Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SKRÚÐGANGA var farin að Háskólabíói frá Kvennaskólanum. STUÐNINGSMENN Kvennó mættu með striðsmálningu, - líka í hárinu. NEMENDUR Verslunarskólans hylla sína menn og klappa þeim lof í lófa. KAPPHLAUP var um sæti í salnum enda fjölmenntu stuðningsmenn liðanna. STEMMNINGIN var mikil hjá stuðningsmönnum Versló. RAGNAR Guðmundsson frum- mælandi Verzlunarskólans leggur áherslu á mál sitt. ATLI Már Ingólfsson dómari ábúðarfullur. Úrslitin ráðin og aðeins eftir að gera þau opinber. TÓMAS Eiríksson. Morgunblaðið/Halldór , liðsstjóri, kyssir bikarinn. MIKIÐ gekk á hjá liði Kvennaskólans, frá vinstri: Guðni Már Harðarson, Gumiar Hrafn Jónsson, María Rún Bjarnadóttur og Eyrún Magnúsdóttir. Verslunarskólinn vinnur Morfís fimmta árið í röð Mjótt á mummum BUÐ af nýjum vörum Amerisk sófasett lampar úrval rúmdýna , rúmteppi lök góð gæði gott verð Nýborg/# Armúla 23, sími 5686911 U" RSLITAKEPPNI Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Islands, fór fram í Háskólabíói síðastliðið fóstudags- kvöld að viðstöddum þúsund áhorf- endum. Lið Kvennaskólans í Reykja- vík og Verslunarskóla íslands kepptu um bikarinn í þetta skipti. Gríðarleg stemmning var í salnum og hörð barátta háð, jafnt milli ræðuliðanna á sviðinu og stuðnings- liða á áhorfendabekkjum. Orrustan sem fram fór í ræðupúltinu var öllu málefnalegri. Ræðumenn skiptust á þungum höggum mælskubragða og hárbeitt- um sendingum rökvísi á meðan gróf- arí aðferðum var beitt úti í sal. Par einkenndist styrjöldin öllu frekar af hávaða þar sem andstæðar fylkingar reyndu að yfirgnæfa hvor aðra með kraftmiklum ómi lungna, lúðra og ásláttarhljóðfæra. Umræðuefni kvöldsins var egóismi. Verslingar mæltu með fyr- irbærinu og fyrstur sté liðsstjórinn, Tómas Eiríksson, í pontu og kynnti lið og málefni. Frummælandi Versl- inga var Ragnar Guðmundsson. Hann flutti harðskeyttar ræður af mikilli tilfinningu. Meðmælandi liðs- Úrslit Morfís fóru fram í fyrradag og voru æsispennandi. Umræðuefnið var egóismi. Guðmundur Ásgeirsson fylgdist með keppninni. ins var Herjólfur Guðbjartsson sem lét hraustlega tO sín heyra með skör- uglegri framsögn. Stuðningsmaður- inn, Hafsteinn Þór Hauksson, flétt- aði sinn flutning rökum, fimlega og sannfærandi. Liðstjóri Kvennaskólans var Gunnar Hrafn Jónsson. Hann kynnti sitt fólk og frummælandann, Maríu Rún Bjamadóttur. Hún lék sitt hlut- verk með tiiþrifum og glans með ísmeygilegri og írónískri ræðu. Guðni Már Harðarson gaf henni hvergi eft- ir enda vel klyfjaður kornflögum. Næstur tók til máls stuðningsmaður- inn Eyrún Magnúsdóttir sem sendi flugbeitt skot sem geiguðu hvergi með ógnarhraða til andstæðinganna. Úrslitin voru kynnt eftir spenn- andi keppni. Biðin eftir niðurstöðu dómaranna var löng og leikræn, en þrír nemendur Verslunarskólans gerðu hana ljúfari með vel heppnuð- um söng. Lið Verslunarskólans sigraði með sáralitlum mun og gert var opinbert að dómarar hefðu ekki verið á eitt sáttir um úrslitin. Ræðu- maður kvöldsins var Hafsteinn Þór, sem tók við verðlaunum sínum við gríðarlegan fögnuð stuðnings- manna. Versló hélt því Morfísbik- arnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kvenna- skólinn í Reykjavík kemst í úrslit í keppninni og aðeins í sjöunda skipti sem skólinn tekur þátt í henni. Það kom þess vegna nokkuð á óvart hve mjótt var á mununum, því rótgróin hefð er fyrir mælskukeppni í Versl- unarskólanum. Síðastliðin fjögur ár hefur skólinn sigrað og hlaut bikar- inn til eignar 1986. Þetta er fimmta árið í röð sem Verslunarskólinn ber sigur úr býtum í Morfís. Síðasti bik- ar stendur á verðlaunahillu skólans þar sem hann verður til frambúðar og nú er að bíða og sjá hvort þessi hlýtur sömu örlög, sigri ræðulið skólans á ný að ári. 50 sam- kynhneigð pör í hjónaband ►UM FIMMTÍU samkyn- hneigð pör gengu í hjóna- band við formlega athöfn í San Franciseo nú á dögun- um. Sum paranna hafið ver- ið í sambúð í allt að 30 ár og því mikil gleði að fá hana staðfesta með þessum hætti. Athöfnin, sem fúr fram í ráðhúsinu í San Francisco, er ekki viðurkennd utan borgarinnar og hefur því ekkert lagalegt gildi annars staðar í Bandaríkjunum. Pörin voru þú sammála um að athöfnin skipti þau miklu máli. San Francisco hefur löngum verið þekkt sem borg samkynhneigðra þar sem víðsýni og frjálslyndi gagnvart þeim þykir vera meira þar en anuars staðar { Baudaríkjunuin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.