Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ ÓSKAST Morgunblaðið/Kristinn HLJÓMEYKI gengst fyrir þrennun tónleikum í næstu viku í tilefni af utanför sinni á alþjóðlega keppni áhugamannakóra á Ítalíu. Tónleikar Hljómeykis í tilefni af Ítalíuför Ljósmyndir Roni Horn frá íslandi vekja athygli í Bandaríkjunum í Chevrolet K1500 Extended Cab Silverado 4x4 árgerð '95 (ekinn 12 þús. mílur), Ford Taurus GL árgerð '94, Chevrolet Step-in-van P-20 m/dieselvél árgerð '87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 31. mars kl. 12- 15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA HLJÓMEYKI gengst íyrir þrenn- um tónleikum á næstu dögum í til- efni af þátttöku kórsins í alþjóð- legri kórakeppni í Garda á Italíu dagana 5.-8. apríl nk. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir annað kvöld, mánudaginn 30. mars, á Sel- fossi. Aðrir tónleikamir verða í Gerðarsafni í Kópavogi þriðjudag- inn 31. mars og loks flytur kórinn efnisskrá sína í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðarbæ, mið- vikudagskvöldið 1. apríl. Tónleik- amir hefjast allir kl. 20.30. Hljómeyki er 20 manna kór áhugasöngfólks sem flest eiga að baki tónlistarmenntun eða eru í slíku námi. Aðaláhersla kórsins hefur verið á flutning nýrra ís- lenskra tónverka og á hverju ári hefur Hljómeyki frumflutt verk ís- lenskra tónskálda á Sumartónleik- um í Skálholti. Efnisskrá tónleik- anna nú er talsvert frábragðin fyrri áherslum kórsins því verkin koma víða að og era frá ýmsum tímum. „Þetta verða sannkallaðir tónlistarsögutónleikar," segir Hildigunnur Rúnarsdóttir, einn kórfélaganna. íslensk tónskáld verða þó ekki alveg undanskilin því flutt verða tvö lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Burðarverk tónleik- anna era kórverkin Trois Chan- sons eftir Debussy og This World- es Joie eftir breska aldamótatón- skáldið Amold Bax. Þá má nefna flutning gregorískra kirkjusöngva og verk eftir ungverskt sam- tímatónskáld, János Vajda. Stjóm- andi Hljómeykis er Bemharður Wilkinsson. Alþjóðleg keppni áhugamanna- kóra í Riva del Garda hefst þann 5. apríl nk. og stendur yfir í þrjá daga. Hljómeyki tekur þátt í tveimur keppnisliðum, annars veg- ar flutningi skylduverka og hins vegar kirkjulegra kórverka. Hildigunnur segir að kórinn hafi þyrst í utanfór og ákveðið að slá til þegar þau höfðu spumir af kóra- keppni í Garda. „Markmið ferðar- innar er að hitta aðra kóra og láta um leið heyrast í okkur sjálfum." Listasafn íslands Píanó- og flaututón- leikar Morgunblaðið/ Árni Sæberg SIGURÐUR A. Magnússon ásamt sínum nánustu við upphaf afmælisveislunnar á föstudag. Afmæli Sigurðar A. Magnússonar Sigurður A. Magnússon rithöf- undur verður sjötugur á þriðju- dag, 31. mars. Þann dag verður hann á menningarráðstefnu í Stokkhólmi. Haidið var upp á af- mæli hans í Rúgbrauðsgerðinni á föstudaginn og var þar margt gesta. I tilefni afmælisins kemur út bók með greinum eftir Sigurð og skrá yfir ritverk hans. Leikfélag Kvenna- skólans sýnir Drekann LEIKFÉLAG Kvennaskólans í Reykjavík, Fúría, framsýnir leik- ritið Drekinn eftir Evgenií Scvarc í dag sunnudag kl. 16 og kl. 20 í Tjarnarbíói. Leikritið skrifaði Schwarz árið 1943 og „dulbjó“ í barnaleikritinu Drekanum ádeilur á ríkisstjóm Rússlands. Þrátt fyrir það var það bannað í þó nokkum tíma en hefur á undanförnum áram notið vin- sælda utan Rússlands og þá aðal- lega í Evrópu, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikritið fjallar á gamansaman hátt um riddarann Lancelot sem kemur í borg nokkra þar sem ógurlegur dreki hefur ráðið ríkjum í yfir fjögur hundruð ár. Borgar- búar eru löngu orðnir vanir kúgun- inni og þjóna drekanum í einu og öllu. Um 30 leikarar koma að sýning- unni. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Aðstoðarleikstjóri er Ingibjörg Þórisdóttir. Næstu sýningar verða þriðjudag- inn 31. mars, fimmtudaginn 2. mars og föstudaginn 3. mars. Sýningarn- ar verða allar kl. 20. STEFÁN Ragnar Höskuldsson flauturleikari og eiginkona hans, Elizaveta Kopelman, halda tónleika í Listasafni íslands sunnudaginn 29. mars kl. 20.30. A efnisskránni verða tónverk eft- ir Bach, Schumann, Bartók, Magn- ús Blöndal Jóhannsson og artengínska tónskáldið Astor Pi- azzola, en þess má geta að tónlist hans er samin í anda hins argent- ínska tangós. Stefán Ragnar er fæddur á Nes- kaupstað árið 1975 og hóf nám í flautuleik níu ára að aldri hjá Bern- hard Wilkinson. Hann lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskóla Reykja- víkur árið 1995. Árið síðar, 1996, lauk hann námi við Konunglega tón- listarskólann í Manchester. Síðast- liðin tvö ár hefur hann verið í einka- námi í Lundúnum. Elizaveta Kopelman er fædd í Moskvu árið 1974, hún hóf þar nám í píanóleik fimm ára að aldri. Hún lauk námi við Tónlistarháskólann í Moskvu árið 1991 og líkt og Stefán DÚETTINN Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari og Elizaveta Kopelman pfanúieikari. lauk hún námi við Konunglega Tón- listarháskólann í Manchester árið 1996. Frá árinu 1994 hefur Eliza- veta verið á samningi hjá hinu virta umboðsfyrirtæki Young Concert Artist Trast í Lundúnum. Hún hef- ur komið fram sem einleikari víðs- vegar um heim og má nefna að hún spilaði einleikskonsert með Sinfón- íuhljómsveit Lundúna í Barbican Center í Lundúnum. Sem dúó hafa Stefán og Elizaveta komið fram í Norður-Ameríku, Evrópu og Englandi og á íslandi. Hlaut sjónlistar- verðlaun í Kaliforníu ypllJ eítH LJÓSMYNDAVERK eftir Roni Horn frá sýningu hennar, Inner Geography, f listasafninu í Baltimore árið 1994. BANDARÍSKA myndlistarkonan Roni Hom sem er þekkt fyrir bók- verk sín og Ijósmyndir úr íslenskri náttúra, hlaut nýverið Albert-lista- verðlaun, CAL-ARTS, menningar- miðstöðvarinnar í Santa Monica í Bandaríkjunum á sviði sjónlista. Segja má að Roni Hom hafi gert Island að vinnustofu sinni. Hingað ferðast hún reglulega og vinnur að flokki bókverka þar sem uppistaðan er landslagsljósmyndir: Þeirra þekktast er hennar síðasta verk, You are the weather, 100 ljósmynd- ir af íslensku kvenmannsandliti, teknar í útisundlaugum víða um land. Nýjasta bókverk hennar, Arctic Circles, er 160 blaðsíður með ljós- myndum frá Melrakkasléttu og Grímsey. Þema verkanna lýsir Roni sem hringrás atburða. Arctic Circles er hið 7. í röð bókverka sem listakonan vinnur hér á landi og kemur út í Bandaríkjunum í júní. Albert-verðlaunin, CAL-ARTS, í Santa Monica era veitt með þeim hætti að hópur fólks tilnefnir árlega listamenn í fimm listgreinum; á sviði sjónlista, tónlistar, kvikmynda og myndbandagjörningum. Dóm- nefnd skipuð listfræðingum og sýn- ingarstjóram velur síðan þá lista- menn sem verðlaunin hijóta hverju sinni en verðlaunaupphæðin nemur um 3,5 milljónum ísl. króna. Að- spurð hvaða þýðingu viðurkenning sem þessi hefði sagði Roni að þar skipti mestu máli að hún væri nú að hljóta viðurkenningu fyrir list sína í heimalandinu en fram til þessa hafi list hennar verið betur kynnt í Evr- ópu. Innan næstu 18 mánaða stendur til að halda sýningu á verkum Roni Horn í Galleríi Ingólfsstræti 8 en síðast hélt hún sýningu þar sl. sum- ar. Þá hefur henni verið boðið að sýna í Listasafni íslands. Listakon- an var hér á landi í febrúar sl. og hyggst vinna að næsta verkefni sínu hér á landi næsta vetur. „Ég reyni að forðast að koma til Islands yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna og kýs fremur að ferðast um landið að haust- eða vetrarlagi líkt og í febrúar síðast- liðnum en sá tími hentaði mér eink- ar vel.“ Fyrirlestur um japanska leirlist TETSUYA Yamada leirlista- maður frá Japan heldur fyrir- lestur um eigin list og jap- anska leirlist í Barmahlíð, íyr- irlestrarsal MHÍ í Skipholti, mánudaginn 30. mars kl. 12.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.