Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Svisslendingur og Austurríkismað-
ur, bæði stoðtækjafræðingar og
bæklunarskósmíðameistarar. „Ég
lærði mikið af þessum mönnum,
sem voru allir ungir og nýútskrifað-
ir. Ég var heppinn að lenda á
mönnum sem höfðu náð frábærum
árangri í námi. Ég fékk því margar
hugmyndir og lausnir, sem ég hafði
ekki séð annar staðar," segir Kol-
beinn.
Hann lauk þó aldrei námi í stoð-
tækjafræði og hefur staðið í tölu-
verðri stappi við að fá nám sitt
formlega viðurkennt. „Til stóð að
semja reglugerð um réttindi og
skyldur stoðtækjafræðinga, stoð-
tækjasmiða og bæklunarskósmiða.
Hún er ekki enn frágengin, en þeg-
ar það verður reikna ég með að fá
réttindin, því ég hef verið í grein-
inni í um 20 ár,“ segir hann.
11 milljóna króna sparnaður
Nýjungar í stoðtækjum eru sí-
fellt að koma fram og segir Kol-
beinn frá nýju spelkukerfi frá Belg-
íu, sem hann kveður vera byltingu í
sérsmíði. Hann fullyrðir að með því
að taka upp þessa aðferð sparist
verulegar fjárhæðir í heilbrigðis-
kerfinu.
„Um 200 bakaðgerðir eru gerðar
á ári. Ég hef reiknað út að spamað-
ur getur orðið 11 milljónir króna
árlega ef notaðar eru neonfragt-
spelkur í stað sérsmíðaðra plast-
spelkna. Með því að taka einnig fót-
og handarbrot inn í verður sparn-
aðurinn enn meiri. Neonfragtspelk-
ur er hægt að taka af og setja aftur
á eftir þörfum. Einungis 20 mínút-
ur tekur að sérsmíða bakspelkur
(brotabakbelti), þær falla vel að lík-
amanum og kosta um 23 þúsund
krónur stykkið í stað 70-90 þúsund
krónur úr harðplasti," segir Kol-
beinn, sem fékk kennararéttindi frá
Belgíu síðastliðið sumar í þessari
aðferð.
Hörð samkeppni
Þar sem íslenski stoðtækjamark-
aðurinn er lítill og samkeppnin
mikil hafa menn leitað nýrra leiða
innan þessa geira til að forðast að
hafa öll eggin í sömu körfu. „Rekst-
urinn er erfiður á þessu sviði og
fyrirséð að við munum ekki geta
selt ríkinu meira en nú er. Eini
möguleikinn er að þróa aðra hluti
og leita erlendra markaða," segir
Kolbeinn.
Hann tekur fram að fyrirtækjun-
um væri eflaust fyrir bestu að sam-
einast en hefur ekki trú á að svo
verði nokkurn tíma. Þó er nú svo
komið, að samkeppnisaðilar eru
famir að vinna saman. Fyrir örfá-
um vikum stofnaði Kolbeinn fyrir-
tækið Remex ásamt tveimur af eig-
endum Stoðar hf., stoðtækjafræð-
ingunum Atla Ingvarssyni og Guð-
mundi Magnússyni. hf. Bandarískt
fyrirtæki, Alps, á jafn stóran hlut í
fyrirtækinu og Kolbeinn eða 33%.
Að sögn Kolbeins hefur Alps stóra
markaðshlutdeild í sílikonhulsum.
Framkvæmdastjóri Remex er
Tryggvi Sveinbjörnsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Ossurar hf.
„Remex er markaðs- og sölufyrir-
tæki á stoðtækjum en einnig er
lögð mikil áhersla á þróun og ný-
sköpun. Til dæmis hafa Atli og
Guðmundur í samvinnu við Alps
þróað nýja sílikonhulsu," segir Kol-
beinn. Hann bætir við að starfsem-
in verði að mestu miðuð við erlenda
markaði og þá á nokkuð breiðum
grundvelli.
Þróunarstyrkur
Kolbeinn er einnig í samstarfi við
þýskt og hollensk stórfyrirtæki um
þróun á bæklunarskósmíði í gegn-
um skóverksmiðjuna Skrefið hf. á
Skagaströnd, sem hann keypti í
fyrra. Hlaut Stoðtækni meðal ann-
ars styrk frá Rannsóknarráði til
þessa þróunarstarfs. „Ég verð ekki
framleiðandi heldur hönnuður að
nýrri aðferð," segir hann og bætir
við að hvorugt fyrirtækið verði í
beinni samkeppni við Össur hf., því
það fyrirtæld sé á ákveðnum mörk-
uðum og leggi megináherslu á sí-
líkonhulsur til útflutnings.
„Heimurinn er stór og þótt fyrir-
tækin verði tvö á íslandi sem flytja
út þá er það eins og dropi í hafið.
Össur hefur skapað íslandi gott
nafn á þessu sviði og því er auðveld-
Morgunblaðið/Þorkell
Á TTA SKÓSMIÐIR
í ÆTTINNI
Effir Hildi Friðribdóftur
VIÐSKIPnAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Kolbeinn Gíslason fæddist 1955 í Reykjavík. Hann lærði
skósmíði hjá föður sínum, Gísla Ferdinandssyni, síðan bækl-
unarskósmíði hjá Ferdinand Róbert Eiríkssyni í Hafnarfirði
og lauk sveinsprófí 1981. Sama ár tók hann við rekstri skó-
smíðaverkstæðis Gísla Ferdinandssonar hf. af föður sínum.
Meistaraprófí í orthopedískri skósmíði lauk hann í Dan-
mörku árið 1989. Síðan þá hefur hann unnið sem stoðtækja-
fræðingur og er nú eigandi Stoðtækni-Gísla Ferdinandsson-
ar ehf. Starfsmenn eru 15 og framkvæmdasijóri er Áshildur
Jónsdóttir. Kolbeinn keppti í júdó á Ólympíuleikum 1984 á
heimsmeistaramóti 1989 og var fyrsti íslenski alþjóðadómar-
inn í júdó. Kolbeinn á Qögur börn á aldrinum 7-24 ára og er
kvæntur Ingibjörgu Sigtryggsdóttur.
VARLA var fæti niður stíg-
andi fyrir skókössum,
þegar blaðamaður kom
inn í Stoðtækni - Gísla
Ferdinandsson í vikunni. Rýming-
arsala stóð yfir vegna væntanlegs
flutnings og þvældist blaðamaður
hálfvegis fyrir viðskiptavinunum í
plássleysinu meðan hann beið eftir
eigandanum, Kolbeini Gíslasyni.
„Vantar þig ekki skó? Nú er tæki-
færið til að gera góð kaup áður en
við flytjum," sagði Kolbeinn um leið
og hann kom blaðskellandi upp úr
kjallaranum, þar sem hann hefur
vinnuaðstöðu. „Það er orðið alltof
þröngt um okkur og þar fyrir utan
er miðbærinn orðinn eitt óvin-
sælasta umhverfið fyrir bíleigend-
ur. Gott aðgengi er nauðsynlegt
fyrir starfsemi eins og okkar og því
hentar Kringlan vel,“ segir hann
þegar við höfum komið okkur fyrir
inni á skrifstofu sem er í senn skoð-
unarherbergi.
Ætt fram af ætt
Óhætt er að segja að Kolbeinn
tilheyri einni þekktustu skóaraætt
á landinu. Afi hans, Ferdinand Ró-
bert Eiríksson, var skósmiður á
Hverfisgötu frá 1918 og í fótspor
hans fylgdu tveir synir hans, þeir
Eiríkur og Gísli, faðir Kolbeins.
Sjálfur var Kolbeinn ekki nema
10—11 ára þegar hann var farinn að
vinna við skóviðgerðir á sumrin og
um 13 ára aldur hafði hann tekið
ákvörðun sína. Bæklunarskósmiður
skyldi hann verða.
Leiðin lá í Iðnskólann og var
hann fyrst á samning hjá fóður sín-
um en færði sig síðan yfir til
Ferdinands fóðurbróður síns. „Ég
var f námi með hléum því mér lá
svo mikið á á þessum árum,“ segir
hann. „19 ára var ég kominn með
konu og tvö böm, hús og bíl og allt
hvað þurfti, en 21 árs var ég skil-
inn. Upp úr því dreif ég mig í að
klára skólann.“ Nú er sonur hans,
Gísli Ferdinand, að læra skósmíði
hjá föður sínum og bróðir Kolbeins,
Matthías Rúnar, er fyrrverandi
nemandi hans í bæklunarskósmíði,
en hann lauk prófi frá Danmörku
fyrir nokkrum árum. Auk þess er
Jón Gestur Ármannsson (Eiríks-
sonar) bæklunarskósmiður hjá Stoð
hf.
Kolbeinn varð alfarið eigandi fyr-
irtækisins síðastliðið haust, þegar
Gísli faðir hans dró sig í hlé, enda
orðinn sjötugur og hafði unnið eins
og forkur alla tíð. Hann stofnaði
fyrirtækið 1956 í Lækjargötu 6, þar
sem það hefur verið síðan, þótt
breyting hafi orðið á eignaraðild og
nafni. í síðasta mánuði stofnaði
Kolbeinn nýtt hlutafélag um skó-
viðgerðaverkstæðið, Skósmiðinn
ehf., með Halldóri Guðbjömssyni,
skósmið og júdókappa. Hyggjast
þeir loka verkstæðinu í Lækjargöt-
unni í sumar og flytja starfsemina í
Miðjuna í Smárann en einnig opna
annað skóverkstæði í Hagkaupi,
Skeifunni.
Þegar Kolbeinn tók við fyrirtæk-
inu lagði hann einkum áherslu á að
smíða innlegg og skó, sem varð
fljótlega aðaluppistaðan í rekstrin-
um. „Eftir að ég hafði keppt á
heimsmeistaramótinu í Maastricht
fór ég á námskeið til Birkenstoek-
fyrirtækins í Þýskalandi, sem er
þekkt fyrir sandala sína og innlegg.
Þegar ég kom heim byrjaði ég á
innleggjasmíðinni og var vinnu-
plássið um einn fermetri," segir
hann. Þá vom Halldór Arnórsson
og Össur fyrir á markaðnum og
Stoð kom til sögunnar skömmu síð-
ar.
„Þá strax upphófst hasarinn á
milli fyrirtækjanna, sem hefur loð-
að við síðan. Meðal annars átti að
beita mig viðskiptaþvingunum,"
segir Kolbeinn kankvís. Fyrirtækin
keyptu öll inn frá Svíþjóð, en þegar
Kolbeinn komst að því að Svíarnir
keyptu efnið frá Þýskalandi sneri
hann sér þangað. „Þar kostaði efnið
einungis brot af verðinu frá Sví-
þjóð. Þegar samkeppnisaðilar mínir
hér vildu líka fara að kaupa frá
Þýskalandi hringdu Þjóðverjarnir
til mín og spurðu hvort fyrirtækin
væru góð og ábyggileg. Dæmið
snerist því fullkomlega við,“ segir
Kolbeinn og hlær nú hressilega.
Hann kveðst hafa haldið sínu
striki með smíðina og hóf „innflutn-
ing á Þjóðverjum" eins og hann
segir meðan hann var að ljúka
meistaranámi sínu. Alls unnu hjá
honum 14 manns, Þjóðverjar,
( Stoðtækni • Gísli Ferdinandsson ehf. )
94% 33% 50% 90%
C Skrefið hf. ) ( Remex hf. ) Cskósmiðurinn ehf.) Csjóntækni ehf.)
Skóverksmiðja á Skagaströnd Markaðs- og sölu- fyrirtæki á stoðtækjum Skóverkstæði Eignarhalds- fyrirtæki
Aðrir eigendur eru Verkal.- og sjóm.fél. Skagastrandar og Pétur 1. Pétursson í eigu innlendra og erlendra aðila (ALPS Inc. í Banda- ríkjunum, íslenskir stoð- tækjafræðingar og fleiri) Hinn helminginn á Halldór Guðbjömsson skósmiður 10 % á Karl Kreinig augnlæknir í Austurríki