Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Winnie var „ósnertanlegu Jóhannesarborg. Reuters. Færeyingar reiðir vegna danskrar tillögu um bankamálið Ekki orð um bætur WINNIE Mandela, fyrrverandi eig- inkona Nelsons Mandela, var talin „ósnertanleg" á síðustu árum að- skilnaðarstefnunnar, að því er fyrr- verandi lögreglumaður tjáði sann- leiksnefnd Suður-Afríku í gær. Lögreglumaðurinn sagði að þá- verandi dómsmálaráðherra hefði verið tregur til að lögsækja Winnie fyrir landráð, þrátt fyrir að hann segði grundvöll hafa verið til þess, og lögreglan hefði ennfremur vikið frá venjulegum aðferðum með því að yfírheyra hana ekki. Hlutverk sannleiksnefndarinnar er að grafast fyrir um gróf mann- réttindabrot bæði af hálfu hvítra og svartra á síðustu árum aðskilnaðar- stefnunnar. Winnie Mandela hefur verið ásökuð um að hafa staðið að baki morðum og pyntingum í Soweto, skammt frá Jóhannesar- borg, á níunda áratugnum. Þórshöfn. Morgunblaðið. MIKILLAR reiði og óánægju er tekið að gæta meðal færeyskra stjórnmálamanna vegna þingsá- lyktunartillögu er danska þingið samþykkti í gær um rannsókn bankamálsins. I tillögunni var hvergi minnst á bætur til Færey- inga vegna þess milljarða króna taps er þeir urðu fyrir við kaupin á Færeyjabanka af Den Danske Bank. Danska stjómin hafði sagt, eftir að niðurstöður rannsóknar á bankamálinu voru gerðar opinber- ar, að dönsk stjórnvöld væru reiðubúin að greiða Færeyingum bætur vegna bankakaupanna. For- maður allsherjarnefndar færeyska lögþingsins, Björn á Heygum, sem er þingmaður Sambandsflokksins, sem er hliðhollur Dönum, sagði það óviðunandi að ekki væri minnst á bætur í tillögunni. Hann lét ennfremur í ljósi óánægju sína með það sem hann gaf í skyn að væri stefnubreyting danskra stjórnvalda. Hann segir að nú sé orðið ljóst að færeysk stjómvöld hafi verið afvegaleidd í bankamálinu, og því sé óviðunandi að Danir skuli af sinni hálfu ekki nefna bætur. „Dönsk stjórnvöld hafa haft okkur að ginningarfíflum,“ sagði Björn. „Maður á ekki að víkja sér undan ábyrgð með þessum hætti.“ Undirbúa bótakröfu Færeyska landstjórnin og lög- þingið leggja mikla áherslu á að eindrægni ríki í bankamálinu, komi til þess að krafa verði gerð á hendur Dönum um bætur. Hefur nú verið skipuð nefnd sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka á lög- þinginu til þess að fylgja eftir hugsanlegi’i bótakröfu. „Það er ákaflega mikilvægt að við séum einróma og ekki verði flokkadrættir er kemur að Færey- ingum að láta til sín taka,“ sagði Björn á Heygum. Líklegt er talið að ef Færeyingar leggi fram bóta- kröfu verði það í þessari viku. fhh Hflpf- frý' BREITLING Orbiter-2 stígur upp frá svissneska alpaþorpinu Chateau d’Oex í gærmorgun. Reuters Hægt miðar belgfari Chateau d’Oex. Reuters. ÞRÍR Evrópumenn lögðu af stað í belgflug í gær frá svissnesku alpa- þorpi og er tilgangurinn að freista þess að verða fyrstir til þess að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg án viðkomu á leiðinni. Loftbelgurinn, Breitling Orbiter- 2, hófst til flugs um klukkan 9 að íslenskum tíma í gærmorgun en miklar stillur yfir Mið-Evrópu gerðu það að verkum að hann fór mjög hægt yfir, eða innan við 20 km á klukkustund. Var ekki búist við að hann kæmi suður að Mið- jarðarhafsströndum fyrr en í dag. Þaðan er ætlunin að svífa suður á bóginn til Egyptalands og freista þess að komast þar upp í skot- vindakerfi háloftanna sem ætlað er að fleyta belgfarinu umhverfís jörðina. Að sögn Bertrands Piccards leið- angursstjóra var sú leið valin að fljúga suður á bóginn áður en farið verður upp í skotvindana til þess að belgfarið berist ekki inn yfír Kína en leiðangursmenn hafa ekki fengið heimild til að fljúga f kín- verskri lofthelgi. Kappflug á leiðinni Breski auðkýfíngurinn Richard Branson liyggst einnig freista þess að komast umhverfis jörðina í belg- fari en tvær tilraunir hans til þess hafa mistekist. Hyggst hann reyna flugtak um helgina frá Marokkó og miðað við gang Breitlinger-farsins gæti því svo farið að tvö belgför, sem skammt verður á milli, verði samtímis á lofti í þeim tilgangi að ná hinu eftirsótta takmarki. Stjórnmálamenn „leiðinlegir“ London. The Daily Telegraph. BRESKA ríkisútvarpið, BBC, hefur sent þau boð til stjómmála- flokka að það vilji fækka útvarps- og sjónvarpsviðtölum við stjórn- málamenn vegna þess að almenn- ingi þyki þeir leiðinlegir. Tony Hall, framkvæmdastjóri frétta- og dægurmáladeildar, tjáði fulltrúum stóm stjómmálaflokk- anna þriggja að snubbóttar full- yrðingar stjómmálamanna færa í taugarnar á fólki. Dagskrárstjór- ar hjá BBC telja æskilegra að rætt sé við sérfræðinga utan þingsins, þar sem rannsóknir hafi leitt í ljós að 90% Breta telja að stjórnmálamenn svari ekki spurn- ingum. Stjórnmálamenn hafa brugðist illa við og sagt að þeir séu einung- is að láta undan þrýstingi fjöl- miðla, sem vilji snubbóttar full- yrðingar, sem auðvelt sé að slá upp. Cook gagn- rýndur fyrir að reka ritara London. Reuters, The Daily Telegraph. ROBIN Cook, utanrík- isráðherra Bretlands, sætti í gær harðri gagn- rýni af hálfu breskra blaða, og drógu tvö þeirra í efa að hann ætti framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Cook sagði í fyrradag alls ekkert hæft í ásökunum um að hann hafí vikið úr starfi „fyrirmynd- arembættismanni" til að starf losnaði handa unnustu hans, Gaynor Regan. Oliver Letwin, þing- maður Ihaldsflokksins, mun leggja fram fyrirspurn, næst- komandi miðvikudag, um fullyrð- ingar þess efnis að Cook hafi vikið Anne Bullen úr starfi ritara síns til þess að Regan gæti fengið starfið. Því er ennfremur haldið fram að Regan hafi ekki þegið starfið vegna þess að háttsettur embættismaður hafi bent Cook á að breytingin kynni að teljast „óviðeigandi", þar eð hún væri unnusta hans. Þessu neitaði Cook einnig í fyrradag. Nánir vinir Bullen fullyrtu að hún hefði verið rekin eftir fjögurra ára starf í utanríkisráðuneytinu til þess að koma Regan að. Átta mánuðir eru liðnir síðan Bullen hætti og er hún enn að leita sér að vinnu. Full- trúi ráðuneytisins sagði að Bullen hefði hætt störfum „samkvæmt samkomulagi" og hygði á frama í einkageiran- um. Bullen kvaðst „ekk- ert mega segja um þetta mál“. Heimildir herma að Cook hafí greitt henni hálfs árs laun er henni var sagt upp, þrem vikum eftir kosningarnar, 1. maí. Hún hafi gef- ið skriflegt loforð um að ræða málið ekki við fjölmiðla. Haft hefur verið eftir Cook að ástæða brottvikningar Bullen hafi verið sú, að hún hafi verið „ómögu- leg“ í samstarfi. Blaðið Daily Mirr- or hafði eftir vini Bullen að hún hafi sagt að Cook væri „hrokafullur ruddi og stuttur í spuna“. „Valdhroki kemur jafnan í ljós hjá háttsettum ráðherrum, en í til- felli Cooks hefur þetta gerst snemma,“ sagði í London Evening Standard í gær. Robin Cook "Lx __/ýStlÆm ÉÉ 1.200 drepnir á föstunni í Alsír SVEITIR ofsatrúarmanna í Alsír myrtu 34 manns í of- beldisaðgerðum í þremur þorpum í fyrrinótt, að sögn alsírskra öryggissveita. Föstumánuðinum, ramádan, er nú að ljúka en í honum hafa a.m.k. 1.200 menn, konur og börn týnt lífi í nafni trú- arofbeldis í landinu. Tals- menn stjórnvalda sögðu að Sheikh Ahmed, einn af for- ingjum morðsveitanna, hafi verið felldur í fyrradag. Hætta búin af fíkn lækna FIMMTÁNDI hver breskur læknir misnotar áfengi eða lyf og stafar sjúklingum hætta af þessum læknum, að sögn bresku _ læknasamtakanna (BMA). í skýrslu um lyfja- neyslu- og áfengisvanda breskra lækna segir að hann sé flókinn og ekki á honum tekið svo viðunandi geti talist. Vandinn er hvorki bundinn við ákveðnar læknastétth’ né annað kynið. Drottningar- móðir á fætur ELÍSABET drottningarmóð- ir fór á fætur í gær í fyrsta sinn frá því settur var í hana gerviliður í mjöðm á sunnu- dag. Er hún sögð á góðum batavegi þrátt fyrir háan ald- ur, en hún er 97 ára. Páfi vonast eftir umbótum á Kúbu JÓHANNES Páll páfi annar sagðist i gær vona að nýaf- staðin heimsókn hans til Kúbu myndi bera samskonar ávöxt og heimsókn hans til Póllands 1979 sem átti sinn þátt í því að völd kommúnista liðu undir lok þar í landi. Að mati sagnfræðinga varð Pól- landsferð páfa 1979 til þess að veita landsmönnum kjark til þess að stofna Samstöðu, óháðu verkalýðssamtökin, sem að nokkru marki var undanfari þróunarinnar er leiddi til hruns kommúnism- ans í Austur-Evrópu áratug seinna. Ritstjóri dæmdur til dauða ÍRANSKUR dómari tilkynnti í gær, að Morteza Firoozi, rit- stjóri hófsams blaðs, sem talið var endurspegla afstöðu utanríkisráðuneytisins í Teheran, hefði verið dæmdur til dauða fyiár njósnir. Ekki var getið í þágu hverra en hann þótti í skrifum sínum hófsamari í garð Bandaríkj- anna en klerkastjórninni hugnaðist. Er þetta hið fyrsta, sem yfii’völd láta frá sér fara um mál Firoozi, frá því hann var handtekinn í maí í fyrra. ai^V STUTT >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.