Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 24

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 24
24 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Málfundafélagið Óðinn hefur gætt hagsmuna launafólks innan Sjálfstæðisflokksins í sex áratugi ^ Ivar Andersen Innan Oðins stétt með Morgunblaðið/RAX starfar stétt ÞAÐ ER engin tilviljun að Sjálf- stæðisflokkurinn stendur traust- um fótum meðal launþega eins og fjölmargar skoðanakannanir sýna enda hafa þeir átt ríkan þátt í stefnumörkun hans og átt greiðan aðgang að forystumönnum flokks- ins segir Ivar Andersen, starfs- maður Olíufélagsins, og formaður Málfundafélagsins Óðins. ívar ræðir hér um starf og helstu stefnumál félagsins og segir álit sitt á verkalýðsmálum. Um Qög^ur hundruð félagar eru nú í Óðni og segir ívar að starfíð hafí farið minnkandi í félaginu á siðustu árum eins og hjá mörgum öðrum félögum. „Fundaformið í starfi félaga virðist smám saman vera að ganga sér til húðar og verða undir í samkeppni um frí- tíma fólks. Meðalaldur félaga er orðinn nokkuð hár en við höfum hug á að nota afmælið til að kynna Óðin og afla nýrra félaga. M.a. viljum við efla starf félagsins í verkmenntaskólum. Þá var stjórnarmönnum félagsins nýlega fækkað úr tólf í sjö í því skyni að gera stjórnina snarpari og skil- virkari.“ Innra starf félagsins, þ.e.a.s það starf sem snýst um málefnavinnu og þátttöku í viðburðum á vegum flokksins, er með ágætum að sögn Ivars en hann telur mikilvægt að auka hlutjþess út á við. „I full- trúaráði Oðins eru launamenn með víðtæka reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins. Þeir skynja betur en margir aðrir þær miklu breytingar sem nú eru að verða á atvinnulífi landsmanna með sameiningu fyrirtækja og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Þessar breytingar hafa ýmsa kosti í för með sér en einnig galla og það er hætt við að þeir komi helst niður á launafólki. Tryggja þarf að ekki verði gengið á rétt þess og ekki verði flanað að breytingum, sem hafa áhrif á af- komuöryggi ótal fjölskyldna. Við erum ekki á móti einkavæðingu en teljum að hún megi ekki verða nema tryggt, sé að kjör starfs- manna skerðist ekki.“ Þörf á að efla félagið ívar telur að Óðinn hafi staðið sig vel við að túlka sjónarmið verkamanna innan Sjálfstæðis- fiokksins, ekki síst hinna lægst- launuðu. „Við viljum efla félagið enn frekar á því sviði og með því að fjölga félögum vonumst við til að geta enn frekar aukið breidd þess og túlkað fleiri sjónarmið." En er þetta ekki fremur hlut- verk hefðbundinna verkalýðsfé- Rætt við Ivar Andersen, for- mann Oðins laga og má ekki segja að laun- þegasamtök innan stjórnmála- flokka séu tímaskekkja? Ivar neitar því og segir að fá- mennur hópur, sem standi gegn öllum breytingum, stjórni flestum verkalýðsfélögum. „Það er mjög erfitt fyrir hinn almenna félags- mann að hafa raunveruleg áhrif á starf verkalýðsfélaga og ekki síst þess vegna er full þörf á félagi eins og Óðni þar sem menn berj- ast fyrir hagsmunamálum sínum án þess að þeir séu dregnir í dilka eftir starfsstéttum. í Óðni vinna t.d. saman hlið við hlið borgarstarfsmenn, Dagsbrúnar- menn, iðnnemar og jafnvel eftir- launaþegar og læra þannig tillits- semi hver gagnvart öðrum. Fund- ir um kjaramál snúast ekki um þennan endalausa samanburð milli stétta eða hvort ein stéttin hafi fengið meira en önnur. Það skiptir ekki síður máli hvað hægt er að fá fyrir launin en hvað krónurnar eru margar. Mér finnst verkalýðshreyfingin t.d. al- gerlega hafa brugðist í mörgum stærstu kjaramálunum en þar á ég að sjálfsögðu við neytendamál og skattamál. Það yrði t.d. gífur- leg kjarabót ef innflutningur landbúnaðarvöru yrði gefinn frjáls og tollar á matvæli lækkað- ir eða afnumdir en þetta virðist verkalýðshreyfingin ekki hafa komið auga á. Þá brást verka- lýðshreyfingin algerlega þegar R-Iistinn lagði á holræsaskattinn þvert ofan í gefin loforð, og hækkaði strætisvagnafargjöld unglinga og aldraðra um 100%. Þessar skatta- og gjaldskrár- hækkanir komu verst niður á tekjuminnstu hópunum í þjóðfé- laginu. Þetta eru hóparnir sem geta síst borið hönd fyrir höfuð sér og treysta á verkalýðshreyf- inguna til að verja sig fyrir svona árásum. Verkalýðshreyfingin megnaði ekki að gera það og því þurfa aðrir að taka upp merkið." Velferð fyrirtækja og verkalýðs fer saman Óðinn hefur ætíð varað við þeim málfiutningi vinstri manna að stilla fyrirtækjum og verka- mönnum upp sem andstæðingum og lagt áherslu á að þessir aðilar fái báðir að njóta sín. „Þar hafa kjarabætur orðið mestar þar sem skattar á atvinnulíf og launþega hafa verið lágir. Fólkið hefur þannig verið hvatt til að vinna og fyrirtækin hvött til að græða. Ég er ekki í vafa um að hin mikla kaupmáttaraukning sem varð á síðasta ári stafar af bættri af- komu fyrirtækja sem má að stór- um hluta rekja til þeirrar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili að lækka tekjuskatta fyrirtækja verulega. Eftir því sem fyrirtækin auka hagnað sinn, eykst eftirspurn eftir vinnuafli og launin hækka. Með auknum gróða fjárfesta fyrirtækin einnig í frek- ari atvinnurekstri og það dregur einnig úr atvinnuleysi. Ekki má heldur gleyma þeirri miklu kjara- bót sem felst í stöðugleikanum því þá eru launahækkanir ekki jafn- óðum teknar til baka eins og gerðist á verðbólguáratugunum. Undir sfjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ríkt hér lengsta stöðug- leikatímabil í sögu lýðveldisins og slíku væri ekki að heilsa ef vinstri stjórn hefði haldið um valdataum- ana.“ Öflugir málsvarar ívar segir eina helstu ástæðu þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi jafnmikið fylgi og raun ber vitni að flokkurinn hafi ætíð borið gæfu til að styðja framboð laun- þega til sveitastjórna og Alþingis. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt marga verkalýðsleiðtoga sem hafa komið ýmsum góðum málum í höfn og þeir hafa látið rödd launþega hljóma. Þessir leiðtogar hafa flestir skilið að þarfir verka- lýðsins og atvinnulífsins hafa far- ið saman og átt frumkvæði að miklum framfaramálum. Af mörgu er að taka en nefna má til- lögu um skattaafslátt vegna kaupa á fyrstu íbúð og Ijölmarg- ar tillögur um lífeyrismál. Guð- mundur H. Garðarsson, sem lengi var formaður Verzlunarmannafé- lagsins, lagði t.d. fram frumvarp á Alþingi 1975 um lífeyrissjóð allra landsmanna og var í farar- broddi þeirra sem börðust gegn einokun ríkisins á útvarpi og sjónvarpi. Þótt um tvö ólík mál sé að ræða bera þau vitni um mikla fyrirhyggju og sýna að frum- kvæði í mikilvægum málaflokkum hafa komið úr launþegahreyfingu flokksins og náð fram að ganga á Alþingi. Öflugt starf Málfundafé- lagsins Óðins í framtíðinni trygg- ir að launamenn munu áfram eiga greiða leið að stefnumótun og til áhrifa á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins," segir Ivar að lokum. Barðist gegn pólitískri mis- notkun verka- lýðsfélaga Málfundafélagið Óðinn, félag sjálfstæðis- manna í launþegasamtökum, er 60 ára í dag. Kjartan Magnússon stiklar á stóru í -------------------------—-7------------ sögu félagsins og ræðir við Ivar Andersen, núverandi formann þess. ÁLFUNDAFÉLAGIÐ Oðinn var stofnað 29. mars 1938 á fundi í Varð- arhúsinu gamla við Kal- kofnsveg. Stofnendur félagsins voru rúmlega fjörutíu talsins, sjó- menn og verkamenn og níu mánuð- um síðar voru þeir orðnir um 290. Frá stofnun var það eitt helsta hlutverk félagsins að skipuleggja baráttu sjálfstæðismanna í verka- lýðshreyfingunni í Reykjavík en fé- lagið var einnig samstarfs- og sam- komuvettvangur launamanna. Það hélt málfundi þar sem verkamenn, fylgjandi Sjálfstæðisflokknum, komu hagsmunamálum sínum á framfæri og æfðu sig í ræðu- mennsku. Þá var gefið út innanfé- lagsblaðið Vilji þar sem menn skrifuðu um hugðarefni sín. Þá stóð félagið fyrir ýmsum skemmt- unum og hópferðum um landið. A meðan bílaeign var ekki almenn voru slík ferðalög oft eina tækifæri alþýðufjölskyldna til að kynnast landinu. Hörð barátta um verkalýðshreyfinguna Á fjórða áratugnum var verka- lýðshreyfingin óspart notuð í póli- tískum tiigangi og var oft harka- lega tekist á um völdin í einstökum félögum eða samböndum hennar. Stjómmálaöfl, aðallega jafnaðar- menn og kommúnistar, reyndu að eigna sér verkalýðshreyfmguna og segja má að sú tilhneiging hafi náð hámarki á árunum eftir 1930 þegar Alþýðusambandið var innlimað í Alþýðuflokkinn og hélst sú skipan nokkuð á annan áratug. Jafnaðar- menn gripu til þessa ráðs í hat- rammri baráttu við kommúnista um völdin í verkalýðshreyfingunni en kommúnistar klufu sig út úr AI- þýðuflokknum árið 1930. Mörgum blöskraði slík notkun á verkalýðshreyfingunni og töldu hana koma niður á hagsmunamál- um hennar. í þessari baráttu fór ekki hjá því að menn væru dregnir í dilka eftir pólitískum skoðunum. Tveir meginhópar, kratar og kommúnistar, börðust um völdin en þeir, sem voru óflokksbundnir eða fylgdu öðrum flokkum að mál- um, urðu utanveltu í starfi verka- lýðshreyfingarinnar. Mörgum fannst þessir starfshættir vera ólýðræðislegir og hrein og bein misnotkun á hreyfingunni. Málfundafélagið Óðinn og mörg önnur launþegafélög sjálfstæðis- manna um land allt voru ekki síst stofnuð til að berjast gegn þessu óréttlæti. Eitt helsta baráttumál félagsins i upphafi var þvi að krefj- ast þess að menn hefðu rétt til frjálsrar, pólitískrar skoðunar i stéttarsamtökum sínum. Lagt til atlögu Fljótlega eftir stofnun Óðins fóru sjálfstæðismenn að seilast til áhrifa í reykvískum verkalýðsfé- lögum með skipulegum hætti. í ársbyrjun buðu þeir fram lista í stjórnarkosningu í Dagsbrún til að draga úr sterkum áhrifum komm- únista og alþýðuflokksmanna í fé- laginu. Listi Sósíalistaflokksins undir forystu Héðins Valdimars- sonar hlaut 660 atkvæði og sigraði. Mikla athygli vakti hins vegar að listi sjálfstæðismanna hlaut næst- flest atkvæði, 427, en listi Alþýðu- flokksins 409. Sjálfstæðismenn urðu þannig í fyrstu tilraun sterkara afl í reykvískri verkalýðs- hreyfingu en Alþýðuflokkurinn. sem hafði reyndar klofnað skömmu áður. Tveimur árum síðar buðu Óð- insmenn og Alþýðuflokkurinn fram stjórnarlista í Dagsbrún gegn Sósí- alistaflokknum og unnu kosning- una. Héldu þeir völdum í samstarfi við aðra, t.d. stuðningsmenn Héð- ins Valdimarssonar eftir að hann hafði sagt sig úr Sósíalistaflokkn- um; í fjögur ár, til 1942. Á fimmta áratugnum má finna mörg dæmi um að sjálfstæðismenn seildust til áhrifa í ýmsum verka- lýðsfélögum um landið, ýmist einir FUNDUR í málfundafélaginu Óðni. í fremstu röð sitja f.v. Guðmund- ur Guðmundsson, Haukur Helgason, Bjarni Bentsson og Guðmundur Nikulásson. í næstu röð sjást m.a. Meyvant Sigurðsson og Stefán Gunnlaugsson. > I I > I \ > > ) ) I I ) >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.