Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 44

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 44
44 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 Yt ' ...-..- I DAG MORGUNBLAÐIÐ Leyndardóm- ur trúarinnar í hugvekju dagsins segir séra Heimir Steinsson m.a.: Af þessum sökum er hverjum kristnum manni skylt að virða heilaga Maríu og sýna henni viðeigandi lotningu. í DAG er fimmti sunnudagur í fostu, boðunardagur Maríu. Guð- spjall dagsins samkvæmt fyrstu textaröð er að finna hjá Lúkasi, í fyrsta kapítula, versunum 26 til 38. Þar getur að líta frásögnina undursamlegu af því, er engill- inn Gabríel var sendur frá Guði „til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Da- víðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér“. En María varð hrædd við þessi orð. Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita Jesúm. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs töður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun eng- inn endir verða.“ Þá sagði María við engilinn: „Hvemig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karl- manns kennt?“ Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfír þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og bamið verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ Verði mér eftir orðum þínum Ofanrituð saga greinir frá frumkvæði Drottins Guðs. Upp- tök máls eru hjá Guði. Hann sendir engilinn Gabríel og felur honum að birta Maríu fyrirheitið um fæðingu sonar. Guð er and- inn heilagi, sem kemur yfir kon- una ungu. Kraftur Guðs yfir- skyggir Maríu. Hún er útvalin af Guði til að verða farvegur hans inn í mannheim. Þannig er athöfnum Guðs far- ið. Hans er mátturinn. Guð ræð- ur, en mennimir þenkja, - eins og komizt er að orði í gömlu mál- tæki. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Guðspjalli dagsins lýkur með því, að María tekur enn til máls og segir: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ - Guð hefur gefið mann- inum frjálsan viija. Faðirinn á himnum þröngvar ekki neinum til trúar. Maðurinn bregzt af sjálfs dáðum við frumkvæði föð- urins. Enginn getur komið í veg fyrir, að ég afneiti Guði, ef ég vil. María var heldur ekki knúin til að hlíta fyrirætlun Drottins. Hún var frjáls að því að hafna útvaln- ingu hins hæsta. En María haftiaði engan veg- inn þeim boðskap, sem til hennar var snúið, afneitaði ekki Guði né áformi hans. Hún kvaðst þvert á móti vera „ambátt Drottins“ og beygði sig fyrir orði Guðs. Fæðing frelsarans í þennan heim var þannig ekki einvörð- ungu vilja Guðs að þakka, heldur einnig trú Maríu, hlýðni hennar. Þessa trú vegsamar kirkja Krists og nefnir hina imgu heit- konu Jósefs „heilaga Maríu" og „móður Guðs“. Ritning og arfleifð Eiginlega vitneskju vora um Maríu guðsmóður höfum vér alla úr Heilagri ritningu. Raun- kristnir menn véfengja ekki Guðs orð. í hverri guðsþjónustu játar kirkja vor trú á það, að Jesús Kristur sé „getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey“. Þessi er sameiginleg full- vissa velflestra kirkjudeOda, byggð á Ritningunni, grundvöll- uð á fyrr nefndu guðspjalli þessa Drottinsdags. Þannig heiðrum vér trú Maríu og hlýðni hennar. Þannig þakka kristnir menn guðsmóðurinni hennar þátt í hjálpræðisverkinu. Kristnir menn hafa sumir hverjir aukið nokkru við vit- neskju sína um Maríu. I aldanna rás er til orðinn mikill bálkur sagna og ljóða um guðsmóður. Þessar sögur eru hluti af „arf- leifð“ þeirra kirkna, sem hlut eiga að máli. Vor eigin kirkja rækir ekki nákvæmlega þessa arfleifð í helgihaldi sínu eða guð- fræði. En vér virðum trú krist- inna bræðra og systra hvarvetna í heiminum. Heilög ritning er grundvöllur evangelisk-lútherskrar trúar. Vér eigum einnig vora „arfleifð“, t.d. sálma kirkju vorrar og fjöl- margt annað. En sú arfleifð skipar ekki sama sess í hugum vorum og Guðs orð. Ritningin ein á þar óhaggað sæti á innsta bekk. Og sem fyrr greinir veitir ritningin ein oss þá fræðslu um Maríu, sem óyggjandi er. Einstaða Maríu Þar með er ekki sagt, að mönnum sé óheimilt að íhuga stöðu konunnar ungu, Maríu. Hún var útvalin af Guði til þess að fæða í heiminn frelsara mann- anna, son hins hæsta. Hvað segir þetta um hlutskipti hennar? Jesús Kristur og Guð faðir eru eitt. Sá sem hefur séð Krist, hef- ur séð föðurinn. Þannig hljóða orð frelsarans sjálfs (Jóh. 10:30 og 14:9). Hann sagði einnig: „Áð- ur en Abraham fæddist er ég“ (Jóh. 8:58). Drottinn Kristur er ævarandi Guð til vor kominn í mynd mannsins Jesú. Konan, sem fékk það hlutverk að veita eilífum Guði viðtöku, og fæða son hans í heiminn, býr við ríkulega sérstöðu. Hún var raun- ar útvalin til verkeftiis, sem engu verður til jafnað. Hún var móðir Guðs sonar og ól drenginn upp við kné sér, glæddi hans ein- stæðu trú og hlúði að þeirri trú, unz hún bar ávöxt mönnum til hjálpræðis. Af þessum sökum er hveijum kristnum manni skylt að virða heilaga Maríu og sýna henni við- eigandi lotningu. Opinberun leyndardóms Allt það, sem Heilög ritning segir oss um komu Krists í heiminn, er opinberun leyndar- dóms. Það á í ríkum mæli við um frásögnina af boðun Maríu. Vér tökum við þeirri frásögn í trú. En það merkir ekki, að vér höf- um afhjúpað leyndardóminn. Þvert á móti: Vér beygjum oss fyrir þeim skilmálum, sem leyndardómurinn setur. Leyndardómur trúarinnar nærist á lofgjörð og tilbeiðslu. Vér skulum því lúta höfði og biðja Guð að gefa oss náð til að segja með Maríu guðsmóður: „Verði mér eftir orðum þínum.“ Veit þú mér, Drottinn, að treysta því orði og hlýða, sem heilög ritning þín beinir til mín, þennan dag og allar stundir. Amen. K. vELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags A einhver Radione-tæki? VE LVAKAND A barst eftirfarandi bréf frá Fritz Wech í Austumki: „Ég er að vinna að rannsóknarverkefni um Nikolaus von Eltz og bróður hans. Árið 1924 stofnuðu þeir útvarpsfyr- irtæki: Radio Nikolaus Eltz-Radione. Tækin sem þeir framleiddu komu til Islands á þriðja og fjórða áratugnum. Umboðs- menn/þjónustuaðilar voru Friðrik P. Dungal og Gunnar Bachmann. Vinsamlegast birtið í blaðinu litla tilkynningu eða greinarstúf eftir því sem við á þar sem leitað er upplýsinga um það hvort nokkur á íslandi eigi enn Radione-tæki. Viðkomandi myndi hafa samband við mig. Ég tala ensku og þýsku og smá- vegis í frönsku, en hvers vegna læra ekki bara ís- lensku?" Fritz Wech, Wienerstr. 7 A2345 Brunn a. Gebrige Österreich. Hrossasóttin GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og sagðist hún telja að svokölluð hrossasótt geti stafað af því að geysimikið gosefni hafi dreifst yfir landið eft- ir Skeiðarárhlaupið og af þeim sökum stafi einnig fugladauðinn á Suður- landi. Hugsanlega gæti hafa myndast eiturefni í plastbaggaheyinu sem hestunum er gefið og skemmi það innyflin sem valdi veikinm. Þekkir einhver áritunina BK MÉR áskotnaðist fallegt olíumálverk af Þingvöll- um, virðist vera gamalt, það er áritað BK á sér- stakan máta, þannig að K kemur inn í B. Er ekki einhver sem gæti upplýst mig um hver málarinn er og hve gamalt þetta gæti verið. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar vin- samlega hafið samband við Guðrúnu í síma 555 3819. Tapað/fundið Hálsraen í óskilum FYRIR nokkrum dögum fannst hálsmen á bíla- stæði í vesturbænum. Sú sem getur sannað eignarrétt sinn á gripnum getur hringt í síma 557 9436. BÖRN i Nauthólsvík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Víkverji skrifar... A AMORGUN, 30. marz, eru 49 ár síðan ísland gekk i Atlants- hafsbandalagið, vamarbandalag lýðræðisríkja. Stofnríki bandalags- ins voru Bandaríkin, Belgía, Bret- land, Danmörk, Frakkland, Hol- land, ísland, Ítalía, Kanada, Lúx- emborg, Noregur og Portúgal. Síð- ar bættust fleiri ríki í hópinn. Róttækum vinstri mönnum tókst að gera aðild Islands að Nató að miklu átakamáli. Það er trú Vík- veija að reynslan hafi fært heim sanninn um að aðildin var gæfu- spor. Það hefur ekki hvarflað að neinni ríkisstjóm, sem síðan hefur setið, hvorki hægri né vinstri stjómum, að hverfa úr Nató. Meira að segja Alþýðubandalagið undi sér vel í íslenzkum aðildarríkis- stjómum að Atlantshafsbandalag- inu, þótt gömul og spjáð spjöld, „ísland úr Nató...“, séu viðruð endmm og eins. Fyrrum austan- tjaldsríki sækja og fast eftir aðild. Senn verða Ungveijaland, Pólland og Tékkland Nató-ríki. Þjóðir Eystrasaltsríkjanna eiga og fáar óskir heitari en bætast í þennan hóp. Og flest bendir til að A-ið á móti Nató, Alþýðubandalagið, renni inn í eða saman við A-ið með Nató, Alþýðuflokkinn. XXX SVEITARFÉLÖG hér á landi vora flest árið 1951,229 talsins. Árið 1990 er tala þeirra komin nið- ur í 204. Á h'ðandi áratug hefur þessi samranaþróun hert á sér. Þegar kosið verður til sveitar- stjóma í maímánuði nk. verða sveitarfélögin trúlega aðeins 124 - hefur fækkað um 105 frá því þau vora flest. Orsök þessarar þróunar - í færri og stærri sveitarfélög - er marg- þætt. Fyrst skal nefna byggðaþró- un, fólksstreymið úr strjálbýh í þéttbýh, sem kallað hefur á sam; rana fámennustu hreppanna. í annan stað hafa stórbættar sam- göngur fært ýmis áður aðskilin byggðarlög saman í eitt atvinnu- og þjónustusvæði. í þriðja lagi hafa lögbundin verkefni sveitarfé- laga aukizt það mikið, sem og kröf- ur íbúa um framkvæmdir og þjón- ustu, að það þarf stór og sterk sveitarfélög til rísa undir þeim - og standast samkeppnina um búsetu fólks. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu era þegar vaxin saman f eitt atvinnu- og þjónustusvæði. íbúar þeirra gætu, að mati Vík- verja, sparað sér feiknmikla fjár- muni með því að sameinast í eitt sveitarfélag. XXX AÐ VAR mikið um að vera í Kópavoginum um síðustu helgi. Fjölbreytt matvælasýning í íþróttamiðstöðinni í Smáranum og opnunarhátíð nýrrar verzlunar- kringlu við Smáratorg. Bærinn bókstaflega iðaði af lífi. Víkverji las það í bæjarmála- blaðinu Vogum að meira hafi verið byggt í Kópavoginum einum síð- ustu árin en samanlagt í öðram sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Mest hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði en fleiri byggingar fylgt í kjölfarið: skólar, leikskólar, félagsheimih fyrir aldraðra og heilsugæzlustöð. Tvær nýjar [þjóðjkirkjur hafa risið í bænum á síðustu áram, auk stórhýsis Kross- ins f Hlíðasmára. Stór verzlunar- kringla hefur risið við Smáratorg og önnur er sögð í burðarliðnum. Gerðarsafn, sem þegar hefur getið sér gott orð, og tónlistarhús, sem senn rís, bera menningaráhuga vitni. Aukin atvinnuumsvif og mikil fjölgun íbúa tryggja bænum tekju- auka til að rísa undir vaxandi þjón- ustu. Víkveija sýnist sem Kópavogur hafi skotið Reykjavík ref fyrir rass á mörgum sviðum á hðandi kjör- tímabili. Fólk og fyrirtæki hafa flykkzt til bæjarins í ríkum mæh. XXX ELDRI kona hringdi í Víkveija og kvartaði undan „ömurlegri sjónvarpsdagskrá“. Dagskráin var að hennar sögn eins og færiband með „aulamyndum“ - og greinilega ekki samansett með áhorf sæmi- lega vitiborins fólks í huga. Ljósi punkturinn væri sá að dagskráin gæti vart breytzt nema til hins betra. Ljótt atama ef rétt er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.