Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 36

Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 36
36 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDA VIGFÚSDÓTTIR + Guðmunda Vigfúsdóttir fæddist í Tungfu í Nauteyrar- hreppi 1. júlí 1909. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 17. mars. Vinkona okkar, Guðmunda Vig- fúsdóttir frá Tungu í Dalamynni við Isafjarðardjúp er látin. Kannske var það táknrænt að hún skyldi kveðja heiminn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Líf hennar ein- kenndist af þrotlausri baráttu fyrir heilsu og lífi, en sjúkdómurinn sem þjáði hana var þess konar sem gríp- ur sumar mæður eftir bamsburð og áður fyrr var kallað að mjólkin færi út í líkamann. A þeim tímum sem Guðmunda var ung móðir munu ekki hafa verið komin þau lyf sem nú er beitt í baráttunni við þennan sjúkdóm. Hennar hlutskipti varð því ekki móðurgleði, heldur móðursorg. Langtímum saman gat hún ekki annast börnin sín. Sem betur fór átti hún góðan mann sem reyndi að létta henni lífið. En eins og ekkert lífshlaup er ein- tóm gleði, svo er heldur engin ævi eintóm sorg. Guðmunda átti sína gleðiglampa, jafnvel hin síðustu ár, sem hún dvaldi ellimóð ekkja á Grund í Reykjavík. Hún gaf um- hverfinu, engu síður en það gaf henni. Gott hjartalag hennar leyndi sér ekki. Hún var ævinlega góð við okkur starfsstúlkurnar, strauk okk- ur um vangann þegar við vonim að vinna í kringum hana og brosti til okkar ef henni leið ekki mjög illa. Við hugsum áreiðanlega allar hlýtt til hennar. Allar minningar frá stuttum kynnum okkar Guðmundu eru já- kvæðar. Það batt okkur ósýnilegum böndum að við vorum báðar að vest- an, þó ekki værum við úr sama hér- aði. Stundum reyndum við að giska á hvernig veðrið væri fyrir vestan þann og þann daginn. Einu sinni gaf Guðmunda mér útsaumaðan vasa- klút sem hún átti. Hinn örláti hefur alltaf eitthvað að gefa og fáar gjafir hefur mér þótt vænna um. Um jólin bað hún um að fá að sitja hjá að- ventuljósunum. Hún unni ljósinu en óttaðist myrkrið og storminn. Ef til vill hefur hún aldrei átt heima í þessari hörðu og köldu veröld. Oft talaði hún um dætur sínar og spurði eftir þeim, einkum síðustu vikurnar. Kannske vissi hún að hverju dró og vildi vera búin að kveðja ástvinina. Og nú er hún farin til ljóssins heima, þar sem sólin skín ennþá bjartar en á hásumardegi við Djúp- ið, þar sem lítil stúlka fæddist fyrir nærri níutíu árum. Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Eg kynntist Guðmundu fyrst árið ‘93 þegar ég fór að vinna á Elliheim- ilinu Grund. Hún var svo góð og blíð í alla staði, alveg var sama hvað gekk á hún hélt yfirleitt ró sinni. Hún var ekki alveg í okkar heimi, en gat tekið þátt í flestöllu sem fram fór, þá meina ég að hún gat yfirleitt verið á þeim stað hverju sinni; það er að segja morgunstundunum í setustofunni niðri sem margir í hús- inu sóttu, messunum í kapellunni o.fl. Þegar við fórum út að ganga kom hún yfirleitt með, hún vildi yfu-leitt vera með í öllu sem við gerðum fyrir fólkið á deildinni. Hún var á sjö manna stofu og voru alltaf tvær með stofuna, Gulla var alltaf þar og ég yfirleitt líka. Þegar átti að fara að koma konunum fram úr og klæða þær, varð hún alltaf fyrst fyrir val- inu því hún var svo samvinnuþýð og gott að eiga við hana. Eg hætti á Grund ‘95 og saknaði fólksins mjög mikið, sérstaklega Guðmundu. Eg reyndi að koma í reglulegar heimsóknir, og sú síðasta var fyiir hálfum mánuði. Þá sá ég að hún var orðin veikari en fyrir mán- uði. Mér brá mjög mikið þegar ég sá dánartilkynninguna en það er mjög gott að hún skuli vera búin að fá hvíldina. Ég þekkti ekkert af hennar skyld- fólki því ég var bara að vinna fyrir hádegi. Ég sendi öllum hennar nánustu samúðarkveðjur. Megir þú hvíla í friði, elsku Guð- munda mín, og þér líður örugglega betur núna á öðru tilverustigi um- vafin gæsku Drottins. Eg elska Drottin afþvíaðhennheyrir grátbeiðni mína hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann. Snörur dauðans umkringdu mig, angist heljar mætti mér, ég mætti nauðum og harmi. Þá ákallaði ég nafn dauðans: Ó Drottinn bjarga sál minni. Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð er miskunnsamur. Drottinn varðveitir vamarlausa, þegar ég var máttvana hjálpaði hann mér. (Ur Davíðssálmum.) Minning þín mun ávallt lifa. Hjálmfríður Þ. Auðunsdóttir. + Ástkær fósturfaðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR EYJÓLFSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mið- vikudaginn 1. apríl kl. 13.30. Ásta Tarver, William G. Tarver, Steinunn Suckley, Paul Suckley, Ólafur Ingimundarson, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Óskar Eyjólfsson, Berglind Gretarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FRÍÐA STEFÁNSDÓTTIR EYFJÖRÐ íþróttakennari, Víðihlíð 14, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 23. mars. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30. Friðrik J. Eyfjörð, Jórunn Erla Eyfjörð, Robert J. Magnus, Edda Magnus, Friðrik E. Magnus. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU RANNVEIGU BJÖRNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, Sjöfn Axelsdóttir, Gísli Axelsson, Guðrún Flosadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkur, tengdamóður, ömmu og langömmu VILHELMÍNU DAGBJARTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sólvangi Hafnarfirði, áður til heimilis að Hraunkambi 8, Hafnarfirði. Guðrún Sigurðardóttir, Brynjar Sigurðsson, Erna Ágústsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Ólafur Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ASTA THORODDSEN MALMQUIST +Ásta Thoroddsen Malmquist fædd- ist á Húsavík 6. janú- ar 1916. Hún andað- ist aðfaranótt 20. mars siðastliðinn á Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. mars. Mikil heiðurskona, Asta Thoroddsen, er látin eftir langa sjúkra- húslegu. Skarð er höggvið í sam- heldinn systkinahóp. A undan eru gengin Skúli, augnlæknir og Unnur, lyfjafræðingur. Katrín lést í frum- bernsku. Ásta, móðursystir mín, bar nafn ömmu sinnar, Astu Þórarins- dóttur, húsfreyju á Grenjaðarstað í S-Þing., sem var skörungur mikill og afbragð annarra kvenna. Naut Asta móðursystir mín nafns þessar- ar ömmu sinnar hvað geðprýði og mannkosti snerti. Hafði hún alla þá eðliskosti til að bera sem leiða til farsældar. Hún var gáfuð kona, hæglát og ljúf, og ávallt samkvæm sjálfri sér. Af henni stafaði mikil rósemi og festa og bauð hún af sér mikinn þokka. Réttsýn var hún og vönduð til orðs og æðis. Heimili Astu bar vott um fágaðan smekk með afar hlýlegu yfirbragði og fá- dæma snyrtimennsku. Asta var og afbragð annarra hvað vandvirkni í starfi og skyldurækni áhrærði. Asta var fíngerð og falleg eins og þær all- ar systur og launkímin eins og hún átti kyn til. Var hreinasta unun að hitta þessar yndislegu systur í fjöl- skyldusamkvæmum, glaðlyndar, skemmtilegar og allar hver annarri fallegri. Góðvildin og hjartahlýjan þeirra aðal. Vart leið sá dagur að þær hringdust ekki á og ávörpuðu hver aðra svo ástúðlega að unun var á að hlusta. Móður sína, Regínu Magdalenu Benediktsdóttur prófasts á Grenjað- arstað, missti Ásta 13 ára gömul. Lést hún á voveiflegan hátt frá sex ungum börnum. Regína var annáluð fyiir fegurð, leiftrandi greind og kátínu. Hefur móðir mín sagt mér margar sögur frá öndverðri öldinni af bernskuheimili þeirra systkin- anna á Fjólugötu 13 þar sem stór- fjölskyldan bjó. Var þetta háborg- aralegt menningarheimili með bó- hemsku eða thoroddsenísku ívafi þar sem bókmenntir, fagrar listir, Crfisdrykkjur pólitík og framar öllu öðru húmor og hnyttin tilsvör voru í hávegum höfð. Guðmundur faðir Ástu var næstelstur af bömum Theodóru og Skúla Thoroddsen. Heimili þeirra var því jafnan gestkvæmt. Thoroddsensystkinin voru heimagangar, einnig komu í heimsókn systkini Regínu Magdalenu frá Þingeyj- arsýslu. Á laugardags- kvöldum spilaði faðir þeirra, prófessorinn, á píanó, móðirin söng, amman Ásta, sem bjó hjá þeim í ekkjudómi sínum, sat við hannyrðir og börnin og gestir hlýddu hugfangin á. Og ekki má gleyma kettinum sem fannst í sýrutunnu og hlaut vitanlega nafnið Sýrak og varð mikil eftirlætisrófa og leit ekki við neinu nema nýðursoðn- um laxi úr dós og rjóma. Á sunnu- dögum var pantaður bíll og ekið út í sveitir til að skoða furður náttúr- unnar, þar kenndi faðir þeirra börn- unum nöfn blómanna, litríkir og skrýtnir steinar voru skoðaðir og þóttust börnin greina vangamynd stúlku eða trölls og annarra kynja- vera í lögun steinanna, gott ef ekki gægðist álfur út úr steini. Stóru grjóti var jafnvel velt og undraheim- ur skordýra kannaður. Á Fjólugöt- unni voru jafnan heimiliskennarar en Ásta lærði spemma að lesa hjá frænku sinni, Olínu Andrésdóttur skáldkonu, eftir bandprjónaaðferð- inni og var eftir það jafnan kölluð Ásta á bandprjónunum enda afskap- lega leggjamjó. Hafði hún einnig yndi af lestri alla tíð. Thoroddsen- systkinin eldi-i fengu óhefðbundið uppeldi, voru alin upp í miklu frjáls- ræði á Bessastöðum og síðar í Von- arstræti 12 sem aftur skapaði litríka og skemmtilega einstaklinga og framar öllu fordómalausa. Þessar eigindir gengu svo í arf til systkin- anna á Fjólugötu sem öll voru frjáls- huga og víðsýnar manneskjur og var þeim öllum í blóð borin rík samúð með lítilmagnanum. Hvað uppeldi varðaði kvað þó við annan tón þar sem var amma þeirra, Ásta Þórar- insdóttir, sem hélt uppi ströngum aga en hún lét systurnar ganga um gólf með bækur á höfðinu því ungar stúlkur skyldu vera beinar í baki enda formföst og siðavönd kona með afbrigðum. Var hún ávallt þéruð af tengdasyni sínum og ávarpaði hann hana ávallt frú Ástu. Það orð fór af prófastsfrúnni að hún hefði ekki ein- ungis stjórnað prestssetrinu sem oft taldi milli 30 og 40 manns heldur allri sýslunni. Segir sagan að enginn í sýslunni hefði vogað sér að kaupa svo mikið sem snýtuklút eða slifsi á þess að bera það undir maddömuna svo mikla respekt bauð hún af sér. Hún kenndi dætrunum hannyrðir svo að hreinni snilld varð. Regína móðir þeirra var einnig mikil lista- kona í höndum. Ásta og móðir mín, en hún heitir í höfuð hinnar ömm- unnar, sem ekki var síður stórveldi, Theodóru, skáldkonu, Thoroddsen, guðmóður íslensku menningarmafí- unnar, voru ólíkar að sumu leyti. Sagði móðir mín mér hve Ástu var jafnan hælt því hún var alltaf svo þæg og góð, svo henni fannst nóg um! Ásta var alvörugefin, yndi og eftirlæti Línu Thoroddsen, seinni konu föður þeirra, og beygði sig ljúf undir aga hennar en Línu fannst sennilega ekki vanþörf á því að tyfta þessi galsafengnu börn ögn til. Samt sló aldrei í brýnu á milla systkin- anna enda öll ljúflynd og eftirlát hvert öðru. Hrafnhildur Gríma, öðru nafni Daddí, var einstök stoð systur sinni í veikindum hennar. Og á hún þakkir skilið fyrir alla þá alúð og ómælda umhyggju sem hún sýndi systur sinni. Lif manns skerðist og verður fá- tækara þegar einhver nákominn deyr. Ásta markaði djúp spor í huga samferðafólks síns. Megi prúð- mennska hennar og manngöfgi verða okkur hinum sem yngri erum að leiðayljósi. Ég votta sonum Ástu, tengda- dætrum, barnabörnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Ragnhildur Bragadóttir. CAPt-inn Símí 555-4477 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.