Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 6
6 SUNKUDAGUK 29. MAKZ l!)í)8
GIC!/riíjOT/
MGRGUNBLAÐIÐ
Viðskipta-
bannið -
bjarghring-
ur Castros
Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu var
sett fyrir 35 árum, meðal annars vegna
uppsetningar sovéskra kjarnaflauga í land-
inu, en í stað þess að grafa undan stjórn
Castros og kommúnista virðist það vera
það eina, sem heldur henni á floti. Þótt
bannið njóti enn mikils stuðnings í Banda-
ríkjunum gera æ fleiri sér ljóst, að það er
tímaskekkja, sem verður æ vandræðalegri
með hverju ári, sem líður.
BILL Clinton, forseti
Bandaríkjanna, tilkynnti í
síðustu viku, að nokkuð
yrði slakað á viðskipta-
banninu gegn Kúbu. Eru tilslakan-
irnar þær helstar, að flugferðir milli
Kúbu og Bandaríkjanna verða auð-
veldaðar, fólk af kúbverskum ætt-
um má senda ákveðna peningaupp-
hæð til ættingja sinna á Kúbu árs-
fjórðungslega og sala á lyfjum og
læknisbúnaði verður greiðari en áð-
ur. Með þessu er Clinton meðal
annars að verða við áskorun Jó-
hannesar Páls páfa II í Kúbuheim-
sókn hans fyrir skömmu. Eftir sem
áður stendur viðskiptabannið að
mestu óbreytt þótt það verði aug-
ljósara með hverju árinu, sem líður,
að það hefur haft þveröfug áhrif við
það, sem að var stefnt. í stað þess
að grafa undan völdum Fidels Ca-
stros Kúbuforseta hefur það orðið
til að styrkja stöðu hans. Viðskipta-
bannið hefur orðið að einni allsherj-
arafsökun kommúnista fyrir öllu,
sem aflaga hefur farið í stjórnartíð
þeirra.
Fyrstu viðbrögð Castros við
ákvörðun Clintons voru jákvæð.
Kvaðst hann að vísu eiga eftir að
kynna sér hana betur en taldi þó, að
hún gæti orðið til að bæta samskipti
ríkjanna. Það voru helst sumir þing-
menn repúblikana, sem mótmæltu
„þessari eftirgjöf við einræðisstjórn
Castros", og nokkrir talsmenn
kúbverska samfélagsins á Miami
sökuðu Clinton um að svíkja minn-
ingu flugmannanna, sem fórust þeg-
ar kúbversk orrustuþota skaut nið-
ur tvær bandarískar einkaflugvélar
innan kúbverskrar lofthelgi í febrú-
ar 1996.
Ný viðhorf á Miami
Margir aðrir Kúbverjar á Miami
hafa hins vegar fagnað tilslökunun-
um, sem þeir segja, að hafí verið
orðnar löngu tímabærar. Svo er líka
með ýmsa frammámenn í banda-
rísku atvinnulífi, sem hafa beitt sér
fyrir afnámi viðskiptabannsins. Það
er því líklegt, að Bandaríkjaþing
muni samþykkja tilslakanirnar til-
tölulega hljóðalítið. Stuðningur páfa
skiptir máli í því sambandi og auk
þess er á það bent, að þær muni
mælast vel fyrir í Evrópusamband-
inu og meðal Mið- og Suður-Amer-
íkuríkja.
Viðskiptabannið á Kúbu hefur
staðið í 35 ár og tekur til allra efna-
hagslegra samskipta, innflutnings,
útflutnings, gjafa, ferðalaga og
starfsemi hjálparstofnana. Var það
hugsað sem svar við „fjandsamleg-
um aðgerðum Kúbustjórnar“, til
dæmis uppsetningu sovéskra
kjamaflauga 1962 og við stuðningi
hennar við kommúníska byltingu
um alla Rómönsku Ameríku. Síðan
hefur verið hert á viðskiptabanninu
nokkrum sinnum og síðast 1996
með Helms-Burton-lögunum.
í yfírlýsingu bandaríska fjár-
Samhjálparblaðið
erkomiðúl
Má bjóða þér
áskrift?
Áskriftarsímar
561 1000
561 0477
Reuters.
IBUAR borgarinnar Santa Clara á Kúbu fagna komu páfa í janúar-
mánuði. Páfaheimsóknin er talin hafa haft mikil áhrif á bætt sam-
skipti Kúbu og Bandaríkjanna.
ERLENT
málaráðuneytisins á sínum tíma
sagði, að megintilgangur viðskipta-
bannsins væri að einangra Kúbu
efnahagslega og koma í veg fyrir
aðstreymi bandarískra dollara. Þótt
þess væri ekki getið, vonuðust
bandarísk stjómvöld að sjálfsögðu
til, að bannið myndi veikja stjórn
Castros og kommúnista og flýta
fyrir falli hennar. Ahrifin voru alveg
þveröfug.
Sovéskt leppríki
Viðskiptabannið átti sinn þátt í að
gera Kúbu að algeru leppríld Sovét-
ríkjanna, sem héldu kúbversku efna-
hagslífi á floti með gífurlegum fjár-
framlögum. Vora þau allt að 440
milljörðum ísL kr. árlega, allt þar til
kommúnisminn í Austur-Evrópu féll.
Eftir 1991 hefur viðskiptabannið
komið með fullum þunga niður á
Kúbverjum enda urðu þeir þá að
fara að standa á eigin fótum og
treysta á heimsmarkaðinn í stað
vöruskiptaverslunarinnar við
kommúnistaríkin áður. Fyrir bylt-
inguna 1959 voru Bandaríkin
langstærsti markaðurinn fyrir
kúbverskar framleiðsluvörar og þá
var Kúba annað auðugasta ríkið í
Rómönsku Ameríku. Nú verður að
fara langan veg, oft þúsundir km, til
að finna kaupanda að vöra, sem fyr-
ir byltinguna var seld hinum megin
við sundið.
Bannið hefur að sjálfsögðu líka
haft þau áhrif, að bandarísk fyrir-
tæki mega ekkert selja til Kúbu,
hvorki áburð, landbúnaðartæki,
varahluti né nokkuð annað og
bandarískum ferðamönnum er
bannað að leggja þangað leið sína.
Vegna bannsins fá Kúbverjar held-
ur enga fyrirgreiðslu í alþjóðlegum
fj ármálastofnunum.
Dollarar frá Bandarfkjunum
Á síðustu áram hafa þó æ fleiri
Bandaríkjamenn farið til Kúbu
þrátt fyrir ferðabannið og fara þá
gjarnan um Kanada eða Mexikó.
Það hefur líka mistekist að koma í
veg fyrir dollarastreymi til landsins
og þá er ekki átt við utanríkisversl-
unina, heldur dollara beint frá
Bandaríkjunum. Þótt ráðamenn á
Kúbu kenni Bandaríkjamönnum um
allt, sem miður fer, þá er sannleik-
urinn líklega sá, að Bandaríkja-
menn af kúbverskum ættum haldi
efnahagslífinu á floti. Fyrr í þessum
mánuði áætlaði efnahagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna fyrir Ró-
mönsku Ameríku, að á árinu 1996
hefðu þeir sent til Kúbu næstum 60
milljarða ísl. kr. Það er meira en
nemur öllum launagreiðslum í land-
inu árlega.
Eftir sem áður er Ijóst, að við-
skiptabannið hefur valdið stórskaða
á Kúbu og þegar við bætist komm-
úniskur ríkisbúskapur, sem er í
kaldakoli, þá er ekki engin furða
þótt ástandið sé slæmt.
í nýlegri skoðanakönnun í
Bandaríkjunum kemur fram, að við-
skiptabannið á Kúbu hefur enn góð-
an meirihluta meðal kjósenda en
það kom líka fram, að álíka margir
sögðust lítið sem ekkert vita um
Kúbumálin. Æ fleiri frammámenn í
bandarískum stjórnmálum og í at-
vinnulífinu gera sér hins vegar
grein fyrir því, að viðskiptabannið á
Kúbu er orðið að tímaskekkju, sem
verður vandræðalegri með hverju
árinu, sem líður.
Bandaríkjunum stafar ekki leng-
ur nein hætta frá Kúbu og staðan er
nú sú, að megintilgangi viðskipta-
bannsins, að steypa stjórn kommún-
ista, verður líklega best náð með því
að taka upp eðlileg samskipti við
landið. Gömlu röksemdimar hafa
með öðrum orðum snúist upp í and-
hverfu sína og nú er banninu við-
haldið aðallega vegna pólitískra að-
stæðna í Bandaríkjunum sjálfum.
Vega þar þungt áhrif kúbverska
samfélagsins á Miami.
Víetnam og Kúba
I þessu sambandi nefna margir,
að 1994, tveimur áratugum eftir lok
Víetnamstríðsins, sem, kostaði tugi
þúsunda Bandaríkjamanna lífið,
hafi Bandaríkjastjórn fallið frá
banni við viðskiptum við kommún-
istastjómina í Víetnam og tekið upp
fullt stjómmálasamband ári síðar.
Víetnam er hins vegar ekki rétt
undan ströndum Bandaríkjanna og
þar er ekkert víetnamskt samfélag
á borð við Kúbverjana á Miami. Ví-
etnamar skutu heldur ekki niður
bandarískar flugvélar á sama tíma
og búist var við batnandi samskipt-
um ríkjanna
Á Kúbu telja raunar margir, að
Castro hafi ákveðið, að flugvélarnar
tvær skyldu skotnar niður vegna
þess, að hann óttaðist, að Clinton,
fyrsti forseti Bandaríkjanna að
kalda stríðinu loknu, hygðist taka
upp nýja stefnu gagnvart Kúbu.
„Sovétríkin eru hrunin, markaðir
okkar í Austur-Evrópu eru horfnir
og það eina, sem heldur uppi þess-
ari stjórn, er stefna Bandaríkj-
anna,“ sagði Oswaldo Payá Sar-
dinas, leiðtogi kristilegra samtaka á
Kúbu, sem berjast fyrir hægfara
umskiptum í efnahags- og stjórn-
málum landsins.
• Heimildir: Reuters, Washington
Post, New York Times, The Christi-
an Science Monitor
Norðmenn draga úr olíuframleiðslimni
V erkamannaflokkurinn
styður 3% samdratt
Ósló. Reuters.
NORSKI Verkamannaflokkurinn
féllst á föstudag á að styðja tillögu
ríkisstjórnarinnar um að draga úr
olíuframleiðslu um 3%, til að koma í
veg fyrir verðfall á olíu.
Daginn áður beið stjórnin mikinn
ósigur er utanríkismálanefnd þings-
ins hafnaði því að taka málið fyrir.
Stuðningur Verkamannaflokksins
nægir stjórninni til að fá málið í
gegn á þingi.
Kjell Magne Bondevik forsætis-
ráðherra kvaðst myndu eiga við-
ræður við aðra flokka áður en
ákveðið yrði hversu mikill niður-
skurðurinn yrði en bjóst við að
ákvörðun myndi liggja fyrir þegar
eftir helgi. Að sögn Bondeviks gerir
stjómin ráð fyrir að sá samdráttur í
framleiðslunni, sem verður ákveð-
inn nú, muni gilda út árið.
Thorbjorn Jagland, leiðtogi
Verkamannaflokksins, lýsti því yfir
í gær að flokkurinn myndi styðja
3% samdrátt í olíuframleiðslu en
ekki meira en Opec-ríkin gerðu
kröfu um. Er stuðningur flokksins
háður því að önnur olíuframleiðslu-
ríki dragi jafnmikið úr framleiðsl-
unni og þau hafa lofað. Upphaflega
hljóðuðu hugmyndir ríkisstjórnar-
innar upp á 5% minni olíufram-
leiðslu.