Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 43
félagshópnum sakir góðra mann-
kosta sinna. Svo mun einnig hafa
verið hjá öðrum samtökum, sem
hann helgaði krafta sína, eins og
átthagafélögum Súgfirðinga og
Vestfirðinga, auk stéttarfélags raf-
virkja. Eg minnist sérstaklega hins
fjölmenna hóps, er samfagnaði hon-
um á 90 ára afmælinu í desember
sl., og hversu samfylgd hans hefði
verið góð. Þá verður eftirminnileg
seinasta kveðja hans í ávarpi sem
hann flutti gestum í hófinu.
A langri ævi lifa menn við skin og
skúrir. Vissulega mátti Þorlákur
taka á sig þung áfóll við fráfall sinna
nánustu sem dóu í blóma lífsins. En
lífið hélt áfram þótt sorg og ljúfsár-
ar minningar fylgdu á lífsbrautinni.
Þorlákur sjálfur átti því láni að
fagna að vera heilsuhraustur lengst
af, en átti við vanheilsu að stríða hin
seinustu ár, enda aldurinn orðinn
hár, en sálarstyrkur hans heill.
Að lokum viljum við Einingarfé-
lagar senda Gunnari og Ríkeyju og
öðrum ástvinum Þorláks innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þorláks J.
Jónssonar.
Einar Hannesson.
Aldinn heiðursmaður, Þorlákur
Jónsson rafvirkjameistari, er lát-
inn. Stjórn Vestfirðingafélagsins í
Reykjavík þykir hlýða að minnast
hans með nokkrum orðum, þar sem
hann vann mikið og fórnfús starf
fyrir félagið um langt árabil.
Árið 1928 fluttist Þorlákur til
Reykjavíkur og hóf skömmu seinna
nám í rafvirkjun. Lauk hann
sveinsprófi 1933 og fékk meistara-
bréf í iðninni fjórum árum seinna.
Starfaði hann síðan við iðn sína un
nær hálfrar aldar skeið, fyrst með
öðram aðilum en frá 1951 rak hann
eigin raftækjavinnustofu ásamt
Páli syni sínum til ársins 1972. Eft-
ir það vann hann hjá Páli í Raffelli
hf. í Kópavogi til 1986. Um skeið
átti hann sæti í stjórn Landssam-
bands íslenskra rafverktaka, enda
var hann gæddur þeim hæfileikum,
sem gera menn eftirsótta til trún-
aðarstarfa.
Þorlákur var fremur lágvaxinn
maður en snarlegur og kvikur í
hreyfingum fram á elliár. Hann var
þekktur dansmaður og þurfti ekki á
áfengi að halda til að vera manna
glaðastur í góðum hópi. Reyndar
var hann stakur bindindismaður og
stjórnaði dansleikjum fyrir góð-
templara. Hann var og formaður
skemmtifélags þeiri-a frá 1968 um
langt árabil.
Þorlákur tók ríkulegan þátt í
störfum Vestfirðingafélagsins í
Reykjavík, sem stofnað var árið
1940. Var hann kosinn gjaldkeri ár-
ið 1973, en hafði áður verið ritari.
Öll störf sín fyrir félagið vann Þor-
lákur af alúð og ósérplægni um ára-
tugaskeið og var í viðurkenningar-
skyni kjörinn heiðursfélagi þess.
I lífi manna skiptast á skin og
skúrir, og það mátti Þorlákur reyna
eins og svo margir aðrir. Hann
missti konu sína árið 1969. Það var
mikið áfall, en þau urðu fleiri, því
báðir eldri synir hans féllu frá með
skömmu millibili, Jón Kristinn árið
1983 og Páll 1986, sem báðir voru á
besta aldursskeiði. Slíkir atburðir
taka á taugarnar. En Þorlákur tók
þessu mótlæti með karlmennsku og
rósemi. Skömmu eftir að hann varð
ekkjumaður, árið 1969, réð hann
Matthildi Guðmundsdóttur til sín
sem ráðskonu. Þessi ráðstöfun
reyndist vel og tóku þau Þorlákur
og Matthildur upp sambúð, þótt
ekki kæmi til hjúskapar. Þeir sem
til þekkja vita, að Matthildur tók
drjúgan þátt í störfum Vestfirð-
ingafélagsins, en hún hugsaði þó
fyrst og fremst um að búa Þorláki
gott heimili og vera hans stoð og
stytta meðan henni entist líf og
heilsa. Það varð Þorláki því mikill
missir er Matthildur veiktist og dó í
desembermánuði árið 1986. En öll
þessi áföll stóð Þorlákur af sér og
hélt reisn sinni og glaðværð til
hinstu stundar.
Vestfirðingafélagið í Reykjavík
þakkar Þorláki vel unnin störf í
þágu þess. Blessuð sé minning
hans. Ættingjum Þorláks og ástvin-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. stjórnar Vestfirðingafélags-
ins,
Torfi Guðbrandsson.
Kveðja frá rafverktökum
Með örfáum orðum viljum við
kveðja einn af okkar dyggustu fé-
lögum, Þorlák Jón Jónsson rafverk-
taka. Þorlákur sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Landssamband
íslenski-a rafverktaka og Félag lög-
giltra rafverktaka. Hann sýndi sam-
tökum okkar einstaka ræktarsemi
og sótti manna best félagsfundi,
skemmtanir og ferðalög sem sam-
tökin stóðu fyrir, allt fram á síðasta
dag. Á sjötíu ára afmælishátíð FLR
sem haldin var 15. nóvember sl. var
hann heiðraður sérstaklega ásamt
nokkram eldri félögum.
Aðstandendum Þorláks sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Omar Hannesson, formaður
Landssambands fslenskra
rafverktaka. Ólafur Sigurðs-
son, formaður Félags löggiltra
rafverktaka.
Ég veró að fara, ferjan þokast nær
og framorðið á stundaglasi mínu
sumarið með geislagliti sínu
hjá garði farið, svalur fjallablær
af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum
og horfrnn dagur gefur byr frá landi.
(Davíð Stefánsson)
Þegar mér barst lát Þorláks föður-
bróður míns til eyrna get ég ekki
sagt að það hafí komið mér á óvart.
Hann hafði átt við veikindi að stríða
að undanfömu enda orðinn aldrað-
ur maður.
Öll eram við þakklát fyrir að hafa
átt með honum ógleymanlegt kvöld
er hann hélt upp á 90 ára afmæli
sitt á Þorláksmessu. Það var glæsi-
legt afmæli þar sem hann var hrók-
ur alls fagnaðar. Hélt hann þar
ræðu og spilaði á hannonikku eins
og honum einum var lagið.
Þorlákur var mikill Súgfirðingur
í sér og hélt ætíð mikilli tryggð við
átthagana. Hann var einn af stofn-
endum Súgfirðingafélagsins í
Reykjavík og heiðursfélagi þess.
Hann sótti allar samkomur félags-
ins, félagsfundi, árshátíðir, gróður-
setningarferðir í reit félagsins í
Heiðmörk, messukaffi og jólatrés-
skemmtanir. Oftar en einu sinni
var hann kosinn formaður félags-
ins og gegndi því starfi til margra
ára. Hann var hrókur alls fagnaðar
þegar burtfluttir Súgfirðingar
hittust enda sí ungur og hægt er
að segja að hann hafi dansað fram
í andlátið.
Við Þorlákur áttum líka samleið í
stúkunni Einingunni. Þar var hann
alla tíð virkur félagi og vel látinn af
öllum.
Heimili Þorláks og Kristjönu á
Grettisgötu 6 var fallegt og mynd-
arlegt og þar áttu ættingjar og vin-
ir að vestan ætíð athvarf.
Eftir lát Kristjönu kom til hans
ráðskona, Matthildur Guðmunds-
dóttir frá Bæ. Hún reyndist honum
góður félagi og áttu þau góð ár
saman. Matthildur vai- hagmælt og
eru margir skemmtilegir bragir til
sem hún orti til „stráksins Láka“
og era mér minnisstæðar vísur sem
hún orti í tilefni af 75 ára afmæli
hans. Þar dregur hún upp mynd af
honum sem félagsveru og manni
sem ekki kunni að segja néi við bón
fólks um greiða, smellnar og gam-
ansamar vísur.
Við systkinin, makar okkar og
börn þökkum Láka frænda sam-
fylgdina og allt það sem hann var
okkur og vottum börnum hans og
barnabörnum samúð.
Hann hefði vafalaust viljað taka
undir með verkamanninum sem
kvað eitt sinn:
Þegar nálgast stundin stríð
stend ég fljóts á bökkum.
Kveðja viléglandogiýð
og lífið sjálft með þökkum.
Sigrún Sturludóttir
frá Súgandafirði.
Hver af öðrum hverfa þeir af
sjónarsviðinú framkvöðlar bindind-
ismótanna og starfsins í Galtalækj-
arskógi. Nú hefur öðlingurinn og
ljúfmennið Þorlákur verið kallaður
til æðri heima. Hann var ötull liðs-
maður Góðtemplarahreyfingarinn-
ar, ekki síst við uppbygginguna í
Galtalækjarskógi þar sem hann sat
lengi í stjórn sumarheimilisins.
Þorlákur sá um rafvæðingu staðar-
ins auk annarra starfa er til féllu.
Galtalækjarskógur væri ekki sú
paradís sem hann er í dag ef ekki
hefði notið manna eins og Þorláks
sem lögðu fram kraj'ta sína af
áhuga og óeigingirni. Áram saman
sá Þorlákur um rekstur rafstöðva
til orkuframleiðslu fyrir staðinn og
allar lagnir sem til þurfti. Þeim
fækkar sem muna notalegt hljóðið í
rafstöðinni, að vísu lagði maður
gjarnan við hlustir hvort ekki væri
örugglega allt með felldu, sérstak-
lega þegar mótin stóðu yfir. Sífellt
þurfti að vaka yfir vélunum svo allt
gengi upp, ef þær þögnuðu var við-
búið að álagið hefði farið úr hófi
fram og þá var eins gott að vera
viðbúinn að kippa vöfflujárnunum
úr sambandi, það var fyrsta boðorð
ef rafmagnið fór að flökta, þau tóku
mikla orku og voru þeim sem komu
nálægt rafmagnsmálunum nokkur
þyrnir í augum þó vöfflur væru
annars vel þegnar. Stundum nægði
að taka eitt eða tvö úr sambandi til
að jafna rafmagnsálagið. Með árun-
um jókst orkuþörfin jafnt og þétt,
hljómsveitir og skemmtikraftar
þurftu sífellt meira rafmagn fyi-ir
tæki sín og tól, oft var brugðið á
það ráð að fá leigða rafstöð til við-
bótar þeiiri sem var á staðnum.
Þegar veiturafmagn kom á staðinn
kom sér vel að Þorlákur hafði lagt
rafmagnið í Merkihvol með fram-
tíðina í huga þó engum hefði dottið
í hug að hægt yrði að ráðast í þá
framkvæmd svo fljótt sem raun
varð á.
Vasamir hans Þorláks þurftu að
vera margir og sterkir því í þeim
geymdi hann flest það er nota
þurfti, þeir vora hans verk-
færataska. Hann var því yfirleitt
fljótur að leysa vanda þess sem
vantaði skrúfu eða smáverkfæri,
hann stakk hendi í vasa sinn og ef
hluturinn sem vantaði kom ekki í
fyrsta hali þá var kafað dýpra eða í
annan vasa og oftar en ekki hafði
hann það sem þurfti.
Þorlákur stóð ekki einn því fjöl-
skyldan var með honum og hefur
Gunnar sonur hans ásamt konu og
börnum verið mikilvirkur í starfl
fyrir Góðtemplararegluna. Öll hafa
þau innt af hendi mikla vinnu við
margvísleg verkefni bæði fyrir
bindindismótin og staðinn í heild.
Gaman er að geta þess að undan-
farin ár hafa gjarnan verið fjórir
ættliðir fjölskyldunnar við störf og
leik í skóginum.
Margs er að minnast þó fátt eitt
sé nefnt hér.
Við kveðjum Þorlák með söknuði
og sendum fjölskyldunni samúðar-
kveðjur en eftir lifir minningin um
góðan mann.
Stjórn Sumarheimilis
templara.
BlómabwðiM
om
v/ PoSSVOCJsl<lVÍ<jttCj|«P*ð
‘ ShWu 554 0500 "
yrxxixiimi^
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
M
H
H
H
M
M
M
M
M
M
^ Sími 562 0200 ,,
riiTxxxxxxxil
+
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Heiðarseli 13,
lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags-
ins 27. janúar.
Loftur B. Hauksson, Helga Jónsdóttir,
Jóhann B. Loftsson, Anna Sigurgeirsdóttir,
Haukur Loftsson, Vordís Þorvaldsdóttir,
Helgi Þ. Loftsson
og barnabörn.
+
Móðir okkar,
RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
26. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Lilja E.A. Torp,
Ólafía Auðunsdóttir.
+
Frændi minn og fósturbróðir,
ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON,
DENNI,
frá Dagsbrún,
Neskaupstað,
sem lést fimmtudaginn 22. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn
30. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Eiríksdóttir.
+
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
STEFÁNS E. JÓNSSONAR,
fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
30. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Eirar.
Halldór Stefánsson, Hjálmfríður Þórðardóttir,
Ásdís Björk Stefánsdóttir, Sigurður Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
lést að morgni fimmtudagsins 22. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni á morgun,
föstudaginn 30. janúar, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Hjarta-
verndar.
Guðrún Tómasdóttir.
Halldóra Þorvaldsdóttir, Magni Guðmundsson,
Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Siguroddsson,
Þorsteinn Þorvaldsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Tómas Þorvaldsson, Helga Norland,
barnabörn og barnabarnabörn.
(legsteinar) stórgiæsileg vara. Vinnum ijósmyndir
á nýja og eldri legsteina. Rammar f/ljósmyndir,
margar stærðir. íslensk framíeiðsla.
Okfcar markmið ehf.