Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 43- 1 ! I 1 ! 1 I 1 I 1 í j J ; I S I J 3 I I I : , ASTA VESTMANN + Ásta Vestmann fæddist í Gimli, Manitoba, Kanada, 4. mars 1925. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Guð- mundur Vestmann, f. 1888 á Heggsstöðum í Andakflshreppi, Borgarfirði, d. 1976, og Guðríður Niku- lásdóttir, f. 1891 á Akranesi, d. 1929 í Kanada. Systkini: Daniel Vestmann, f. 1913, látinn. Nikulás Vestmann, f. 1915, látinn. Vaigerður Vest- mann, f. 1916. Einar Vestmann, f. 1918, látinn. Ingibjörg Vestmann, f. 1919, látnn. Anna Margrét Vestmann, f. 1923. Benedikt Vestmann, f. 1927, látinn. Hálf- systir: Eleanor Vestmann Nordal, f. 1930. Hinn 3. október 1943 giftist Ásta eftiriifandi eiginmanni sín- um Bjarna Jónssyni, f. 19. ágúst 1922, frá Hólmavík. Foreldrar hans: Jón Ottósson og María Bjarnadóttir. Ásta og Bjarni bjuggu alla tíð á Akranesi og eignuðust þau 6 börn: 1) María Vestmann, f. 21.11. 1943. d. 1.2. 1995, maki Einar Möller, búsett- ur í Keflavík. 2) Birgir Vestmann, f. 22.5. 1945, d. 27.2. 1966. 3) Rut Vest- mann, f.3.2. 1949, maki Ilámundur Björnsson, búsett í Keflavík. 4) Ingi- bergur Vestmann, f. 11.7. 1950, maki Sig- ríður Gísladóttir, bú- sett í Keflavík. 5) Jón Vestmann, f. 29.12. 1951, maki Elín Hanna Kjartansdótt- ir, búsett á Akranesi. 6) Bjarni Vestmann, f. 24.5. 1961, maki Rakel Árna- dóttir, búsett í Stokkhólmi. Barnabörnin eru orðin 23. Þar af eru tvö látinn. Barnabarnabörnin eru 27. Ásta fæddist í Kanada og var þar til 4 ára aldurs, en kom þá heim til ís- lands með fóður súium og systídnum eftir lát móður sinnar. Settust þau að á Akranesi. Átti hún sitt bemsku- og æskuheimili í Gimli við Vesturgötuna sem faðir hennar byggði. Stærstan hluta ævinnar vann Ásta ýmis störf, aðallega í fiskvinnslu, síldarsöltun og si'ðustu árin í' þvottahúsi Sjúkrahúss Akraness. Ásta verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku systir mín! í örfáum orðum langar mig að kveðja þig. Það er svo erfitt að átta sig á að samveru þinni með okkur sé lokið, en við treystum á fyrirheit skapara okkar um upprisu dauðra á hinum efsta degi og það gefur okk- ur styrk í sorg okkar. Þú varst búin að reyna svo mikið í lífinu, en stóðst þig eins og hetja. Ég veit að Guð hefur haldið í hönd þína, svo sterk varst þú. Ég vakti um tíma nætur og hugsaði um þig og gleðistundir okkar saman og það veitti mér ánægjustund. Ég bið Guð að blessa Bjarna minn og allt hans fólk. Mig langar að kveðja þig með litlu ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum: Eg vil vera barn þitt, bjarta nótt, blómin tína úr mjúkri kjöltu þinni, vaka upp við Álftavatnið hljótt, ásamt henni litlu systur minni. Þama liðast silfursytra fín, sömuleiðis hér í nánd ég greini tóna, sem að minna á mandólín, máski er það bjalla undir steini. Júníljós sig hjúfra um skóg og hraun, hér er gull og reykelsi og myrra. Jesúbamið lék sér héma á laun lengi nætur einu sinni í fyrra. Anna Margrét systir. Kær móðursystir okkar er látin. Sá söknuður sem við finnum við frá- fall hennar er ekki að byrja í dag. Hann hefur verið til staðar síðan veikindi hennar tóku hana heljar- tökum fyrir nokkru. Það var sárt að sjá þessa sterku konu visna fyrir augum okkar. Við eigum bara góðar minningar um Ástu frænku. Hún var glæsileg kona, full af gleði og kærleika sem hún var ekki hrædd við að sýna öðr- um. Hún var þekkt fyrir gleðina sem bjó í henni og við getum enn heyrt hlátur hennar í hugum okkar. Hún var spaugsöm og hnyttin í orð- um og kom öllum í gott skap sem í kringum hana voru. Við getum enn brosað að sumum skemmtilegu at- hugasemdunum hennar og tilsvör- um. Hún var andlega sterk kona og þurfti svo sannarlega á því að halda því hún upplifði mikla erfiðleika og sorg á æviferli sínum. Hún stóð ávallt sem klettur þó hafsjórinn brimaði í kringum hana. Hún var sannkölluð hetja, sem stóð vörð um þá sem henni þótti vænt um þrátt fyrir djúpa sorg í eigin hjarta þegar börn og barnabörn voru hrifin frá henni. Ásta frænka var líka mikill vinnu- forkur. Hún var sterk að líkams- burðum og við minnumst þess að sem börn undruðumst við krafta hennar og dugnað til vinnu. En hún átti einnig yfir listrænum hæfileik- um að búa og saumar og annað lék í höndum hennar. Við minnumst hennar með þakklæti fyrir samver- una og með fullvissu um að líf okkar er ríkara vegna þess að við áttum hana að frænku. Það eru góðu stundirnar með henni, sem við höf- um í farteskinu og getum tekið fram og skoðað þegar hún er nú horfin. Elsku Bjarni, Rut, Ingi, Nonni, Bjarni yngri, tengdaböm, barna- börn og systurnar tvær sem eftir eru, mamma og Valla. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Við vitum að missir ykkar er mikill því eins og spekingurinn segir í orði sínu þá „var hún miklu meira virði en perl- ur“. Guðríður, Ásta, Magnea og Elín. Hún Ásta mín er dáin. Ég á ekk- ert nema góðar minningar um hana. Þegar ég var lítil fannst mér Ásta best og fallegust undir sólinni. Það var líka svo góð lykt af henni. Og enginn hló eins og hún. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég gerði mér grein fyrir hve kjarkmikil hún var. Það var eins og endalaust væri verið að reyna hana. Hún mátti þola mikla sorg og ást- vinamissi. Það var þá sem hún sýndi óbilandi kjark og var alltaf tilbúin að hugga aðra. Á yngri árum Ástu var lífsbarátt- an hörð á Akranesi eins og víðar, margir stóðu höllum fæti. Þau Bjarni voru lítt aflögufær á þessum árum. Samt var eins og alltaf væri eitthvað afgangs til að hjálpa þeim sem voru enn verr staddir en þau. Og þeir sem lentu í andlegum erfið- leikum áttu alla tíð skjól hjá Ástu. Ásta var móðursystir mín. 011 mín bernsku- og unglingsár fórum við mamma upp á Akranes og héld- um jólin hjá Einari afa mínum og Maríu konu hans. Stundum var ég líka hjá þeim hluta úr sumri. Það var alltaf jafn mikil tilhlökkun að heimsækja Ástu og að sama skapi sorglegt að skiljast við hana þegar við snerum heim til Reykjavíkur. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi farið af hennar fundi án þess að hlakka til að hitta hana aftur, slíkt var aðdráttarafl hennar. Bjarni Jónsson, eiginmaður Ástu, var sjómaður og því oft fjarri heim- ilinu og uppeldi sex barna þeirra mæddi því mikið á henni. Þó vann Ásta lengst af utan heimilisins. Hún var meðal annars síldarstúlka á Raufarhöfn, Siglufirði og Seyðis- firði og fræg fyrir flýti og úthald. Það var sagt um hana að hún væri „fjögurra tunnu stúlka“ sem þýddi að hún saltaði fjórar tunnur á klukkustund og lengra varð ekki komist sem síldarstúlka. Henni þótti gaman á síld og lífsgleði henn- ar rímaði vel við síldarævintýrið. Það lék líka allt í höndunum á henni. Ekki var nóg með að hún klippti hár allra fjölskyldumeðlima og fjölda annarra heldur töfraði hún líka fallegustu fót í heimi úr engu enda voru börnin hennar eins og prinsar og prinsessur þegar þau voru komin í sparifötin. Hún Ásta gerði æsku mína ríkari og þar með líf mitt. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Við Birgir sendum Bjarna og Rut, Inga, Jóni, Bjarna yngri og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjm-. Elsa. Þegar dauðinn bankar upp á og sorgin ríður yfir verður hver maður barn. Þegar ég fékk þær fréttir að Ásta frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, væri sofnuð fór ég að hugsa til bernskunnar. Hún var bú- in að vera mikill sjúklingur undan- farin ár og hefur sjálfsagt verið feg- in hvíldinni. Þessi atorkusama kona sem alltaf var svo dugleg og sterk hvað sem á dundi og hafði svo sterka réttlætiskennd að hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Miklir kær- leikar voru með móður minni og Ástu og hittumst við því oft. Alltaf var jafnmikið tilhlökkunarefni að koma til Ástu og Bjarna þegar við fórum í heimsókn upp á Skaga, það var alltaf tekið vel á móti manni og þar mætti manni alltaf hlýja og glaðværð. Alltaf var nóg að gera og við krakkarnir brölluðum ýmislegt okkur til skemmtunar og á ég góðar minningar frá þeim tíma. Eg man að mér fannst að Ásta frænka gæti allt, hún hafði svo mikið þrek og var ýmislegt til lista lagt og var stund- um ótrúlegt hvað hún komst yfir að gera. En þó að gleðin og hlýjan réði ríkjum var ýmislegt á hana lagt, en alltaf sýndi hún þennan mikla styrk hvað sem á dundi. Varð mér þá hugsað til draumsins sem manninn dreymdi, draumsins um sporin í sandinum. Þegar hann átti erfitt voru bara ein spor í sandinum því þá bar Kristur hann í fanginu, en annars voru tvenn spor í sandinum, þegar allt var í lagi gekk Kristur við hlið hans. Eftir að ég stofnaði heim- ili gátum við alltaf litið inn ef við vorum á ferðinni um Skagann. Vor- um við ávallt boðin velkomin og knúsuð í bak og fyrir, var hún alltaf kölluð kossafrænka af börnunum, svo mikla hlýju sýndi hún þeim. Það mun búa tómleiki innra með okkur eftir að þú hefur kvatt þennan heim, en það er huggun harmi gegn að einhvem tímann munum við segja eins og stendur í 1. Kor. 15.55. „Dauði, hvar er sigur þinn?“ Þá verður enginn sjúkur, engin von- brigði og engin sorg. Elsku Ásta, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir þær stundir sem við fengum að eiga með þér. Guð veri með þér, Bjami minn, og öllum börnunum ykkar. Svo gengur allt að Guðs vors ráði, Gleðin og sorgin skiptast á Þótt vinur hnígi lik að láði Og logi tár á hrelldri brá. Þá huggar eitt, sem aldrei brást. Vér aftur síðar munum sjást. (Ingib. Árnad.) Anna Jóna Guðjónsdóttir. Elskuleg amma okkar er látin eftir nokkurra ára baráttu við alzheimer-sjúkdóminn. Þessi kraft- mikla og yndislega amma er farin frá okkur aðeins nokkrum árum eft- ir að móðir okkar lést. Þær tvær héldu sambandi á milli allra okkar nánustu og því hefur mikið tóma- rúm myndast í lífi okkar systkina. Þegar við fluttum frá Akranesi 1977 til Njarðvíkur þá var alltaf jafn gaman að koma til ömmu og afa á Akranesi. Við bræðurnir komum alltaf næstu ár á eftir á hverju sumri, eina til tvær vikur í senn. Kossamir og hlýjan sem við fengum var góð tilfinning. Kræsingarnar sem voru á boðstólum voru með ólíkindum og aldrei fór maður svangur frá ömmu. Margs er að minnast frá þessum tíma. Okkur er það minnisstætt hvað amma talaði og lifði sig óskaplega inn í bíómynd- ir sem við horfðum á saman á Há- holtinu, alltaf að spyrja og spek- úlera. Túnið á bak við húsið var alltaf vinsælt til að sparka tuðru, amma var alltaf að banna okkur að sparka þar en alltaf stálumst við er þau afi og amma fóru í vinnuna. Eitt varð þó að passa sérstaklega en það var rabarbarinn í garðinum, því hún amma gerði bestu sultu sem við höf- um fengið. Spennan var svo ekki síðri þegar það stóð til að amma og afi kæmu í heimsókn suður með sjó og alltaf komu þau með sælgæti með sér og eftirvæntingin var mikil. Okkur bræðranum er það einnig minnisstætt að þegar afí var á vakt í Hvalfirðinum þá sváfum við alltaf uppi í rúmi hjá ömmu á okkar yngri árum. Alltaf vildi hún hafa okkur hjá sér sem lýsir henni best hvað hún var óskaplega hlý, góð og gaf mikið af sér tilfinningalega. Kraft- urinn í henni var mikill og hún var alltaf að. Heimili ömmu og afa var einkar hlýlegt, snyrtilegt og aldrei sá á neinu og mun Háholt 19 alltaf lifa í minningunni. Það lýsir því vel spennunni að fara upp á Skaga því annan í jólum fórum við alltaf í heimsókn og það var grátið ef ekki átti að fara og á endanum var farið af stað. Þetta gaf okkur svo mikið. Þegar við höfum rifjað þetta upp í stórum dráttum þá sjáum við hvað amma gaf okkur mikla ást og kær- leik allt sitt líf. Hún amma mun alltaf lifa í minningu okkar fyrir það sem hún gaf okkur, megi hún hvfla í friði. Elsku afi, megi guð gefa þér styrk í að halda áfram að Iifa lífinu og eiga með okkur barnabömunum fleiri samverustundir. Megi guð gefa okkur öllum styrk í sorginni. Kristján, Birgir og Ragnheiður. Elsku Ásta amma. Síðastliðinn miðvikudag fékk ég símtal írá íslandi og mér var sagt að þú værir farin frá okkur. Á ég mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin en veit að þér líð- ur betur núna. Þar sem ég gat ekki kvatt þig með faðmlögum og kossum vegna þess að ég er svo langt í burtu, þá vil ég kveðja þig með nokkrum orðum og minnast þín, hversu frábær og yndisleg þú varst. Þú varst þessi ekta amma sem bakaðir og prjónaðir og þú bakaðir bestu baby-ruth köku í heimi. Á sunnudögum var oft kallað í mat í hádeginu eða kaffi þar sem var svo stutt á milli heimila okkar í Há- holtinu og þá leið manni eins og í veislu. Að horfa á sjónvarp með þér var ólýsanlegt því þú þurftir alltaf að segja hvað væri að gerast þótt maður væri búin að sjá myndina áður. Það var alltaf svo gaman þegar öll fjöl- skyldan kom saman og farið var í sumarbústaðin ykkar í Þrastaskógi, þar var grillað, spilaður kani langt fram á nótt og oft farið í sund í Hveragerði. Sunnudagsrúntarnir með ykkur voru alveg frábærir, maður gat emjað úr hlátri allan tímann þegar þið afi voruð að ákveða hver ætti að keyra. Eitt að því sem þú þoldir ekki var þegar við krakkamir vorum að renna okkur niður stigann og hanga í handriðinu, þá sagðir þú okkur frá því þegar Ingi og pabbi duttu einu sinni niður stigann og fengu gat á hausinn báðir tveir á sama tíma. Einu sinni sagðir þú mér frá því þegar þú bjargaðir lífi pabba þegar hann hafði dottið í ískalt vatnið hjá Sementsverksmiðjunni með því að setja hann upp í rúm og leggjast hjá honum og halda á honum hita með því að halda utan um hann. Mynda- vélin var eitt sem þú slepptir aldrei úr höndunum þú varst alltaf með myndavélina á loftí hvenær sem er og hvemig sem maður leit út. Allaf var maður kysstur og knúsaður og alltaf nóg af ást að finna hjá þér. Elsku amma mín, ég vildi óska að ég hefði getað verið hjá þér og kvatt þig með faðmlagi og sagt þér hversu vænt mér þykir um þig en ég vona að þér líði vel núna. Elsku afi, ég bið Guð að styrkja þig á þessum tímamótum. Með ástarkveðju, þitt bamabam, Telma. Elsku besta Ásta amma. í dag r' kveðjum við þig með söknuði. Við munum ávallt minnast þín, hve dá- samleg, yndisleg og góð amma þú hefur verið. Þú hefur kennt okkur hve dásamlegt er að vera kysstur og knúsaður, það munum við varð- veita og kenna okkar bömum og einnig sýna þeim alla þá hlýju sem þú gafst okkur. Við minnumst þess > ~ á ættarmóti þegar litli strákurinn spurði og leitaði að „konunni sem lÓ'ssti" og það varst þú amma. Þú varst þekkt fyrir þitt kossaflens og hlýjan faðm. Við vitum varla hvar við eigum að byrja, það er svo margs að minnast, allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa á Háholti 19 og við minnumst okkar yngri ára þegar húsið var fullt af lífi og fjöri og við barnaböm- in hittumst og margt var brallað þar á meðal þegar við stálumst til að taka kodda úr herbergjunum og renndum okkur í röðum niður stig- ann ömmu til mikillar hrellingar. Oft sátum við í kringum fullorðna fólkið og fengum að horfa á það spila kana, þangað til við urðum eldri og fengum að taka þátt. Ekki má gleyma öllum þeim stundum sem þú eyddir með okkur í að kenna okkur að leggja kapal og gafst okkur góðan tíma til að læra. Jólaboðin hjá þér og afa, þú töfraðir fram þvflíkar kræsingar og fallegar kökrn- og heita súkkulaðið sem þú leiðréttir okkur alltaf með ef við sögðum óvart kakó, helst mátti ekki standa upp frá borðinu nema að smakka á öllu og það helst þrisvar. Einnig minnumst við ferðanna sem farnar voru í sumarbústaðinn ykkar í Þrastaskógi og auðvitað þurfti að fara í Eden að kaupa ís. Elsku amma, þú varst kjama- kona og margt til lista lagt, frábær saumakona, góð með handavinnu og ekki má gleyma myndavélinni sem þú lagðir nánast aldrei frá þér. Hve oft við settumst niður með þér og skoðuðum þær myndir sem þú hafð- ir tekið og fengum sögu með. Elsku amma, það er varla með orðum lýsandi hve frábær persóna þú varst og allra mest viljum við þakka þér fyrir hvað frábæran og yndislegan pabba þú gafst okkur. Elsku afi, við munum biðja Guð að gefa þér styrk á þessum tímamót- um. Ástarkveðjur, þínar sonardætur, Auður og Eva Lind. Elsku amma mín, söknuðurinn og minningin um þig verða ávallt í hjarta mínu. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar við komum í heimsóknir. Þú tókst á móti mér af svo mikilli hlýju, með faðmlögum og kossum. Þegar ég læddist á morgn- ana inn í sjónvarpsherbergi komst þú með Cocoa Puffs og settir á myndband með Heiðu fyrir mig. Þolinmæði þín og umhyggja var.« einstök. Tíminn sem þú gafst þér til að spjalla við mig var ómetanlegur. Frá því ég man eftir mér hafa jól- in verið jól þriggja kynslóða. Við vorum alltaf saman á jólunum, þú, afi, mamma, pabbi, ég og systur mínar Agnes og Andrea. Síðustu 16 ár höfum við aðeins tvisvar verið að- skilin um jól. Um síðustu jól varstu orðin svo veik að þú gast ekki komið til okkar til Stokkhólms. Fjölskyldu- boðin þín á jóladag, svo lengi sem heilsan leyfði, voru vegleg og skemmtileg. Allir í stórfjölskyldunni komu og þú varst með eitthvað fyrir ’ alla. Mér verður sérstaklega minnis- stætt hvað þér var annt um alla og hve góð þú varst. Þú hafðir svo stórt og gott hjarta að nóg pláss var fyrir alla ættina. Ég mun minnast þín með gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Þín Stella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.