Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DANIEL DAY-LEWIS EMILY WATSO THE BOXER Einróma lof gagnrýnenda! ★★★^ ★★★^ ★★★ ★★★ A.S. Dagsljós H.L. MBL H.K. DV ÓHT Rós 2 ______ jjip ! .Slorki <>o Hlakanleiil di aina... Siiill(larlc*>a leikin" II.I.. MHl. „Vol leiknar ojí lrú\ei ðiij*ar |)ersonur...“ OIH. Ras 2 M\ M) 1 IHU .11.VI SHERIDAN (I NAENl EÖDIJRINS) HNEFALEIKARINN FÓLK f FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 17.30 Eftir að Superman sló eftirminnilega í gegn árið 1978, greip um sig æði meðal kvikmynda- framleiðenda. Allir ætluðu að verða ríkir á teiknimyndahetjum. Þeirra á meðal var ítalinn Dino De Laurentiis og Hvell Geiri (Flash Gordon, ‘80), spratt fram á tjaldið. Lítt minnisstæð, þrátt fyrir fram- bærilega tónlist eftir Queen og lag- leg leiktjöld. Aðalleikararnir, Sam nokkur Jones og Melody Anderson, voru afleitir. Aukaleikararnir, Topol en þó enn frekar hin und- urfagra Ornella Muti, lífguðu tals- vert upp á grínið. irkV.á Sjónvarpið ► 20.30 Mynd kvölds- ins Á köldum klaka, (‘94). Sjá um- fjöllun í ramma. Stöð 2 ► 21.00 Ást og skuggar (Of Love and Shadow (‘94), byggir lítillega og frekar slælega á bók argentínska skáldjöfursins Isabel Allende, að dómi AMG. Sem gefur Með Antonio Banderas og Jennifer Connelly. Sýn ► 21.55 Það er enginn annar en sjálfur James Cameron, sem sigraði svo eftirminnilega á Oskarsverðlaunahátíðinni í vikunni með Titanic, sem leikstýrir Hyl- dýpinu (The Abyss, ‘89). Það er ljóst að hafdjúpin heilla leikstjór- ann, hér heldur hann sig mikið tii undir yfirborði sjávar. Kjam- orkukafbátur sekkur við dýpstu neðansjávargjá í heimi og björgun- arliðið uppgötvar nýtt lífsform á botni hennar. Við AI segjum í Myndbandahandbókinni óskeikulu; „Cameron býður upp á bestu og stórkostlegustu neðansjávarmynda- tökur sem sést hafa í bíó og dælh- í hana hasar einsog hann gerir best. En vandi myndarinnar og á endan- um stórfelld mistök, liggja á gjár- botninum. ET í undirdjúpunum er ekki hans besta hlið. Eftir allt sam- an kafar hún of djúpt niður í hyl- dýpið. ★★★„ Stöð 2 ► 23.40 Breski leikarinn Gary Oldman er fantagóður leikari sem er kominn langt með að eyði- leggja orðstír sinn í einhæfum hlut- verkum rugludalla í hverri mynd- inni á fætur annarri. Hér bregður hann útaf vananum og leikur sjálf- an Ludwig van Beethoven í Ódauðlegri ást (Immortal Beloved, ‘94), og gerir það giska vel. Greinir myndin frá tilraunum einkaritara tónskáldsins heyrnar- lausa, að hafa uppá hinni dularfullu konu sem átti hjarta snillingsins. Það sem uppúr stendur er traust túlkun Oldmans á hinu kvalda tón- skáldi og frábærlega endurskapað- ur tíðarandi í tjöldum og búningum. Þau standa sig einnig vel, Isabella Rosselini og Jeroen Krabbé. Leik- stjóri Bernard Rose. ★★V2 Sæbjörn Valdimarsson. Furður á norður- slóðum Sjónvarpið ► 20.30 RUV heldur áfram að rifja upp með okkur af- rakstur íslenskra kvik- myndagerðarmanna, sem er kannski það merkasta og menningarlegasta sem sjónvarpsstöðvar landsins hafa tekið fyrir í vetur. Nú er röðin komin að Á köldum klaka, (‘94), sem er sjónrænast sterkust af verkum Friðriks Þórs með Ara Kristinsson í lyk- ilhlutverki kvikmyndatöku- mannsins. Sú alþjóðlegasta, þó rammíslensk. Myndirnar sem hann dregur upp af landinu okkar eru óvenjulegar í slabbi og snjóalögum vetrarins, gráar í skammdegismyrkrinu, kulda- legar og að lokum heillandi í yf- irskilvitlegri, ójarðneskri feg- urð. Á köldum klaka er óvenjuleg vegamynd um Japana (Masotshi Nagase) sem kemur til landsins um miðjan vetur til að heiðra minningu foreldra sinna sem drukknuðu uppá öræfum fyrir sjö árum. Ferðalagið tekur ýms- ar stefnur áður en tilganginum er náð. Japaninn lendir í ólýsan- legum, framandi hremmingum og kringumstæðum, en fær fulla umbun erfiðis síns. Verður fyrir dulrænni reynslu við leiðarlok sem mun fylgja honum og styrkja. Margir kaflar myndarinnar eru óvenju sterkir og sitja manni fyrir hugskotssjónum. Fyrst og fremst ljóðrænn og mystískur lokakaflinn, en ekki síður lítlar og ljóðrænar, svolít- ið absúrd, senur, einsog karla- kór í byl uppá vörubílspalli, sviðakjammar á þorrablóti, svarthvítt landslag, ljós í göng- um, eða var mig að dreyma? Fyndin og frískleg. Með Lili Taylor, Fisher Stevens, Gísla Halldórssyni, o.fl. ★★★ Ahættustökk BMW ► FRANSKI áhættuleikarinn Je- an-Pierre Goy stökk yfir röð BMW-bifreiða á BMW R 1200 Cruiser mótorhjóli í Berlín á dögunum. Goy var einn af áhættuleikurum James Bond myndarinnar „Tomorrow Never Dies“ þar sem notuð voru hjól og bflar af tegundinni BMW. Stökkið var hluti af kynningu á mótorhjólasýningu sem haldin var í Berlin. Hjólið sem hann notaði er 256 kfló að þyngd en verðmæti bflanna sem hann stökk yfír var tæplega 40 millj- ónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.