Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 52

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 52
52 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ r * ; 'i HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABI Hagatorgi, sími 552 2140 mmm msssm wwm NYTT 0G BETRA Tíin n,\T.(ií(i[! r:(f.rí rnnríf. nr m>im nfrírr.rí rnjiririwiT' miDiGnAL Cí’iS UDÐ[ Sýnd kl. 4.45. Síöustu sýn. TnmatrawlMei/erDies, www.samfilm.is Úr sjálfheldu frægðarinnar BRESKA hljómsveitin Suede var á hátindi frægðarinnar þegar gítar- leikari hennar og helsti lagasmiður, Bernard Butler, ákvað að hætta í sveitinni, að sögn vegna þess að hann kunni sviðsljósinu illa. Butler hætti þó fráleitt að fást við tónlist og eftir að hafa unnið með ýmsum tón- listarmönnum hefur hann eiginlegan sólóferil með sinni fyrstu sólóskífu, People Move On, sem kemur út 6. apríl næstkomandi, en meðal þess sem vekur athygli er að hann syng- ur sjálfur á skífunni, aukinheldur sem hann leikur á gítara og fleiri hljóðfæri. Bernard Butler segir að það hafi vissulega verið sérkennilegt að byrja að syngja eftir að hafa unnið alla tíð með ýmsum söngvurum, en hann hafi haft góðan tíma til að venjast því, „enda byrjaði ég á að synga rétt eftir að ég hætti í Suede, þegar ég fór að fást við að semja lög og taka upp hugmyndir. I fyrstu skiptin fannst mér ég syngja hörmulega , en þó verð ég að viðurkenna að ég fer alltaf hjá mér þegar ég heyri í sjálf- um mér. Aðalmálið er kannski það að þegar ég syng er tjáningin bein og ekkert á milli mín og þess sem hlustar, það er ekki gítar sem túlkar það sem ég er að segja, þótt mér hafi reyndar alltaf fundist mjög eðlilegt að tjá tilfinningar með gítarhljóm- um; það er ekki endilega betra að gera það með orðum.“ Butler segist hafa troðið fyrst upp með gitarinn fyrir skemmstu í Lundúnum og kunnað því bráðvel, það sé enn skemmtilegra að vera einn í sviðsljósinu en að troða upp með hljómsveit sem hann hafi þó alltaf kunnað mjög vel. „Pað kostaði auðvitað átak að fara að syngja eftir að hafa haldið mig við gítarinn frá því ég var unglingur, en ég velti aft- ur á móti ekki fyrir mér samanburð- inum við þá Brett [Anderson] og MacAlmont, sem eru báðir frábærir söngvarar. Eg kunni þó ekki alltaf að meta sönginn í Suede og það var í raun ekki fyrr en ég var hættur í sveitinni sem ég áttaði mig á því hvernig söngvara ég var að leita að. Ég vildi ekki endilega mann með yf- irburðatækni og óperurödd, frekar einhvern sem gæti sungið af tilfinn- ingu. Þannig fannst mér MacAlmont oft syngja af stakri snilld tæknilega en tilfinn- ingalaust." Butler segir að hann hafi ákveðið að gera sóló- skífu til að losna undan því að vera alltaf að vinna með öðrum, að vera alltaf að leita að nýjum samstarfsaðilum. „Það er svo mikið mál að fá til liðs við sig nýja og nýja söngvara og tón- listarmenn sem eru yfirleitt sjálfir búnir að skapa sér nafn og móta sér stíl og hafa eigin frama og ferO í huga. Það er nánast ógerningur að stofna nýja hljómsveit og ætlast til þess að hún nái eins vel saman og gamla sveitin sem var stofnuð af sextán ára félögum. Mér finnst af- skaplega gaman að vinna með ólík- um listamönnum, en ekki að vera i heimsfrægri hljómsveit sem ferðast um heiminn á sífelldu tónlistarferða- lagi í sjálfheldu frægðarinnar. Það blasti því við að gera eitthvað á eigin spýtur, meðal annars til að ná að gera nýja plötu, enda áttaði ég mig á því að ég hafði í raun engu að tapa og gat þess vegna gert nánast hvað sem mér sýndist." Butler segist ekki óttast saman- burð við það sem hann hefur áður gert enda sé allur samanburður á tónlistarmönnum ómarktækur og hljóti að byggjast á smekk en ekki faglegu mati. „Bretar eru afskaplega þröngsýnir og sífellt að metast um það hver sé bestur, en mér finnst það skipta öllu máli hvort viðkom- andi sé að gera eitthvað af einlægni og tilfmningu." Butler bryddar upp á ýmsum nýj- ungum á skífunni nýju, breytir út af í útsetningum og tilbrigðum og segist lengi hafa langað til að bregða á leik. „Ég fékk ekki að gera það sem mig langaði þegar ég vai- í Suede, fékk ekki að brjóta óskráðar reglurnar og sigrast á fordómunum sem hneppa okkur alla í fjötra. Mér finnst Bandaríkjamenn hafa mun heil- brigðari afstöðu til tónlistar en Bret- ar, þar eru menn ekki sífellt að bera hljómsveitir og tónlistarstefnur sam- an og gleyma því að það eina sem skipti máli er hversu sannur þú ert í tónlistinni.“ Bernard Butler segist ekki óttast um sölu á skífunni nýju, hann eigi ágæta íbúð og bíl og þurfi ekki miklu meira. „Mitt hlutverk er að búa til einlæga tónlist og þótt ég gæti kannski hagnast meira með því að laga mig að markaðnum held ég að það sé betra að eiga minni peninga, en hreinni samvisku, að vita að ég hafi verið að gera mitt besta.“ Tónleikaferð er fyrir- huguð í sumar, meðal annars segist Butler munu leika á útihátíðum í Evrópu. „Mér finnst gaman að vera kominn í hljómsveit aftur, ekki síst að vera að vinna með öðrum gitar- leikara, því ég hef ekki gert það áð- ur. Það má þó ekki láta sem ég hafi verið einn á ferð í hljóðverinu því það kom grúi tónlistar- og tækni- manna að plötunni og því eru það ekki mikil umskipti að vera kominn í hljómsveit aftur. Það var þó gaman að byi-ja að æfa lögin fyrh- tónleik- haldið, því ég leyfði félögum mínum ekki að heyra plötuna, heldur spilaði ég lögin fyrir þá á kassagítar og síð- an unnum við útsetningarnar sam- eiginlega sem gæðir lögin nýju lífi. Það er ekki hægt að eltast við plötu- útgáfur laga, það verður að brydda upp á einhverju nýju, að sýna tón- listina í nýju ljósi.“ ARBONNE LOKSINS, LOKSINS! INTERNATIONAL --— " I.P’í *Sil Varst þú búin að heyra það? ARBONNE jurtasnyrtivörurnar eru komnar í verslanir. Hágæða snyrtivörur unnar úr jurtum og jurtaolíum, ofnæmisprófaðar og að sjálfsögðu án ilmefna. Leyndardómurinn á bak við þessar snyrtivörur kemur frá Svissneskum efnafræðingum en vörurnar eru framleiddar í U.S.A. Útsölusta&ir: Reykjavík: Libia, snyrtivöruverslun í Mjódd, Pönglabakka 6. Reykjavík: Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4. Akranes: Litla búðin, Esjubraut 13. Grundarfjörður: Verslunin María, Hrannarstíg 3. Blönduós: Apótek Blönduóss, Flúðabakka 2. Dalvík: Jódý, hársnyrti- og naglastofa, Hafnartorgi. Hveragerði: Ópus, hársnyrtistofa, Breiðumörk 2. Porlákshöfn: Hárnýjung, Unubakka 2. F Nátíúmvörur e EF. - Heildverslun, sími 568 3258. í fyrstu skiptín fannst mér ég syngja hörmu- lega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.