Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 21 ERLENT Reuters Til heiðurs Yassin ARAFAT hitti Sheikh Ahmad Yassin, andlegan leiðtoga Hamas-sam- takanna, við hátíðarkvöldverð f Gaza á þriðjudagskvöld til heiðurs múslfmskum fræðamönnum. Færði Arafat Yassin að gjöf eintak af Kór- aninum, helgiriti múslíma, fyrir „baráttu hans og fórnir fyrir þjóðina“. Arafat hótaði afsögn Gaza. Reuters. YASSER Arafat, forseti heima- stjómar Palestínumanna, sagði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Washington í síðustu viku að hann myndi fremur segja af sér en láta undan þrýstingi frá Bandaríkjamönnum um að sam- þykkja tillögur ísraela um brott- flutning liðs frá Vesturbakkanum. Palestínskir embættismenn greindu frá þessu í gær. Arafat sagði ráðherrum sínum frá fundunum með Bandaríkjafor- seta, og tók m.a. fram að tvisvar hafi Clinton reynt að fá sig til að samþykkja takmarkaðan brott- flutning ísraelskra hermanna. Hafi Arafat sagt Bandaríkjaforseta að ef friðarumleitanir færu endanlega út um þúfur í kjölfar afsagnar yrðu Bandaríkjamenn að axla ábyrgð- ina. Palestínumenn krefjast brott- hvarfs Israela frá 30% þess lands sem þeir hafa enn á valdi sínu á Vesturbakkanum. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, vill ekki láta af hendi meira en 9,5% lands. Færeyjakreppan innlegg í sænska EMU-umræðu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYJAR eru sjaldséð umfjöll- unarefni sænskra fjölmiðla, en Færeyjamálið komst þó á leiðara- síðu Svenska Dagbladet í vikunni. Reyndar ekki sökum áhuga blaðs- ins á færeyskum málum heldur sem innlegg í andstöðu þess við Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. Þróunin í Færeyjum undanfarin ár er blaðinu skýrt dæmi þess hvemig land án eigin gjaldmiðils freistist auðveldlega til að hegða sér jafnábyrgðarlaust og Færeyingar hafi gert. Mats Linder leiðarahöfundur segir orsaka færeysku kreppunnar að leita í Færeyjum og hún hafi leitt til gífurlegs taps bankanna. Sama gerðist í Svíþjóð og í báðum tilfellum lauk hinum glaða níunda áratug í djúpum öldudal í upphafi hins tíunda. Á leiðarasíðu blaðsins hefur hvað eftir annað verið varað við að samfara EMU-aðild hafi hvorki verðbólguhætta sænsku krónunnar né vaxtaverkfæri sænska seðlabankans lengur hemil á launamyndun í Svíþjóð. Þar við bætist að ríkisstjómir í löndum án síns sérstaka gjaldmiðils hegði sér ábyrgðarlaust eða ábyrgðarlausara en ella, þar sem mikill halli á fjár- EVRÓPA^ lögum eða þensla hins opinbera leiði ekki sjálfkrafa til hækkandi vaxta og fallandi krónu. Að mati blaðsins em Færeyjar lýsandi dæmi um einmitt þessa hegðun. Víti til vamaðar Linder bendir á að Færeyingar hafi eigin forsætisráðherra, lög- manninn, en tilheyri Danmörku og noti danskan gjaldmiðil. Vægi Færeyinga innan Danaveldis sé sambærilegt við vægi Svíþjóðar í komandi myntbandalagi. I skjóla Dana gátu Færeyingar stofnað til gífurlegra erlendra skulda, meðal annars vegna framkvæmda sem stjómmálamenn stofnuðu til á vafasömum forsendum og það án þess það hefði áhrif á vexti þeirra eða gjaldmiðil. Árangurinn sé um tvær milljónir íslenskra króna í er- lendar skuldir á hvem hinna 44 þúsund íbúa. Þó afrakstur fiskveið- anna á síðasta áratug hafi verið mikill hafi Færeyingar samt notið danskra ríkisstyrkja og um leið hafi launamyndun farið úr bönd- um, svo skipstjóri hafi kannski haft um 15 milljónir íslenskar í árslaun og áhöfnin helming þess. Samhliða þessu söfnuðu bæði útgerðin og heimilin skuldum með fjárfesting- um og eyðslu. Þegar aflinn dróst saman segir Linder að botninn hafi dottið úr efiiahagslífinu, skuldimar vom há- ar og hár kostnaður leiddi til at- vinnuleysis og brottflutnings. Þótt blaðið Ieggi áherslu á að mildll munur sé á færeysku og sænsku efnahagslífi þá séu aðstæður líkar því sem þær væru í Svíþjóð, ef Sví- ar væm aðilar að EMÚ með ófull- nægjandi launamyndun og stjóm- málamenn sem standa ekki undir ábyrgðinni, þegar þeir hafi ekki lengur hníf gjaldeyrisstefnunnar á hálsinum og búa við gjaldeyri, sem endurspegli aðeins að litlu leyti að- stæður á eigin svæði. Færeyska dæmið sé því víti til vamaðar þeim sem álíta aðstæður atvinnulífsins mikilvægustu ástæðuna til að Svíar gangi í EMU. Meirihluti vill Sviss í ESB Ztirích. Reuters. MEIRIHLUTI svissneskra kjós- enda, eða 63,3%, telur að Sviss ætti að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu, annað hvort strax eða eft- ir að tvíhliða samningur Sviss og ESB tekur gildi. Þetta er niður- staða nýrrar skoðanakönnunar, sem var birt á sunnudag. Samkvæmt könnun fyrirtækis- ins Isopublic telja 34,5% kjósenda að Sviss eigi að sækja nú þegar um aðild að ESB, en 28,8% telja að bíða eigi eftir að tvíhliða samning- ur sé í höfn. Talið er stutt í að endanlegt samkomulag takist um tvíhliða samning Sviss og ESB, eftir að málamiðlun náðist um umferð vörubíla um svissnesku Alpana í síðustu viku. Stuðningur við slíkan samning hefur verið um 60% í skoðanakönnunum og er ekki búizt við öðm en að hann verði sam- þykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann verður tilbúinn. 67% búast við aðild fyrir 2010 Margir telja að tvíhliða samning- ur yrði mildlvægt skref í átt til ESB-aðildar Sviss, en svissneska stjómin hefur aldrei dregið form- lega til baka umsókn sína um aðild að sambandinu. í könnun Isopublic kemur fram að 67% kjósenda gera ráð fyrir að Sviss verði aðildarríki ESB árið 2010. Eftir að Svisslendingar höfnuðu aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu árið 1992 hefur stöðnun ríkt í svissnesku efnahagslífi og sviss- nesk fyrirtæki staðið sig illa í sam- anburði við helztu iðnríki heims. Margir Svisslendingar telja að nánari efnahagstengsl við ESB gætu bætt úr þessu. GIMUGIMLI FASTEIGNASALA ÞÓRSGÖTU 26, RVÍK, FAX 5520421 if OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11-14 SÍMI 5525099 íf VÆTTABORGIR ÚTSÝNI Giæsilegt og nýstárlega hannað 189 fm parhús á 2 hæðum. 4 rúmgóð svefnherb. Fallegt útsýni. Afhendist fokhelt að innan, fullbúið að utan og steinað. Verð 9,2 millj. 5725 F.INBÝU JAKASEL ÚTB. 3,7 MILU. Vorum að fá inn fallegt einbýli hæð og ris 185 fm ásamt 35 fm bílskúr, 6 svefnherb. Um er að ræða múrsteinshlaðið Hosby hús staðsett innst í botnlanga. Áhv. húsbr. og byggsj. 11,0 millj. Verð 14,9 millj. 5806 LINDARSEL Vandað einbýli 352 fm á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. í húsinu eru nú tvær íbúðir ca 160 fm á efri hæð og ca 140 fm á neðri hæð. Allt er fullb. og mjög vandað. Verð 21,5 millj. 3076 BLIKASTÍGUR ÁLFTANESI Fallegt einbýli 152 fm + 45 fm bílskúr. Húsið er úr tlmbri, 4 svefnherb, góðar innréttingar. Fallegur garður Áhvilandi Byggsj. rík. 1.650 þús. Verð 11,9 millj. 3835 iVÝBYGGINGAR. RAÍiHÚS OC, l'ARHV.S1 FANNAFOLD Fallegt 75 fm parhús á 1. hasð. 2 svefnherb. Flísar. Fallegar inn- rétt. hellulagt bílaplan m. hita, suður- verönd afgirt. Sérbílastæði. Áhv. 5,1 millj. byggsj. Verð. 8,2 millj. 3997 KAPLASKJÓLSVEGUR Gott 154 fm raðhús Parket á gólfum, endum. baðherb. 4 svefnherb. Suðurgarður. Ath. skipti á ódýrari eign i vesturbæ. Áhv. hús- br. 5,1 millj. Verð 11,2 millj. 5716 SÉRHÆÐIR SPÍTALASTÍGUR Góð 96 fm efri sérhæð og ris í tvíb á þessum vinsæla stað. 14 fm útigeymsla fylgir íbúðinni. Paritet. Suðursvalir. Eign sem búið er að endum. að miklu leyti. Verð 9,1 millj. LYKLAR Á GIMU 5815 HOLTAGERÐI Góð 106 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt 2 stórum aukaherb. í kjallara. Bílskúrsplata. Húsið klætt utan með Steni. Glæsilegt útsýni. Allt sér. Áhv. 1,6 millj. Verð 8,9 millj. 5347 5 HF.RBF.RGJA OG SFÆRRI BÓLSTAÐARHLÍÐ RIS Faiieg 5 herb. risíbúð 91 fm með suðursv. 3 svefnh. og 2 stofur. Parket og flisar. Nýl. innrétt. Sameign góð. Verð 8,4 millj. 5820 ÁRTÚNSHOLT Glæsileg 5-6 herb. íbúð á 1. hæð ásamt rými á jarðhæð og innb. bílskúr alls 183 fm Vandaðar innr., parket, arinn og suðursvalir. Verð 11,7 millj. 4865 EIÐISTORG + AUKAÍBÚÐ Falleg 4ra herb. 106 fm ibúð á 1. hæð ásamt 36 fm séribúð f kjallara. Parket og vandaðar innr. Garður í suður og svalir í norður. Eign með ýmsa möguleika. Verð 9,9 millj. 5749 ÆSUFELL 105 fm endaibúð með glugga á þrjá vegu í lyftuhúsi. 3 svefnh. og 2 stofur. Gullfallegt útsýni yfir borgina. Skipti á minna koma til greina. Verð 6,6 millj. 5774 4Rr\ HERBF.RGJA ÍBÚDIR FLÚÐASEL Falleg 90 fmib. á tveimur hæðum auk bílskýlis. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Parket og flísar. Áhv. 3,0 millj. byg- gsj. Verð 6,6 millj. 3875 HRAUNBÆR Mjög góð 3ja herb. 86 fm íb. ásamt aukaherb. í kj. i einu best staðsetta húsinu ( Hraunbæ. Húsið klætt utan á allar hliðar. Fallegt útsýni í suður. Parket, endum. eldhús og baðherb. Áhv. byggsj. 1,7 millj. Verð 7,0 millj. 5807 DVERGABAKKI Mjög falleg og björt 4ra herb 103 fm endaíbúð á 2. hæð með aukaherb. í kjallara. Falleg gólfefni. Mjög góð sameign. Áhv. 680 þús. Verð 7,1 millj. 5849 JÖRFABAKKI Mjög góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð með stóru aukaherb. [ kjal- lara. Parket og flísar. Góð eign. Áhv. 1,1 millj. Verð 7,2 millj. 5840 HRAUNBÆR M/AUKAH. 3ja herb. 84 fm íbúð á 2. hæð ásamt auka- herb. í kjallara með snyrtiaðstöðu. Vestursvalir. Blokkin klædd að hluta. Sameign góð. Skipti möguleg á stærri eign. Ahv. 2,7 millj. Verð 6,7 millj. 5816 3JA HFRBF.RGJA ÍBIJÐIR FREYJUGATA Vomm að fá inn glæsilega og nánast algjöriega endum. 3ja herb. 90 fm [búð á 3. hæð með fallegu út- sýni. Svalir, parket og flísar á gólfum. Áhv. húsbréf 4,0 millj. 8,3 millj. 5809 NJÁLSGATA Mjög snyrtileg 3ja herb. 83 fm íbúð uppi á 1. hæð í steinhúsi. Ofnalagnir, raflagnir, gluggar og gler yfir- farið. Svalir i suðvestur. Ahv. ca. 3,1 millj. hagstæð lán. Verð 5,4 millj. 5810 LAXAKVÍSL Vorum að fá inn óvenju rúmgóða 3ja herb. 94 fm íbúð á 1. hæð í enda í litlu fjölbýli á vinsælum stað. Parket á flestum gólfum. Gott þvottahús í ibúð. Áhv. byggsj. og húsbr. 4,2 millj. Verð 8,3 millj. 5802 LAUFRIMI Falleg 3ja herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbhúsi. Þvhús i íbúðinni. Suðurverönd. Stutt f skóla og þjónustu. Áhv. 4,3 millj. Verð. 6,7 millj. 5834 ÍRABAKKI Góð 3ja herb. ibúð á 2. hæð í nýviðg. fjölbýli. Tvennarsvalir. Bam- vænt svæði. Góð áhvfl. lán. Áhvíl. 3,2 millj. byggsj. Verð 6,0 millj. 5831 FRAMNESVEGUR 3ja herb eo fm íbúð á jarðh. í fallegu tvíbýli. (búðin þarfnast verulegra endurbóta. Tilvalið fyrir handlagna. Áhv. 1,3 millj. Verð 4,2 millj. 5832 SKEGGJAGATA MEÐ BÍL- SKÚR Mjög góð 3ja herb. 84 fm efri hæð f reisulegu húsi í góðu standi ásamt 26 fm bílskúr. Endum. gluggar, gler, raf- magn og fl. Suðursvalir. Áhv. Byggsj. rfk. 3,8 miilj. Verð 8,1 millj. 5759 RAUÐÁS Skemmtileg 3ja herb. 76 fm íbúð á 1. hæð í fallegu fjölbýli. Parket á öllu. Fallegar innréttingar. Gott útsýni. Áhv. 2,350 þús. Verð 6,9 millj. 4927 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR TUNGUHEIÐI LAUS STRAX I suðurhlíðum Kópavogs er til sölu björt og rúmgóð 67 fm 2ja herb. íbúð í nýklæddu fjórbýli. Suðvestursvalir. Sérþvottahús. LAUS STRAX. LYKLAR Á GIMLI. Áhv. 2,2 millj. Verð 5,5 millj. 1784 SEUAVEGUR Vomm að fá f sölu góða 2ja herb. 61 fm íbúð á góðum stað. Parket og flísar. Verð 5,5 millj. 5833 FELLSMÚLI Mjög góð 2ja herb. 48 fm ibúð á þessum vinsæla stað. (búðin er laus strax. Verð 4,2 millj. 5847 FROSTAFOLD Glæsileg 2ja herb. ibúð á 4.hæð í lyftuhúsi. Fallegar innréttin- gar og gólfefni. Stórglæsilegt útsýni. Ahvíl. Byggsj. c.a 4 millj Verð 6,2 millj. 5821 BORGARHOLTSBRAUT Góð 2ja-3ja herb. 73 fm íbúð á góðum stað í Kópavogi. Sérinngangur. Sérsuðurgarður. Parket á gólfum. Fallegar innr. Góð eign. Verð 5,6 millj. 5508 BREIÐAVÍK BREIÐAVÍK 27-29. EIGUM AÐEINS EFTIR TVÆR 2JA HERB. ÍBÚÐIR ( EFTIRSÓTTU HÚSI. UM ER AÐ RÆÐA FULLBÚNAR (BÚÐIR MEÐ SÉR INNG. OG SUÐURSVÖLUM, FALLEGT ÚTSÝNI. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Verð aðeins 5.850. þús. 5180 STELKSHÓLAR ÓTRÚLEGT VERÐ! Mjög snyrtileg 63 fm 2ja herb. ibúð á 1. hæð með sér suöurgarði. Parket á gólfum, húsið nýstandsett. Áhv. 2.650 þús. Verð 4.700 þús. 5582 HATÚN Óvenju rúmgóð og skemmti- leg 2ja herb. 72 fm íbúð í kjallara í fallegu þribýli á rólegum stað. Fallegur suður- garður. Verð 5,7 millj. 5038 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.