króatíu
STJÓRN Sambandsríkis
múslima og Króata í Bosníu
hefur hafnað tilboði Króatíu um
stofnun sameiginlegs gjaldmið-
ils og tollasvæðis á þeim for-
sendum að það gangi gegn
Dayton-samkomulaginu og ein-
ingu Bosníu-Herzegóvínu. Hún
hefur hins vegar ítrekað vilja
sinn til samstarfs við Króatíu á
jafnréttisgrundvelli.
Hald lagt á
atkvæði
YFIRVÖLD á Flórída lögðu í
gær hald á um 5.200 utankjör-
staðaatkvæði í borgartjóra-
kosningum á Miami, vegna
gruns um kosningasvindl.
Kosningarnar fara fram á
fimmtudag en rökstuddur
grunur leikur á því að stuðn-
ingsmenn eins frambjóðandans
hafi keypt atkvæðisrétt látinna
manna.
Grunsamlegt
símakort
RÉTTARHÖLD standa nú yf-
ir vegna hugsanlegrar þátt-
töku Terry Nichols í Oklahoma
sprengingunni árið 1995.
Akæruvaldið heldur því fram
að Nichols hafí notað símakort,
sem fannst við húsleit á heimili
hans, til að _ panta efni í
sprengjuna. A heimili hans
fannst einnig hluti úr bor-vél
sem er sambærileg við þá sem
notuð var við innbrot þar sem
sprengiefnum var stolið
skömmu fyrir sprenginguna.
Bílsprengjan sem m.a. var
gerð úr áburði varð 168 manns
að bana er hún sprakk í alrík-
isbyggingunni í Oklahoma.
Dómar endur-
skoðaðir
TIL STENDUR að dómar yfir
drengjunum tveimur sem árið
1993 myrtu tveggja ára dreng,
James Bulgar, verði endur-
skoðaðir. Breska lávarðadeildin
hefur hnekkt kröfu dómarans
um minnst 15 ára fangelsisvist
á þeirri forsendu að hann hafi
tekið of mikið tillit til kröfu al-
mennings um harða dóma.
ERLENT
Reuters
Clinton ávarpar samkynhneigða
BILL Clinton varð fyrstur Bandaríkjaforseta til þess að ávarpa fund
samtaka samkynhneigðra er hann hélt ræðu á fjáröflunarfundi sam-
taka sem helgað hafa sig baráttu fyrir auknum réttindum homma og
lespía. Var forsetanum fagnað með langvarandi lófataki er hann gekk
í salinn þar sem 1.500 manns voru samankomin. Elizabeth Birch, for-
seti samtakanna, sagði nærveru Clintons árétta þann sameiginlega
draum þjóðarinnar að allir búi við jafnan rétt í landinu. Á myndinni
tekur Clinton við rós frá gesti að ræðu lokinni.
Frönskumælandi ríki
Vilja verða málsmet-
andi á alþjóðavísu
Hanoi. Reuters.
LEIÐTOGAR Samtaka frönsku-
mælandi ríkja, La Francophonie,
vonast til að fundur þeirra í Hanoi í
Víetnam um næstkomandi helgi
marki vatnaskil í sögu samtakanna
og verði til þess að gera þau máls-
mehmdi á sviði alþjóðastjómmála.
Á fundinum verður uppstokkun á
hlutverki og starfsemi samtakanna
lokið og fyrsti framkvæmdastjóri
þeirra kosinn. Komi ekkert óvænt
uppá síðustu dagana fyrir fundinn
bendir allt til þess að Boutros
Boutros-Ghali, fyri-verandi fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), verði fyrir valinu.
Megintilgangurinn með endur-
skipulagningu samtakanna, sem 49
ríki eiga aðild að, er að gera þau að
pólitískum vettvangi og hefja þau til
vegs á alþjóðavettvangi. Er ætlunin
að beita þeim í pólitískum tilgangi
en hingað til hafa La Franeophonie
verið samtök um afmörkuð sam-
starfsverkefni. Verður sá þáttur
aukinn til muna.
Jafnframt er ætlunin að auka
mikilvægi samtakanna á sviði efna-
hagsmála og verður í því sambandi
komið á fót sjóði til að styrkja stofn-
un og starfsemi lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja.
Verkamannafélagið Dagsbrún
ALLSHERJAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram í Verkamannafélaginu Dagsbrún
föstudaginn 21. og laugardaginn 22. nóvember nk.
Atkvæðagreiðslan ferfram að Skipholti 50d (gengið inn um vesturhlið)
og stendur báða dagana frá kl. 09.00-17.00.
Greidd verða atkvæði um:
A. Ný lög fyrir félagið
B. Sameiningu Vmf. Dagsbrúnar og Vkf. Framsóknar
Kjörskrá vegna allsherjaratkvæðagreiðslunnar liggur frammi frá og með
12. nóvember nk. á skrifstofu Dagsbrúnar, Skipholti 50d.
Á kjörskrá skulu vera:
Allir sem undirritað hafa inntökubeiðni og merktir eru fullgildir
aðalfélagar á félagaskrá.
Allir sem greitt hafa sem nemur lágmarksárgjaldi til félagsins síðustu
12 mánuði og undirritað inntökubeiðni í félagið og verið samþykktir
inn f félagið áður en kjörfundur hefst.
Allir sem sannað geta með óyggjandi hætti að þeir vegna aldurs eða
heilsubrests séu undanþegnir greiðslu árgjalds eða að þeir hafi sökum
atvinnuleysis ekki náð að greiða lágmarksárgjald,
en hafa gengið formlega I félagið og eru ekki í óbættum sökum við það.
Kærufrestur vegna kjörskrár er til loka kjörfundar.
Kjörstjórn Dagsbrúnar
Blað allra landsmanna!
Stutt reykvísk dærmsaga
Þú kaupir þér
geggjaða tölvu og
prentara hjá BT.
Tölvum á aðeins
129.990 kr.
Þú skemmtir þér svo
vel við vélina að þú
gleymir stefnumóti
við kærustuna !
Þar sem þú skemmtir
þér svo konunglega á
netinu að það er
alltaf á tali hjá þér.
Það er 14 ára bróðir
þinn.
Hann gerir hana
fljótlega ólétta !
og skilur þig eftir
til að passa
krakkann.
Stuttu seinna hættir
kærastan að hafa
samband og byrjar
með öðrum strák.
Mamma þín fær
taugaáfall og fer til
Dublin.
En hvað með þuð, þú getur jú
alltafleikið þér í þessari frábæru
tölvufrá BT.Tölvum.
Tölva & Prentari
Targa turn
Targa eru þýskar gæðatölvur
200 MMX AMD K6
AMD K6 er notaður ma. í IBM tölvum
32 MB innra minni
32mb er minni í meðalvél í dag
3200 MB Quantum harður d.
Gott geymslupláss í þessari vél
15 tommu Targa skjár
Góður skjár m/tíðnina 85hz í 1024x768
ATI 2MB 3D booster skjákort
Gott skjákort með þrívíddarmöguleikum
24 hraða geisladrif
Hljóðlátt, vandað og hraðvirkt drif
Soundblaster 16 hljóðkort
Gott kort sem klikkar ekkifrá Creative
240 watta Juster hátalarar
Dúndurhljómur við leik og störf
33.600 bás radd & faxmótald
Góður hraði á netinu, 2 mán. fylgja.
HP 400L litaprentari
Nettur og skemmtilegur prentari.
Win 95 lyklaborð og mús
Tæki sem gott er að vinna við
Windows 95 stýrikerfi + bók
Frábær uppsetning á Windows fylgir
Staðgreiðsluverð
129.990 kr
BT.T0LVUR
ÖRUGGT 0G ÚDÝRT
Grensásvegi 3 • Sími 5885900 • Fax 5885905
www.bttolvur.is • Netfang : bttolvurfSmmedia.is
Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16