Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ OLGEIR ELÍASSON + 01geir Eh'asson fæddist á Þórs- höfn á Langanesi 29. janúar 1962. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Að- alheiður Sigtryggs- dóttir, f. 3.6. 1939, og Elías Halldór Gunn- arsson, f. 15.10. 1932, hann drukknaði 9.4. 1963, ásamt öðrum manni, er vélbáturinn Magni frá Þórshöfn fórst. Árið 1972 gift- ist Aðalheiður aftur, Guðmundi Karli Viglundssyni, f. 15.11.1946, d. 7.10. 1993. Guðmundur gekk Olgeiri og systkinum hans í föð- urstað og fórst honum það sér- staklega vel úr hendi, sem og annað sem hann gerði. Systkini Olgeirs eru sem hér segir: 1) Jó- hann Magnús, f. 30.5. 1959. Börn hans eru Elías Halldór, f. 21.7.1984, og Jón Rúnar, f. 31.8. 1991. 2) Drengur, f. 15.6. 1960, d. 15.6. 1960. 3) Ellý Halldóra, f. 7.2. 1963, d. 9.3. 1964. 4) Ellý Halldóra, f. 26.3. 1968, hún er gift Magnúsi Steindórssyni mál- ara og eiga þau soninn Guðmund Karl, f. 18.11.1995. 5) Halla, f. 1.10. 1970, og á hún dótturina Karitas, f. 31.10. 1987. 6) Melkorka, f. 4.11.1973, hún er gift Jóhanni Sigurði Ólafssyni sjómanni, f. 19.9. 1966, og eiga þau dótturina Agnesi Ýr, f. 23.1.1992. Árið 1995 hóf Ol- geir sambúð með eft- irlifandi unnustu sinni, Ásthildi Ágústs- dóttur, f. 2.1. 1971. Til að byrja með bjuggu þau í Reykjavík en í des- ember 1995 réðst hann sem þjón- ustustjóri til Islenskra sjávaraf- urða hf. og var starfsvettvangur hans austur á fjötðum og fluttust þau til FáskrúðsQarðar í janúar árið eftir og bjuggu þau þar síð- an. Milli þess sem Olgeir var við nám vann hann fyrir sér sem há- seti á skuttogurum suðvestan- lands nema veturinn 1989-1990 er hann starfaði sem raungreina- kennari við framhaldsskólann að Skógum undir Eyjaljöllum. Utför Olgeirs fer fram í dag frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Olgeir. Hér sitjum við systkinin og hugsum til þín með söknuði. Nú er komið rúmt ár frá því að þú lentir í slysinu og allan þann tíma höfum við hugsað með okkur að allar þær þjáningar sem á þig voru lagðar, hlytu að hafa ein- hvern tilgang en nú þegar þú ert allur, þá er erfitt að sjá að tilgang- 'urinn hafi verið til staðar. Við trúð- um því, kæri bróðir, og héldum dauðahaldi í vonina um að þú mynd- ir ná þér á strik, þannig að þú gætir lifað sáttur. Við vorum þess fullviss að ef minnsti möguleiki væri á bata, þá hefðir þú kraftinn, trúna og þrautseigjuna til þess að sigrast á meiðslunum. En nú ertu farinn og við huggum okkur við það að nú líði þér betur og það er það sem sldptir öllu máli. Það er erfitt að hugsa til þess að þú ert ekki lengur áþreifanlega á meðal okkar, við getum líklega ekki sætt okkur við það, en við verðum að lifa með því. Við komum ekki til með að heyra hlátur þinn eða rödd ' en hvort tveggja kemur til með að lifa í minningunni. Erfitt er að lýsa kostum þínum í stuttu máli en það hvað börn okkar systkinanna litu takmarkalaust upp til þín og dýrkuðu, segir meira um þig en nokkur orð geta. Elsku 01- geir minn, við viljum þakka þann tíma sem við fengum að eiga með þér, þú skilur eftir þig miklar og dýrmætar minningar, þær eigum við alltaf. Hér á eftir fer tilvitnun úr Spá- manninum: „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ókunnur.) Bestu kveðjur. Systkini, makar og börn. Einhver mestu lífsgæði sem mað- ur getur öðlast á lífsleiðinni eru góðir vinir og verður góð vinátta aldrei of metin. Vinur minn, Olgeir Elíasson, verður borinn til grafar í dag á fæðingardegi sínum, en í dag eru liðin 36 ár frá því að hann var í heiminn borinn. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 19. janúar síðastliðinn eftir eins árs legu. Hann hafði hlotið mikinn höf- uðáverka í bílslysi austur í Vattar- nesskriðum á leið til heimilis síns á Fáskrúðsfirði, en þar hafði Olgeir búið árið á undan vegna starfs síns sem umdæmisgæðastjóri hjá Is- lenskum sjávarafurðum hf. Veður- skilyrði þennan örlagaríka eftirmið- dag voru með allra versta móti og áttu sinn þátt i því að Olgeir komst of seint í höfuðaðgerð til að hægt væri að koma í veg fyrir varanlegar skemmdir á heilastoftii. Það er búið að vera átakanlegt að horfa upp á þennan stóra, sterka og fjörmikla mann liggja hjálparlausan í heilt ár án þess að geta svo mikið sem tjáð sig á sinn rétta hátt. Þetta voru þjáningarfullar aðstæður og þar sem framtíðarhorfurnar voru ekki góðar þá er í því nokkur léttir fólg- inn að Olgeir fékk lausn frá þján- ingum sínum. Vinskapur okkar Olgeirs hafði staðið yfir í vel á annan áratug er hann lést, vinskapur sem sífellt varð nánari og traustari, enda lagði hann ávallt mikið upp úr því að rækta vinskapinn með daglegum símhringingum sem er sárt saknað á mínu heimili. Ekki einungis lagði hann sig eftir því að halda tengsl- um við fjölskyldu sína og vini held- ur einnig fjölskyldur og foreldra vina sinna, sem að mínu mati segir talsvert um hvemig hann var inn- réttaður. Lyndiseinkunn Olgeirs verður ekki gerð tæmandi skil í minningargrein sem þessari, en þó langar mig að nefna það sem mér finnst hafa einkennt persónu hans helst. Réttsýni og heiðarleiki voru á meðal hans helstu kosta og var honum mjög umhugað um að fólk dæmdi ekki aðra eða drægi í dilka eftir vegtyllum eða orðspori. Líkaði mönnum ekki einhver, gat ástæðn- anna oft verið að leita hjá viðkom- andi eða hvorum tveggja og því ástæðulaust að Olgeirs mati að leita uppi sökudólg og kveða yfir honum dóm. Að sama skapi var hann gersneyddur öfund og gladd- ist innilega yfir velgengni sam- ferðamanna sinna. „Sannleikurinn er harður húsbóndi en lygin þægur þjónn, sannleikurinn stendur samt með okkur og gerir okkur sterka að innviðum en þessi þægi þjónn breytist oft í harðstjóra," stendur einhvers staðar skrifað. Þessi orð eru einkennandi fyrir sýn Olgeirs á lífið og svo sannarlega breytti hann eftir því án þess að skeyta um hvort að með þeirri breytni famað- ist honum vel eða illa. Hæfileiki hans til tjáskipta var einstakur, skipti þá engu máli hvort að hann beindi orðum sínum til ómálga bams eða æðstu embættismanna þjóðarinnar, allir höfðu sama út- gangspunkt. Fullkomið hispurs- leysi og feimnisleysi einkenndi hans framgöngu hver sem í hlut átti. Kímnigáfu hans var viðbrugð- ið, ekki það að hann safnaði að sér viðhlæjendum, heldur hitt hans einstaki hæfileiki til að taka undir spaugilegar athugasemdir sam- ferðamanna sinna og að gera þær ódauðlegar með nauðsynlegum betrumbótum og áherslubreyting- um. Þó Olgeir yrði aldrei gamall maður fannst mér ávallt, í rökræð- um okkar, að hann byggi yfir visku og innsæi öldungs. Ekki var hann þó gallalaus, 01- geir Elíasson, var ákaflega ríkjandi persóna. Átti bágt með að víkja af sinni stefnu og vildi yfirleitt ráða ferðinni. Hans öra lund, óþolinmæði og réttlætiskennd var í senn hans styrkur og veikleiki. Olgeir minn, ég elska þig, virði og sakna af öllum ofangreindum ástæðum. Megir þú öðlast frið hjá frelsara þínum og lausnara sem þú trúðir svo folskva- laust á. Elsku Hildur, Nanna og systkini Olgeirs, ég ásamt konu minni, Kristínu, og dætrum sendi innileg- ustu samúðarkveðjur. Tryggvi Leifur Óttarsson. Mánudagurinn 19. janúar líður okkur seint úr minni. Fréttin að okkar kæri vinur og skipsfélagi til margra ára, Olgeir Elíasson, væri látinn setti okkur hljóða. Gat þetta verið rétt, við vissum jú vel um þau alvarlegu veikindi sem hann átti við að stríða eftir hörmulegt slys fyrir rúmu ári, en menn eru alltaf jafn berskjaldaðir og óviðbúnir þegar dauðinn ber að dyrum. Olgeir var góður starfskraftur, hann var hraustur, ósérhlífinn og mikill vinur og félagi. Þeir voru oft líflegir kaffitímamir hjá okkur og oftar en ekki var það Olgeir sem orðið hafði. Hann var vel menntað- ur, víðlesinn og kom vel fyrir sig orði. Hann var maður orða sinna og sagði sínar skoðanir umbúðalaust. Hann hafði gaman af góðum sögu- mönnum og var alltaf til í að setjast niður, ræða málin og víkka sjón- deildarhringinn. Kæri vinur, þú hefur nú teflt þína síðustu skák, klukkan er fallin, en nú varðstu að láta í minni pokann. Hetjulegri baráttu þinni á skák- borði lífsins hefði þó enginn getað skilað betur. Megið góður Guð geyma þig kæri vinur og gefa fjölskyldu þinni styrk í þeirra miklu sorg. Áhöfnin á Þerney RE 101. Þeir sem guðimir elska deyja ungir era orð að sönnu í þínu tilfelli, elsku Olgeir minn. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Frá þeim tíma sem við kynntumst þér fyrst, í kringum 1980, hefur þú alltaf verið ofarlega í huga okkar. Það var margt sem við tókum okk- ur fyrir hendur og áttum við marg- ar skemmtilegar stundir saman og það sem okkur þótti einna best var hvað lundin í þér var létt, sama á hverju gekk. Má nefna eitt dæmi sem þú hafðir gaman af að segja frá sjálfur: Þegar Frikki og Sirrý eign- uðust fyrsta soninn gerðir þú þér ferð með rútunni suður til Keflavík- ur til að heimsækja Sirrý á fæðing- ardeildina. En þegar þú komst á staðinn var Sirrý farin heim til Sandgerðis þar sem hún og Frikki búa. Þú sagðir að þú hefðir tekið með þér blóm og konfekt handa Sirrý en þar sem hún var á bak og burt er þú komst á staðinn snerir þú heim á leið með næstu rútu og borðaðir allt konfektið sjálfur held- ur en að halda áfram til Sandgerðis Elsku Olgeir, það er margt sem væri hægt að tína til sem vert er að minnast en ekki ætlum við að gera það heldur hafa það í minningunni einni. Að lokum viljum við segja þér það að þín verður sárt saknað af öll- um þeim sem höfðu einhver kynni af þér í gegnum tíðina. Einnig vilj- um við votta móður, bróður og systrum hans okkar dýpstu samúð. Hugur okkar hefur verið hjá þeim vegna alls þess sem þau hafa gengið í gegnum á síðastliðnu ári. 0, blíði Jesú, blessa þú það bam, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með bömum Guðs á örmum þér. Ef á því hér að auðnast líf, því undir þínum vængjum hlíf, ogenglaþinnaláttulið það leiða, og gæta slysum við. Ó, gef það vaxi, í vizku og náð og verði þitt í lengd og bráð og lifi svo í heimi hér, að himna fái dýrð með þér. Friðrik, Sigríður og Hörður. Nú er hann vinur minn hann 01- geir dáinn. Ég man þegar ég frétti fyrir rúmu ári síðan að Olgeir hefði lent í alvarlegu slysi og lægi með- vitundarlaus. Einhvem veginn fannst mér alltaf að Olgeir hlyti að ná sér þetta gæti bara ekki verið. En tíminn leið og smám saman dofnaði vonin um bata. Við tímamót eins og þessi þá verður maður áþreifanlega var við tímans þunga nið. Dagurinn í dag verður fljótJega minning gærdags- ins. Það sem var er horfið, en minn- ingin lifir. „Eitt sinn skal hver deyja,“ þó okkur sé að sætta sig við að ungur maður í blóma lífsins skuli vera hrifinn á brott. Það er nú einu sinni svo að okkur er ekki alltaf ætl- að að vita tíð eða tíma. Ég minnist ritningarvers sem ég veit að Olgeir þekkti sem hljóðar svo: „Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafh Drottins." (Job 1:21.) Ég kynntist Olgeiri fyrir rúmum áratug, þá vorum við báðir að hefja nám í Iðnrekstrarfræði við Tækni- skóla íslands. Það kom fijótlega í Ijós að við vorum svo að segja ná- grannar í Hafnarfirði. Við höfðum báðir sameiginleg áhugamál eins og skák og handbolta. Með okkur tókst brátt góð vinátta. Það vora ófáar stundimar sem við sátum í bfl- skúmum á Þúfubarði og tefldum. Þó svo að leiðir hafi skilið eftir Tækniskólann þá héldum við ætíð góðu sambandi og notuðum hvert tækifæri til að hittast og ræða mál- in eða taka skák. Olgeir var mikill keppnismaður bæði í starfi og leik. Hann hafði sterkan vflja og gekk ákveðinn til verka. Einn af þeim kostum sem Olgeir hafði til að bera var falsleysi. Hann var einlægur og sagði sína skoðun umbúðalaust. Ég minnist Oleirs fyrir gott geðlag. Hann gat staðið fast á sínum skoðunum , en það var alltaf stutt í brosið og ekki minnist ég þess að okkur hafi nokk- urntíma orðið sundurorða þannig að skyggði á vináttu okkar. Ég kveð þig kæri vinur með söknuði og þökk fyrir samfylgdina gegnum árin. Móður hans, unnustu, bróður og systrum votta ég einlæga samúð mína og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Sigurður Páll Guðjónsson. Pau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómm- fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi Ijósið bjarta þá situr eftir ylur íokkarmæddahjarta. (F.G.Þ) Megi góður guð varðveita Olgeir, við vitum að vel verður tekið á móti honum og trúum því að þeir látnu séu ekki famir að fullu heldur að- eins famir á undan okkur. Núersálþínrós í rósagarði guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (R.P.Ó) Elsku Nanna, Ásthildur, Jói, Ellý, Halla, Melkorka og fjölskyld- ur. Missir ykkar er mikill. Við biðj- um algóðan guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Megi minning- arnar um góðan dreng ylja ykkur um ókomna tíð. Hafrún Viglundsdóttir og fjölskylda. I dag kveðjum við fyrrverandi samstarfsmann okkar hjá Islensk- um sjávarafurðum hf., Olgeir Elías- son. Olgeir var þjónustustjóri á Aust- fjörðum frá ársbyijun 1996 og þar til hann lenti í alvarlegu bflslysi í janúar á síðastliðnu ári. Fréttir af slysinu komu eins og reiðarslag yfir samstarfsmenn. Olgeir var á leið heim til Fáskrúðsfjarðar að loknum framleiðendafundi, en á Fáskrúðs- firði hafði hann haft aðsetur ásamt unnustu sinni. Starf þjónustustjóra var nýtt þegar Olgeir hóf störf hjá Islensk- um sjávarafurðum hf. Starfið fólst m.a, í því að vera tengiliður milli framleiðenda, skrifstofunnar í Reykjavík sem og sölufélaga er- lendis. Olgeir hafði mikfl samskipti við marga aðila og fórst honum það hlutverk vel úr hendi og hann lagði sig fram við að þjóna vel sínum um- bjóðendum. Þar sem þetta var nýtt starf var það á hendi starfsmanna að móta starfið að hluta. Þegar Olgeir lenti í slysinu var hann nýbúinn að senda góðar ábendingar um hvemig starf- ið gæti skilað betri árangri. Hluta af þessum hugmyndum var þegar búið að koma í framkvæmd og aðr- ar biðu síns túna. En margt fer öðravísi en ætlað er „mennimir fyrirhuga en guð ræð- ur“. Við starfsmenn Islenskra sjávar- afurða hf. þökkum Olgeiri sam- fylgdina og vel unnin störf. Unn- ustu hans, móður, systkinum, öðr- um ættingjum og vinum vottum við innilega samúð okkar og biðjum Guð að gefa þeim styrk til að takast á við lífið aftur eftir erfiða tíma meðan á veikindum Olgeirs stóð. Minningin um góðan dreng mun lifa. F.h. starfsmanna Islenskra sjáv- arafurða hf., Aðalsteinn Gottskálksson, Guðmundur Guðmundsson, Siguijón Guðmundsson. Fyrir rúmu ári bárast mér þær hræðilegu fréttir að vinur minn 01- geir hefði lent í umferðarslysi og slasast alvarlega. Eftir langa og erfiða baráttu hefur dauðinn nú sigrað. Leiðir okkar Olgeirs Iágu fyrst saman í Tækniskóla íslands en þar námum við Iðntæknifræði. Vin- skapur okkar varð strax náinn enda höfðum við lík áhugamál. Við voram sífellt að etja kappi hvor við annan hvort sem það var við taflborðið eða yfir námsbókunum. Olgeir hafði góðan mann að geyma, var réttsýnn og sanngjarn. Þessir kostir hans komu greinilega í ljós við taflborðið en hann var góður skákmaður. Alltaf tókst honum að stilla leiknum þannig upp að hann væri í raun jafn og spennandi. Þetta kom honum nú stundum í koll eins og þegar hann gaf andstæðingnum of mikla forgjöf og tapaði fyrir vikið. Olgeir lagði mikið upp úr að rækta vinskap okk- ar og lét alltaf í sér heyra þó hann væri til sjós, byggi erlendis og nú síðast búsettur fyrir austan. Það er sárt að kveðja tryggan vin en ég veit að honum hefur létt við að fá hvfldina. Guð geymi þig, kæri vinur. Ég votta Nönnu, Hildi, systkinum og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Valdimar Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.