Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Bara ef mamma
stendur með mér
VIÐ sitjum saman sjö konur í
hóp eitt kvöldið í fremur köldu
herbergi í gömlu timburhúsi
við Vesturgötu. Það er hvassviðri
úti og ég heyri með öðru eyranu
hvemig vindurinn ýlir við gluggann,
meðan ég hlusta á frásagnir kvenn-
anna. Mér verður fljótlega ljóst að
það hefur sannarlega nætt um þess-
ar konur og þær staðið á berangri á
viðkvæmu skeiði ævinnar. Ég horfi
á þær eina af annarri, þetta er hóp-
ur kvenna sem allar hafa verið mis-
notaðar sem böm. En það er ekki
allt sem sýnist. Þrátt fyrir frásagnir
af dapurlegri lífsreynslu er yfir
þessum hópi einhver lifandi von-
gleði, þetta era myndarlegar ungar
konur sem era tilbúnar til að ganga
á hólm við lífið í þess fjölbreytileg-
ustu mynd, sýnast fullar af innri
styrk þess, sem öðlast hefur sjálfs-
traust og sálarró. Þær hafa undan-
farið unnið saman að því að losa um
tilfinningalegar stíflur sem mynd-
uðust vegna misnotkunarinnar og
sannarlega virðist allt benda til að
sú vinna hafi borið giftusamlegan
árangur.
Þær era sammála um að það
kosti mikið átak að fara að rifja
þessi mál upp, en það sé þess virði.
Léttir sé mikill að geta rætt um
misnotkunina og það sé dýrmætt að
losna við þá tilfinningu að „vera
óhrein", vera öðra vísi en aðrir, yfir-
vinna óbeit á snertingu, þora óhikað
að gera ýmislegt sem aðrir gera,
t.d. að fara í sund. Geta borið höfuð-
ið hátt og finna sig að lokum vera
orðna sterka og yfirvegaða, hafa
unnið úr tilfinningalegu áfalli
þannig að það verði lífsreynsla sem
hægt sé að læra af.
W
Ymislegt kemur þó upp sem
taka þarf afstöðu til. „Karlinn
vildi koma á fundi með mér og
móður minni til þess að „ræða mál-
ið“,“ segir ein kvennanna. Karlinn
sem um ræðir er „gerandinn", í
þessu tilviki náinn ættingi. „Ég sé
ekki að um neitt sé að ræða, þetta
era ekki neinar hjónaerjur, maður
sem hefur misnotað barn getur ekki
búist við að fá syndaaflausn þegar
bamið eldist, slíkum mönnum verð-
ur einfaldlega aldrei fyrirgefið. Sá
sem misnotar barn ber einn alla
ábyrgð og losnar aldrei við sekt
sína,“ segir önnur.
Ég hlusta og hugsa um „skulda-
daga“, í lífinu kemur augljóslega að
þeim fyrr eða síðar. „Mitt mál er
fymt, ég reyndi að kæra en það
vora liðin meira en tíu ár síðan at-
burðimir gerðust svo það var ekk-
ert hægt að gera, samt vora lagðar
fram stuðningsákærur af stúlkum
sem hann hafði misnotað líka,“ seg-
ir enn önnur. „Þeir sleppa margir
við kærur og dóm vegna þess að það
bamið sem misnotað er getur ekki
beitt sér í málinu fyrr en það hefur
öðlast þroska, skilning og hugrekki
til þess að láta sverfa til stáls. Það
gerist stundum ekki fyrr en bamið
er komið á unglingsár og þorir að
segja frá. Hafi bamið verið misnot-
að t.d. fimm ára, er það kannski
orðið fimmtán ára þegar það fer að
geta gert eitthvað tíl þess að koma
málinu á hreyfingu. Það er undar-
legt að svona afbrot skuli fymast -
það gengur verr að láta það fymast
sem baminu hefur verið gert,“
segja konumar. Þær era sammála
um að það þurfi að afnema umrætt
fymingarákvæði og þyngja refsing-
ar yfir kynferðisafbrotamönnum.
En hvað er það mikilvægasta sem
vinnst við hópvinnuna hjá Stíga-
mótum? „Það að maður getur
gengið uppréttur og skammast sín
Það er hægt með markvissri vinnu að bæta mikið þann skaða
sem fólk verður fyrir ef það er beitt kynferðislegu ofbeldi, líka
ef um börn er að ræða. Guðrún Guðlaugsdóttirsat fund sjálfs-
hjálparhóps vegna sifjaspella hjá Stígamótum og ræddi við kon-
urnar sex sem hópinn mynda.
MYND þessi er eftir eina af stúlkunum í sjálfshjálparhópnum sem f greininni er rætt við.
ekki fyrir sig eða líkama sinn,“ er
svarið. Við eram samankomnar tíl
þess að ræða um gildi hópvinnu sem
staðið er fyrir á vegum Stígamóta
fyrir konur sem beittar hafa verið
kynferðislegri misnotkun á unga
aldri. Allar stúlkurnar sex era sam-
mála um að það sé mikil og gagnleg
tilfinningaieg útrás að fá að tala um
misnotkunina við hlutlausan aðila.
„Hér getur fólk fengið einkaviðtöl
fyrst og síðan er valið í samstarfs-
hópa, hvort tveggja er liður í með-
ferð tíl þess að vinna sig út úr þeirri
sálarkreppu sem misnotkun veldur í
nánast öUum tilvikum, hvort sem
misnotkunin stendur í skamman
tíma eða mörg ár,“ segja þær. Það
er þó auðheyranlegt af tali kvenn-
anna að það er ekki auðveld ákvörð-
un í upphafi að leita hjálpar vegna
svona mála. „Ég dró það í mörg ár,
vegna mömmu og fjölskyldunnar, ég
hélt að það yrði svo erfitt að opna
rnálið," segir ein. „Ég vildi ekki
leggja það á mömmu að segja henni
frá þessu,“ segir önnur.
Allar era þær sammála um að
mestu skipti hvaða afstöðu
móðirin tekur þegar bam eða
unglingur segir frá misnotkun.
„Bara ef mamma stendur með mér,
er mér sama um hvað aðrir segja.“
Sú sem þetta segir má hafa það að
föðurfjölskylda hennar talar ekki
við hana, þar hefur fólk ákveðið að
standa með föður sem misnotaði
litla dóttur sína. Hann neitar þó
ekki verknaðinum, heldur ber fyrir
sig minnisleysi. Móðurfjölskyldan
stendur hins vegar þétt við hlið
stúlkunnar. „Jólin vora það allra
versta, að þurfa að óska honum
gleðilegra jóla og þakka honum fyr-
ir jólagjafirnar, eftir það sem hann
hafði gert mér, það er mikill léttir
að hafa tekið þá ákvörðun að um-
gangast hann ekki og vera laus við
hann,“ segir hún.
Nú er sem sagt ýmislegt að
baki, og stefnan sett á fram-
tíðina. Það er í samræmi við
spakmæli nokkurt sem skrifað er á
blað sem hengt hefur verið upp í
húsnæði Stígamóta: „Við getum
skilið líf okkar með því að horfa til
baka, en aðeins lifað með því að líta
til framtíðar.“
En þótt stelpurnar sem ég sit hjá
hafi haft kjark til að leita þeirrar
aðstoðar sem dugði, þá er ekki þar ^
með sagt að allir erfiðleikar séu að |
baki. „Það besta við starfsemina hér
er að fá að tala við manneskjur sem
hafa svipaða reynslu, þótt hún sé
ekki alveg eins. Við eram allar með
sömu tilfinningamar og það skapar
samkennd. Það er ekki hægt að bú-
ast við að nokkur verði sáttur við at-
burði eins og misnotkun á bams-
aldri, en það er hægt að verða sátt-
ur við sjálfan sig og það er mikill
áfangi,“ segir ein þeirra.
Þær segjast allar undrast það
hve dómskerfíð sé ótrúlega
„miskunnsamt“ í meðferð
sinni á ofbeldismönnum sem mis-
nota böm. „Menn fá þyngri dóma
fyrir að flytja inn fíkniefni en mis-
nota bam, þó hefur misnotkun ekki
minni eyðileggingu í för með sér. Sá
sem má líða kynferðislegt ofbeldi á í
alls kyns erfiðleikum áram og ára-
tugum saman, ofbeldið hefur áhrif á
allt lífshlaup hans og getur í sumum
tilvikum leitt til sjálfsvígs eða sjálfs-
vígstilrauna."
í umræðunum kemur fram að all-
ar þessar konur hafa áhyggjur af
bömum sem era í kringum þá of-
beldismenn sem þær urðu fyrir
barðinu á. „Við eigum bæði systkini,
böm og frændsystkini sem þessir
menn era í námunda við og það tek-
ur á taugamar. Ég sá þann sem
misnotaði mig taka upp litla telpu,
barnabam hans, augnaráð mitt fékk
hann til að setja bamið niður eins
og hann hefði brennt sig. Það eru
mikil líkindi til þess að svona menn
haldi áfram að misnota böm ef ekk-
ert er gert til þess að koma í veg
fyrir það.“
Þrátt fyrir áhyggjur og baráttu
sem enn er ekki að fullu séð fyrir
endann á hjá öllum er samt létt
hljóðið í stúlkunum sex sem unnið
hafa saman að því að ráða bót á
þeim skaða sem kynferðislegt of-
beldi í æsku olli þeim. „Nú er að
koma rólegur og góður tími, þar
sem hægt er að njóta þess virkilega
að vera tíl. Það er búið að opna mál-
ið og skila því af sér og kominn tími
til að njóta lífsins," segir ein og
teygir úr sér með vellíðunarsvip.
Það er gleðilegt að sjá hvað þessi
unga kona er vel á sig komin, and-
lega sem líkamlega, henni virðist að
mestu hafa tekist að yfirvinna þann
skaða sem ofbeldið gerði henni, hún
á sannarlega fyrir því að njóta
góðra daga og mun vafalaust takast
það.
Hið sama á við um hópsystur
hennar fimm, þær hafa gengið
hart fram og það hefur kostað
tár, þjáningar og andvökunætur, en |
árangurinn er nú að skila sér í formi I
betri líðanar að öllu leyti. Það vekur |
manni von um betri heim að sjá *
hvað þær era orðnar glaðlegar og
óþvingaðar. Það er heldur ekki
slæmt að gera sér grein fyrir að
þolendur kynferðislegs ofbeldis
geta með einbeittri og markvissri
vinnu bætt mikið þann skaða sem
orðinn var - gerendumir era hins
vegar hinir seku og má ætla að líðan
þeirra og raunveralegt lífsgengi sé í
samræmi við það, þegar upp er [
staðið. |
í bæklingi um Stígamót segir:
Meginstyrkur Stígamóta felst í því
að þar er tekið mark á reynslu
þolenda kynferðislegs ofbeldis,
gengið út frá henni í öllu starfi, og
þar vinna einnig konur, sem sjálfar
hafa slíka reynslu. 011 þjónusta
Stígamóta er ókeypis og allar per-
sónulegar upplýsingar era algjört >
trúnaðarmál. A árinu 1997 leitaði
431 einstaklingur til Stígamóta, af I
þeim voru 215 að leita sér aðstoðar |
í fyrsta skipti. Frá stofnun Stíga-
móta 1990 til ársloka 1997 leituðu
2420 einstaklingar aðstoðar í fyrsta
skipti. Þess ber og að geta að 3848
ofbeldismenn hafa beitt þessa
þolendur kynferðisofbeldi - þetta
er mikill smánarblettur á íslensku
samfélagi sem allir geta vafalaust
verið sammála um að nauðsynlegt |
sé að afmá. Það er því mikilvægt að
fólk sé vel á verði og láti vita ef það
hefur grun um að bam sé misnot- )
að.