Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Samtök iðnaðarins vilja að stjórnvöld dragi úr þenslu
Vara við aukinni samneyslu
Morgunblaðið/Golli
INGÓLFUR Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, kynnir til-
lögur samtakanna um aukið aðhald í ijármálum ríkis og sveitarfé-
laga og eflingu þjóðhagslegs sparnaðar.
SAMTOK iðnaðarins hafa áhyggjur
af þenslu í þjóðfélaginu og vilja að
stjórnvöld grípi til ákveðinna að-
gerða til að draga úr henni. Leggja
þau til að aukið aðhald verði sýnt í
fjármálum ríkis og sveitarfélaga og
að stjórnvöld hvetji til aukins
sparnaðar einkaaðila. Samtökin
vara við aukinni samneyslu og
benda á að Islendingar séu með
þriðju mestu samneyslu meðal
OECD-ríkja, að frádregnum út-
gjöldum til vamarmála.
Á blaðamannafundi, sem Samtök
iðnaðarins (SI) efndu til í gær, kom
fram að framleiðslugeta hagkerfís-
ins er nú nýtt að því marki er sam-
ræmist stöðugleika. Innlendur
kostnaður fyrirtækja vex örar en
erlendur, sem endurspeglast í
versnandi samkeppnisstöðu inn-
lendra fyrirtækja. Stærsta hluta
þessara hækkana hafa fyrirtækin
tekið á sig með því að skerða hagn-
að en öðru hafa þau velt út í verð-
lagið.
Talsmenn SI, Haraldur Sumar-
liðason formaður, Sveinn Hannes-
son framkvæmdastjóri og Ingólfur
Bender hagfræðingur segja að
hætta sé á að innlendir kostnaðar-
þættir hækki umfram þau mörk,
sem atvinnulífið þoli, ef ekki verði
sýnd aðgát. Raungengi muni þannig
hækka umfram það sem fáist staðist
til lengdar og verði sú raunin standi
valið á milli tveggja kosta, sem báð-
ir séu slæmir; gengisfellingar eða
aukins atvinnuleysis. Samtökin vilja
hvorugt sjá og óska nú eftir því við
stjórnvöld að þau grípi til aðgerða
til að bægja hættunm fra. „Við höf-
um spennt bogann of hátt. Kostnað-
ur atvinnulífsins hefur aukist og
samkeppnisstaðan er að versna. Við
viljum ekki gengisfellingu heldur
vinna okkur út úr vandanum og
standa við kjarasamninga án þess
að atvinnuleysi aukist. Til þess
þurfa stjórnvöld að vinna með okk-
ur en ekki á móti,“ segja forráða-
menn samtakanna.
I áliti, sem Samtökin sendu frá
sér í gær, er lagt til að aðhald verði
aukið hjá hinu opinbera. Ríki og
sveitarfélög geri sig nú sek um að
auka þenslu fremur en að draga úr
henni og sé það í fullu ósamræmi
yið stöðu hagkerfisins í hagsveifl-
unni.
Einungis Danir og Svíar
með meiri samneyslu
Vísað er til aðhaldsaðgerða Seðla-
bankans á síðastliðnum misserum
og segja Samtökin að þær séu til
marks um verulega þensluhættu í
hagkerfínu. „Eins og kunnugt er
eru vextir mun hærri hér en í við-
skiptalöndunum. Aðgerðir bankans
auka enn á þennan mun og koma
því til viðbótar fram í hækkandi
nafngengi krónunnar. Bæði aukinn
vaxtamunur og hækkandi gengi
kemur niður á samkeppnisstöðu
innlendra fyrirtækja. Samtök iðnað-
arins telja að aðgerðir Seðlabank-
ans hefðu verið óþarfar ef ríki og
sveitarfélög hefðu beitt sér nægjan-
lega til að auka þjóðhagslegan
sparnað," segir í álitinu.
Ingólfur Bender, hagfræðingur
SI, bendir á að samneysla, sem
hlutfall af landsframleiðslu, sé meiri
á Islandi en víðast hvar annars stað-
ar eða 21%, samanborið við 16%
meðaltal í OECD-löndunum. „Ef út-
gjöld til varnarmála eru undanskilin
er samneyslan hérlendis sú þriðja
mesta á meðal OECD-iíkjanna. Að-
eins Svíar og Danir eru með meiri
samneyslu en eins og kunnugt er
reyna þeir nú að draga úr sam-
neyslunni. Þróunin er önnur hér-
lendis en því er spáð að samneysla
muni aukast um 2,2% á þessu ári en
3% árið 1998.“
Samtökin telja einnig að við þess-
ar aðstæður eigi stjómvöld að
hvetja einkaaðila til aukins sparnað-
ar.
Hlutabréfaafsláttur æskilegur
Það geti þau gert með skattalegu
hagræði og að bjóða einstaklingum
að velja á milli sparnaðarforma, t.d.
vegna hlutabréfakaupa, viðbótar líf-
eyrissparnaðar og/eða sparnaðar á
húsnæðissparnaðarreikningum.
Aukinn sparnaður einstaklinga
muni draga úr innlendri eftirspurn
og verðhækkun á innlendum kostn-
aðarliðum. I þessu ljósi átelja Sam-
tök iðnaðarins stjómvöld fyrir það
að afnema skattafslátt vegna hluta-
bréfkaupa.
Hluta-
bréfa-
vísitala
VÞÍ lækkar
um 0,5%
HLUTABRÉF héldu áfram að
lækka í viðskiptum á Verðbréfa-
þingi Islands í gær. Viðskipti námu
alls 60 milljónum króna og lækkaði
hlutabréfavísitalan um 0,5%.
Hlutabréf í ÍS lækka um 8,9%
Mestar lækkanir urðu á gengi
hlutabréfa í Islenskum sjávaraf-
urðum í fyrstu viðsldptum með
bréfín eftir að þau hlutu skráningu
á VÞI. Lækkaði gengi þeirra um
8,9% í 2,55 og kemur sú lækkun til
viðbótar rúmlega 8% lækkun bréf-
anna á miðvikudag. Eins og fram
kom í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í gær varð 97 milljóna króna
tap af rekstri IS-samstæðunnar á
fyrstu 9 mánuðum þessa árs.
Skeljungsbréf
lækkuðu um tæp 6%
Þá lækkaði gengi hlutabréfa í
Skeljungi um tæp 6%, eða 30
punkta og stóð í 5,0 við lokun. Fé-
lagið hefur gripið til uppsagna til
að draga úr kostnaði.
Hækkanir voru hins vegar fátíð-
ar í gær en hlutabréf í Nýherja
hækkuðu þó um 3% eða 10 punkta í
3,4 og hlutabréf í Lyfjaverslun Is-
lands hækkuðu um rúmlega 1%, í
2,25.
1,4 milljarða
halli á vöru-
skiptum í
október
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segír aukins aðhalds þörf í íslensku efnahagslífí
Auka þarf afgang rík-
issjóðs um 5 milljarða
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var ís-
lendingum óhagstæður um 1,4 millj-
arða króna í október sl. Alls voru
fluttar út vörur fyrir 11,2 milljarða
króna en innflutningur á sama tíma-
bili nam tæplega 12,7 milljörðum.
Fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur
því orðið 500 milljóna króna halli af
vöruskiptunum við útlönd. Ef hins
vegar er undanskilinn inn- og út-
flutningur vegna stóriðju sem og
skipa og flugvéla er vöruskiptajöfn-
uðurinn neikvæður um rúma 9 millj-
arða króna. Þetta er umtalsvert lak-
aiá niðurstaða en varð af vöruskipta-
jöfnuði á sama tíma í fyrra, er hann
var neikvæður um tæpa 3 milljarða.
Útflutningur hefur raunar aukist
um tæp 7% á milli ára en sú aukning
stafar fyrst og fremst af sölu Flug-
leiða á einni véla sinna úr landi í jan-
úar sl. Þá hefur álútflutningur aukist
um 20% á milli ára. Almennur inn-
flutningur hefur á sama tíma aukist
um tæp 10%, eða um 7 milljarða
króna.
------------------
íbúar ESB
óttast einn
gjaldmiðil
Brlissel. Reuters.
ENDALOK gjaldmiðla er þriðja
mesta áhyggjuefni rúmlega helm-
ings íbúa Evrópubandalagsins, á eft-
ir skattahækkunum og glæpum,
samkvæmt skoðanakönnun.
Þá sýnir könnun ESB að 75% íbúa
sambandsins „búist við“ að komið
verði á einum, sameiginlegum gjald-
miðli, evró — 8% fleiri en fyrir ári.
Samkvæmt könnuninni hefur
stuðningur við fyrirhugaðan sameig-
inlegan gjaldmiðil hrapað niður fyrir
50% í 47% í fyrsta skipti. Fulltrúi
ESB sagði hins vegar að stuðningur
við sameiginlegan gjaldmiðil hefði
„stóraukizt“ síðan könnun var gerð í
marz-apríl.
AUKINS aðhalds er þörf í peninga-
stefnu Seðlabanka íslands og fjár-
málum hins opinbera til að tryggja
stöðugleika í íslensku efnahagslífí,
samkvæmt áliti sendinefndar AI-
þjóðagjaldeyrissjóðsins sem átti
viðræður við fulltrúa íslenskra
stjórnvalda fyrr í þessum mánuði.
Leggur nefndin til að markmið
um afgang af ríkissjóði verði hækk-
að um a.m.k. það sem nemi 1% af
landsframleiðslu eða rösklega 5
milljarða króna. Fjárlagafrumvarp
ríkisstjómarinnar gerir ráð fyrir
u.þ.b. 500 milljóna króna afgangi á
næsta ári, eða sem samsvarar rösk-
lega 3 milljarða afgangi samkvæmt
eldri uppgjörsaðferð.
í áliti sínu segir sendinefndin að
París. Reuters.
FRANSKI fjármálaráðherrann,
Dominique Strauss-Kahn, hefur
sagt að hann telji að japanski bíla-
framleiðandinn Toyota Motor Corp
muni ákveða að reisa aðra bílaverk-
smiðju sína í Evrópu í Frakklandi,
en tekið fram að ekki hafa verið tek-
in endanleg ákvörðun.
Að sögn japanska blaðsins Nihon
Keizai Shimbun hefur Toyota valið
bæinn Valenciennes í Norður-
Frakklandi, en Toyota hefur staðfest
að ákvörðun hafí ekki verið tekin.
Toyota á fyrir verksmiðju í Bret-
mjög góður árangur hafi náðst í ís-
lensku efnahagslífi á undanförnum
árum. Hagvöxtur hafi verið undan-
farin fímm ár og verðbólga hafí
haldist lítil. Hins vegar sé ekki leng-
ur fyrir hendi sá slaki í efnahagslíf-
inu sem haldið hafi aftur af verð-
bólgu í uppgangi undanfarinna ára
og margvísleg teikn séu á lofti um of-
þenslu. Því sé mikilvægt að auka að-
hald í peningamálum og hækka vexti
tímanlega til að auka trúverðugleika
peningastefnunnar. Sem kunnugt er
hækkaði Seðlabanki íslands vexti
sína um 0,3% í síðustu viku.
Ríkisfjármál kunna að valda
þenslu
Sendinefndin telur hins vegar að
landi og hyggst auka framleiðslu
hennar í 200.000 bíla fyrir árslok
1998. Að sögn japönsku Nikkei
fréttastofunnar verður Valencienn-
es fyrir valinu af því að bærinn er
nálægt Ermarsundsgöngunum og
Evrópu-höfuðstöðvum Toyota í
Briissel. Vélamar munu koma frá
verksmiðju Toyota í Bretlandi, en
aðrir helztu partar frá verksmiðju,
sem í ráði er að reisa í Póllandi.
Ákvörðun fyrir áramót
Toyota hefur sagt að fyrirhugað
ríkisfjármálin ættu að bera megin-
þunga þeirra aðhaldsaðgerða sem
þörf sé á. Núverandi vöxtur í hag-
kerfinu gefí einnig færi á að skapa
ákveðið svigrúm til aðgerða þegar
harðna fer í ári á ný svo ekki þurfi
að. koma til jafn mikils samdráttar
og á fyrstu árum þessa áratugar. Til
þess þurfi hins vegar metnaðarfyllri
markmið.
„Væntanlegur afgangur á rekstri
ríkissjóðs er áfangi sem ber að
fagna en hann endurspeglar einkum
óvenjulega mikinn hagvöxt undan-
farin tvö ár í kjölfar verulegra að-
haldsaðgerða í fyrri helmingi ára-
tugarins. Þjóðhagsleg áhrif fjár-
lagafrumvarpsins fyrir 1998 munu í
besta falli verða hlutlaus þar sem
sé að skýra frá því fyrir áramót
hvar í Evrópu hin nýja verksmiðja
fyrirtækisins muni rísa.
Sérfræðingar segja að Frakkland
yrði hyggilegt val af því að Japanar
vilja auka hlutdeild sína á frönskum
markaði, öðrum stærsta markaði í
Evrópu á eftir Þýzkalandi. Mark-
aðshlutdeild Toyota í Frakklandi
var 0,8% 1996.
Þótt líklegast sé talið að verk-
smiðjan verði reist í Frakklandi
hafa Þýzkalands og Spánn einnig
komið til greina.
ekkert er dregið úr örvunaráhrifum
ríkisfjármála.
Afkomubati ríkissjóðs er lítill og
á eingöngu rætur að rekja til óvenju
mikils hagvaxtar. Reyndar yrðu
fjármál hins opinbera þensluskap-
andi ef umframútgjöld síðustu ára
endurtækju sig, ef halli sveitarfé-
laga yrði meiri en vænst er vegna
útgjaldaaukningar, m.a. í tengslum
við nýjar skyldur þeirra í mennta-
málum, eða ef vöxtur innlendrar
eftirspurnar reyndist meiri en spáð
er opinberlega. Ekkert af þessu er
ólíklegt," segir í áliti nefndarinnar.
Af þessum sökum leggur nefndin
til að stefnt verði að u.þ.b. 5 millj-
arða króna meiri afgangi af rekstri
ríkissjóðs á fjárlögum.
Grundig-
fyrir-
tækinu
bjargað
MUnchen. Reuters.
BÆVERSK fyrirtækjasam-
tök, sem njóta stuðnings ríkis-
og fylldsyfírvalda, munu bráð-
lega kaupa 95% hlut í þýzka
rafeindatækjaframleiðandan-
um Grundig.
Otto Wiesheu, fjármálaráð-
herra Bæjaralands, sagði á
blaðamannafundi að Grundig
mundi fá 267 milljónir marka
frá samtökunum. v
Toyota-verksmiðja
reist í Frakklandi?