Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 15 LANDIÐ Fyrirhugað að reisa minnisvarða um sjómenn sem fórust með Sargon árið 1948 Deilt um staðsetningn á Hnjóti eða á Patreksfirði Morgunblaðidfiskar Gislason BRESKI togarinn Sargon strandaði við Hafnarmúla fyrir tæpri hálfri öld. Nú er deilt um staðsetningu minnismerkis til að minnast þeirra 11 sjómanna sem fórust en sex þeirra komust af. ÓVÍST er hvort minnisvarði um breska sjómenn sem fórust með togaranum Sargon í Patreksfirði í desember 1948 verður reistur við minjasafnið að Hnjóti eins og Egill Ólafsson, forstöðumaður safnsins, hefur lagt til. Hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar mót- mælt staðarvalinu og óskað eftir að minnisvarðinn verði reistur á Patreksfirði. Bretar hafa fallist á það. „Ég sætti mig einfaldlega ekki við þetta og hef ekki sagt mitt síð- asta orð í þessum efnum,“ segir Egill Ólafsson í samtali við Morg- unblaðið en hann hefur lagt í margháttaðan undirbúning vegna minnisvarðans. Breski togarinn Sargon GY 858 strandaði við Hafnarmúla, sem er í landi Hnjóts, 1. desember 1948 og fór- ust með honum 11 manns. Egill, sem var einn af björgunarmönn- um ásamt sveitungum sínum, seg- ir þá hafa verið slíkt aftakaveður sem aðeins komi einu sinni til tvisvar á öld. Tókst þeim að bjarga sex skipverjum með því að hífa þá uppúr brotnandi skipinu. Eðlilegust staðsetning að Hnjóti Hugmyndin er að minnast at- burðarins með því að reisa minnis- varða og telur Egill eðlilegt að það sé gert nálægt þeim stað sem tog- arinn fórst. Því hljóti minjasafnið að Hnjóti að vera heppilegur stað- ur enda komi þangað þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna á ári hverju. Egill setti hugmyndina fram á síðasta ári. Skrifaði hann utanrík- isráðuneytinu sem kom hugmynd- inni áfram við sendiráð íslands í London sem aftur hafði samband við bresk yfirvöld og félag breskra togaraeigenda. Bréfinu íylgdi uppkast að útliti merkisins eftir Bjarna Jónsson, sem byggt er upp á 11 ljósum ásamt skjöldum með nöfnum þeirra sem fórust og var það jafnframt hugmynd Egils að með minnisvarðanum yrði einnig minnst allra breskra sjómanna sem farist hefðu við strendur Is- lands á 20. öldinni. í fyrrasumar kom til íslands einn skipverja sem bjargaðist, Fred Collins, sá eini sem enn lifir, og breski sendiherrann heimsótti minjasafnið á liðnu sumri til að kynna sér aðstæður. Þá hafa borgaryfirvöld í Hull, Grimsby, Aberdeen og Fleetwood ráðgert að taka þátt í kostnaði við gerð minnisvarðans sem gæti orðið á bilinu 1-1,5 milljónir króna. Bæjarstjórn Vesturbyggðar kemur til skjalanna I framhaldi af þessum heim- sóknum gerðist það að bæjarráð Vesturbyggðar ályktaði á fundi sínum 21. ágúst að eðlilegt væri að reisa minnisvarðann á Patreks- firði. Bæjarstjóm Vesturbyggðar ræddi málið á fundi sínum 11. september og lagði bæjarstjóri þar fram tillögu um að þeirri ósk verði beint til bresku borganna að minnismerkið skuli reist á Pat- reksfirði. Taldi hann að með stað- setningu á Hnjóti skæri minnis- merkið sig ekki nógu vel úr þeim hlutum sem þar væru fyrir. Hann lagði einnig fratn bréf frá Sjó- mannadagsráði á Patreksfirði sem fagnaði hugmyndinni um minnis- merki á Patreksfirði og að það yrði afhjúpað á sjómannadeginum á næsta ári. Fram kom breytingartillaga á bæjarstjórnarfundinum um að reisa skyldi minnismerkið að Hnjóti en hún var felld og tillaga bæjarstjóra samþykkt. Segir þar að bæjarstjóm Vesturbyggðar viðurkenni hlut Egils Olafssonar á Hnjóti í þessu máli og vilji minna á hugmynd um að breska fisk- veiðisafnið í Grimsby gæti sett upp sýningu um sjósókn Breta á Islandsmið á minjasafninu að Hnjóti og þann veg heiðrað minn- ingu þeirra sjómanna sem stund- uðu fiskveiðar við Island um aldir. I byrjun síðasta mánaðar ritaði Viðar Helgason, bæjarstjóri Vest- urbyggðar, Agli Ólafssyni þar sem hann kynnir þá ákvörðun Bret- anna að samþykkja að setja minn- isvarðann upp á Patreksfirði. Þeir samþykktu einnig að setja upp sýningu á Hnjóti til að minnast sjósóknar breskra fiskimanna á Islandsmið í eina öld. Kemur Patreks- firði ekki við Egill Ólafsson kvað þessar hug- myndir sæta furðu. Hann sagði eðlilegustu staðsetninguna fyrir minnisvarðann vera við minja- safnið að Hnjóti; Patreksfjörður kæmi þessari sögu ekkert við og kvaðst hann ekki skilja hvað vekti fyrir bæjarstjórninni. „Ég á von á því að utanríkisráðuneytið taki sínar ákvarðanir því málið hefur frá minni hálfu alveg farið í gegn- um ráðuneytið. Ég hélt nú að ég ætti annað skilið en þetta frá bæj- arstjórn Vesturbyggðar," segir Egill Ólafsson. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi Ahersla á atvinnu- og sorpmál Grund - Aðalfundur Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi var haldinn að Heimum á Hvalfjarðarströnd 31. okt og 1. nóv. sl. Formaðurinn, Pétur Ottesen, rakti störf samtakanna á sl. ári. Mesta vinna samtakanna á starfsárinu lá í tveimur þáttum þ.e. sorpmálum og atvinnumálum. Um sorpmálin sagði formaðurinn m.a.: „En eins og allir vita var mál- inu vísað í frekara umhverfismat samkvæmt úrskurði ráðherra og þvi hefur málinu ekki nema rétt þokað áfram frá því í byrjun árs. Vel má vera og getur jafnvel talist ámælis- vert að ekki hafi verið kallað til aðal- fundar félagsins formsins vegna, en ég tel ekki tímabært og satt að segja ekki þörf á því fyrr en fengist hefur umhverfismat vegna fyrirhugaðs urðunarstaðar í Fíflholtum." Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna fagnaði góðum gangi við gerð Hvalfjarðar- ganga og rakti undirbúning málsins og hvernig því var hrint í fram- kvæmd. Guðjón fagnaði því síðan að landið yrði eitt símagjaldsvæði. Hann sagði að bai'áttan fyrir þvi hefði verið löng og ströng og að margir hefðu komið að henni. Fjárhagsvandi sveitarfélaga Gesth' aðalfundarins voru Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Þórður kom inn á yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga í sínu máli ásamt fyrirsjáanlegum fjár- hagsvanda margra sveitarfélaga eft- ir nýgerða kjarasamninga kennara. Hann lagði þó áherslu á að sveitarfé- lög bæru fulla ábyrgð á sínum kjara- samningum en gætu ekki yfirfært hluta þeirra til annarra, eins og fjár- málaráðherra gerði á sl. vori, þegai- hann ætlaði sveitarfélögum landsins að bera 500 milljónir af sínum samn- ingapakka. Jafnframt ítrekaði hann þau áform sveitarfélaganna að þau tækju ekki á sig þær byrðar. Fjármálaráðherra mótmælti því að hann væri að sækja þessar millj- ónir til sveitarfélaganna. Peningar þessir væru hjá fólkinu í landinu vegna hækkunar á persónuafslætti sem samið var um í tengslum við lausn kjarasamninganna. AIl líflegar umræður urðu um þessi og fleiri mál, m.a. var hai-ðlega gagnrýnt að löggjafinn skerði árlega markaða tekjustoína vegasjóðs um fleiri hundruð milljónir. Áætluð skerðing 1998 er 1.064 milljónir í stað 806 milljóna 1997. Fjármálaráðherra taldi ekki óeðlilegt að vegasjóður greiddi nú til baka það sem ríkissjóð- ur veitti aukalega til hans á sam- dráttartímanum. Blomberq ALLS 16 GERDIR MED NÝJUM, GLÆSILEGUM INNRÉTTINGUMI KÆLISKAPAR Stórkostleg nýjung! umhverfisvænn kælimiðill, ISOBUTAN T600 Nýtt orkusparandi, hljóðlátara DANFOSS kerfi, það fullkomnasta í dag! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 KFS 3650 í stáli eða hvítu. Mál: 182x60x60 Kr. 97.978 stgr. (hv.) KFS 3530 Kælir: 197 L Frystir: 154 L Mál: 182x60x60 Kr. 86.118 stgr. KFS 3120 Kælir: 197 L Frystir: 120 L Mál: 167x60x60 Kr. 74.214 stgr. KFS 2390 Kælir: 175 L Frystir 55 L Mál: 140x55x58 Kr. 65.360 stgr. KS 3100 Kælir: 310 L Mál: 146x60x60 Kr. 56.335 stgr. KFS 245 Kælir: 200 L Frystir: 50 L Mál: 144x55x58 Kr. 48.915 stgr. Umboðsmenn: Hafnarfjöður: Rafbúðin, Álfaskeiði — Akranes: Skagaver — Hellissandur: Versl. Blómsturvellir — Grundarfjörður: Versl. Hamar — Patreksfjörður: Geirseyjarbúð — ísafjörður: Straumur — Bolungarvík: Laufið — Hólmavík: Ljósmagn — Borðeyri: Kf. Hrútfirðinga — Hvammstangi: Kf. V-Húnvetninga — Blönduós: Kf. Húnvetninga — Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð — Ólafsfjörður: Valberg — Akureyri: KEA, Lónsbakka — Húsavík: Kf. Þingeyinga — Egilsstaðir: KHB — Seyðisfjörður: KHB — Reyðarfjörður: KHB — Neskaupstaður: Rafalda — Fáskrúðsfjörður: Kf. Fáskrúðsfirðinga — Höfn: KASK — Vestmannaeyjar: Reynistaður — Selfoss: Kf. Árnesinga — Keflavík: Stapafell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 258. tölublað (12.11.1997)
https://timarit.is/issue/130027

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. tölublað (12.11.1997)

Aðgerðir: