Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 55 FOLK I FRETTUM Hverjir voru hvar? Hvað er í boði? - á skemmtistöðum ÞAÐ VAR líf og fjör á dansgólfinu. röð fyrir utan Sjallann, einkum þeg- ar vinsælar hljómsveitir troða upp. Blaðamaður lenti ekki í neinum ryskingum þetta kvöld, en honum brá þegar hann mætti alblóðugum gesti. Stóð hálft bjórglas út úr and- litinu á honum. Ekki var laust við að það vekti endurminningar frá sveitaböllum í gamla daga þar sem allt var logandi í slagsmálum. Fyrst sveitaböll ber á góma má geta þess að oft er tónlistin og stemmningin eins og á gömlu sveita- böllunum. Þá vakti það athygli að gestir koma greinilega hvaðanæva frá landinu. Þarna er fólk á öllum aldri og engin ein tíska ráðandi, hvorki í klæðnaði né dansstíl. Meiri- hluti gesta var þó í kringum tvítugt. Aberandi er þegar Reykvíkingar leggja leið sína norður að þeir sleppa gjörsamlega fram af sér beislinu í Sjallanum. ímyndin, sem hefur verið svo vandlega fínpússuð og niðurnjörvuð í höfuðborginni, hverfur fyrir lítið í ölæði og gassa- gangi hringiðu baligesta. Hefur ver- ið haft á orði að þeir séu þá „alveg á Sjallanum." SJALLINN GEISLAGÖTU AKUREYRI # Sjaliinn var opnaður á vegum sjálfstaeðisfélaganna á Akureyri 5. júlí árið 1963 og nefndist þá Sjálfstæðishúsið. # „I dag verður veglegasti sam- komusalur og veitingastaður á Norðurlandi tekinn í notkun er sá salur er til húsa á 2. hæð hins nýja og glæsilega Sjálfstæðishúss á Akureyri," stóð í Vísi þann daginn. # Helsti hvatamaður að bygg- ingu Sjallans var Karl Friðriks- son vegaverksljóri og frammá- maður í sjálfstæðisflokknum. # Boðið er upp á mat í Sjallanum við hátíðleg tilefni eða þegar hópar leigja aðstöðuna undir árs- hátíðir eða aðrar uppákomur. Er það þá gjaman þríréttaður veislumatur og ekki undan neinu að kvarta. #20. desember árið 1981 var svartur dagur í sögu Sjallans en þá varð staðurinn eldi að bráð. # Þegar Sjallinn var opnaður aftur 25. júní 1982 höfðu farið fram töluverðar endurbætur. # Hálfs lítra bjór kostar 550 krónur. Einfaldur af algengu sterku víni í gosi kostar 470 krónur og tvöfaldur í gosi 750 krónur. # Boðið er upp á um 25 tegundir af flöskubjór. # Vinsælast á barnum er að fá sér bjór eða Captain Morgan í kók, að sögn barþjóna sem blaða- maður gaf sig á tal við. HLJÓMSVEITIN Sóldögg lék í Sjallanum síðastliðið laugardagskvöld. MACLEAN systurnar skemmta á Fógetanum fimmtudagskvöld. laugardagskvöld, auk sérréttaseðils. Marion Herrera frá Frakklandi leikur matartónlist á hörpu. ■ NAUSTKJALLARINN er opinn fóstu- dags- og laugardagskvöld. Lifandi tón- list bæði kvöldin. Hljómsveitin Gammel Dansk leikur fóstudags- og laugardags- kvöld. ■ NÆTURGALINN Á fimmtudagskvöld verður kántrýkvöld með Viðari Jónssyni frá kl. 21—01. Á fóstudags- og laugar- dagskvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms. Á sunnudagskvöld leik- ur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana frá kl. 22-1. ■ REYKJAVÍKURSTOFAN við Vestur- götu. Bjór- og koníaksstofa í rómantísk- um stfl. Opið fóstudags- og laugardags- kvöld til kl. 3. ■ RÚNAR ÞÓR leikur á Blúsbarnum föstudagskvöld og á Venus Borgarnesi laugardagskvöld. GALABANDIÐ ásamt Önnu Vilhjálms leikur danstónlist við flestra hæfi á Næturgalanum fóstudags- og laugardagskvöld. FÆREYSKA hljómsveitin Bergmenn leikur fyrir dansi á Fjörukránni um helgina. ■ SIR OLIVER Trúbadorinn Ingvar leikur fimmtudagskvöld. Opið um helg- ina frá kl. 18-3. ■ SJALLINN AKUREYRI Hljómsveitin Land og synir leika laugardagskvöld. Mannabreytingar hafa orðið í hljóm- sveitinni og er skipan þessi: Hreimur Örn Heimisson, söngur, Jón Guðfmns- son, bassi, Birgir Nielsen, trommur, Gunnar Þ. Eggertsson, gítar og Hjördfs Elín Lárusdóttir, hljómborð. Þess má geta að hljómsveitin er að hefja upptök- ur á sinni fyrstu breiðskífu sem væntan- leg er næsta sumar. ■ SÓL DÖGG leikur á Gauki á Stöng fimmtudagskvöld. ■ TILKYNNINGAR í skemmtanara- mmann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á net- fang frettþmbl.is. Á DANSGÓLFINU er rúm fyrir leikfimiæfingar gesta og myndast gjarnan rífandi stemmning. Stundum troða hljómsveitir upp á sviðinu en plötusnúðar fá einnig að spreyta sig og er þá gjarnan slögurum frá ni'unda áratugnum blandað saman við léttsaltaða gelgjutónlist. Kerfi I Fyrir þær sein vilja ganga að tímanum sfnum vísum. Lokaðir llokkar, engin ös, allir saman frá byrjun. 7. vikna námskeið. Upplagt fyrir þær sem er að byrja.' Innritun hafut. Kerfi II Alhliða tímar. Teygjur-þrek-vaxtamótandi æfingar. Opnir tfmar - þegar ]>ér hentar KerfiHI Bamapössun Ilér tökum við hraustlega á. GO mfn.Púl-teygjur-þrek og þol. Opnir tímar þegar þér hentar. Fastakúnnar kynnið ykkur JSB kortin! Jsb giðu taðurfyrir konur! I T/AFFl REYáIAVIK REST AUR4NT f B A k Hin frábæra stuðhljómsveit leikur fyrir dansi fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Láttu þig ekki vanta í stuðið Kaffi Reykjavík — þar sem stuðið er!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.