Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 56
|T|N|T| Express
Worldwíde
_ 580 1010
fslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 1181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Kristinn
VILHJÁLMUR Garðarsson,
sjómaður 1 Þorlákshöfn.
Flest skip komin
á sjó í gær
15 skip á
loðnu-
veiðar
FISKISKIP um Iand allt lögðu
úr höfn í fyrrinótt og í gærdag
eftir að verkfalli sjómanna lauk.
Ágætis veðurútlit var um land
allt.
Nokkur skip eiga enn eftir
óveiddan loðnukvóta og héldu
15 skip til loðnuveiða í gær sam-
kvæmt upplýsingum Tilkynn-
ingaskyldunnar. Voru þau við
ioðnuleit út af Reykjanesi en
engar fréttir höfðu borist af
veiði um hádegisbilið í gær. Um
100 þúsund tonn af loðnu eru
pgjin óveidd af leyfilegum heild-
arkvóta.
Netabátar á Suðurnesjum
héldu strax út í fyrrinótt til að
leggja og var búist við að þeir
færu að tínast inn með afla til
löndunar síðdegis. Að sögn
heimildamanna í Þorlákshöfn
voru trillubátar sem reru á
föstudag með ágætisafla og leit
ágætlega út með veiði í gær.
Sérfræðingur við sýklafræðideild Landspftalans um fjölónæma sýklastofna
Kapphlaupið tap-
ast án aðgerða
NAUÐSYNLEGT er að efla
rannsóknir á því hvemig draga
megi úr ofnotkun sýklalyfja og
ónauðsynlegri sýklalyfjanotkun ef
takast á að koma í veg fyrir að
fjölónæmum sýklastofnum fjölgi
með þeim afleiðingum að við
stöndum vamarlaus frammi fyrir
hættulegum sýkingum innan til-
tölulega fárra ára, segir Karl G.
Kristinsson, sérfræðingur í sýkla-
fræði við sýklafræðideild Land-
spítalans og dósent við Háskóla
íslands.
Karl kveðst vonast til að innan
tíðar verði sett á laggirnar stofn-
un eða nefnd sem hefði það hlut-
verk að fylgjast með sýklalyfja-
notkun og sýklalyfjaónæmi í bakt-
eríum og finna leiðir til að sporna
við þróun ónæmisins. Slíkum
stofnunum hefur verið komið á fót
í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi
og verið er að stofnsetja hana í
Noregi. „Mönnum tókst lengi vel
að breyta eldri sýklalyfjum
þannig að þau virkuðu á ónæmar
bakteríur en með vaxandi sýkla-
lyfjanotkun er svo komið að við
eram að tapa kapphlaupinu við
sýklana.
Við eram komin með nokkra
sýkla sem era ónæmir fyrir öllum
sýklalyfjum," segir Karl.
Hann leggur áherslu á að full
ástæða sé til að hafa allan varann
á og að óþörf sýklalyfjanotkun við
veirasýkingum og vægum bakter-
íusýkingum auki mjög líkur á að
bakteríur nái að þróa með sér
ónæmi fyrir lyfjunum.
„Við verðum að geta meðhöndl-
að alvarlegar sýkingar áfram.
Þeir sem þurfa virkilega á sýkla-
lyfjum að halda verða að geta
fengið þau,“ segir Karl.
■ Kapphlaup við sýkla/10
Morgunblaðið/RAX
Bændur
„ÞAÐ er sannkallaður vorboði þegar bænd-
umir fara að streyma hingað til að sækja
áburð,“ sagði Guðný Benediktsdóttir, mark-
aðs- og sölustjóri í Áburðarverksmiðjunni, en
talsvert var að gera í Gufunesi í vikunni. „Upp
úr páskum vilja svo allir fá áburð á sama tíma
byrjaðir að sækja
og þá er mesta annríkið," sagði Guðný.
Milli 1.000 og 1.500 tonn af áburði fara frá
verksmiðjunni á dag þegar mest er að gera.
Flutningur á áburði hefst í nóvember en þá er
hann fluttur með skipum út á land. í apríl og
maí er hann sendur bæði með flutningabílum
áburðinn
og skipum á Suður- og Vesturlandið.
Grétar Júh'usson, verkstjóri í Áburðarverk-
smiðjunni, kannaði ástand sekkjanna þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á
ferð.jjósmyndari Morgunblaðsins var þar á
ferð.
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir ganga samkvæmt áætlun
Yfír 300 milljónir króna
til ýmissa verkefna í ár
AÆTLA má að greiðslur úr Ofan-
flóðasjóði á þessu ári vegna snjó-
flóðavamavirkja og annarra verk-
efna verði á bilinu 300-350 milljónir
kr. Ráðist er í verkefnin að fram-
*^fc'æði sveitarfélaganna og hafa
framkvæmdir í öllum meginatriðum
gengið eftir í samræmi við fram-
kvæmdaáætlun um vamir gegn of-
anflóðum, sem ríkisstjórnin sam-
þykkti í fyrra, að sögn Smára Þor-
valdssonar, starfsmanns Ofanflóða-
nefndar.
.rí'ramkvæmdum við snjóflóða-
^irnavirki verður lokið á þessu ári á
Flateyri og gert er ráð fyrir að upp-
græðslu, sem er lokaáfangi verkefn-
isins á Flateyri, verði lokið á næstu
tveimur til þremur áram. Þá er
reiknað með að fljótlega hefjist
miklar framkvæmdir við snjóflóða-
varnir á Siglufirði. Áætlað er að
heildarkostnaður við framkvæmd-
imar sé um 350 milljónir en reiknað
er með að þær standi yfir í tvö ár.
Að sögn Smára er uppkaupum á
húsum í Hnífsdal lokið og reikna má
með að uppkaupum og flutningi
byggðar í Súðavík ljúki á þessu ári.
Fyrir fáeinum dögum vora kynntar
tvær tillögur að snjóflóðavömum
með mismunandi háum varnargörð-
um í Neskaupstað. Er reiknað með
að einhverjar framkvæmdir hefjist í
Neskaupstað á þessu ári. Á yfir-
standandi ári á einnig að skoða
snjóflóðavarnir fyrir Bolungarvík.
Töluverð umsvif á næstu árum
„Samkvæmt áætluninni, sem er til
ársins 2010, er gert ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist á Seyðisfírði á
næsta ári og það verða væntanlega
töluverð umsvif á næstu áram ef
þetta gengur eftir,“ segir Smári.
Einnig er gert ráð fyrir að byggður
verði stór vamargarður undir Selja-
landshlíð á ísafirði á næsta ári.
Tekjur þær sem Ofanflóðasjóði
era ætlaðar samkvæmt lögum eru
um hálfur milljarður á ári. Fram-
kvæmdir era sveiflukenndar milli
ára en samkvæmt áætluninni sem
unnið er eftir er gert ráð fyrir að
heildarkostnaður verkefnisins fram
til ársins 2010 verði um sjö og hálfur
milljarður kr. Smári bendir einnig á
að samhliða þessum verkefnum hef-
ur Ofanflóðasjóður styrkt verulega
þekkingaröflun á Veðurstofunni.
Vollebæk
í opinbera
heimsókn
til Islands
KNUT Vollebæk, utanríkis-
ráðherra Noregs, kemur til
Islands í opinbera heimsókn
1. og 2. apríl næstkomandi.
Hann hittir Davíð Oddsson
forsætisráðherra og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráð-
herra. I för með Vollebæk
verður eiginkona hans.
Fyrri dag heimsóknarinnar
fundar Vollebæk með forsæt-
isráðherra og utanríkisráð-
herra og seinni daginn halda
fundimir áfram jafnframt því
sem hann hittir að máli full-
trúa utanríkismálanefndar á
Alþingi.