Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Miskunnarleysi í skjóli frelsis í UNDANFÖRNUM greinum hef ég verið nokkuð harðorður á köflum um það starfsumhverfi sem ungu fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum er boðið upp á. Það á sér í raun skýranlegar orsak- ir, því á sl. fjórum árum hef ég tal- að við mikinn fjölda aðila af mikilli kurteisi og hvatningu í von um að þeir sem völd eða aðstæður hafa setji í framkvæmd vinnu til breyt- inga á þessu hörmulega ástandi. Eg vil ekki meina að ráðamönnum þjóðfélagsins sé svona illa við unga fólkið, heldur séu þeir bara orðnir svo vanir að vera reknir áfram af þrýstihópum að þeir heyri ekkert annað en það sem þessir hópar pressa inn í vitund þeirra. Unga fólkið hefur ekki enn lært þessi vinnubrögð og þjáist því í hljóði og upplifir þjóðfélagið fjandsamlegt sér. Fæstir reyna að aðlagast um- hverfi sem þeir upplifa sem fjand- samlegt. Við getum því ekki skellt skuldinni af þessu hörmulega ástandi á unga fólkið. Það er okkar að styðja það fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum svo það geti lært vinnu við lögmætar og eðlileg- ar aðstæður. Ábyrgðarleysi stjórnkerfisins Ég hef áður bent á að lög um veitinga- og gististaði eru frá árinu 1985, eða fyrir tíma hinnar miklu fjölgunar veitinga- og skemmti- staða. Margt í þessum lögum er ágætt en augljóslega er löngu orð- in þörf á að laga þau að hinum þreytta raunveruleika. Áug- ljóslega þarf einnig að samræma ábyrgð stjórnarráðsins á þess- um málaflokki, því eins og málum er háttað í dag heyrir starfsemin í raun undir fjögur ráðuneyti. Samgöngu- ráðuneytið fer með forræði laga um veit- inga- og gististaði, lög- reglustjórar fara með leyfisveitingar og eft- irlit en þeir heyra und- ir dómsmálaráðuneyt- ið, eftirlit með söluskráningu, virð- isauka- og skattskilum er á vegum ríkisskattstjóra sem heyrir undir fjármálaráðuneytið og starfsfólkið eða vinnuaflið heyrir undir félags- málaráðuneytið sem fer með at- vinnumálin. Augljóslega þarf hér einhverra breytinga við því áþreif- anlegt framtaksleysi er hjá öllum þessum aðilum. Siðlaust og ólöglegt Erfitt er í stuttri blaðagrein að greina frá þeim sóðaskap sem við- gengst í þessari atvinnugrein. Svo til daglega verður maður var við lögbrot ýmissa rekstraraðila, bæði í sambandi við söluskráningu, með- ferð bókhaldsgagna, skráningu bókhalds, svik á skilum á virðis- auka, staðgreiðslu, lífeyrissjóðs- gjöldum, félagsgjöldum og launum. Ömurlegast af þessu öllu er þó að verða sí- fellt var við niður- brjótandi framkomu alltof margra rekstr- araðila veitinga- og skemmtistaða gagn- vart starfsfólki sínu. Það heyrir til undan- tekninga ef maður verður var við rekstr- araðila sem í raun hef- ur siðferðislegan þroska til að hafa ung- menni í vinnu. Aug- ljóslega er afar mikil- vægt að framkvæmda- aðilar laga og reglna um þessa starfsemi sinni sæmilega starfi sínu og geri í það minnsta til- raun til að vernda fólkið sem vinn- ur á þessum stöðum svo sem kost- ur er. Því miður er það ekki svo. Lítum aðeins á framkvæmd leyfis- veitinga til rekstrar veitinga- og skemmtistaða. Framkvæmd leyfis- veitinganna á að byggjast á lögum nr. 67/1985 og reglugerð nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði. í 6. gr. þessarar reglugerðar segir svo. „Leyfi samkvæmt reglugerð þessari skal gefið út á nafn eig- anda/eigenda og heimilar það ein- göngu rekstur í þeim flokki og því húsnæði sem tilgreint er í leyfinu. Ef eigandi veitinga- eða gististaðar er ekki framkvæmdastjóri starf- seminnar er heimilt að gefa leyfis- bréf út á nafn framkvæmdastjór- ans, með samþykki eiganda/eig- Guðbjörn Jónsson enda.“ Hér er skýrt kveðið á um að rekstrarleyfi skuli vera gefið út á nafn eiganda/eigenda eða fram- kvæmdastjóra. Lögreglustjóra- embættið í Reykjavík gefur út mik- inn fjölda leyfa sem uppfylla ekki þessi ákvæði laganna. Dæmi eru einnig um mörg eigendaskipti án þess að leyfi hafi verið afgreidd. Samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar á lögreglustjóri að halda skrá yfir leyfisveitingar með, eins og segir í reglugerðinni, „ítarlegum upplýs- ingum um starfsemina". Þetta er ekki gert. Við hjá Félagi stafsfólks í veitingahúsum höfum ítrekað far- Svo til daglega verður maður var við, segir Guðbjörn Jónsson, lögbrot rekstraraðila í söluskráningu, meðferð bókhaldsgagna og í skilum á sköttum, lífeyrissjóðsgjöldum og félagsgjöldum. ið fram á að fá reglulega sendar upplýsingar um leyfísveitingarnar þannig að við vitum hver er ábyrg- ur fyrir rekstri þeirra staða sem kvartanir berast út af. Þessari beiðni hefur aldrei verið sinnt. Hvernig er svo eftirliti háttað? Nærtækast er að líta á skemmti- staðinn Vegas, sem mikið hefur verið í fjölmiðlum. Þegar starfsem- in hófst á Laugavegi 45 höfðu þeir engar heimildir til að vera inni í húsinu. Leigusalinn hefði ekki heimild til að leigja. í þessu hús- næði hafði verið veitingastaður þar sem enginn starfsmaður virtist vinna, sé tekið mið af skilum lífeyr- issjóðs og félagsgjalda. Áður en Vegas var opnaður voru miklar breytingar gerðar á húsnæðinu, án heimildar eigenda. Nýlegar um- ræður um að á staðnum hafi verið breytt burðarvirkjum virðast benda til að annaðhvort sinni eftir- litsmenn ekki störfum sínum við heimsóknir á veitinga- og skemmti- staði eða þeir hafi ekki komið í heimsókn á þennan stað. Þessi ályktun er dregin út frá 10. gr. reglugerðarinnar, en þar segir: „Þeir sem eftirlit hafa með veit- inga- og gististöðum skulu tilkynna lögreglustjóra hafi orðið þær breytingar á búnaði eða rekstri að nauðsyn sé að endurskoða leyfið.“ Ennfremur segir í 5. gr. „Ef leyfis- hafi vill gera umtalsverðar breyt- ingar á húsnæði því er til rekstrar- ins er ætlað skulu um það gilda sömu reglur og um nýbyggingu væri að ræða.“ Breytingamar sem gerðar voru á húsnæðinu sem Veg- as hóf starfsemi í voru tvímæla- laust það miklar að um þær hefði átt að tilkynna umsagnaraðilum, áður en starfsemi var heimiluð, og óska úttektar á húsnæðinu. Þessi leið var ekki farin og ekki sótt um leyfi fyrir rekstraraðila Vegas, heldur send inn endurnýjunarum- sókn fyrir aðila sem var hættur rekstri áður en farið var að breyta húsnæðinu fyrir Vegas. Sá aðili var ekki eigandi fyrirtækisins sem rek- ur Vegas, ekki framkvæmdastjóri þess og á engan lögformlegan hátt tengdur fyrirtækinu sem er ábyrgt fyrir rekstrinum. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum um alvar- legt sinnuleysi lögreglunnar og virðingarleysi hennar fyi-ir þeim lögum sem hún á að vinna eftir. Höfundur er starfsmaður FSV. Er menningar- arfurinn glataður? ÞEGAR leiðsögu- kennsla hófst hér á landi fyrir 35 árum lýstu sumir ferðaskrif- stofueigendur því yfir að hún væri óþörf þar sem ekki væri hægt að kenna fólki að verða leiðsögumenn. Annað- hvort hefði fólk með- fædda hæfileika í það starf eða ekki. Með tímanum hafa þessi sjónarmið breyst og ákveðnar kröfur eru gerðar til leiðsögu- manna enda skilgreina erlendir viðskiptaaðil- ar leiðsöguferð (guided tour) sem ákveðinn þátt ferðaþjónustunnar sem þeir borga ákveðið gjald fyrir eins og fyrir aðra þjónustuþætti. Á síðustu misserum hefur hins vegar orðið mikil breyting á ís- lenskri ferðaþjónustu og til starfa hafa komið tugir nýrra ferðaskrif- stofa, ég endurtek tugir. Aðeins hluti þeirra hefur þó ferðaskrif- stofuleyfi. Svo virðist sem nóg sé að fólk eigi jeppa, vélsleða eða nokkra hesta til að geta og mega skipuleggja skoðunarferðir fyrir ferðamenn og selja sem leiðsöguferð (guided tour). Svo virðist sem engar kröf- ur séu gerðar um tryggingar og öryggi farþeganna og skiln- ingur á hugtökum eins og leiðsöguferð og leið- sögumaður virðist víðs fjarri. Þegar leiðsögu- menn sem hafa varið bæði tíma og pening- um í leiðsögunám sækja um vinnu hjá þessum nýju ferða- skrifstofum fá þeir þau svör frá sumum þeirra að þeim sé nákvæmlega sama um alla leiðsögukennslu, þeir ráði bara það fólk sem þeim sýnist. Ef við göngum út frá því að leið- sögumenn þurfi að vita eitthvað um ísland og geti komið þeirri vit- neskju til skila á tungumáli farþeg- ans hlýtur sú spurning að vakna hvernig hinn almenni Islendingur sé í stakk búinn til að inna af hendi þessa sérhæfðu þjónustu án nokk- urs undirbúnings. Reynslan sýnir að þekking ungra Islendinga á eig- in landi og íslenskum þjóðlegum Sú hætta blasir við, segir Birna G. Bjarn- leifsdóttir, að fag- menntaðir, íslenskir leiðsögumenn heyri sögunni til. fróðleik sé minni nú en áður var. Áhugi fólks beinist frekar að öðra efni, alþjóðlegu efni. Ungt fólk virðist ferðast lítið um eigið land, en þekkir þeim mun betur París eða Róm, Indland eða Argentínu. Islenskur þjóðlegur fróðleikur er „glataður" (svo talað sé tungumál unga fólksins) enda er ísland í þeirra augum sjaldnast land framtíðarinnar heldur útsker til tímabundinnar dvalar. Hér er fremur illt að búa, háir skattar, lág námslán, kennarar illa launaðir, menntun ekki metin að verðleik- um, veðráttan óþolandi og þannig mætti áfram telja. Þetta er sú mynd sem búast má við að ungt fólk myndi gefa útlendingum af Is- landi ef það væri ráðið beint og undirbúningslaust til leiðsögu- Birna G. Bjarnleifsdóttir BARNASKÖR Sumarskór i morgum gerðum. St. 20-34 SMASKOR Sérverslun með barnaskó, I bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. starfa. Þjóðlegur fróðleikur hefur glatast, gleymst. Burtséð frá þjóð- ernisvitundinni er þetta óhagstætt fyrir íslenska ferðaþjónustu því að ferðamenn vilja, ennþá að minnsta kosti, einmitt fræðast um það sem er séríslenskt og öðru vísi en í öðr- um löndum sem þeir heimsækja. Sem betur fer er þetta ekki al- gild lýsing á íslensku æskufólki. Sem betur fer er til ungt fólk hér sem ferðast töluvert um Island og kann að ferðast við íslenskar að- stæður. Til er fólk sem skilur hug- tök sem tengjast menningararfi okkar og talar enn kjarnyrta ís- lensku. En athyglivert er að þjóð- legur fróðleikur er ekki til kominn eftir skólagöngu í menntaskóla eða háskóla heldur vegna umræðna á heimili viðkomandi einstaklings, oftast við ömmu eða afa. Reynslan sýnir því að ekki er lengur hægt að ganga að því sem vísu að þrítugur Islendingur hafi þá þekkingu á eig- in landi eða búi yfir þeim fróðleik sem nauðsynlegur er til að geta frætt fróðleiksþyrsta útlendinga sem hafa borgað fyrir þá þjónustu sem felst í leiðsöguferð. Tekið skal fram að lágmarksaldur í leiðsögu- nám er 21 ár, en flestir leiðsögu- nemar eru á aldrinum 30-40 ára og jafnvel eldri. Lausleg áætlun segir að aðeins um helmingur þeirrar leiðsögu- vinnu sem unnin er á íslandi sé í höndum fagmenntaðs fólks sem hefur sótt nám í Leiðsöguskóla Is- lands. Hluti ófaglegrar leiðsögu er seldur af íslenskum ferðaskrifstof- um, en einnig af erlendum ferða- skrifstofum sem senda hingað ferðamannahópa í fylgd erlendra hópstjóra. Þessir hópstjórar vinna sem leiðsögumenn án þess að hafa nokkurn tíma verið í leiðsöguskóla, hvorki hér á landi né í sínu heima- landi, og hafa í sumum tilfellum aldrei komið til íslands áður. Fyrir kemur að ráðnir eru íslenskir fag- menntaðir leiðsögumenn í fyrstu ferðina og erlendu hópstjórarnir taka upp á segulband eða skrifa niður allt það sem íslenski leið- sögumaðurinn segir í ferðinni. I næstu ferð tekur erlendi hópstjór- inn við stjórninni og íslenska leið- sögumanninum er gefið langt nef. Með þessu móti geta erlendar ferðaskrifstofur undirboðið bæði íslenska leiðsögumenn og líka ís- lenskar ferðaskrifstofur. Þegar haldnar eru ferðakaupstefnur er- lendis, þar sem Islandsferðir era boðnar til sölu, hafa erlendar ferðaskrifstofur getað boðið ís- landsferð á lægra verði en íslenski aðilinn á básnum við hliðina einmitt vegna þess að sá erlendi lækkar sinn tilkostnað með því að borga sínum hópstjóra engin laun, koma með ódýran mat með sér o.fl. Það er því freistandi fyrir íslenska aðilann að bregðast við þessu með því að ráða ófaglærðan leiðsögu- mann í sína ferð og greiða honum lægri laun en samningar segja til um enda þótt það sé ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Þannig er fagmennskan fyrir borð borin í þessum þætti ferðaþjónust- unnar. I flestum evrópskum ferða- mannalöndum fá ferðamannahópar ekki inngöngu á söfn og helstu ferðamannastaði nema leiðsögu- maður þeirra geti framvísað skil- ríkjum sem sanna að hann hafi leiðsögupróf um viðkomandi land. íslenskir fagmenntaðir leiðsögu- menn horfa hins vegar upp á það að æ fleiri ófagmenntaðir era ráðn- ir í þeirra störf, bæði íslenskir og erlendir. Á sama tíma lýsa íslensk ferðamálayfirvöld því yfir, hvað eftir annað, að ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein sem muni bjóða flest atvinnutækifæri hér á landi í framtíðinni. En staðreyndin er hins vegar sú að sú hætta blasir við að íslenskir fagmenntaðir leiðsögu- menn heyri sögunni til. Það myndi vekja athygli erlendra leiðsögu- kennara sem telja að leiðsögu- menntun hér á landi standi mjög framarlega. Það eitt er ekki nóg ef ekki er til staðar hvatning til að afla sér slíkrar fagmenntunar og engin raunveraleg viðurkenning frá ferðaþjónustunni sjálfri. Höfundur er deildurstjóri Leiðsögu- skóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.