Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 74. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Skopast að stjórnmálamönnum HÓPUR skopleikara flytur háðsádeiluverk inni í gær og spunatækni hans og búningar 19. öld. Með þessari háðsádeilu vildu leikar- á götusviði í miðborg Mexíkóborgar. Sýn- eiga rætur að rekja til háðsádeiluverka á amir sýna að stjórnmálin í Mexíkó hefðu ing hópsins var liður í götuhátíð í miðborg- valdatíma Porfirios Díaz, einræðisherra á lítið breyst siðan þá. Skilaboða guðs beðið við sjón- varpsskjáinn 150 FÉLAGAR í sértrúarsöfnuði í Dallas í Texas komu saman í húsi spá- manns síns á dögunum, kveiktu á sjón- varpstækjum og biðu eftir því að guð sendi út skilaboð um að Kristur kæmi aftur til jarðar næstkomandi þriðjudag eins og spámaðurinn hafði boðað. Ekk- ert varð þó af útsendingu almættisins. Söfnuðurinn heitir Hjálpræðiskirkja guðs og í honum eru einkum Texasbúar af tævönskum ættum sem ganga allir með hvíta kúrekahatta. Spámaðurinn, Chen Hong-ming, hafði boðað að guð myndi birtast á einni sjónvarpsrásinni á miðnætti til að tilkynna endurkomu Krists. „Þar sem guð hefur ekki birst á skjánum getið þið litið á spádóm minn sem vitleysu," sagði spámaðurinn við söfnuðinn. „Ég legg til að þið trúið ekki því sem ég segi hér eftir.“ Fylgismenn spámannsins sögðust þó enn trúa boðskap hans. Chen Hong- ming hefur spáð miklum hörmungum vegna synda mannkynsins, m.a. efna- hagskreppu og flóðum i Asíu á næsta ári og að Iokum kjarnorkustríði sem geri jörðina óbyggilega. Guð muni þó miskunna þeim, sem iðrist synda sinna, og flytja þá með geimfari í ríki sitt á fjarlægri plánetu. Lögreglan var með mikinn viðbúnað við húsið þar sem óttast var að fylgis- menn spámannsins myndu grípa til ör- þrifaráða og svipta sig lífi eins og 39 fé- lagar annars sértrúarsafnaðar í Banda- ríkjunum gerðu í fyrra. Dylan og Keats í sama flokki? CHRIS Smith, menningarmálaráðherra Bretlands, segir í viðtali við vikuritið Spectator að bandaríski tónlistarmaður- inn Bob Dylan sé jafnoki breska 19. ald- ar ljóðskáldsins Johns Keats. Ekki er víst að breskum menningar- vitum líki samanburðurínu, enda er John Keats jafnan talinn meðal fremstu rómantísku skáldanna á Bretlandi. Um- mæli Smiths vekja ekki síst eftirtekt vegna þess að doktorsritgerð hans frá Cambridge-háskóla fjallaði einmitt um rómantfsku skáldin bresku og hann ætti því að þekkja verk þeirra vel. Sljóm Verkamannaflokksins hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að baða sig í sviðsljósi popptónlistarmanna. Smith segir hins vegar í viðtalinu að menn verði að gera sér grein fyrir mik- ilvægi dægurmenningar á breskan efna- hag og það sé markleysa að gera grein- armun á henni og „æðri“ listum. Tsjemomyrdín í forsetafiÁmboð Moskvu. Reuters. VIKTOR Tsjernomyrdín, fyrrverandi forsæt- isráðherra Rússlands, tilkynnti í sjónvarps- viðtali í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum árið 2000. Tsjemomyrdín skýrði frá þessu í viðtali, sem sýna átti í fréttaskýringaþætti rússneska ríkissjónvarpsins ORT síðdegis í gær. Fyrr um daginn sýndi sjónvarpið brot úr viðtalinu þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi lýsti því yfir að hann hefði ákveðið að sækjast eftir forsetaembættinu. Borís Jeltsín forseti vék Tsjernomyrdín frá á mánudag og hann hafði þá verið forsætis- ráðherra í rúm fímm ár. Vitað var að Tsjernomyrdín hefði hug á að sækjast eftir forsetaembættinu en hann hafði alltaf neitað að svara því hvort hann ætlaði í framboð þar til í gær. Styður Jeltsín Tsjernomyrdín? Þegar Jeltsín ákvað að víkja Tsjernomyrd- ín og allri stjórn hans frá kvaðst hann hafa falið forsætisráðherranum fyrrverandi að undirbúa þingkosningarnar á næsta ári og forsetakosningarnar ári síðar. Forsetinn sagði þó ekkert um hvort hann hygðist styðja forsetaframboð hans. Nokkrir fréttaskýrendur töldu að sú ákvörðun Jeltsíns að biðja Tsjernomyrdín að undirbúa kosningamar benti til þess að for- sætisráðherrann fyrrverandi nyti enn stuðn- ings forsetans. Aðrir fréttaskýrendur sögðu hins vegar að brottreksturinn benti til þess að Tsjemomyrdín væri ekki lengur í náðinni hjá forsetanum, sem hefði komist að þeirri niður- stöðu að litlar sem engar líkur væra á að hann færi með sigur af hólmi í kosningunum. Þeir töldu að Tsjernomyrdín hefði goldið þess að hafa orðið of valdamíkill á síðustu mánuðum vegna veikinda forsetans. Margir töldu að með því að svipta Tsjerao- myrdín embættinu hefði hann dregið mjög úr líkunum á því að forsætisráðherrann fyrrver- andi yrði kjörinn næsti forseti. Tsjemomyrd- ín þykir skorta persónutöfra og hæfíleika til að fá almenning á sitt band. Fylgi hans er mjög lítið, ef marka má skoðanakannanir. Norður-írland Nýtt morð fordæmt Belfast. Reuters. STJÓRNMÁLAMENN, sem taka þátt í frið- arviðræðunum á Norður-írlandi, fordæmdu í gær morð á fyrrverandi lögreglumanni sem framið var seint á föstudagskvöld. Talið er að herská hreyfmg kaþólskra lýðveldissinna hafi staðið fyrir morðinu til að grafa undan friðar- viðræðunum. Cyril Stewart, 52 ára fyrrverandi lögreglu- maður, var skotinn til bana við stórmarkað í borginni Armagh, um 50 km frá Belfast. Sjónarvottar sögðu að tveir grímuklæddir menn hefðu setið fyrir honum. Stewart er 17. maðurinn sem hefur verið myrtur á Norður-írlandi frá því í desember. Herskáum hreyfingum, sem era andvígar friðarviðræðunum, hefur verið kennt um morðin og talið er að markmið þeirra sé að reka fleyg á milli flokkanna sem taka þátt í viðræðunum. Engin hreyfinganna lýsti morðinu á hend- ur sér en lögreglan telur að tilræðismennim- ir séu félagar í hreyfingu lýðveldissinna, sem hefur staðið fyrir nokkram sprengjuárásum í Armagh-sýslu síðustu vikur. KAPPHLAUP VID SÝKLA FRÁ SKÍÐASKÁLANUM í REYKHOLT ÁTTA SKÓSMIÐIR í ÆTTINNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.