Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 14

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 14
14 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Chelsea og Middlesbrough berjast á Wembley Með í huga ÞAÐ VORU þungstígir stuðningsmenn Middlesbrough sem yf- irgáfu Wembley-leikvanginn í Lundúnum 17. maí í fyrra. Ekki nóg með að liðið þeirra hefði, fáum mínútum áður, tapað úr- slitaleiknum um bikar enska knattspyrnusambandsins, held- ur hafði það á sama vori beðið iægri hlut í úrslitaviðureign- inni um deildarbikarinn og misst sæti sitt í úrvalsdeildinni. Hafi hugsunin um heimsendi einhvern tíma verið fjarlæg, var hún það ekki lengur! Gerir Gazza gæfumuninn? En skjótt skipast veður í lofti. Nú, tæpu ári síðar, er sólskinsbros á allra vörum í Middlesbrough. Liðið ^■■■i hefur átt góðu gengi að Orri Páll fagna í 1. deildinni og á Ormarsson alla möguleika á að skrifar endurheimta sæti sitt meðal hinna bestu. Liðsandinn hefur augljóslega breyst til hins betra og, það sem meira er, sjálfstraustið skín úr hverju andliti. Þá er Middlesbrough, enn og aftur, á leið á Wembley. Stuðningsmennimir stara nú bjarteygðir inn í eilífðina! Wembley á þó ugglaust eftir að vekja upp vondar minningar, ekki síst þar sem andstæðingurinn í úr- slitaleiknum um deildarbikarinn, ellegar Coca Cola-bikarinn, sem hefst kl. 14 í dag, er Chelsea - liðið sem stóð á milli Middlesbrough og bikars enska knattspymusambands- ins á liðinni leiktíð. Tilfinningin verður því væntanlega blendin - beygur í brjósti, hefnd í huga. Hefnd er einmitt orðið sem Bryan Robson, knattspymustjóri, mun án efa nota til að eggja sína menn til af- reka í dag. Hann er hvergi smeykur! „í fyrra vom piltamir hæstánægðir með að komast í bikarúrslitin gegn Chelsea á Wembley - þótti það nóg enda var baráttuþrekið í lágmarki eftir fall úr úrvalsdeildinni. Nú hef- ur aftur á móti enginn áhuga á að snúa heim með tap á bakinu - nálg- unin er allt önnur. Mínir menn vilja vinna og, það sem meira er, þeir hafa trú á því að þeir geti það,“ segir Robson en stuðningsmenn Boro bíða enn eftir fyrsta titli félagsins. Sú bið hefur staðið í 122 ár! Það verður sem sagt annað Midd- lesbrough-lið sem etur kappi við Chelsea í dag - andinn er ekki bara annar, heldur mannaflinn jafnframt mikið breyttur. Juninho, Emerson og Ravanelli era á bak og burt, fæst- um til ama, enda kastaði tólfunum þegar þeir hurfu sjónum manna nið- ur göngin á Wembley-leikvanginum, jafnskjótt og dómarinn blés úrslita- leikinn gegn Chelsea af. Vora það reiðir stuðningsmenn Boro sem lásu þeim pistilinn á sjónvarpsstöðinni Sky News að leik loknum enda óvanir vanvirðingu af þessu tagi. Skilaboð þremenninganna vora á hinn bóginn skýr: „Okkar hlutverki hjá Middlesbrough er lokið!“ Nýr mannskapur í þeirra stað era komnir menn sem gengið hefur betur að festa rætur í norðaustur Englandi: Enski landsliðsmaðurinn Paul Merson, sem leikið hefur við hvurn sinn fing- ur í vetur, írski jámkarlinn Andy Townsend, sem drífur liðið áfram, og miðherjinn Marco Branca, sem sannarlega hafði skotskóna með- ferðis frá Ítalíu. Þá hefur Neil Maddison, sem kom frá Sout- hampton, vaxið með hverjum leik. Ef til vill era hæfileikar þessara manna ekki eins miklir og forvera þeirra en ljóst má vera að þeir henta Middlesbrough betur - innan vallar sem utan. Við þetta bætist að menn á borð við ástralska markvörðinn Mark Schwarzer, vamarmanninn Nigel Pearson og miðjumennina Craig Hignett og Robbie Mustoe hafa eflst til muna frá því í fyrra, að ekki sé talað um ungmennið Alun Armstrong, sem hefur sprangið út á miðjunni. Þá hefur það ekki farið fram hjá neinum að Paul Gascoigne er genginn í raðir Boro. Hann leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir fé- lagið í dag. En þótt Boro-menn séu óragir er Chelsea eftir sem áður sigurstrang- legra liðið í rimmu dagsins. Það á sæti í úrvalsdeildinni, þar sem það hefur lengst af verið í hópi efstu liða í vetur, auk þess sem mikil bikar- stemmning virðist vera í liðinu. Chelsea er handhafi bikars enska knattspyrnusambandsins - óþarfi er að minna Middlesbrough á það - og er komið í undanúrslit í Evrópu- keppni bikarhafa, þar sem það þykir sigurstranglegast. Úrslitaleikur við Middlesbrough í Coca Cola-bikam- um ætti því ekki að skelfa drengina hans Gianluca Vialli. Dagskipun stjórans er líka ein- fóld: „Það eina sem kemur til greina er að Chelsea vinni bikarinn. Gildir þá einu hvort ég verð sjálfur innan vallar eða utan!“ Að leika eða leika ekki, það er spumingin sem Vialli verður að svara. Treystir hann sjálfum sér best eða kýs hann að láta öðram eft- ir að manna framlínu liðsins? „Ég er með liðið í kollinum og hugsa aðeins um að fara á Wembley sem knatt- spymustjóri. Það er út af fyrir sig nógu spennandi. Ég mun vitaskuld fara fyrir mínum mönnum inn á leik- vanginn. Hvort ég verð klæddur jakkafótum eða íþróttagalla mun koma í Ijós,“ sagði Vialli á fostudag, sposkur á svip. Stjóranum er vel stætt á því að velja sjálfan sig í liðið. Hann er lang- markahæsti leikmaður Chelsea á leiktíðinni, þótt hann hafi eytt drjúg- um tíma á varamannabekknum, og margreyndur í stórleikjum sem þessum. Við þetta bætist að hann lék aðeins tvær síðustu mínúturnar í títtnefndum úrslitaleik í fyrra og finnst hann því örugglega hafa sitt- hvað að sanna. En hverja velur hann sér við hlið? Talandi um reynslu af stórleikj- um, þá getur Vialli kallað á velska miðherjann Mark Hughes, sem á að baki átta bikarúrslitaleiki á Wembley með Chelsea og Manchester United. Fátt bendir þó til þess að Hughes hefji leikinn en hann hefur ekki átt upp á pallborðið í síðustu leikjum. Eflaust á kappinn þó eftir að koma til skjalanna á ein- hverju stigi málsins. Sæti Zola öruggt Þá eru ónefndir ítalski landsliðs- maðurinn Gianfranco Zola og norski landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo. Zola var lengi vel atkvæðalítill í vet- ur en er allur að braggast og verður örugglega með frá byrjun í dag. Hinn fótleggjalangi en fimi Flo verður hins vegar að bíða milli vonar og ótta, þrátt fyrir vaska framgöngu síðasta kastið. Manni segir þó svo hugur að hann muni hefja leikinn við hlið Viallis í fremstu víglínu og Zola verði gert að draga sig eilítið aftar, í stöðu framliggjandi fríherja, þar sem hann kann reyndar best við sig. Af öðram Chelsea-mönnum sem væntanlega verða í sviðsljósinu era fyrirliðinn Dennis Wise, en leik- bannið sem hann er að taka út í úr- valsdeildinni nær ekki til deildarbik- arkeppninnar, varnarmaðurinn Franck Lebouef, sem orðinn er góð- ur af meiðslum sem hann varð fyrir í landsleik Frakka og Rússa á dögun- um, og enski landsliðsbakvörðurinn Graeme Le Saux, sem jafnframt er kominn á ról eftir meiðsl. Lið Chelsea er vissuiega sterkara en lið Middlesbrough á pappímum. Engu að síður bendir allt til þess að við fáum fjörugri og meira spenn- andi leik en í fyrra, þegar úrslitin réðust á fyrstu mínútu er Roberto di Matteo lét eftirminnilegan þramufleyg ríða af. Boro komst aldrei inn í leikinn. Og jafnvel þótt framkvæðið verði hjá Chelsea era líkumar á að leikmenn Boro leggist niður og deyi, eins og Ravanelli og þeir menn allir gerðu, hverfandi! ÞAÐ er 18. maí 1991. Notting- ham Forest og Tottenham Hotspur etja kappi um bikar enska knattspyrnusambands- ins á Wembley. Allra augu beinast að Paul Gascoigne, leikmanni Tottenham, og helstu hetju enskrar knatt- spyrnu. En kappinn er eitt- hvað illa upplagður - óvenju ör. Og er þó engin Iognmolla fyrir. Það er engu líkara en fætumir láti ekki að stjórn - eigi sér sjálfstætt Iíf. Gazza, en svo er hann kallaður, flengist um flötina eins og eðl- unarfús ótemja. Engu tauti verður við hann komið. Áður en fyrri hálfleikur er hálfnað- ur dynur svo áfallið yfir, óhjá- kvæmilega. Gazza brýtur dólgslega á Gary Charles, leikmanni Forest. Þeir kút- veltast í sverðinum. Charles staulast á fætur en ódæðis- maðurinn Iiggur óvígur eftir. Þátttöku hans í leiknum er lokið, krossbönd em slitin. Gascoigne klæddist ekki búningi Tottenham framar. Þegar hann náði fullri heilsu, 15 mánuðum síðar, gekk hann í raðir Lazio á Ítalíu. Þaðan fór hann til Glasgow Rangers í Skotlandi. En nú er Gazza kominn heim og í dag leikur hann væntanlega fyrsta leik sinn í ensku knatt- spyrnunni í tæp sjö ár - á sama vellinum og hann varð fyrir téðri lífsreynslu, Wembley. Örlög okkar mann- anna geta að sönnu verið kaldhæðnisleg! Að þessu sinni mun kappinn klæðast búningi Middles- brough, sem festi kaup á hon- um á dögunum fyrir 3,45 milljónir sterlingspunda. Tíð- indi sem ýmsir áttu erfitt með að kyngja enda Gascoigne borinn og barnfæddur Geor- die-drengur og steig sín fyrstu skref sem knattspyrnu- maður hjá heimaliðinu og höf- uðandstæðingi Boro í Norð- austur-Englandi, Newcastle United. Gascoigne er án efa einn hæfileikarikasti knattspymu- maðurinn af sinni kynslóð í Englandi, þótt hann hafi oft og tíðum verið fyrirferðar- meiri á síðum slúðurblaðanna en á vellinum, og þó einhverj- ir hafi þegar afskrifað hann trúa aðrir því að hann sé enn með töfrana í tánum. Einn þeirra er gamla brýnið Andy Townsend, félagi hans hjá Middlesbrough: „Það er stór- kostlegt að Gazza skuli vera kominn til Boro. Hann er leik- maður á heimsmælikvarða og á fáa sína Ifka hér um slóðir. Koma hans á eftir að styrkja liðið.“ Og Townsend er sannfærð- ur um að Gazza eigi eftir að láta til sín taka í leik dagsins. „Nærvera hans á eftir að lyfta okkur hinum upp á æðra plan. Það er nefnilega svo oft þannig að menn spýta sjálf- krafa í lófana þegar snillingar af þessu tagi bætast í hópinn. Mönnum er í mun að sýna og sanna að þeir eigi heima í sama liði og þeir.“ Ekki liggur fyrir hvert hlut- verk Gascoignes, sem orðinn er tæplega 31 árs gamall, verður í leiknum gegn Chel- sea í dag. Hann er nýstiginn upp úr meiðslum og fyrir þær sakir í lítilli leikæfíngu. Það er freistandi fyrir Bryan Rob- son, knattspyrnustjóra, að geyma Gazza á bekknum fram í síðari hálfieik og hleyp’onum þá sprækum og spenntum á skeið. Á hitt ber þó að líta að nærvera hans frá byrjun gæti haft góð áhrif á leikmenn Boro, sem eiga á brattann að sækja gegn sterku liði Chel- sea. En í raun gildir það einu hvort Gascoigne leikur í fimm, fimmtán eða níutíu mín- útur í dag. Kjarni málsins er sá að hann er kominn aftur þangað sem hann á heima - aftur í ensku knattspyrnuna! Reuters TÝNDI sonurinn snýr aftur. Bryan Robson, knattspyrnusljóri Middles- brough, tekur á móti Paul Gascoigne.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.