Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 20
12 mn sham .es fluoAŒJMMrjg
20 SUNNUÐAGUR 29. MARZ 1998
aiaAjavfuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ
FRA SKIÐASKALANUM
í REYKHOLT
„Það eru margir hissa
á því hvað ég er að
brölta þetta, orðinn
svona gamall,“ segir
Oli Jón Olason sem
verður 65 ára á þessu
ári, en kveðst ekki
finna fyrir aldrinum.
—_--------------------
Oli Jón og kona hans,
Steinunn Hansdóttir,
hafa tekið á leigu
heimavistarhúsnæði
Reykholtsskóla í Borg-
arfirði og opnuðu þar
hótel um síðustu mán-
aðamót. Hildur Frið-
riksdóttir blaðamaður
og Kjartan Þorbjörns-
son ljósmyndari heim-
sóttu Hótel Reykholt
til að heyra hvaða hug-
myndir eru uppi um
reksturinn, menning-
una og framtíðina.
HÓTELHALDARARNIR Óli Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir stefna að fjölgun gistinóttura á Vesturlandi, sem eru fáar samkvæmt nýlegri könnun.
t
DAGNÝ Emilsdóttir forstöðumaður Heimskringlu ehf.
Samvinna milli
Heimskringlu og
hótelsins
EGAR ég var að byrja
í veitingarekstri íyrir
um 40 árum, sagði
gamalreyndur veit-
ingamaður að annað-
hvort yrði ég hættur
innan tveggja ára eða sama væri
hversu oft ég hætti, ég myndi alltaf
byrja aftur. Hann hafði rétt fyrir
sér. Eg hef dregið mig út úr veit-
ingarekstri fjórum sinnum en alltaf
dottið inn aftur eftir tiltölulega
stuttan tíma,“ segir Óli Jón Ólason.
Ferill Óla Jóns sem veitinga-
manns hófst árið 1959 þegar hann
tók við rekstri Skíðaskálans í
Hveradölum, sem hann rak í 10 ár.
Því næst lá leiðin til Akraness, þar
sem hann tók við rekstri Hótel
Akraness af Ferðamálasjóði. Það
rak hann í fimm ár og segir að veit-
ingareksturinn hafi þá verið kominn
í sæmilegt horf, en hótelrekstur hafi
ekki átt neina framtíð fyrir sér þar
sem húsið hafi ekki verið byggt sem
slíkt. „Kröfurnar eru sífellt að
breytast," segir Óli Jón. „Þegar ég
byrjaði í Skíðaskálanum þótti ægi-
lega fínt að hafa herbergi með vaski
eins og var til dæmis á Hótel Borg-
amesi, en nú þykir slík aðstaða ekki
hæfa nema til einnar nætur.“
Hann lauk prófi frá Verzlunar-
skóla íslands á sínum tíma og eftir
15 ára starf í veitingarekstri ákvað
hann að söðla um og hóf störf við
endurskoðun hjá Loftleiðum. Síðan
lá leiðin að Laugum í Dalasýslu, þar
sem hann réð sig sem bryta í eitt ár.
Þau urðu fimm, því á sumrin rak
hann sumarhótel fyrir hreppana.
Sami gestur getur haft
tvenns konar þarfír
Óli Jón rak einnig gistiheimili
ásamt Steinunni konu sinni í
Reykjavík, nánar tiltekið á Miklu-
braut. Á sama tíma ráku þau gisti-
heimili í Armúla yfir sumartímann,
sem tók 80 manns í svefnpokapláss.
Hann rifjar upp hversu gaman hann
hafði af því að fylgjast með breyt-
ingum sem urðu á ferðamönnum eft-
ir að þeir höfðu ferðast um landið.
„Þegar útlendingar gistu hjá okkur
við komuna tU landsins voru þeir
feimnir að dveljast innan um aðra
gesti. Á heimleiðinni voru þeir ekki í
vandræðum jafnvel með að ganga
hálfstrípaðir hver innan um annan,
enda hafði fólkið vanist því í hinum
ýmsu fjallakofum," segir Óli Jón og
hlær við tilhugsunina.
Hann segir það vera mikinn mis-
skilning að einungis fólk með lítil
fjárráð gisti í svefnpokaplássum.
Hann kveðst hafa lært það í Sviss,
að sami ferðamaðurinn geti haft
tvenns konar þarfir eins og til dæm-
is að fara fínt út að borða þegar
hann er með maka sínum. Þegar
hann sé á einn á ferð nægi honum
einfaldar, fljótlegai- máltíðir.
„Einu sinni gistu hjá okkur hjón í
svefnpokaplássi sem báru með sér
að vera efnuð. Þegar ég forvitnaðist
um hvers vegna þau gistu á þennan
máta sögðu þau, að það fólk sem
vissi allt um náttúru landsins gisti í
svefnpokaplássum. Þetta fólk
myndu þau ekki hitta á börunum á
hótelunum. Þegar þau vildu njóta
lífsins þá gistu þau á fínum hótelum.
Ég fór að hugsa um það eftirá, að
fólkið sat einmitt á kvöldin og sagði
hvert öðru frá því sem það hafði séð
og heyrt.“
Gamla ferðamála-
skýrslan dregin fram
Fyrir um 15 árum var Óli Jón
ferðamálafulltrúi á Vesturlandi og
gerði þá uppbyggingaráætlun fyrir
ferðaþjónustu á fjórtán svæðum á
Vesturlandi. Reykholt var eitt af
þeim. „Þegar auglýst var eftir hug-
myndum í fyrra sagði ég við konuna,
hvort ekki væri rétt að dusta rykið
af einhverjum þessara hugmynda,“
segir Óli Jón. Hann tekur fram, að í
fyrstu hafi þau ekki hugsað sér að
sjá um reksturinn sjálf. Sú hug-
mynd hafi ekki fæðst fyrr en þau
voru beðin að útfæra tillögur sínar
nánar. „Það var þó ekki fyrr en í
september að við vorum spurð hvort
við værum tilbúin að taka við rekstr-
inum, ef okkar hugmynd yrði ofan
á.“ Um jólin fengu þau að vita að
samið yrði við þau. Þá var Óli Jón
markaðsstjóri hjá Fjarðarpóstinum
og Kópavogspóstinum.
Þegar sagt var frá því, að þau
hjón tækju að sér rekstur Reykholts
kom fram í fréttatilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu, að auk
hefðbundins gisti- og veitingarekstr-
ar yrði lögð áhersla á tengsl við sögu
staðarins. Þegar Óli Jón er spurður
hvaða hugmyndir þau hafi í þessa
átt segir hann þær vera margar.
Stendur síðan upp til að ná í gömlu
skýrsluna frá 1985 og segir að
margt af því sem þar hafi verið
stungið upp á hafi verið framkvæmt,
þótt það hafi ekki allt einskorðast
við Vesturland.
Hann segir að hugmyndirnar í
skýrslunni hafi fyrst og fremst verið
fyrir heimamenn að vinna úr, svo
sem ferðir upp á Snæfellsjökul og
Langjökul, sem hvort tveggja sé nú
komið. „Einnig voru hugmyndir sem
urðu ekki að veruleika. I gagnrýni
Ástþórs Magnússonar kom til dæm-
is fram að ég ætlaði að halda svall-
veislur héma,“ segir Óli Jón og
brosir góðlátlega. „Það var nú svo-
lítið til í því á sínum tíma,“ heldur
hann áfram íbygginn. „Ég stakk upp
á því að innrétta veitingasöluna í
fornum stíl og að fólki yrði boðið
upp á mat undir n'mnakveðskap eða
einhverju slíku. Ég sá fyrir mér, að
„VIÐ höfðum horft upp á fjölda
ferðamanna streyma að Snorra-
styttu, Snorralaug og svo aftur út í
bfl. Nauðsynlegt þótti að sinna
gestum staðarins og þess vegna
réðst Reykholtssöfnuður í að
byggja Reykholtskirkju og Snorra-
stofu. Hlutverk Snorrastofu er að
rækja minningu Snorra Sturluson-
ar og þeirra sem komið hafa við
sögu staðarins," segir Dagný
Emilsdóttir forstöðumaður
Heimskringlu ehf., dótturfyrirtæk-
is Snorrastofu.
Hlutverk Heimskringlu er að
sjá um daglegan rekstur Snorra-
stofu, að annast tónleikahald í
Reykholtskirkju og að veita ferða-
mönnum upplýsingar um hvaða
möguleikar bjóðast í héraðinu.
Dagný er bjartsýn á reksturinn
á hótelinu en kveðst geta tekið
undir með öðrum heimamönnum
um að draumurinn hefði verið að