Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 12

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 12
12 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsetaframbjóðendur á Filippseyjum vændir um skrum og sjálfsdýrkun • • Ollum brögðum beitt Baráttan fyrir forseta- kosningarnar á Filipps- eyjum þykir með líf- legra móti að þessu sinni. Asgeir Sverris- son segir frá tilburðum frambjóðenda og legg- ur sérstaka áherslu á leikarann og kvenna- gullið Joseph Estrada, sem stendur vel að vígi í skoðanakönnunum. FYRRUM eiginkona ein- ræðisherra og maður sem telur sig föður frelsarans voru á meðal þeirra 83 frambjóðenda, sem kunngjörðu að þeir hygðust bjóða sig fram í for- setakosningunum á Fihppseyjum í maímánuði. Nú hefur kjörnefnd raunar skorið niður fjölda fram- bjóðenda þannig að eftir standa 11 manns. Stjómmál á Filippseyjum eru litrík og lífleg líkt og menning eyjaskeggja. Ymsir hafa þó á orði að lýðskrumið hafí aldrei áður komist á viðlíka stig og íyrir þess- ar kosningar og telja þá þróun áhyggjuefni. Joseph Estrada, varaforseti, er þó ekki í þeim hópi; margt bendir til þess að þessi fyrr- um kvikmyndaleikari, sem jafn- framt þykir hjartaknúsari í þunga- vigtarflokki, verði næsti forseti Filippseyja. Frambjóðendurnir 11 munu keppa um hylli kjósenda í þeirri von að þeim auðnist að verða eftir- maður Fidel Ramos forseta, sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram að nýju. Ekki verður ann- að sagt en stjómmálaáhuginn sé umtalsverður á Filippseyjum. Auk frambjóðendanna 83 sem íyrr var getið hafa um 200.000 manns af- ráðið að bjóða sig fram til þeirra 117.000 embætta sem kosið verður til. Flestir eiga forsetaframbjóð- endumir það sameiginlegt að þeir geta engar vonir gert sér um sig- ur. Framboð þeirra era oftar en ekki tilkomin sökum óhóflegs sjálfsálits eða framlegra baráttu- mála, sem lítinn hljómgrann hljóta. Almennt gildir og að flokks- vélar standa ekki að baki flestum framboðanna. Imelda enn á ferð Athyglin hefur, líkt og svo oft áður, beinst að Imeldu ___________ Marcos, hinni þraut- seigu ekkju Ferdinands Marcos, sem fór með einræðisvald á eyjunum í 14 ár, fram til ársins _________ 1986 er honum var ' steypt með stuðningi Bandaríkja- manna. Imelda, sem forðum var annáluð fyrir ástríðufullan áhuga sinn á skófatnaði, hefur raunar verið dæmd í fangelsi vegna þeirr- ar þrotlausu spillingar, sem ein- kenndi stjómartíð eiginmanns hennar, en þeim dómi hefur hún áfrýjað. Líkt og aðrir frambjóðendur hefur Imelda Marcos gripið til heldur óhefðbundinna aðferða til að vekja athygli á sér og framboði sínu. Þannig skreið hún á hnjánum til kirkju daginn sem hún hóf opin- berlega kosningabaráttu sína. Imelda bauð sig einnig fram í kosningunum 1992 og skoðana- Reuters JOSEPH Estrada (til vinstri) og varaforsetaefni hans, Egardo Angara, kasta sælgæti til viðstaddra á kosningafundi skammt suður af Manila. Talinn hjartaknúsari f þungavigtar- flokki kannanir benda til þess að nú líkt og þá hyggist kjósendur afþakka stjórnvisku hennar. I nýlegri könnun var hún í áttunda sæti, langt á eftir þeim sem fremstir fara. Tilbúin prinsessa og önnur framliðin Annar athyglisverður frambjóð- andi er Miriam Defensor-Santiago, sem situr i öldungadeild þingsins, en hún tapaði naumlega fyrir Ramos í kosningunum fyrir sex ár- um. Kosningafundir hennar þykja ekki síður skrautlegir en sam- kundur þær sem ekkja einræðis- herrans boðar til. Hún hefur byggt kosningabaráttu sína á ýmsum táknum úr „Stjömustríðs“-mynd- unum sem forðum nutu mikilla vinsælda. Leysigeislum er beitt og reykur stígur á loft er hún birtist sem Leia prinsessa og talar til mannfjöldans. (Raunar er sérstök ástæða til að vekja athygli á framboði Loren Legarda, sem býður sig að visu ekki fram í forsetakosningunum en hefur í hyggju að hreppa sæti í öldungadeildinni. Frú Legarda, sem er þekkt sjónvarpskona, þykir hafa gengið einna lengst í áróðri sínum fyrir þessar kosningar. Alltjent er í bæklingum þeim og fréttatilkynningum sem frá henni ________ hafa borist fullyrt að hún sé „Díana prinsessa endurholdguð.“) Slagurinn um forseta- embættið virðist ætla að ________ standa á milli þeirra Joseph Estrada varafor- seta og Jose de Venecia, sem hefur lengi verið áberandi í filippeyskum stjómmálum og hefur aukinheldur traust sambönd í viðskiptalífinu. Hvoragur þeirra þykir á hinn bóg- inn hafa haldið uppi málefnalegri kosningabaráttu og stjómmála- skýrendur á Filippseyjum kvarta undan því að þeir hafi öldungis leitt hjá sér stórmál á borð við það mikla atvinnuleysi sem þjakar eyjaskeggja og erfiðleika í efna- hagslífinu. Auk þeirra tveggja og Imeldu Marcos er annar þekktur maður í framboði, Juan Ponce En- rile, sem var vamarmálaráðherra í stjóm Marcos en snerist gegn yfir- manni sínum í uppreisninni 1986. Imelda Marcos, fyrrum einræð- isherrafrú, í morgunleikfimi með hópi kvenna í miðborg Manila. Leikari með lýðhylli Kannanir hafa ítrekað leitt í ljós að Joseph Estrada nýtur mestra vinsælda frambjóðendanna. Estrada á að baki skrautlegan feril og hefur verið ásakaður um flest það sem fær prýtt raunveralegan siðleysingja en virðist ætla að standa þær ávirðingar af sér. Estrada segir að aðrir frambjóð- endur hafi blásið til skipulegrar ófrægingarherferðar gegn honum þar sem engu sé til sparað. í hðinni viku hélt hann því síðan fram á blaðamannafundi að andstæðingar hans hefðu afráðið að ráða hann af dögum tækist þeim ekki að koma í veg fyrir kjör hans með kosninga- svikum. Varaforsetinn varð frægur mað- ur á Filippseyjum er hann tók að leika í kvikmyndum sem margar hverjar náðu miklum vinsældum. Lék hann jafnan herkil og ofur- menni og var sex sinnum kjörinn „besti leikari Filippseyja.“ Til sannindamerkis um vinsældir hans má nefna að hann fékk fleiri at- kvæði til embættis varaforseta en Ramos hlaut árið 1992 er hann var kjörinn forseti. Slyngur stjórnmálamaður Estrada er af fátæku fólki kom- inn, fæddist í fátækrahverfinu Tondo, í Manila-borg. Varaforset- inn er jafnan nefndur „Erap“ og þykja ummæh hans oftlega skop- leg auk þess sem enskukunnátta hans þykir gefa tilefni til gaman- mála. „Erap“ hlaut litla menntun og honum er borið á brýn hafa runnið heldur frjálslega um sið- ferðissvellið. Varaforsetinn þykir á hinn bóginn slyngur stjómmála- maður og enginn frambjóðandi stenst honum snúninginn þegar hann ávarpar alþýðu manna. Hefur hann af þessum sökum verið bor- inn saman við starfsbróður sinn, Ronald Reagan fyrrum Banda- ríkjaforseta. Vinsældir „Eraps“ skýra menn á Filippseyjum hins vegar einkum með tilvísun til efnahagsstefnu þeirrar sem þar hefur verið fylgt á undanhðnum árum. Almenningur hafi í vaxandi mæli snúist gegn þeirri markaðshyggju sem þar hafi verið allsráðandi. Sífeht fleiri kjós- endur óttist um afkomuöryggi sitt í tengslum við þá aðhalds- og niður- skurðarstefhu er ratt hafi sér til rúms. Almenningur vilji að horfið verði á ný til þeirrar forsjárhyggju sem áður einkenndi þjóðlífið þegar litið var svo á að rfldsvaldinu bæri að sjá um þá sem höllum fæti stæðu. Lýðhyggja (populismi) varaforset- ans virðist miða að því að ná til þessa hluta kjós- enda. Hundsa at- vinnuskort og efnahags- þrautir Vændur um gjálífi og drykkjusýki „Erap“ býr yfir mikih stjóm- málareynslu. Hann var um 17 ára skeið borgarstjóri í San Juan, út- borg Manila, þar sem einkum búa auðmenn. Þótti hann standa sig vel í því starfi. Öðra máh gegnir um kjörtímabil það sem hann gegndi embætti öldungadeildarþingmanns. Því hefur verið haldið fram að hann hafi aðeins beitt sér fyrir að eitt þingmál hlyti afgreiðslu. Var það frumvarp um ræktun vatnabuffala (Bubalus bubahs), en þingmannin- um mun hafa þótt aðkahandi að koma á umbótum á því sviði þjóð- lífsins. Fjendur varaforsetans bera hon- um ekki vel söguna og sjálfur neit- ar hann því ekki að líf hans hafi á köflum verið stormasamt. Hann harðneitar því að hann sé alkó- hólisti, en hann var forðum annál- aður nátthrafn og þótt liðtækt gleðimenni. Þá þykir „Erap“ löng- um hafa verið djarftækur til kvenna og í nýlegu blaðaviðtah við- urkenndi hann að hann hefði átt fjölmargar ástkonur um dagana, sem borið hefðu börn hans inn í þennan heim. Þótti þetta snjaU leik- ur hjá frambjóðandanum og fallinn til að draga úr áhrifum árása af hálfu katólsku kirkjunnar, sem löngum hefur verið áhrifamikil í stjómmálalífi eyjaskeggja og hefur ekki farið dult með að framboðið er stofnuninni htt að skapi. „Syndir mínar era einkamál mitt og al- mættisins. Eg hef aldrei syndgað sem embættismaður. Nafn mitt hefur aldrei verið tengt við spill- ingu,“ sagði hann. Samblástur kirkju og viðskiptalífs Þar eð vinsældir Estrada virðast heldur fara vaxandi heldur en hitt hefur því verið spáð að kirkjan, við- skiptalífið og Ramos forseti muni herða mjög á áróðri öllum gegn honum. Forsetinn hefur htlar mæt- ur á þessum undirsáta sínum þar eð Estrada tókst að koma í veg fyr- ir áform sem Ramos og stuðnings- menn hans höfðu um að knýja í gegn breytingar á stjórnarskránni til að gera foretanum kleift að sitja í sex ár til viðbótar. Spádómur þessi virðist ætla að rætast, ef marka má umfjöllun fjöl- miðla á síðustu dögum. Þannig var Estrada í fyiTÍ viku vændur um að hafa fyrsldpað að konur tvær skyldu teknar af lífi er hann var formaður nefndar þeirrar sem for- setinn hafði skipað til að samræma baráttuna gegn glæpastarfsemi. Varaforsetinn lýsti yfir því að þetta væra bláberar lygar og enn eitt dæmið um óhróðursherferð fjenda sinna. Þá lýsti einn frambjóðand- inn, Manoling nokkur Morato, yfir því að Estrada væri „kvennabósi, drykkjumaður og forfallinn fjár- hættuspilari". Bætti hann síðan við í framhjáhlaupi að maðurinn væri öldungis óhæftir til að gegna emb- ætti forseta. Þrátt fyrir lýðhylh „Eraps“ á hann við öfluga andstæðinga að ghma, sem fyrirhta menntunar- og menningarleysi hans og telja að Filippseyjar muni tæpast fá staðist það áfall að hann verði kjörinn for- seti. „Verði Estrada forseti mun ég flytja úr landi,“ sagði þekktur skáldsagnahöfundur, Franlde Sion- il Jose, í viðtali við erlenda fjölmiðla fyrir skemmstu. „Heimsbyggðin öll mun hlæja að Filippseyjum,“ bætti hann við. Ógnun við lýðræðið? Stjórnmálaskýrendur og félags- fræðingar á eyjunum kveðast margir hverjir telja það alvöramál hvemig sífellt aukið skrum og lýð- hyggja einkenni kosningabaráttuna í stað málefnalegrar umfjöllunar. „Kosningabaráttan hef- ur aldrei áður einkennst af viðlíka persónudýrk- un og svo algjörum skorti á pólitískum hug- _ myndum. Þetta vekur upp áhyggjur um að lýð- standi höllum fæti,“ sagði dálkahöfundur, Amada ræðið þekktur Doronila, í einum pisth sínum. Aðrir benda á að þetta sé einung- is í prýðilegu samræmi við hefðir auk þess sem ekkert ríki í Suðaust- ur-Asíu geti státað sig af svo opnu og lýðræðislegu samfélagi. Kjósendur munu kveða upp úr- skurð sinn 11. maí og sökum fjölda frambjóðenda getur tiltölulega htið fylgi nægt til sigurs. Fidel Ramos var kjörinn forseti með aðeins 24% atkvæða á bak við sig, en þá voru sjö menn í framboði. Nú verða þeir 11, sem hefur í fór með sér að sig- urlíkur Joseph Estrada hljóta að teljast umtalsverðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.