Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 11 á meginlandi Evrópu þar sem fæðubótarefnið Avoparsin var not- að í landbúnaði. Avoparsin er ná- skylt sýklalyfinu vancomysini, sem lengi vel var eina lyfið sem verkaði á sýklana, en þar sem sýklarnir og fæðubótarefnið voru saman í göm dýranna fengu þeir tækifæri til að mynda ónæmið. Onæmu sýklamir bárast síðan úr dýranum yfir í menn. „Við höfum mestar áhyggjur af að genið sem veldur vancomysin- ónæmi berist frá enterokokkunum yfir í staphylokokka,“ segir Karl. „Meðal staphylokokka era til svo- kallaðir mósar; nafn þeirra er myndað úr samsetningunni met- hicillin ónæmir staphylococcus aureus. Lengi vel var methieillin eina lyfið sem virkaði á stap- hylokokkana. Síðan fóra að koma upp á sjúkrahúsum stofnar, mósar, sem vora ónæmir fyrir því einnig og þar með fyrir öllum svonefndum beta-laktam lyfjum en þau era langstærsti og mikilvægasti sýkla- lyfjaflokkurinn. Þar með var eitt helsta vopnið horfið úr vopnabúr- inu. Mósar era algengastir á stærstu sjúkrahúsunum þar sem flóknustu aðgerðirnar era gerðar á veikustu sjúklingunum en þangað sendum við fólk t.d. til hjartaaðgerða. Þeir hafa ekki náð bólfestu á íslenskum sjúkrahúsum en við búum því við stöðugan ótta um að þeir geri það.“ LyQakostnaður myndi margfaldast Og Karl heldur áfram: „Þess vegna era allir sjúklingar sem koma úr aðgerðum erlendis frá, að Norðurlöndunum undanskildum, settir í einangrun þar til búið er að útiloka að þeir beri þessar bakterí- ur. Ef mósasmit uppgötvast er reynt að uppræta smitið með ákveðnu lyfi sem oftast er virkt gegn sýklunum. Það gengur ekki alltaf og þá verður sjúklingurinn að vera í einangran á meðan hann er á sjúkrahúsinu.“ Minna máli skiptir þó að einstak- lingur úti í bæ sé smitaður því þar era minni líkur á að ónæmið breið- ist út. „Við beitum sömu aðferðum og gert er annars staðar á Norður- löndunum og Ástralir beittu. Nú er þetta orðið að vandamáli í Astralíu og það er spuming hve lengi við getum varist mósunum. Mósar valda ekki hættulegri sýkingum en sýklalyfjanæmir stap- hylokokkar. Astæðan fyrir því að okkur er svona illa við að þeir breiðist út er að þá era vancomysið og skyld lyf einu lyfin sem við get- um notað. Þau era margfalt dýrari en þau lyf sem við notum annars. Aætlaður kostnaður, ef þessir stofnar ná fótfestu á einni sjúkra- húsdeild, hleypur á milljónum. Dagsskammturinn af vancomycini fyrir einn sjúkhng kostar um 10 þúsund krónur á móti um 100 krónum ef hægt er að nota venju- leg lyf. Þar að auki er vancomycin einungis til sem stungulyf og það getur haft eiturverkanir á nýrun ef það er gefið í of stóram skömmt- um. Ef mósar ná fótfestu á deild verður eftirleiðis að gefa vancomysin sem fyrsta lyf í hvert einasta skipti sem alvarleg sýking kemur upp, þar til neikvæðar ræktunarniðurstöður hafa borist," segir Karl og bætir við að einangr- unaraðstaða á sjúkrahúsum á Is- landi sé ófullnægjandi bæði vegna plássleysis og manneklu. „Því miður hefur þessi algengi sýkingarvaldur myndað ónæmi fyrir öllum sýklalyfjaflokkum á ákveðnum sjúkrahúsum í Japan,“ segir Karl. „Japanar era þekktir fyrir að nota mest allra þjóða af sýklalyfjum og þessir stofnar era mun algengari en menn granaði. Þá hafa þeir fundist nýlega í Bandaríkjunum líka. Kosturinn við að þeir þróuðu ónæmið sjálfir en fengu það ekki frá enterokokkum er að þeir era ekki algerlega ónæmir fyrir vancomycini. En það að þeir era komnir með skert ónæmi þýðir að líklegt er að þeir muni verða alveg ónæmir." Einstakur árangur „Nú eram við líka komnir með berklabakteríur sem era ónæmar fyrir öllum góðum berklalyfjum," segir Karl ennfremur. „Þær era til dæmis útbreiddar í Eystrasalts- löndunum, sérstaklega í Litháen þar sem tíðni fjölónæmra berkla- baktería er há. Síðan era til fjöl- ónæmir pneumokokkar en um þá hefur töluvert verið fjallað þar sem ein algengasta sýkingin af þeirra völdum er eyrnabólga í börnum. Tíðni penisillínónæmra pneumokokka fór úr 0% árið 1988 í 20% árið 1993. Þar af voru um 80% fjölónæmir þannig að tíðni fjöló- næmra pneumokokka var orðin 17-18%. Engin sýklalyf til inntöku dugðu við þessum sýklum þannig að við þurftum að leggja mörg börn með einfalda eymabólgu inn á sjúkrahús og gefa þeim sýklalyf í Við höfum verið að nota þessi lyf við einföldum sýkingum eins og t.d. unglinga- bólum og við er- um að með- höndla sýkingar sem þurfa ekki sýklalyf. Með því gætum við verið að eyðileggja framtíðina fyrir börnunum okkar æð. Við hófum aðgerðir til að minnka útbreiðslu þeirra, meðal annars með því að reka áróður fyr- ir því að minnka sýklalyfjanotkun, og árið 1996 var tíðnin komin niður í 14%. Við og Svíar eram einu þjóð- imar sem hefur tekist að snúa þró- uninni við. Við eigum möguleika á að stjóma þessu, meðal annars vegna þess að fólk fylgist vel með fréttum, en víða er það ekki mögu- legt, svo sem í Bandaríkjunum, Frakklandi og á Spáni og tíðnin í þessum löndum er komin upp í 40-50%. Það sem verra er, er að pneumokokkar era önnur algeng- asta orsök heilahimnubólgu. Heila- himnubólga er sýking innan mið- taugakerfisins og til að meðhöndla hana verður lyfið að komast yfir blóðheilaþröskuldinn. Til era stofn- ar af pneumokokkum t.d. í Mexíkó- borg og í Ungverjalandi, sem era ónæmir fyrir öllum lyfjum nema vancomysini en það kemst ekki yfir þröskuldinn." Fullorðnir vilja lyf við kvefi Langstærsta orsök þess að sýklalyfjaónæmi breiðist út er, samkvæmt nýlegri könnun Karls og samstarfsmanna hans, sýklalyf- in sjálf. „Við getum skipt sýklalyfjanokt- un í tvennt. Mest hefur verið fjall- að um sýklalyf gegn sýkingum í mönnum en í sumum löndum er notkunin mjög mikil í landbúnaði. Læknavísindastofnun Bandaríkj- anna áætlaði árið 1988 að um helm- ingur sýklalyfja, sem þá vora fram- leidd þar í landi, væri notaður í landbúnaði við sýkingum, til að fyr- irbyggja þær eða sem fóðurbætir til að örva vöxt. Við vitum einnig að sýklalyf era ofnotuð á Vesturlönd- um í ákveðnum tilfellum við sýk- ingum í fólki,“ segir Karl og nefnir eymabólgu, kvef og berkjubólgu i því sambandi. „70-80% prósent af öllum eyrnabólgum læknast af sjálfu sér. Vandamálið felst í að ekki er hægt að sjá fyrir hvaða eyma- bólga læknast. Eymabólgur era algengasta ábending sýklalyfja þannig að með því að bíða og sjá á hvom veginn bólgan þróast má minnka sýklalyfjanotkunina vera- lega. Sænskir læknar hafa gripið til þess ráðs að senda öll böm með roða á hljóðhimnu heim án sýkla- lyfja. Foreldranum er síðan boðið að koma með börn sín aftur til skoðunar án endurgjalds og þá er metið hvort gefa þurfi lyf við sýk- ingunni. Víða í Svíþjóð má barn sem fær smit af ónæmum pneumokokkum ekki fara í leik- skólann fyrr en það er laust við smitið. íslenskir læknar hafa tekið eftir að viðhorf foreldra til sýkla- lyfja hefur breyst á síðustu árum og að foreldrar vilji gjarnan láta reyna á hvort sýkingin læknist af sjálfu sér. Sýklalyf duga aftur á móti aldrei við kvefi og sjaldnast við berkjubólgu því hún er í lang- flestum tilvikum af völdum veira. Það mætti minnka sýklalyfjanotk- un verulega með því að hætta að gefa lyfin við þessum kvillum. Fullorðið fólk þrýstir enn á um að fá sýklalyf við þessum kvillum þó að þau dugi ekki.“ Þróunina má að hluta rekja til þj óðfélagsbreytinga En hvemig stendur á því að bakteríur geta þróað með sér ónæmi gegn sýklalyfjunum? „Maðurinn og aðrar þróaðar líf- verur hafa mörg litningapör í kjörnum frumanna. Bakteríur hafa aftur á móti bara einn litning og ekkert upphefur skaðleg áhrif stökkbreytinga ef þær verða innan litningsins. Breytingamar sem verða við stökkbreytinguna koma því strax fram. Þetta auðveldar þróun mjög mikið. Þar að auki fjölga bakteríur sér á 20 mínútna fresti við kjöraðstæður,“ segir Karl. „Síðan hafa bakteríur þróað að- ferðir sem kallast erfðaflutningar til að flytja tilbúin gen á milli litn- inga þannig að þróun sem verður innan ákveðinnar bakteríu getur breiðst yfir í aðra. Þetta getur gerst á þrjá vegu. Hluti af litningi dauðrar bakteríu getur flust yfir í lifandi bakteríu. í öðra lagi er það með svo svokallaðri veiraleiðslu þar sem bakteríuveirar flytja erfðaefni á milli baktería. Síðan er það með tengiæxlun en þar flyst erfðaefni milli tveggja bakteríuteg- unda. Svo era til erfðaefnisbútar sem kallast stökklar en þeir geta flutt erfðaefni innan sömu bakter- íu. Möguleikamir fyrir því að sýklalyfjaónæmi breiðist út era gíf- urlega margir.“ Þá bendir Karl á að þessa hröðu þróun megi að einhverju leyti rekja til breyttra þjóðfélagshátta. Flest börn era á leikskólum þar sem bakteríusmit í öndunar- og melt- ingarfæram berast auðveldlega á milli barnanna. Þá hafa sívaxandi kröfur um ódýra matvöra orðið til þess að margar skepnur era gjarn- an hafðar saman á litlu svæði sem einnig eykur líkur á að smitsjúk- dómar breiðist út. Framtíð barnanna í hættu „Við höfum verið að nota þessi lyf við einföldum sýkingum eins og t.d. unglingabólum og við eram að meðhöndla sýkingar sem þurfa ekki sýklalyf. Með því gætum við verið að eyðileggja framtíðina fyrir börnunum okkar,“ segir Karl. Búið er að koma á fót stofnun- um, í Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi og verið er að stofnsetja hana í Noregi, til að fylgjast með og hafa eftirlit með sýklalyfja- notkun og sýklalyfjaónæmi og finna leiðir til að minnka lyfja- notkunina og koma í veg fyrir að ónæmir bakteríustofnar þróist. Slík stofnun eða nefnd hefur ekki verið sett á lággirnar á íslandi en segist Karl vonast til að svo verði innan tíðar. Þá segir hann einnig að mikilvægt sé að efla rannsóknir á því hvemig megi draga úr óhóf- legri og ónauðsynlegri sýklalyfja- notkun. „Við megum ekki gleyma þvi að við eram og verðum að tala um þetta til þess að við getum með- höndlað alvarlegar sýkingar áfram. Þeir sem þurfa virkilega á sýkla- lyfjum að halda verða að geta feng- ið þau.“ im Sparaðu sporin - o j penin^ana Sparnaðarlíftrygging Samlífs er íslensk söfnunarlíítrygging sem gerir þér kleift að leggja fyrir reglulega og njóta líftryggingar um leið í skjóli öflugra íslenskra bakhjarla. Hringdu i sima 569 5400 ogfáðu sendan kynningarbtekling. SAMLIF Sameinaóa Kftryggingaiféiagið bf. Kringlunni 6 • Pósthólf3200 • 123 Reykjavik Simi 569 5400 • Grant númer 800 5454 • Fax 569 5455 VIRKAR Ný fitubrennslunámskeið HEFJAST FIMMTUDAGINN 2. APRÍL ♦ Eróbikk ♦ Fitubrennsla ♦ Hjólaþjálfun (Spinning) ♦ Jeet kune do (Kickbox) ♦ Tai Ji Quan (Kínversk leikfimi) ♦ Tae Kwondo ♦ Tækjasalur Næringarráðgjöf Einkaþjálfun SUÐURLANDSBRAUT 6 (BAKHÚS) SÍMI 588 8383 Fax 568 7017

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.