Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 13. MAÍ 1998 21
ERLENT
Estrada
varar við
kosninga-
svikum
Manila. Reuters.
TÖLUR, áem ein af fáum, áreiðan-
legum skoðanakannanastofnunum á
Filippseyjum birti í gær, sýna, að
Joseph Estrada, helsti frambjóðandi
stjórnarandstöðunnar, hafi unnið yf-
irburðasigur í forsetakosningunum
sl. mánudag. Útgönguspár á kjördag
sýndu það sama en stjómarflokkur-
inn hefur kallað þær „skuggalegt
samsæri".
Atkvæðatalningin tekur um hálfan
mánuð en nýjustu tölur benda til, að
Estrada hafi 22 prósentusig umfram
helsta keppinaut sinn, Jose de
Venecia, forseta þingsins, eða 38,5%
atkvæða gegn 16,5%. í útgönguspá
kom einnig fram, að frambjóðandi
stjórnarinnar í embætti varaforseta,
Gloria Macapagal AiToyo, fékk rúm-
lega helming atkvæða.
Formaður stjómarflokksins, Raul
Manglapus, sagði í gær, að það væri
skuggalegt samsæri og afar undar-
legt að lýsa yfir sigri einhvers fram-
bjóðanda áður en farið væri að telja
atkvæðin.
Reuters
NÁMSMAÐUR veifar þjóðfána Indónesíu á mótmælafundi við háskólann í Jakarta á Jövu.
Indónesía sögð vera
að springa í loft upp
Genf. Jakarta. Kaíró. Reuters.
Hvatt til einingar
Talningin tekur hálfan mánuð eins
og fyrr segir og þessi langi tími hef-
ur áður boðið heim alls konar svik-
um. Estrada skoraði í gær á fólk að
gæta kjörkassanna vel svo það færi
ekki á milli mála hver hefði sigrað í
kosningunum.
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
NSA, hefur njósnað um mannrétt-
indasamtökin Amnesty Intemat-
ional, umhverfisverndarsamtökin
Greenpeace og fleiri samtök, að því
er fullyrt er í skýrslu Evrópuþings-
ins, og sagt er frá í finnska blaðinu
Helsingin Sanomat. Hafa njósnirn-
ar verið stundaðar frá árinu 1948.
Skýrsla Evrópuþingsins hefur
ekki verið birt opinberlega en þar
segir m.a. að njósnir NSA hafi verið
hluti eftirlitskerfis sem kallaðist
„Echelon" sem vísar til skipan her-
sveita.
Það var breskur sagnfræðingur,
BANDARISKUR efnahagsráðgjafi
Suhartos, forseta Indónesíu, varaði
í gær við því að ástandið í
Stephen Wright, sem safnaði upp-
lýsingunum um NSA. Hann komst
að því að „Echelon" var starfrækt á
hlerunarstöðvum í Bretlandi,
Ástralíu, Nýja Sjálandi og Banda-
ríkjunum, sem hleruðu samtöl sem
fóru um Interstat-gervihnöttinn.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki
tjáð sig um skýrsluna. Talsmaður
Greenpeace, Johnson Walter, sagð-
ist í gær sleginn vegna fréttanna en
hjá Amnesty International lýstu
menn yfir áhyggjum sínum, ekki
síst vegna viðkvæmra upplýsinga
um pólitíska fanga, sem samtökin
byggju yfir.
Indónesíu væri svo eldfimt að
landið væri í þann mund að
„springa í loft upp“. Steve Hanke,
sem er prófessor við John Hopkins-
háskóla í Baltimore, sagði að efna-
hagsaðstoð Vesturlanda, og aðgerð-
ir þeim tengdar, kæmu ekki að
gagni og að tilraunir til að þrýsta á
um efnahagslegar og pólitískar úr-
bætur kæmu á versta tíma og myndu
orsaka enn frekari óeirðir. Talið er að
sex hafi látist í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu, þegar námsmenn héldu
áfram mótmælum sínum gegn Su-
harto, forseta landsins í gær.
Madeleine Aíbright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist á
fundi átta iðnríkja í London hafa
miklar áhyggjur af ástandinu í
Indónesíu en Bandaríkin hafa beitt
sér fyrir efnahagsaðstoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF) til handa
Indónesíu. Miklar óeirðir brutust
út í Indónesíu í síðustu viku þegar
stjórnvöld felldu á brott ríkisniður-
greiðslur og tilkynntu hækkanir á
eldsneyti og raforku í samræmi við
kröfur IMF. Gengu námsmenn þá
berserksgang i helstu borgum
Indónesíu en þeir hafa síðan í febr-
úar krafist afsagnar Suhartos for-
seta vegna efnahagsvandræðanna.
Að sögn vitna skaut lögreglan
gúmmíkúlum og leysti upp mót-
mælastöðu hundraða námsmanna
við Trisakti-háskóla í Jakarta eftir
að ráðist hafði verið á óeinkennis-
klæddan lögreglumann. Hennenn í
brynvörðum bílum stöðvuðu jafn-
framt mótmælagöngu um 5.000
stúdenta til þinghallar borgarinnar
í nágrenni háskólans.
Þrýstingur á Suharto jókst mjög
í fyrradag þegar nokkrir kunnir
stjórnarandstæðingar lýstu stuðn-
ingi sínum við baráttu stúdentanna.
Stjórnmálaskýrendur segja nú
meira en helmingslíkur á því að Su-
harto hrökklist frá völdum en hann
er staddur á fundi fimmtán þróun-
arríkja í Kaíró og sagði hann í
fyrradag að gífurlegar fórnir þyrfti
að færa ef koma ætti efnahag
landsins í lag.
Njósnað um Green-
peace og Amnesty
Skáld-
skapur á
röngum
stað
BANDARÍSKA tímaritið The
New Republic birti nýlega
grein, sem vakti mikla athygli.
Þar sagði frá svo ofurslyngum
tölvuþrjótum, að tölvufyrir-
tækin kepptust um að bjóða
þeim gull og græna skóga vildu
þeir koma í vinnu til þeirra. Nú
hefur höfundur greinarinnar
verið rekinn enda kom á dag-
inn, að hún var uppspuni frá
byrjun til enda.
Ritstjóri tímaritsins, Charles
Lane, segir, að höfundur grein-
arinnar, Stephen Glass, hafi
verið rekinn í síðustu viku en
þá hafði hann viðurkennt að
hafa „farið dálítið frjálslega"
með staðreyndir. Staðreyndin
væri raunar sú, að greinin væri
alger tilbúningur.
Glass, sem 25 ára gamall,
hefur ritað 40 greinar fyrir The
New Republic frá 1995 og og
einnig fyrir tímarit eins og GQ,
Harper’s, Rolling Stone og Ge-
orge. Sagði Lane, að hugsan-
lega væri ekki allt með felldu
með aðrar greinar hans þótt
sumar væru í lagi. Glass var
einn af aðstoðarritstjórum The
New Republic.
Æviáskrift að klámblöðum
I greininni segir frá 15 ára
gömlum tölvuþrjót, Ian Restil,
sem braust inn í gagnabanka
Jukt Micronics, „stórs hugbún-
aðarfyrirtækis", og krafðist
síðan mikils fjár, æviáskriftar
að nokkrum klámblöðum og
sportbíls þegar fyrirtækið vildi
ráða hann til sín.
Sagan vakti meðal annars at-
hygli Adams Penenbergs, rit-
stjóra vefsíðunnar hjá Forbes-
tímaritinu, og þegar hann fór
að forvitnast um hana kom í
ljós, að Ian Restil, Jukt
Micronics og Landsamband
tölvuþrjóta, sem nefnt er í
greininni, voru ekki til.
Hjá The New Republic er
stuðst við ákveðið kerfi til að
sannreyna fréttir og greinar en
Glass sá við því með því að
falsa ýmis gögn máli sínu til
stuðnings.
Norska sljórnin og Hægriflokkurinn semja
F oreldragr eið sl-
ur samþykktar
Ósló. Morgunblaðið.
NORSKA þingið hefur komist að
samkomulagi um foreldra-
greiðslur, sem gera eiga foreldr-
um yngstu bamanna kleift að
dvelja heima hjá þeim. For-
eldragreiðslurnar voru eitt
helsta baráttumál Kristilega
þjóðarflokksins í kosningabar-
áttunni sl. haust en treglega hef-
ur gengið að fá samþykki ann-
arra flokka fyrir þeim. I gær
féllust hægrimenn hins vegar á
að styðja frumvarpið.
Foreldragreiðslurnar hefjast í
ágúst nk. og fyrst um sinn em
þær aðeins ætlaðar foreldruin
ársgamalla barna. Fá þeir 3.000
kr. norskar, um 30.000 ísl. kr. á
mánuði, skattfrjálst, sé annað
foreldrið heima með barnið. Ef
það er á barnaheimili hluta úr
degi, lækka greiðslurnar sem
því nemur.
Þá er ætlunin að foreldrar
tveggja ára bama fái greiðslur
frá og með næstu áramótum en
ekki er víst að það náist að
ganga frá þeim greiðslum fyrir
tilskilinn tíma.
Margir þingmenn hafa mót-
mælt fyrirætlunum um greiðsl-
urnar, m.a. á þeim forsendum að
þær séu afturför í réttindabar-
áttu kvenna. Það verði fyrst og
fremst mæður sem notfæri sér
möguleikann á því að vera
heima hjá börnum sínum.
Ekki hefur verið eining um
málið innan stjórnarinnar og
Hægriflokkurinn og Framfara-
flokkurinn sem hafa veitt minni-
hlutastjórn Miðflokkanna stuðn-
ing, hafa reynt að nota málið til
að ná fram kröfum um enn frek-
ari skattalækkanir til barnafjöl-
skyldna sem næmi um 100 millj-
ónum kr., um einum milljarði ísl.
kr. en þær fengust ekki sam-
þykktar.
Hins vegar fékk flokkurinn
framgengt skattalækkunum sem
nema um 50.000 kr. til viðbótar
við það sem nú er, til foreldra
sem greiða fyrir barnagæslu.
Aðstoð Breta ekki „mútur“
Belfast. Reuters.
GORDON Brown, íjármálaráð-
herra Bretlands, neitaði í gær full-
yrðingum andstæpinga friðarsam-
komulagsins á N-írlandi þess efnis
að efnahagsaðstoð til handa svæð-
inu er nemur rúmlega 17 milljörð-
um ísl. kr. væru „mútur“ sem ætlað
væri að tryggja samþykkt sam-
komulagsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu 22. maí. Brown, sem í gær
heimsótti N-írland fyrstur breskra
fjármálaráðherra síðan átök hófust
á svæðinu árið 1968, sagði aðstoðina
þó augsýnilega einungis geta aukið
velmegun á N-írlandi ef friður og
stöðugleiki ríkti. Um það leyti sem
ráðherrann kom til Belfast var lög-
regla í borginni í óða önn að af-
tengja sprengju sem lýðveldissinn-
ar í samtökum INLA, sem andsnúin
eru friðarsamningnum, sögðust
hafa komið fyrir.
Sagt var frá því í The Irish Times
í gær að Molyneaux lávarður, fyrr-
um formaður Sambandsflokks Ulst-
er (UUP), muni sennilega mælast
til þess að kjósendur á N-írlandi
hafni friðarsamkomulaginu. Stjórn-
málaskýrendur blaðsins telja þetta
nokkurt áfall fyrir David Trimble,
núverandi leiðtoga flokksins, sem
beitt hefur sér fyrir samþykkt
samningsins. Jafnframt hafa menn
áhyggjur af því að sjónvarpsmyndir
frá þingi Sinn Féin um síðustu
helgi, þar sem dæmdum IRA-fóng-
um var fagnað sem hetjum, hafi
slæm áhrif á sambandssinna á N-ír-
landi.
Því er haldið fram í The Irish
Times að þrír af hverjum fjórum
sambandssinna, sem áður voru óá-
kveðnir, streymi nú í herbúðir and-
stæðinga samningsins en stjóm-
málaskýrendur hafa bent á að til að
samkomulagið haldi verði að
minnsta kosti helmingur sambands-
sinna að styðja það. Um þetta eina
atriði snúist í raun þjóðaratkvæða-
greiðslan, ekki hvort samningurinn
verður samþykktur yfir heildina. Sú
útkoma sé næsta örugg vegna þess
hversu mikill meirihluti kaþólikka
ætli að styðja hann.
Megane Operi
Þéttari og þægilegri sæti
sem veita góðan stuðning
RF.NAU1.T
- þekktur fyrír þægindi Ármúla 13