Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Það eru ekki einungis sérfræðingar í sýkla- fræði sem þurfa að hafa áhyggjur af sýkl- um, smitsjúkdómum og lyfjaónæmi baktería. María Hrönn Gunnars- dóttir komst að því að málið kemur öllum við og að ef við viljum ekki standa uppi sýklalyfja- laus innan fárra ára verður sérhver maður að hugsa sinn gang. EITT af íyrstu verkum Karls G. Ki-istinssonar, dósents í sýkla- fræði við Háskóla íslands, þegar hann kemur til vinnu sinnar er að opna tölvupóstinn sinn. Þar fínn- ur hann iðulega skeyti með nýjum fréttum úr heimi sýklafræðinnar, sem gera manni í hans stöðu betur kleift en nokkru sinni fyrr að fylgj- ast með hvað er að gerast í fræðun- um. Ekki veitir af, því nú á dögum berast smitsjúkdómar hratt á milli heimshluta, bakterímTiar sjálfar þróast og breytast ört og sífellt fleiri bakteríustofnar verða ónæmir íyrir lyfjum. í gær, laugardag, hélt Karl íyrir- lestur á vegum Hollvinafélags læknadeildar Háskóla Islands þar sem hann gerði að umtalsefni sínu vaxandi ónæmi sýkla fyrir sýklalyfj- um, möguleg endalok kraftaverka- lyfjanna og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að svo fari. Ónæmi innan tíu ára „Það er ekki nema hálf öld síðan sýklalyfin komu á markað og þá þóttu þau kraftaverkalyf,“ segir Karl. „Þegar menn áttuðu sig á að bakteríur í umhverfínu framleiddu sýklalyf á borð við penisillín og streptómýsín, fóru þeir að leita enn frekar og þá fundust mjög mörg ný sýklalyf á stuttum tíma. Um 1960 vorum við komin með nánast alla þá sýklalyfjaflokka sem til eru. Síð- an höfum við bara verið að breyta þeim og búa til afleiður. A þessum tíma töldu menn að sýkingar væru ekki lengur vanda- mál og að sýklalyf ættu að vera fyrir alla. Minni áhersla var lögð á forvarnir og smitgát og áhuginn á sýklafræði og smitsjúkdómum minnkaði." Það leið aftur á móti ekki á löngu áður en sýkingar af völdum ónæmra sýkla komu upp og innan við 10 árum eftir að penisillínið uppgötvaðist voru ónæmir stofnar af Staphylococcus aureus, sem er ein algengasta orsök sjúkrahús- sýkinga, orðnir að vandamáli á sjúkrahúsum. „Þarna í upphafi voru ákveðnir menn strax farnir að sjá hættuna á þessu en fólk skellti skollaeyrum við því. Nú era 95% af staphylokokkum orðnir ónæmir fyrir penisillíni," segir Karl og bætir við: „Mönnum tókst lengi vel að breyta eldri sýklalyfjum þannig að þau virkuðu á ónæmar bakteríur en með vaxandi sýklalyfjanotkun er svo komið að við erum að tapa kapphlaupinu við sýklana. Við erum komin með nokkra sýkla sem eru ónæmir fyrir öllum sýklalyfjum." f) 1 ■ •<• í f ■! ■ ■ ■m VIÐ höfum einungis haft sýklalyf í 55 ár en erum að verða búin að eyðileggja kraftaverkið, sem þau voru, með kraftaverkinu sjálfu, segir Karl G. Kristinsson. Morgunblaðið/Kristinn Kraftaverkið Það var fyrir sjötíu árum sem skoskur iæknir að nafni Alexander Fieming uppgötvaði fyrir slembi- lukku að ákveðin tegund af myglusveppi hafði bakteríudrepandi verkun. Hann hafði skilið nokkr- ar skálar til bakteríuræktunar eftir í gluggakistu og farið í frí. Þegar hann kom til baka sá hann að skálarnar höfðu mengast af myglusveppnum en í kringum hvern depil af sveppnum höfðu bakterí- urnar, sem annars uxu í skálinni, drepist. Komst Fleming að því að sveppurinn framleiddi bakteríu- drepandi efni. Sjálfur hafði hann ekki þekkingu til að einangra efnið, sem hann kallaði penicillin, og varð það, ásamt því að honum tókst ekki að vekja áhuga annarra vísindamanna á efninu, til þess að tólf ár liðu þar til það uppgötvaðist að nýju. Þá voru komnir til sögunnar tveir menn, Ástralinn dr. Howard Florey og Þjóðverjinn Ernst Boris Chain, en þeir stunduðu rannsóknir sínar í Oxford í Englandi. Florey og Chain tókst að einangra pen- icillinsveppinn við erfiðar aðstæður enda var heimsstyrjöldin síðari skollin á. Mygla í melónu Fyrsti sjúklingurinn sem var gefið penicillin var lögregluþjónn frá Oxford sem fékk blóðeitrun af völdum Staphylococcus aureus í febrúarbyrjun árið 1941. Hann hafði fengið súlfalyf, en þau uppgötvuð- ust nokkrum árum áður, án árangurs. Tólfta febrú- ar var honum gefínn fyrsti penicillinskammturinn í æð og síðan á nokkurra klukkustunda fresti með þeim árangri að einungis 24 stundum síðar mátti sjá mikinn bata. Lyfíð var hins vegar til í svo litlu magni að ekki reyndist unnt að fylgja meðferðinni eftir og sjúklingurinn lést tveimur dögum síðar. Þó að lögregluþjónninn hefði ekki náð að lifa varð atvikið til þess að vísindamennirnir sannfærð- ust enn frekar um ágæti penicillinsins. Fljótlega varð ljóst að myglusveppurinn sem þeir félagar unnu með var ekki nógu öflugur til að hægt yrði að framleiða Iyfið úr honum í stórum stíl. Hófst því umfangsmikil leit að öðrum tegundum auk þess sem unnið var að því hörðum höndum að gera framleiðsluaðferðirnar sem skilvirkastar. Leitin að myglunni bar loks árangur í Banda- ríkjunum þegar ung kona, „Myglu-María“, sem sérstaklega var ráðin til þess að fara á matvöru- markaði og kaupa sérhverja þá tegund af myglu sem hún gæti fengið, fann skemmda melónu. Strax árið 1943 varð penicillin fáanlegt til að nota við sýkingum meðal hermanna en framleiðslu þess var vandlega haldið leyndri þar til styrjöldinni lauk. Fleming, Florey og Chain deildu með sér Nóbels- verðlaununum í læknisfræði fyrir uppgötvun sína árið 1945. Óttinn við mósana Flestar tegundir sýkla hafa náð að mynda ónæmi gegn einhverjum sýklalyfjum en til að sýklar teljist fjölónæmir þurfa þeir að vera ónæmir fyrir að minnsta kosti þremur sýklalyfjaflokkum. Sýkla- lyfjaflokkamir eru rúmlega tíu talsins. Nokkrir bakteríustofnar hafa hins vegar myndað ónæmi fyrir flestum eða öllum sýklalyfj- um. Meðal þeirra eru enterokokk- ar og staphylokokkar, sem valda fyrst og fremst sjúkrahússýking- um, berklabakteríur og pneumokokkar. „Enterokokkar tilheyra náttúru- legri bakteríuflóru í bæði mönnum og dýrum. Þeir valda yfirleitt ekki sýkingum nema í einstaklingum með skertar ónæmisvarnir, t.d. í krabbameinssjúklingum. Þetta eru mallandi sýkingar sem draga smátt og smátt af fólki. Yfirleitt deyja þessi sjúklingar innan fárra vikna eða mánaða hvort sem er en það er engin spurning að bakterí- urnar geta átt þátt í dauða þeirra,“ segir Karl. Talið er að fjölónæmir stofnar þessarar bakteríu hafi m.a. þróast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.