Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk Halló? Hl,5ALL'('..THIð 15 PATRICIAJ'M CALLIN6 A0OUT A 5CH00L PANCE.. I DON't SUPP05E CHUCK WOULD 60 LUITH ME.WOULD HE? NO, I 5UPP05E NOT.. ANYUJATTELL HIM I WA5 THINKIN6 OF HIM.. YOU ALM05T UÍENT TOA5CHOOLPANCE.. Hæ, Sallý... Ég býst ekki við því að Hvað um það, þetta er Kata ... Kalli vilji koma með segðu honum ég hringi vegna mér, eða hvað? Nei, að ég hafi haft skðlaballs ... ég geri ekki ráð fyrir hann í huga ... því... Þú varst næstum þvf farinn á skólaball... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 V ettvangur víns eða friðar? Frá Guðbimi Jónssyni: EKKI hefur farið framhjá manni hálffurðuleg einræða forstöðumanns Friðar 2000 um tilraunir hans til að koma á menntasetri í Reykholti í Borgarfirði, sem hann hefur nefnt Friðarháskóla. Sérkennilegt er að viðkomandi stjórnvöld skuli víkja sér undan að kynna fyrir okkur, eigend- um þessa mennignarseturs þjóðar- innar, um hvað þessi deila snýst og á hvaða forsendum umsókn um áfram- haldandi menningarsetur í Reykholti er látið víkja íyrir hóteli og veitinga- sölu. Sé grundvöllur fyrir rekstri Friðarháskóla á þessum stað tryggir að því leyti að við, eigendur staðar- ins, getum fengið eðlilegt afgjald fyr- ir leiguna greitt skilvíslega, finnst mér þjóðinni meiri sómi að Friðarhá- skóla í Reykholti en sölu vínveitinga og hótelgistingar. Samkvæmt úttekt sem Samband veitinga- og gistihúsa lét gera fyrir sig um rekstur hótela á landinu nokkur undanfarin ár, er ekki sjáanlegur markaður íyrir þetta hótel á þessu svæði, nema því aðeins að rekstrargrundvelli sé kippt undan öðrum hótelum á sama svæði. Vart getur það talist vettvangur stjórn- valda að stuðla með slíkum hætti að erfiðleikum í þessari atvinnugrein, séu valkostir á öðru. Mér er afar minnisstætt úr viðræðum um kjara- samninga starfsfólks á veitinga- og gistihúsum sl. vetur og vor að for- svarsmenn Vinnuveitendasambands Islands og Sambands veitinga- og gistihúseigenda voru algjörlega sam- mála um að rekstrarafkoma þeirrar starfsemi sem þá var til staðar í landinu, gæti alls ekki borið uppi neinar launahækkanir vegna þess hve reksturinn væri erfiður. Einnig má benda á að samráðshópur hótel- rekenda á landsbyggðinni hefur barist hart fyrir að fá aukna rekstr- arstyrki, svo þeim væri gert fært að reka hótelin á ársgrundvelli. Flest eru þessi hótel þó í eða við þéttbýli og geta þar með aukið tekjur sínar verulega yfir daufasta tíma ársins með sölu matar til þeirra sem vilja bregða sér út að borða, sem og til ýmissa aðila sem eiga erindi tíl við- komandi þéttbýlisstaða. Fátt af þessu stæði rekstraraðila hótels í Reykholti til boða. Ég hlýt þvi að gera alvarlegar athugasemdir við að virðulegt menningarsetur, sem fram til þessa hefur verið eitt af helstu stoltum þjóðarinnar, verði dregið niður í subbuskap rekstrarumhverfis sem ekki á sér rekstrarlegar for- sendur tO að geta greitt eðlOegt af- gjald tO þjóðarinnar fyrir afnotarétt- inn. Ég tel það skyldu stjórnvalda að gefa okkur skynsamlega skýringa á því hvers vegna þessi starfsemi er látin setjast þama að en Friðarhá- skóla hafnað með dónalegri þögn. Slík framkoma er ekki einungis dónaskapur gagnvart Friði 2000 og þeim aðilum sem forstöðumaður þeirra samtaka segir að séu í sam- starfi með honum, heldur er þetta einnig grófur dónaskapur gagnvart okkur, eigendum staðarins. Enginn vafi virðist heldur á að þögn stjóm- valda og skortur á svöram muni vera gróft brot á stjómsýslulögum. Ég sé fyrir mér svipinn á hinum tignu þjóðhöfðingjum, sem heimsótt hafa Reykholt sem eitt helsta menningar- setur þjóðarinnar og veitt þangað mikla fjármuni vegna menningarlegs gOdis staðarins fyrir þjóð okkar, þegar þeir frétta að það sé farið að reka þar vonlausa starfsemi sem ekki muni geta farið að íslenskum lögum, eigi hún ekki að fara á haus- inn á afar skömmum tíma. Að lokum vil ég skora á íslenska fjölmiðla að upplýsa okkur um reksti’arlegar for- sendur Friðarháskólans, þ.e. hvemig hann ætlar sér að tryggja þjóðinni eðlilegt leiguafgjald fyrir staðinn og birta einnig rekstrarspá rekstrai’að- ila hótel- og veitingasölu, svo við, eigendur staðarins, getum á grand- velli hagsmuna okkar mótað okkur skoðun um þau sjónarmið sem stjórnvöld virðast ekki þora að opin- bera okkur. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Loks lögð áhersla á Breiðholtið Frá Aðalheiði Frantzdóttur: ÉG HEF búið og starfað í Breiðholt- inu í fjölda ára og þekki hverfið mjög vel. Mér hefur fundist sem það væri á margan hátt gleymda hverfið í borginni því svo lítil áhersla hefur verið lögð á að gera þar fallegt eða gera góð leiksvæði fyrir börnin. Á undanfómum þremur áram hef- ur þó orðið gjörbylting. Sérstaklega má sjá breytingu til batnaðar í efra Breiðholti. Á milli hárra blokkar- múra og sundlaugar- og skólasvæðis- ins, þar sem óteljandi böm og full- orðnir fara um daglega, er stórt og mikið svæði sem plantað var í á sín- um tíma en síðan ekki söguna meir. Þama var risastórt autt malarsvæði sem nú er búið að breyta í grænt og skemmtilegt leiksvæði fyrir smáböm og unglinga. Auk þess sem þarna era komnir bekkir. Búið er að taka í gegn gamla og úr sér gengna leikvelli bæði í efra og neðra Breiðholti, setja upp leiktæki á útivistarsvæðinu í Selja- hverfi og búið er að taka í gegn nokkrar af lóðum við leiguíbúðir borgarinnar. Einnig er búið að planta heilmiklu af trjágróðri þama sem ekki veitti af. Þama er mjög mikið af risastóram blokkarbyggingum og ef plantað hefði verið miklu af trjám sem verða hávaxin á sama tíma og hverfið byggðist þá væra þessar blokkarbyggingar ekki eins áberandi og kuldalegar í umhverfinu. Ég forvitnaðist um það hvort halda ætti áfram á þessu ári með að gera Breiðholtið fallegra og fékk þær upplýsingar að planta ætti tals- vert miklu, m.a. við blokkarbyggðina við Skógarsel-Öldusel og halda ætti áfram með stóra miðsvæðið í efra Breiðholti. Það er umhverfismálaráð Reykja- víkur sem ákveður hvar fegrað er og betrumbætt á þennan hátt í hverfum borgarinnar og sem hverfisbúi vil ég þakka umhverfismálaráði fyrir að loks skuli hafa verið lögð áhersla á Breiðholtið og vona bara að svo verði áfram. AÐALHEIÐUR FRANTZDÓTTIR, Mýrarseli 11, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.